11.10.2008 | 20:43
Samstaða á örlagastundu
Mjög mikilvægt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að trúnaðarmenn innan hans hafi komið saman í dag og farið yfir erfiðustu viku í sögu þjóðarinnar í lýðveldissögunni. Mikill einhugur er innan flokksins með forystu hans, sem hefur staðið sig vel í erfiðum verkefnum þessa síðustu daga sem markar væntanlega hið nýja Ísland. Þetta eru erfiðir tímar og mikilvægt að samstaða sé á milli flokkanna um aðgerðir. Þetta er ekki tími fyrir pólitískt hnútukast, nú þegar barist er fyrir heill og hag þjóðarinnar allrar.
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur staðið sig vel í kastljósi fjölmiðla, innlendra sem erlendra hér í þessari viku. Ræða hans í Valhöll í morgun var mjög góð samantekt á stöðu þjóðarinnar og mikilvægustu áherslum í ljósi hennar. Nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn á krossgötum þjóðarinnar þegar útrásinni og góðærinu er lokið með svo skelfilegum hætti. Sem stærsti flokkur landsins leitar fólk til hans um forystu á þessum vandasömu tímum rétt eins og áður þegar allt lék í lyndi.
Á þeim árum þegar ég var virkur í innra starfi Sjálfstæðisflokksins sá ég vel hversu mikilvægur Kjartan Gunnarsson var Sjálfstæðisflokknum. Hann stýrði skrifstofu flokksins mjög vel og hélt utan um mikilvægustu þræðina í formannstíð fjögurra forystumanna flokksins í vel á þriðja áratug. Kjartan er mikils metinn innan flokksins og orð hans skipta miklu máli fyrir okkur öll. Hann hefur orðið fyrir þungu áfalli persónulega vegna falls Landsbankans og ekkert óeðlilegt að hann tali um stöðuna.
Ég sé að gefið er í skyn að Kjartan Gunnarsson hafi ráðist að einhverjum í ræðu sinni og gefið er í skyn vinslit hans við Davíð Oddsson. Því hefur hann neitað opinberlega eftir dramatískan fréttaflutning. Sterk staða Kjartans varð ljós á þessum fundi, rétt eins og síðasta landsfundi þegar hann hlaut yfirburðarkosningu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
![]() |
Tár felld á flokksráðsfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 18:09
Samningar og eftirmálar IceSave-málsins
Annars er þetta IceSave-mál allt með því dapurlegasta sem fyrir finnst. Þessi mynd sem Egill Helgason birti í dag kemur eflaust illu blóði í marga Íslendinga, sem þurfa nú að standa undir þessu ævintýralega rugli á alþjóðavísu hjá útrásarliðinu.
![]() |
Samkomulag náðist við Holland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 16:45
Bush beinir samstöðuorðunum til Browns
![]() |
Bush hvetur til samstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 14:49
Slíta á stjórnmálasambandi við Bretland
Loksins hefur Geir H. Haarde, forsætisráðherra, talað hreint út um níðingslega framkomu breska forsætis- og fjármálaráðherrans í garð Íslands. Í þessum efnum á ekki að vera neitt svar í diplómasíu heldur á að grípa til sömu vinnubragða og fordæma hina auvirðilegu forystumenn breskra stjórnmála sem ætluðu að bjarga sér með því að kynda undir bál gegn Íslandi. Ég er að verða nokkuð harðákveðinn í þeirri afstöðu að við eigum að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Eigum ekki að sætta okkur við þetta.
Ég finn að það er mikil reiðialda að magnast upp í samfélaginu gegn hinum lágkúrulega durti Gordon Brown og undirsátum hans sem ætluðu að færa hinum fylgislitla Verkamannaflokki færið á fjórða kjörtímabilinu með því að slátra Íslandi á alþjóðavettvangi. Ómerkilegt pakk í alla staði og við eigum að fara lengra með þetta mál. Þetta er ekki mál sem við eigum að taka á af diplómasíu heldur eigum við að grípa til aðgerða.
![]() |
Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 13:29
Fínn þáttur hjá Birni Inga - Egill fær samkeppni
Ég má til með að hrósa Birni Inga Hrafnssyni fyrir nýjan spjallþátt sinn á laugardagsmorgnum. Horfði á þáttinn af miklum áhuga og fannst margt þar bæði mjög áhugavert og gott. Viðtal Björns Inga við yfirmann sinn, Þorstein Pálsson, ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrum forsætisráðherra, var tvímælalaust hápunktur þáttarins, en þar talaði Þorsteinn í Evrópuátt um stöðuna og sendi margar pillur í Seðlabankann, til mannsins sem felldi hann af formannsstól Sjálfstæðisflokksins.
Egill Helgason hefur til þessa ekki fengið verðuga samkeppni í spjallþáttum hérlendis, nema mögulega síðasta árið með þátt Sigmundar Ernis, Mannamáli. Þessi þáttur er mjög vandaður og vel gerður og er sannarlega upp að hlið Silfursins ef haldið verður áfram með svipuðum brag og var í morgun. Við sjónvarpsáhorfendur hljótum að fagna því að fá fleiri trausta spjallþætti um pólitík og viðskipti.
Mér finnst það reyndar skondið að þátturinn byrji í dag. Ár er í dag liðið frá því að Björn Ingi sleit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og var örlagavaldur í borgarmálunum. Sá meirihluti sprakk því ekki var full samstaða um að rétta útrásarvíkingunum beinan aðgang í orkuauðlindir þjóðarinnar.
En það er önnur saga....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2008 | 13:04
Minningarnar um þorskastríðið rifjast upp
Hafi einhver Íslendingur ekki munað eftir þorskastríðunum eða kannski gleymt þeim rifjast þau upp þessa kuldalegu haustdaga í nýrri milliríkjadeilu við Bretland. Á örfáum dögum hefur allt hið góða sem gert var í samskiptum þjóðanna í rúma þrjá áratugi gufað upp og kuldaleg milliríkjadeila blossað upp aftur. Nú er ekki barist um veiðar á þorski heldur yfirráð yfir peningum. Sumir kalla þetta þorskhausastríð, til að finna einhvern fyndinn punkt á þessu, en ég tel að þetta sé spurning um hvort Íslendingar láta valta yfir sig.
Þeir gerðu það ekki í gamla daga og eiga ekki að gera það aftur. Ég hef heyrt margar sögur um þorskastríðin. Ef við hefðum lympast niður og gefið eftir hefðum við ekki náð yfirráðum yfir fiskimiðum okkar og tryggt stöðu okkar. Við börðumst, tókum slaginn við stórt ríki sem ætlaði að níðast á okkur og taka okkur á hörkunni. Þar var ekki hugsað að neinu leyti um okkar lífsafkomu. En við börðumst áfram og unnum sigur á hörkunni. Gáfum ekki þumlung eftir og við áttum öfluga menn til að leiða okkur til sigurs.
Ekki eru mörg ár síðan ég sá þáttaröð um þorskastríðin. Þar kynntist ég þessum tíma enn betur, en bara úr sögubókunum. Þar var rætt við Breta sem enn formæltu okkur og vildu okkur allt hið illa en grétu samt um leið eigin örlög, að hafa gefið eftir fyrir okkur á örlagastundu. Þetta nísti enn að hjartastað hjá þeim. Ekki virðist kuldinn hafa minnkað og enn er Ísland hatað í Bretlandi vegna baráttunnar um þorskinn. En kannski er erfitt að gleyma þessari baráttu. Hún á ekki að vera það fjarlæg.
Nú þegar bresk stjórnvöld hafa knésett Kaupþing og beitt hryðjuverkalögum á okkur er eðlilegt að minningarnar um þorskastríðin rifjist upp. Við skuldum Bretlandi ekki neitt og eigum að taka þessa baráttu alla leið, rétt eins og forðum daga þegar barist var um þorskinn.
![]() |
Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 00:57
Skelfileg staða íslenskra námsmanna erlendis
Get ekki betur séð en við Íslendingar verðum að brjóta odd af oflæti okkar og leita eftir aðstoð í þessari erfiðu stöðu, þó væntanlega verði það erfið skref fyrir einhverja. Væntanlega mun það fara svo að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn leggur okkur lið og hjálpar íslensku þjóðinni í gegnum erfiðasta hjallann. Mig minnir að við höfum ekki leitað til hans í ein 25 ár og höfum verið skuldlausir við hann síðan árið 1987.
Svo verður að ráðast hvort Rússar leggja okkur lið, eins og útlit hefur verið fyrir í þessari viku. Í viðræðunum í Moskvu mun væntanlega koma fram hvort og þá hvaða skilyrði Rússar setji fyrir að veita okkur lán. Þegar er farið að tala um að Rússar ætli sér að kaupa velvild við Atlantshafið. Vel má vera. Kannski fer það svo að Bretum og Bandaríkjamönnum muni svíða framkoman við okkur þó síðar verði.
![]() |
Rússar og IMF sameinist um lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 22:56
Grípum til aðgerða gegn bresku ríkisstjórninni
Ég er sammála Guðna Ágústssyni að nú sé kominn tími til að fara í aðgerðir gegn bresku ríkisstjórninni. Tek undir hvert orð Guðna og finnst gott að loksins tali einhver íslenskur stjórnmálamaður mannamál í því hvað eigi að gera. Þetta er ólíðandi framkoma og engin evrópsk ríkisstjórn myndi sætta sig við svona vinnubrögð af hálfu vinaþjóðar og samstarfsaðila í alþjóðasamstarfinu.
Stefna á bresku ríkisstjórninni ekki síðar en strax til skaðabóta af íslenska ríkinu. Gordon Brown er að gera alvarlega tilraun til að eyðileggja mannorð okkar í heiminum og talar af miklu gáleysi um stöðu okkar og gerir hana verri til að upphefja sjálfan sig. Auk þess eigum við að leita til alþjóðlegra samtaka vegna framferðis Bretanna.
Svo er það í stöðunni að slíta stjórnmálasamstarfi við Bretland, líkt og gert var í þorskastríðinu. Ég tel að það eigi hiklaust að gera haldi árásir breska forsætisráðherrans áfram og hann haldi áfram að sýna heimsku sína.
![]() |
Sparkað í liggjandi (Ís)land" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 13:58
Konurnar taka til í bönkunum í kreppunni
Eflaust munu einhverjir tala um kvennabyltingu nú þegar Elín Sigfúsdóttir er orðin bankastjóri Landsbankans og þegar Birna Einarsdóttir tekur við sem forstjóri Glitnis. Ég hef fulla trú á því að þær komi sem ferskur vindblær í forystu bankanna og taki til þegar þess er helst þörf. Ég hef fulla trú á þessum kjarnakonum og líst vel á að fá þær yfir bankana.
Annars fannst mér sérstaklega áhugavert að horfa á þrjár konur í hagfræðingastétt tala um efnahagsmálin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom svolítið ný nálgun á stöðuna - leist vel á þetta viðtal. Nú eiga stelpurnar næsta leik. Held að það sé góðs viti.
![]() |
Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 13:05
Kaflaskil hjá þjóðinni
Þetta hefur verið ótrúleg vika. Enn er maður að vonast eftir að vakna upp við að þetta sé bara martröð, skelfileg upplifun sem sé einn stór misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson segir svo oft í krísunum sínum. En við verðum að rífa okkur upp og ná að koma undir okkur fótunum aftur. Íslendingar hafa alltaf barist áfram og komist í gegnum erfiða tíma og ég er viss um að okkur tekst það núna.
Lífsstíll þjóðarinnar breytist í þessu árferði. Því þarf varla að koma að óvörum að kortafyrirtækin taki upp ný vinnubrögð og breyti úttektarheimildum hjá sér. Ég heyrði reyndar að fyrsta hræðslan á mánudag þegar stefndi í að bjarga þyrfti bönkunum var hvort hægt yrði að nota kortin daginn eftir. Þetta hefur gengið allt ótrúlega vel fyrir sig þrátt fyrir miklar breytingar.
Auðvitað eru erfiðir mánuðir framundan, aðstæður breytast og fjöldi fólks tekur þungan skell. Vorkenni mest þeim sem missa vinnuna sína og hafa misst sparifé, þurfa að byrja upp á nýtt og fóta sig aftur. Ég vona að við náum öll að halda áfram og komast í gegnum þetta.
![]() |
Úttektarheimildir endurskoðaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 12:50
Samskipti Íslands og Bretlands að hruni komin
Lágkúruleg framganga Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, gjörbreytir samskiptum Íslands og Bretlands. Ekki verður hægt að treysta á traust samskipti við Bretland meðan hann er í Downingstræti 10 og vonandi fer að líða að lokum á þeim valdaferli. Ég tek undir með skrifum Bronwen Maddox að breskum yfirvöldum hefur orðið stórlega á. Ég get ekki betur séð en Kaupþing, og helst íslensk stjórnvöld, eigi að stefna breskum stjórnvöldum vegna aðfarar þeirra að rekstrinum.
Ég varð var við að sumir voru hissa á skrifum mínum í gær og töldu mig tala of harkalega. Ég sé að sú gagnrýni er horfin, enda held ég að þeir hafi verið frekar barnalegir og ekki skilið diplómatísk tengsl landanna. Þegar þjóð á borð við Bretland tekur á Íslandi með hryðjuverkalögum er alvarleg staða komin upp og varla hægt að líta framvegis á þá þjóð sem trausta bandalagsþjóð. Samskiptin eru gjörbreytt og ég held að enginn neiti því lengur að breskum stjórnvöldum varð á.
Varla verður það stíll Íslendinga að sætta sig við svona framkomu, alveg sama þó þjóðin sé Bretland og hafi mikil áhrif í alþjóðasamfélaginu. Bein aðför breskra stjórnvalda gegn íslenskum hagsmunum og starfsemi þar var aðför að íslensku þjóðinni og við pössum okkur á því meðan Verkamannaflokkurinn ræður ríkjum í landinu að hafa sem minnst saman við þá valdhafa að sælda.
![]() |
Mestu mistökin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 19:43
Össur kallar breska sendiherrann á teppið
Engu er líkara en Gordon Brown hafi ekki verið í neinu sambandi við elskuna sína, Alistair Darling, en sá síðarnefndi er í Washington. Ég tek undir það að hafi Brown vitað af samtali Darlings við Geir í dag, sem hann hefur greint frá, er þetta alveg rosaleg framvinda mála og ekkert nema algjör stríðsyfirlýsing. Auðvitað er Brown líka að upphefja sig á stöðunni - þetta bægir frá miklum pólitískum vanda hans og hann lítur út eins og hetja einhverra.
En íslensk stjórnvöld hljóta að hugsa sitt þegar svona stríðsyfirlýsing kemur frá þjóð sem við höfum talið til vina, þó vissulega hafi samband þjóðanna tekið miklar sveiflur og gengið hafi á ýmsu í sögulegu samhengi.
![]() |
Sendiherra kallaður á fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.10.2008 | 17:11
Brown fer yfir strikið - stjórnmálasambandi slitið?
Ég er eiginlega orðlaus eftir að horfa á Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ráðast að íslensku þjóðinni með skít og skömm á Sky fyrir stundu. Hann gefur ekkert eftir og talar um okkur eins og sína svörnustu fjandmenn. Sú spurning hlýtur að fara að gerast áleitin hvort við eigum að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Mér finnst þeir dagar í það minnsta liðnir að við lítum á Bretland sem vinaþjóð okkar.
Þetta er sorglegt, mjög sorglegt, enda hafði tekist að byggja samskipti landanna upp eftir hin harðvítugu þorskastríð. Þá var stjórnmálasambandi við Breta slitið af okkar hálfu en með diplómatískum viðræðum tókst að laga tengslin og leysa þessa alvarlegu milliríkjadeilu okkar á milli.
Yfirlýsingar Browns eru sérstaklega dapurlegar eftir að íslenski fjármála- og forsætisráðherrann hafa talað vinalega til hans og Darlings og komið málinu af stórsprengjusvæðinu. En kratarnir bresku gefa ekkert eftir.
Samskipti Bretlands og Íslands eru á ís og kannski verður erfitt að bæta fyrir þennan skaða. Sú spurning verður áleitin hvort hinir lélegu stjórnmálamenn Brown og Darling (sem eru rúnir traustir) séu að slá sér upp á þessu.
![]() |
Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 15:18
Transcript á samtal Árna og Darling strax, takk!
![]() |
Sagði honum að við stæðum við yfirlýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 14:22
Hvað sögðu Árni og Darling við hvorn annan?
Mér finnst viðbrögð bresku ríkisstjórnarinnar fram úr öllu hófi. Ég veit að Íslendingar hafa ekki alltaf verið vel þokkaðir í Bretlandi. Ekki eru nema þrír áratugir síðan við áttum í harðri milliríkjadeilu við þá og það oftar en einu sinni. En þessi framkoma er Bretum ekki sæmandi. Ég veit að breska stjórnin er rúin trausti með fylgislítinn Brown fremst í flokki en það vantar svörin við því hver ástæðan sé í raun.
Ég hugleiði hvort Brown og kratarnir hafi viljað slá pólitískar keilur á þessu. Taka hart á Íslendingunum og upphefja sjálfan sig í leiðinni. Í öllu falli þarf að upplýsa betur um samtalið. Allir Íslendingar hljóta að krefjast þess að rétt sé rétt í þeim efnum.
![]() |
Samtal við Árna réð úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 13:16
Nýi Landsbankinn rís upp á gömlum grunni
Ég finn vel að Elín nýtur trausts, ekki aðeins þeirra sem taka nú við bankanum heldur og líka fólksins innanhúss. Slíkt skiptir lykilmáli nú. Svo er bara að vona að bjartir tímar blasi við bankanum í öllu svartnættinu.
![]() |
Nýi Landsbanki tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 08:44
Fjármálaeftirlitið yfirtekur Kaupþing
Yfirtakan á Kaupþingi eru nöpur þáttaskil í íslensku efnahagslífi. Á innan við þrem sólarhringum fara allir þrír bankarnir, þar af gömlu ríkisbankarnir tveir sem voru einkavæddir árið 2002, undir vald Fjármálaeftirlitsins. Þegar neyðarlögin voru sett á mánudagskvöld vonaði öll þjóðin að hægt yrði af afstýra því, sem þá var yfirvofandi, að bankarnir yrðu allir yfirteknir. En þetta hefur farið svona.
Eins og ég sagði í gærkvöldi er þessi sorglega atburðarás söguleg fyrir landsmenn alla og vonandi mikil lexía fyrir þá sem hafa farið um heiminn í útrásinni. Þetta eru svartir dagar fyrir þjóðina alla. Fjöldi fólks hefur tapað miklum peningum og er fært jafnvel áratugi aftur í einu vetfangi er sparnaður til fjölda ára fuðrar upp. Ég vorkenni mjög því fólki sem tók áhættuna og féll fyrir fagurgalanum í bönkunum.
Öll munum við heyra sorglegar hversdagslegar sögur af skipbroti almennings vegna þessara sorglegu þáttaskila sem fylgja endalokum útrásarinnar. Þetta eru nöpur endalok en vonandi verður hægt að byggja á þeim rústum sem fylgja uppstokkun þessara kuldalegu haustdaga í sögu þjóðarinnar.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 00:39
Er Fjármálaeftirlitið að taka yfir Kaupþing?
Eiginlega er óraunverulegt að verða vitni að þessari atburðarás - að allir bankarnir séu fallnir í valinn í þeirri mynd sem við höfum þekkt þá. Mikil verður uppstokkunin nú. Breyttir tímar eru sannarlega framundan.
Erfitt er að sjá hverjir standa og falla þá uppstokkun af sér. Óvissan er algjör og örlög gulldrengja útrásarinnar nöpur og sorgleg. Þessi endalok útrásarinnar verða vonandi lexía fyrir alla sem fylgjast með.
![]() |
Hryðjuverkalög gegn Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 18:40
Óvissa í loftinu - skilaboð ráðherranna
Mér finnst samt bjartara yfir en var í upphafi vikunnar. Krónan er farin að styrkjast til muna. Eins og Gylfi Magnússon bendir á er mjög líklegt að hún muni halda áfram að styrkjast nú þegar þrýstingur á hana minnkar. En við erum fjarri því komin út úr þessum ólgusjó. Þetta verður ekki leyst á örfáum dögum.
En vonandi fæst traust erlent lán til að koma hlutum hér á fulla ferð áfram. Verkefnið er það eitt nú og mikilvægast nú. Og auðvitað þarf að fara að lækka stýrivextina. Vonandi gerist það þegar á morgun.
Geir og Björgvin eiga að halda þessu formi og hafa blaðamannafund daglega þar til eitthvað ræðst meira. Þó ekki séu svör við öllum spurningum þarf að tala til þjóðarinnar af ábyrgð og festu þó við erfiðar aðstæður.
![]() |
Viðskipti milli landa verða tryggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 15:21
Fjöldi fólks mótmælir með Bubba í kreppunni
En það eru svo margir aðrir. Bubbi er bara einn fjöldamargra sem hafa farið flatt á verðbréfaviðskiptum og standa mjög illa núna. Hann sameinar þennan hóp og frontar óánægjuna í dag. Vel gert hjá honum.
Hvernig er það annars, gerir ekki Bubbi lag um útrásarvíkingana og endalok þeirra?
![]() |
Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |