Færsluflokkur: Dægurmál
7.2.2008 | 22:36
Milljón flettingar á heimasíðunni
Fyrr í vikunni fór fjöldi flettinga á heimasíðu minni yfir milljón talsins. Það er ánægjulegur áfangi. Ég vil þakka öllum þeim fjölda fólks sem lesa vefinn daglega kærlega fyrir að kíkja í heimsókn.
7.2.2008 | 12:30
Snjóflóð fyrir vestan - mildi að vel fór

Í þessum veðuraðstæðum geta fallið snjóflóð, gil geta hreinsast og því ekkert annað vit en loka þessum vegum. Það á enginn að ana út í óvissuna í slíku veðri og langbest að halda kyrru fyrir auðvitað.
![]() |
Þrjú snjóflóð í Súðavíkurhlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 11:35
Góður húmor krakkanna á öskudegi

Á vísir.is sá ég að annar drengur lék Ólaf F. og var auðvitað með borgarstjórakeðju um hálsinn. Skondið og gott. Flestir krakkar fara kannski í búningi einhverra kvikmynda-, teiknimynda- og sjónvarpsþáttapersóna en það er ánægjulegt að enn aðrir taka upp það sem er í umræðunni og koma með smá skopsýn í þá átt.
Gervið hjá stráknum á Selfossi vakti líka athygli, auðvitað var hann vel dressaður og með bindi - hnífarnir í bakinu voru líka vel gerðir. Þetta er allavega gervi sem vekur athygli og vel heppnað.
![]() |
Með hnífasett í bakinu á öskudegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 18:34
Unglingaklíkur slást í Kringlunni
Öll höfum við heyrt af slagsmálum klíkuhópa unglinga erlendis og séð það í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þetta er æ meir að verða veruleiki hérna heima og sést einna best með slagsmálum hópanna sem tókust á í Kringlunni í dag. Öryggisverðir þar höfðu nóg að gera við að ráða við þessa hópa.
Það væri gaman að vita hvað sé verið að slást um í þessum hópum. Hver sé drifkrafturinn á bakvið svo harkaleg slagsmál. Það hefur verið svolítið sérstakt að sjá myndir af því þegar að klíkur mætast, oftast nær að kvöldlagi, og berjast og ekki langt síðan að slík slagsmál voru stöðvuð hér við Glerártorg á Akureyri.
Finnst þetta fjarri því góð þróun. Það vekur þó æ meiri athygli þegar að slagsmálin eiga sér stað um hábjartan dag og það í Kringlunni af öllum stöðum. Það væri ágætt að vita hvað hafi verið barist um, hver átökin séu.
![]() |
Skrílslæti í Kringlunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2008 | 17:04
Heath Ledger lést af slysförum
Það hefur verið talað mikið um að samband Heath og Michelle Williams hafi lokið vegna eiturlyfjaneyslu og sum blöð hafa gengið mjög langt síðustu dagana að ráðast að minningu leikarans með sleggjudómum og fullyrðingum um að hann hafi látist af völdum eiturlyfja. Upprúllaður peningaseðill, sem slúðurblöðin töldu merki um dópneyslu, hafi fundist í íbúð leikarans og hann hafi farið í gegnum mörg verkefni á síðustu mánuðum ævinnar í dópvímu.
Andlát Heath Ledger er mikill harmleikur, hann hefur verið syrgður af kvikmyndaáhorfendum um allan heim, enda eftirsjá af leikara sem var eitt mesta talent sinnar kynslóðar og var að komast á toppinn í Hollywood, eftir glæsilegan leiksigur í Brokeback Mountain. Það er ánægjulegt að það hafi verið skorið úr því að andlát hans var af slysförum en ekki vegna dópneyslu eins og gula pressan gaf í skyn með frekar ómerkilegum hætti.
Það má vel vera að talað verði um það lengi hversu grimm örlög Heath Ledger voru, svipað og var með annað mikið efni minnar kynslóðar í leiklist, River Phoenix, sem lést aðeins rúmlega tvítugur á tíunda áratugnum. Minning hans var mörkuð dópneyslu og ofnotkun eiturlyfja á andlátsstundinni, auk minninga um mikinn og góðan leikara. Ledger verður minnst sem góðs leikara sem átti harmræn örlög umfram allt.
![]() |
Heath Ledger lést af ofskammti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.2.2008 | 21:34
24 stundir er að verða besta dagblað landsins

Það sást vel að Fréttablaðið svaraði tilkomu 24 stunda í stað Blaðsins með mikilli auglýsingaherferð og ef marka má stöðuna mega þeir fara að passa sig með toppsætið. Þetta blað er í mikilli sókn og ég tel að þessi lestraraukning marki ekki hápunkt þeirrar bylgju sem það er að fá með sér eftir breytinguna á blaðinu með nýju nafni og umgjörð.
Það hefur mikið verið spáð í hvort að Ólafur verði eftirmaður Styrmis á Mogganum, en hann hættir í október - verður sjötugur í mars eins og flestir vita. Hann yrði mjög vænlegt ritstjóraefni þar og er að sýna með verkum á 24 stundum að hann kann sitt fag. Það kannski fer svo að hann vilji ekkert fara og halda áfram með góð verk á þeim miðli sem er í sókn.
![]() |
Lestur á 24 stundum eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2008 | 18:04
Vinnusamar köngulær - pödduhræðslan fræga

Ég hef séð ótrúlega margar kvikmyndir þar sem köngulær hafa komið við sögu og ekkert kippt mér svosem upp við það. Þó er ein mynd þar sem könguló tókst að kippa mér aðeins til og ég varð svona aðeins nervös. Það var Lord of the Rings: The Return of the King, hin margverðlaunaða óskarsverðlaunamynd og lokapunktur trílógíunnar ógleymanlegu. Þar er risaköngulóin Shalob svo sannarlega í stóru hlutverki um miðja myndina og eltingarleikur hennar við Fróða er bæði spennandi og nett ógnvekjandi, enda er köngulóin miskunnarlaus og vel úthugsuð.
Aðrar myndir um skordýr sem vekja alltaf tilfinningar eru t.d. The Giant Spider Invasion, Arachnophobia, Mimic (skelfilega spennandi skordýramynd - risapöddurnar gleymast ekki svo glatt), Them (nett scary :), Mothra (skáldleg og merkilega falleg innst inni), Eight Legged Freaks (þessi gleymist ekki fyrstu næturnar), Tarantula (nema hvað :), The Monster that Challenged the World (ekta skordýrakölt), Starship Troopers (sannarlega ekki gamanmynd), Tremors (gleymi henni aldrei hehe), The Deadly Mantis og The Wasp Women. Þær eru miklu fleiri en þessar koma fyrst upp í hugann. Slær þó enginn þeirra út Shalob í LOTR: ROTK held ég.
Skordýr eru hluti tilverunnar. Samt skelfa þær fólk, mismikið þó. Sumir leika sér að hræðslunni í nett pirrandi kvikmyndum, bækur hafa verið skrifaðar og heimildarþættir gerðir. Gleymi aldrei löngum þætt fyrir nokkrum árum þar sem Attenborough skannaði hugarheim köngulóanna. Ógleymanlegur þáttur. Sá maður er reyndar algjör snillingur en hann fór ansi nærri því að toppa sig í þeirri skordýraþáttaröð.
En sennilega fer aldrei hræðslan í huga fólks. Það er þó misjafnt hvernig fólk lifir með hræðslunni. Ráðlegg þeim sem eru verst haldnir fóbíunni að horfa alls ekki á fyrrnefndar myndir. Það gæti orðið svolítið nastý kvöldstund yfir þeim með popp og kók. Þá er nú betra að horfa frekar á góða pöddulausa spennumynd eða rómantískan sykursnúð, ekki satt??.
![]() |
Tarantúlan reyndi að flýja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 5.9.2008 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2008 | 13:59
Bankarán brúnkulitaða FM-hnakkans upplýst
Annars vantar Ásgeiri Hrafni ekki reynslu í ránum; hafandi bæði rænt 10-11 verslun og Select. En eitthvað hefur honum gengið illa í þessu ráni og löggan rakti slóð hans á aðeins örfáum klukkutímum og allt hafði verið upplýst fyrir síðdegið. Vel gert hjá lögreglunni.
Það er ekki nema von að gárungarnir segi að þetta rán sé best súmmerað með því að gefa því eina öxi.
![]() |
Bankaránið upplýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2008 | 12:54
Kuldalegir vetrardagar
Þetta er allavega mesta vetrarríki sem ég hef upplifað síðan að ég flutti í Þórunnarstrætið fyrir fimm árum. Það var nóg að gera við að moka sig hreinlega út á laugardag og sunnudagurinn fór í að moka upp bílinn og stéttina hérna úti, svona svo að manni liði ekki eins og snjóhúsabúa hreinlega. Við höfum eiginlega ekki upplifað vetur með stóru vaffi síðasta áratuginn og verið ótrúlega heppin, eiginlega haft sælutíð að vetri miðað við það sem búast má við hér nyrst í Ballarhafinu.
Ætla samt að vona að það róist aðeins yfir þessu núna. Samt er þetta hressileg upplifun, kannski er betra að hafa vetur þegar að hann stendur samkvæmt tímatalinu og fá frekar brakandi gott sumar. Heiðarlegt mat. Það er allavega á við væna ískalda vatnsfötu að upplifa svona tíð með öllum kostum og göllum.
![]() |
Gróf sig í fönn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 18:28
Ræningjar fóru í brúnkumeðferð og klippingu
Að öllu gamni slepptu að þá er kannski spurning hvort að samfélagið okkar sé of lítið til að svona glæpur geti komist upp. Sumir hafa sagt það. Er ekki fjarri lagi. Við lifum sem betur í samfélagi þar sem erfitt er að leynast og komast undan réttvísinni, eða við vonum allavega að það sé málið. Annars er greinilegt að þeir skipulögðu sem betur fer ránið svo illa að heildarmyndin small nokkuð vel saman.
En það væri annars gaman að vita af hverju ræningjarnir fóru í brúnkumeðferðina og klippinguna? Var það til að þekkjast ekki eða voru þeir bara að skemmta sér með peninginn? Ekki vantar spurningarnar. Þeir hafa verið skúffaðir að mæta löggunni í kjölfar brúnkunnar, ekki hægt að segja annað.
![]() |
Fjórða ræningjans leitað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)