Færsluflokkur: Dægurmál

Being a diva....

Kiri Te KanawaÞað tekur oft á að vera söngvíva er sagt... ekki síður að vera heimsþekktur söngvari. Kröfur stjarnanna á tónleikaferðum eru oft gígantískar. Frægt var þegar að Bob Dylan kom hér á tónleika árið 1990 hvernig að hann vildi hafa morgunverðinn og alla hluti. Allar kröfur og stjörnum prýddar óskir Dylans fylltu nokkrar blaðsíður fyrir tónleikahaldarana að upplifa. Hann er ekkert einsdæmi í þessum bransa með kröfur.

Verð að viðurkenna að ég hló mjög þegar að ég las þessa frétt hér að neðan um Kiri Te Kanawa. Hún hefur verið þekkt fyrir að vera mjög kröfurík um alla þætti staðanna þar sem hún kemur fram og ná þær óskir allt frá matnum sem hún borðar til aðbúnaðar á tónleikastað til herbergis sem hún gistir í. Það er stundum gott svosem að vera kröfuríkur en það vill oft vera kostulegt að vera stjarna.

Frænka mín ein er mikil aðdáandi Kiri Te Kenawa, á margar plötur með henni og dýrkar söng þessarar dívu. Er ekki viss um að hún vilji samt hitta hana. Og þó, ég veit ekki hvort að fröken Te Kanawa myndi heilla hana sem karakter jafnmikið og lögin hennar. Held að hún vilji frekar dýrka sína söngdívu en vita hvernig karakter hún sé.


mbl.is Aflýsti vegna nærfatnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt og annað eins - er fólk fífl?

D&D Ég botna ekki í þessu! Hvernig getur fólk látið blekkjast af þessum svikamyllum svona rosalega illa, fallið í þessa gryfju? Maður fær oft í viku allskonar boð um lottóvinninga og svikamyllugylliboð en maður sér jafnharðan í gegnum gildruna sem egnd er upp fyrir sárasaklaust fólk. Það er kannski harkalega spurt í fyrirsögninni, en samt, hvernig getur fólk látið glepjast?

Botna hreint ekki í þessu. Þetta er óskiljanlegt rugl. Ég fékk um daginn einhvern keðjupóst sem var svo innilega falskur og fyrirsjáanlegur að ég trúi varla að nokkur falli fyrir þessu. Og þó, þessi skilaboð sem fram koma í fréttinni hér að neðan vekur vonandi einhverja til vitundar um að falla ekki í gryfjuna kolflatt og láta glepjast af innistæðulausum gylliboðum.

Munum að það er enginn svo góður við mann að bjóða manni gull og græna skóga af þessu tagi. Svikamylla er þetta oftast nær, verum á varðbergi og áframsendum svona pósta til lögreglu eða einfaldlega eyðum þeim og horfum út um gluggann og brosum framan í hversdaginn. Það er algjör óþarfi að leggjast flatur fyrir einhverjum óprúttnum aðilum erlendis.

mbl.is Töpuðu tugum milljóna til svindlara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Groundhog Day - skemmtileg hjátrú um veðrið

Punxsutawney Phil2. febrúar ár hvert á sér stað merkilegur atburður í smábænum Punxsutawney í Philadelphiu í Pennsylvaníu-fylki. Þá er múrmeldýr dregið út úr holu snemma að morgni og með því er spáð fyrir um veðrið út veturinn og vorkomuna. Múrmeldýradagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í bænum í 120 ár. Að þessu sinni sá Phil ekki skugga sinn og því er spáin óvenju góð og útlit fyrir að vori mjög snemma.

Samkvæmt gamalli trú þýðir þetta að veðrið verður með besta móti næstu vikur og gott sumar gæti verið framundan. Þúsundir manna hafa lagt leið sína árlega til bæjarins til að verða vitni að þessum atburði. Mikil stemmning er jafnan og var mikið klappað og öskrað af gleði þegar að spádómurinn lá fyrir nú. Fólk lifir sig inn í þessa merkilegu seremóníu með alveg merkilegum hætti. Er þetta í 15. skiptið af 118 sem Phil sér ekki skugga sinn og því ljóst að mun oftar hefur spáð vondu veðri. Færri sögum fer af hversu oft rétt hefur verið spáð um veðrið.

Groundhog DayÞessi siður og athöfn var gerð ódauðleg í hinni frábæru kvikmynd Groundhog Day með Bill Murray árið 1993. Hef lengi fílað þessa mynd og horft á hana margoft. Hún fjallar um veðurfræðinginn Phil Connors, sem er nett orðað egóisti og algjör besservisser. Febrúardag einn þarf hann að fara í vinnuleiðangur til að fylgjast með Múrmeldýrsdeginum - hann heldur til Pennsylvaníu í fjórða skiptið... en það verður alveg ólíkt þeim fyrri.

Dagurinn er vægast sagt ekki í uppáhaldi hjá honum. Hann ætlar að drífa sig strax heim aftur seinna um daginn til að komast úr þessu skítaplássi, eins og hann telur það vera. Þegar hann er búinn að taka upp athöfnina frægu drífur hann sig með starfsliðinu en þá er orðið ófært til heimferðar. Hann verður því að snúa aftur til smábæjarins og gista þar um nóttina. Þegar hann vaknar þar næsta dag fattar hann að hann upplifir sama daginn aftur og aftur.... Er óhætt að fullyrða að hann lifi daginn oftar en góðu hófi gegni. Frábær mynd sem fellur vel allavega í minn kaldlynda húmor.

Hef alltaf haft gaman af GD. Bill Murray fer á kostum í hlutverki Phil Connors. Andie MacDowell og Chris Elliot eru einnig alveg frábær. Handritshöfundar standa sig vel og fara vel með þessa frábæru hugmynd. Harold Ramis er einn af mínum uppáhalds grínmyndaleikstjórum og leikstýrir hann hér að venju mjög vel. Groundhog Day er hugljúf, bráðskemmtileg og fyndin mynd sem hentar alltaf vel.

Ætla að horfa á hana í kvöld og hvet aðra til þess líka.


mbl.is Múrmeldýr spáir vorkomu í Pennsylvaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðrik V. í Listagilið - líf í bögglageymsluna

Friðrik V, Halldór og ArnrúnÞegar að maður vill vera grande á því og fara extra flott út að borða hér velur maður veitingastað Friðriks V. Klassamatur og eðalflott stemmning. Það gerist ekki betra en það.

Fagna því að Friðrik muni fá hús gömlu bögglageymslunnar fyrir staðinn sinn. Í áraraðir hefur húsið verið í niðurníðslu og verið lýti á annars flottu Listagili okkar í miðbænum.

Nú stefnir í breytingar. Það verður eðalgott að fá fyrsta flokks veitingastað í þetta gamla hús, það verði gert upp og fái þann sjarma sem það á skilið í heildarmynd Gilsins.

Verður gaman að sjá húsið lifna við... og fara þangað út að borða áður en farið í leikhús næsta vetur. Óska þeim heiðurshjónum Friðriki og Arnrúnu innilega til hamingju með þetta!


mbl.is Friðrik V. flytur í bögglageymslu KEA á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nektin selur....

Daniel Radcliffe Það er ekki hægt að segja annað en að nektin selji í nútímasamfélaginu sem við lifum í. Það þarf ekki að horfa lengi í kringum sig í blöðum, á netinu og sjónvarpi... eða mörgum öðrum þáttum til að sjá það. Tímarnir eru afgerandi og boðskapurinn er það líka. Nekt er líka orðin meira áberandi í leikhúsunum. Öll höfum við sennilega upplifað það að með einhverjum hætti er haldið á þær brautir...

Nú erum við að sjá alþjóðakynningu á leikriti, bresku leikriti meira að segja. Þar er nekt grunnþema í kynningu. Aðalleikarinn gerði Harry Potter ljóslifandi á hvíta tjaldinu fyrir tæpum áratug. Það þarf sennilega varla að taka það fram að með kynningarmyndunum einum er tryggð metaðsókn á verkið. Það blasir við öllum, þarf ekkert að ræða það meira.

Fyrir tæpum áratug var leikritið Blue Room kynnt með nektinni. Í verkinu sem sýnt var í London var nekt grunnurinn og aðalleikkonan var Nicole Kidman, sem síðar hlaut óskarsverðlaunin fyrir The Hours og er ein vinsælasta leikkona sinnar kynslóðar. Leikritið sem slíkt féll í skuggann. Þið megið geta þrisvar hvað stóð mest eftir sýninguna. Fyrir nokkrum árum var svo The Graduate sýnt í London líka. Vita nú allir um hvað það snýst eftir myndina guðdómlegu frá 1967 með Dustin Hoffman og Anne Bancroft. Allir vita líka hvað vakti mesta athygli í sviðsuppfærslunni.

En er þetta kannski bara tákn tímans? Það hefur sjálfsagt hver og einn sína skoðun, sína sýn á það. En þetta vekur atygli. Held að megi þó fullyrða það að Equues verði leikrit ársins og Daniel Radcliffe er að skapa sér nýja ímynd. Hann verður allavega ekki saklausi galdrastrákurinn í hugum fólks eftir þetta..... sem er kannski gott. Með nýrri ímynd koma oftast glæný tækifæri.

mbl.is Radcliffe fer úr hverri spjör í leikritinu Equus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík niðurlæging fyrir Berlusconi

Veronica og Silvio Berlusconi Það er ekki hægt að segja annað en að Veronica Berlusconi hafi sett eftirminnilega ofan í við eiginmann sinn, Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, í dag. Hann mun eitthvað hafa talað niður til hennar í viðurvist annarra kvenna og daðrað við þær á sjónvarpsverðlaunum. Hún vildi fá að hann bæði sig afsökunar prívat og persónulega. Hann mun ekki hafa tekið það í mál.

Veronica fór með þetta á hærra stig heldur betur og birti opið bréf til eiginmannsins, en ekki hvar sem er, heldur hvorki meira né minna í sjálfu La Repubblica, blaði pólitískra andstæðinga Berlusconis. Hann beygði sig undir þau hörðu örlög og að maður minnist ekki á algjöra niðurlægingu og baðst opinberlega afsökunar á framkomu sinni við eiginkonuna. Mikið drama í gangi þarna heldur betur.

Hjónaband Veronicu og Silvio Berlusconi hefur alla tíð þótt sérstakt. Hún er seinni kona Berlusconis, tveim áratugum yngri en hann, á með honum þrjú börn. Hún hefur alla tíð forðast kastljós fjölmiðlanna og sárasjaldan komið fram opinberlega með forsætisráðherranum fyrrverandi á vettvangi stjórnmálanna, en hann var forsætisráðherra Ítalíu, lengst allra ítalskra stjórnmálamanna eftir seinna stríð, í heil fimm ár, á árunum 2001-2006.  Hún hefur ekki viljað veita viðtöl eða verið áberandi í opinberum ferðum Berlusconis.

Þetta er kostulegt fjölmiðlastríð hjónanna, svolítið kaldhæðnislegt vissulega. En það þarf ekki að segja lengur að Veronica Berlusconi sé feimin við kastljós fjölmiðla allavega.

mbl.is Berlusconi biður konu sína auðmjúklega fyrirgefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brilljant hugmyndir og líflegar pælingar

AkureyriÍ gærkvöldi fór ég á áhugaverðan fund stjórnar Akureyrarstofu í Ketilhúsinu, þar sem kynnt var stefna og markmið hennar. Stofnun Akureyrarstofu hefur verið í undirbúningi síðustu mánuði og er á lokaspretti. Fyrst og fremst verður Akureyrarstofa markaðs-, menningar- og ferðamálaskrifstofa Akureyrarbæjar og mun aðallega einbeita sér að Akureyri en verða vissulega jafnframt þátttakandi í samvinnuverkefnum í nágrenninu og annars staðar.

Fundurinn hófst lóðbeint eftir leik Íslendinga og Dana og var visst spennufall í hópnum sem var samankominn, en þetta var fjölmennur og fínn fundur. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu, stjórnaði fundi og stýrði umræðum um Akureyrarstofu í lok fundarins. Í upphafi flutti Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri og fyrsti formaður Akureyrarstofu og fyrrum formaður menningarmálanefndar, sem lögð var niður með stofnun Akureyrarstofu, grunnhugmyndir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um það hvernig vinna skuli að verkefninu.

Eftir erindi Sigrúnar Bjarkar bæjarstjóra kynnti Þórgnýr Dýrfjörð Akureyrarstofu svo formlega af hálfu starfsmanna hennar. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður, grunnhugmyndir og pælingar um það sem almennt gengur alþjóðlega undir heitinu "Slow city" eða "Cittaslow" en sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að Akureyri skapi sér sérstöðu með markaðssetningu undir þeim hatti. Voru hugmyndir Hólmkels líflega fluttar og margir góðir punktar og pælingar í því. Hann allavega seldi mér hugmyndina gjörsamlega.

Ég varð skotinn í þessum pælingum alveg upp fyrir haus og vil hiklaust að bæjaryfirvöld feti þessa slóð, enda fannst mér lýsingarnar á rólegheitabænum sem Slow City segir frá passa nánast algjörlega við gömlu góðu Akureyri. Gárungarnir fóru reyndar hiklaust að kalla þetta Latabæ, eftir frægu konsepti Magnúsar Scheving, á fundinum að kalla þetta Latabæ en það mun nú ekki festast við svo glatt tel ég. Það var þó allavega mikið hlegið af þessu og léttur andi var yfir ræðu Hólmkels. 

Eftir kaffihlé þar sem tími gafst til líflegs og góðs spjalls um pólitík og boltann hófust svo umræður um Akureyrarstofu og þær hugmyndir sem voru í deiglunni á fundinum. Þetta var lifandi og góður fundur. Þarna komu fram margar hugmyndir og líflegar pælingar sem safnast í sarpinn. Er ánægður allavega og tel þetta vel heppnað, þó vissar efasemdir hafi verið í huga mér um Akureyrarstofu í grunnhugmyndum. En það hefur verið skerpt á hlutverki hennar og þetta verður velheppnað.

Mér hefur alltaf þótt vænt um Akureyri og viljað veg þessa sveitarfélags sem mestan. Ég er þess fullviss að Akureyrarstofa muni hlúa að þeim þáttum vel sem henni er ætlað og hún mun marka góðan grunn í menningar- og markaðsmálum hér í sveitarfélaginu. Það er allavega góð samstaða allra íbúa hér um þessar áherslur ef marka má fundinn.


Stjórnarandstaðan kvartar yfir HM-ferðum ráðherra

Valgerður og Þorgerður Katrín á leiknum við Dani Mikla athygli hefur vakið að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa gert sér ferð til Þýskalands á HM. Ekki aðeins er það Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, heldur hafa Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, farið á leiki og í gær var Valgerður t.d. í landsliðstreyju á pöllunum eins og sjá mátti í útsendingum frá leiknum.

Vart telst undarlegt að Þorgerður Katrín fari, bæði er hún gift einum af okkar eftirminnilegustu handboltagörpum og ráðherra íþróttamála. Það er greinilegt að stjórnarandstaðan er ekki eins hress yfir HM-ferðum ráðherranna og þeir sjálfir. Í upphafi þingfundar í dag kvartaði Mörður Árnason yfir töfum á störfum þingsins og vék að því hvort það væri vegna fjarveru fjölda ráðherra til að fara á leiki landsliðsins í Þýskalandi.

Virtist hann sérstaklega kvarta yfir ferðum ráðherra Framsóknarflokksins sem fyrr eru nefndir, enda getur hann varla kvartað yfir að menntamálaráðherra fari út til að styrkja liðið á þessu stórmóti, veita þann stuðning sem mikilvægt er. Stjórnarandstaðan hefur verið mjög seinheppin á þessu þingmisseri. Málþófið um RÚV varð svona eins og algjör kjánaskapur sem hún guggnaði á. Það er merkilegt að gera þetta að umræðuefni.

En vissulega var hálf kómískt að sjá ráðherra Framsóknarflokksins þarna úti. Merkilegt að sjá - ekki virðist stjórnarandstöðunni vera skemmt í þingsalnum í steingráa húsinu við Austurvöll.

Sidney Sheldon látinn

Sidney Sheldon Bandaríski rithöfundurinn Sidney Sheldon lést í gær, tæplega níræður. Hann varð heimsþekktur fyrir bækur sínar, kvikmyndahandrit og handrit af sjónvarpsþáttaröðum og var margverðlaunaður fyrir skrif sín. Hann var í raun einn af þekktustu rithöfundum Bandaríkjanna og víða virtur fyrir verk sín.

Persónulega hefur mér alltaf þótt kvikmyndahandrit hans að The Bachelor and the Bobby Soxer standa upp úr. Hann hlaut óskarsverðlaunin fyrir sex áratugum fyrir handritið að myndinni, sem er alveg stórfengleg og í raun grunnur myndarinnar, sem enn í dag er algjör klassamoli.

Það eru nokkrar vikur síðan að ég sá myndina síðast, en ég hef átt hana í nokkurn tíma. Það var að mig minnir fyrsta stórverk Sheldons og í raun það sem festi hann í sessi í bransanum. Þar fara Cary Grant, Shirley Temple og Myrna Loy á kostum. Witty handrit, eðalleikur og klassamynd.

Það er of langt mál að rekja feril Sheldons en hann seldi bækur í mörghundruð milljón eintökum svo að hann hefur sterkan sess á sínu sviði og hefur notið hylli um allan heim. Ég hef ekki kynnt mér öll verk hans, sennilega teljir margir sjónvarpsmyndir hans bestar, en kvikmyndahandritið hans að TBB er hreinn eðall.

Sú mynd er klassísk og þar spilar handritið inn í, sterkt handrit með öflugum talsenum og myndin er löngu klassísk.

mbl.is Sidney Sheldon látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur refur smjaðrar fyrir tölvumógúl

Ólafur Ragnar, Gates og DorritÞað er alltaf jafn kostulegt að fylgjast með forseta Íslands smjaðra fyrir viðskiptajöfrum og öðru celeb-inu á erlendri grundu. Það var ógleymanlegt sérstaklega fyrir íslenska vinstrimenn sennilega þegar að forsetahjónin sátu kertaljósakvöldverð með Bush-hjónunum síðasta sumar. Nú var forsetinn að hitta tölvumógúlinn Bill Gates með Dorrit á einhverri leiðtogaráðstefnu í Edinborg.

Er hálf merkilegt að sjá þetta daður þeirra við ríka fólkið. Það þarf varla að segja eins og er að Gates er misjafnlega vel þokkaður í tölvuheimum og bissness-tilverunni. Eftir því sem segir í fréttinni hefur Gates verið boðið til Íslands. Fróðlegt verður að sjá það. Vinstrimönnum hlýtur að finnast þetta daður fyrrum flokksleiðtoga stæks vinstriflokks við auðjöfra heimsins kostulegt.

Kannski mun Gates halda fyrirlestur í Reykjavík um það hversu góð íslenska Windows 98-útgáfan var?


mbl.is Bill Gates tók vel í boð um að koma til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband