30.4.2009 | 16:31
Heiðmerkurhrottar gefa sig fram
Ég vorkenni stelpunni sem varð fyrir þessari árás og aðstandendum þeirra. Áfallið hlýtur að vera gríðarlega mikið, enda er þetta varla neitt annað en tilraun til manndráps. Í og með er eðlilegt að vorkenna líka aðstandendum þessara stelpna, þó um leið sé eðlilegt að hugleiða hver bakgrunnur þeirra sé og hvað hafi gerst sem leiði til þessarar ofbeldisfullu hegðunar. Stjórnleysið og miskunnarleysið algjört.
Einhversstaðar er farið út af sporinu. Hvort það er uppeldið eða innra eðlið er eflaust erfitt að spá. En villimennska af því tagi sem einkenndi Heiðmerkurhrottana hlýtur að vekja heita umræðu í samfélaginu um hvað sé að gerast hjá æsku þessa lands.
![]() |
Gáfu sig fram við lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2009 | 02:13
Fólskuleg og ógeðsleg líkamsárás
Manni er hreinlega brugðið við hversu grimmdarleg og ógeðsleg árásin á stelpuna í Heiðmörk var. Hvað er að þegar sjö stelpur hópast saman á eina og ganga svo fólskulega í skrokk á henni að hún er stórslösuð. Þetta er algjör viðbjóður. Þeir sem hópast saman margir á einn einstakling eru ekki merkilegir einstaklingar og þarf að taka á slíku af hörku.
Svona gróft og ógeðslegt ofbeldi er sorglegra en tárum taki. Kannski er borin von að ætla að stöðva ofbeldi en þegar í hlut eiga einstaklingar undir lögaldri sem þó eiga að hafa vit á því hvað þeir eru að gera verðum við að tjá okkur hreint út og tala gegn ofbeldi og eða einelti.
![]() |
Fjölskyldan er í sjokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2009 | 20:09
Össur valtur í sessi - öflug skilaboð
Pólitísk staða Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, getur varla talist sterk eftir útstrikanirnar í kosningunum um síðustu helgi. Niðurstaða prófkjörsins var niðurlægjandi fyrir hann, en fall úr leiðtogasætinu hefði verið nálægt pólitískum endalokum hans. Hefði Össur fengið skellinn og misst bæði leiðtogastöðuna og fyrsta þingsæti kjördæmisins hefði nýliðinn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir komið í hans stað - varla hefði Össur verið ráðherraefni áfram eftir slíkan rassskell. Þvílík niðurlæging!
Greinilegt er að Össur er í mjög vondri stöðu. Kjósendur Samfylkingarinnar vantreysta honum greinilega mjög fyrir leiðtogahlutverki. Ekki aðeins rétt marði hann sigur í prófkjöri heldur fékk hann skell í kosningunum frá baklandinu í flokknum. Ætli þetta sé ekki síðasta kjörtímabilið hjá Össuri á þingi?
![]() |
Össur var næstur falli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 17:23
Sorgleg leiðarlok hjá Líf
Þannig er það með dýrin að hægt er að þykja jafnvænt um þau og nánustu fjölskyldumeðlimi. Böndin verða oft mjög sterk. Þau á Sléttu geta verið stolt af baráttunni við kerfið, þau vöktu athygli á innsta þankagangi í kerfinu og hversu mikilvægt er að láta það ekki yfir sig ganga baráttulaust.
![]() |
Dagar Lífar taldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 11:34
Kjósendur fella Guðlaug Þór af leiðtogastóli
Sjálfstæðismenn gera betur en Samfylkingarmenn sem þorðu ekki að lækka Steinunni Valdísi eða Helga Hjörvar í tign eftir styrkjaumræðuna. Ég fagna því mjög að siðferði í stjórnmálum séu stóru skilaboðin frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkínn í Reykjavík á kjördag.
![]() |
Guðlaugur Þór niður um sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 00:04
Klaufaleg og ómerkileg framkoma hjá forsetanum
Þetta eru enn ein klúðurslegu mistökin hjá Ólafi Ragnari á skömmum tíma. Rifrildi forsetahjónanna fyrir framan fjölmiðla, misvísandi skilaboð til erlendra blaðamanna um viðkvæm málefni eftir bankahrunið og viðvaningsleg og klaufaleg ummæli á fundi með erlendum sendimönnum hafa skaðað embættið.
Auk þess er forsetinn illa skaddaður vegna þess hvernig hann dansaði í kringum auðmennina sem settu þjóðina á hausinn. Trúverðugleiki hans er stórlega skaddaður og ekki undrunarefni að stór hluti landsmanna vilji að hann fari frá sem fyrst.
![]() |
Svikin um Fálkaorðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.4.2009 | 21:23
Skýr skilaboð frá kjósendum í Rvk - suður
Mér líst mjög vel á að Ólöf Nordal taki við leiðtogahlutverkinu í Reykjavík suður, reynist þessi útstrikunarfrétt rétt. Hún er mikil kjarnakona og hiklaust einn af framtíðarleiðtogum Sjálfstæðisflokksins á landsvísu.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2009 | 14:56
Á að bjóða þjóðinni upp á stefnulausa stjórn?
Almenningur og atvinnulífið geta ekki beðið endalaust eftir röggsömum ákvörðunum stjórnvalda til lausnar hinum mikla vanda í samfélaginu. Þar dugar ekkert hik og ekki trúverðugt að tala við þjóðina eins og hún geti beðið endalaust meðan Jóhanna og Steingrímur dúllast við að leysa öll mál.
Ætlar vinstristjórnin kannski að láta allt samfélagið fuðra upp á meðan þau eru að snattast í að ná samstöðu um öll mál og bíða með að taka á málum?
![]() |
Ekkert liggur á stjórnarsáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2009 | 14:08
Eftirsjá af Sigga Kára af Alþingi
Sumir hafa fundið það helst að Sigga Kára að hann hafi einmitt staðið vörð um hugsjónir sínar og verið baráttumaður í traustum hægrimálum. Slíkt er aðeins styrkleiki. Ég tel engan vafa leika á að hann muni eiga fljótt afturkvæmt á Alþingi.
![]() |
Sigurður Kári í sömu sporum og Mörður Árnason var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 20:27
Davíð Oddsson sest við skriftir
En auk þess vildi ég gjarnan lesa ævisögu Davíðs Oddssonar. Sigursælasti stjórnmálamaður íslenskrar stjórnmálasögu hefur frá mörgu að segja. Ferill Davíðs er litríkur og leiftrandi, enda hafa fáir hér verið umdeildari, vinsælli eða óvinsælli. En honum er gefin sú náðargáfa að skrifa svo eftir sé tekið og taka athygli landsmanna. Enginn maður getur sagt sögu þessa ferils annar en Davíð sjálfur. Mikil eftirspurn er að ég tel eftir því að hann fari yfir ferilinn og sýni okkur bakvið tjöldin - segi söguna alla.
Svo væri auðvitað ekki verra að Davíð kæmi með ljóðabók, spennusögu eða góðar smásögur. Smásagnasöfn hans voru vinsæl og seldust mjög vel. Ég vona að Davíð njóti kyrrðarinnar í sveitinni og skrifi góðar bækur. Full þörf er á því að svo góður penni skrifi um þessa líflegu tíma, geri upp við allt og alla og komi inn á milli með líflegar sögur án nafna, auk þess að klára samtímasöguna sem fyllir upp í heildarmynd þess veruleika sem við höfum lifað í síðustu mánuði.
![]() |
Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2009 | 18:33
Er fólk ekki lengur óhult á heimilum sínum?
Árás á fólk á heimilum sínum er grafalvarlegt mál og ber að fara með málið í samræmi við alvarleika brotsins. Þeir sem standa að slíkri aðför að fólki og það sérstaklega eldri borgurum eiga sér engar málsbætur.
![]() |
Ræningjar handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 12:51
Kjósandi skítur upp á eigið bak á kjörstað
Víða um veröld hefur fólk ekki þessi sjálfsögðu réttindi okkar, er bundið í fjötra einræðis og kúgunar, og það er vanvirðing við lýðræðið og skoðanafrelsi að vanvirða það og algjörlega til skammar fyrir þann sem þetta gerði og þá sem vekja athygli á því með þessu myndbandi og auglýsa það.
Auk þess finnst mér það skjóta skökku við að þeir sem börðu potta og pönnur til að krefjast kosninga - landsmenn fengju að tjá sig og greiða atkvæði - geri lítið úr atkvæðisréttinum. Er þetta lið aldrei ánægt? Þarf alltaf að vera á móti, bara til að vera á móti? Aumt lið þetta.
![]() |
Skeindi sig með kjörseðli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.4.2009 | 02:30
Árni fellur um sæti vegna útstrikana
Fátt verður lagað í þeim efnum. Þessar útstrikanir eru gott dæmi um að heiðarlegir kjósendur láta ekki bjóða sér hvað sem er og láta skoðun sína óhikað í ljós. Ég skrifaði gegn endurkomu Árna í stjórnmál árið 2007 og fór í viðtal á Stöð 2 og lét mína skoðun í ljós.
Ekki var það af illsku í hans garð heldur vegna þess að ég taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti betra skilið en bjóða upp á þingmenn af þessu tagi. Ég er auðvitað enn sömu skoðunar.
![]() |
Árni Johnsen niður um þingsæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 00:35
Steingrímur J. dissar Evrópuvegferð Samfó
Enginn vafi leikur á því að Steingrímur J. Sigfússon dissaði Samfylkinguna og einhliða Evrópuvegferð hennar með því að tala um elítuumræðu um ESB í íslenskum fjölmiðlum í leiðtogaumræðunum í kvöld. Enda var Jóhanna Sigurðardóttir ekki glaðleg á svip þegar ferðafélagi hennar í óvissuferðinni til vinstri var farinn að efast um fararstjórn sína og hvort hún væri rétti aðilinn til að vera með landakortið í höndunum í leiðangrinum.
Enda lagði Jóhanna lykkju á leið sína í þættinum til að setja ofan í við Steingrím, þó undir kratarós væri. Þetta var svolítið kómískt hjónarifrildi fyrir framan gestina. Mikið innilega verður það nú áhugavert að sjá hversu heilsteypt hjónabandssælan verður. Hvort hún þolir umræðuna um hvort kaupa eigi farmiða til Brussel eða fara hringinn í kringum landið til að tala við þjóðina og bjarga henni frá öðru mögulegu efnahagshruni.
Ég tek reyndar undir þessar pælingar Steingríms. Umræðan hefur verið mjög einhliða um Evrópumálin. Einhliða dýrkun á vegferðinni til Brussel sem einu leiðinni til bjargar þjóðinni er orðin ansi þreytt og lánlaus.
Steingrímur má eiga það að hann er djarfur og þorir að sparka frá sér þegar hann telur sig vera í varnarstellingu gagnvart maddömmunni á heimilinu og liðinu hennar sem vill teyma hann í ferðalag gegn vilja sínum.
![]() |
Elítan vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2009 | 23:58
Vinstrisælan dvínar - barist um ESB-áherslur
Á meðan minnir Jóhanna á afarkostina sem mótaðir voru innan flokksins og nefnir aðra valkosti til að niðurlægja vinstri græna. Hún getur myndað sob-stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingu. Slík stjórn yrði þó aldrei mynduð um annað en ESB og myndi ekki verða langlíf en myndi þjóna sínum tilgangi, einnota tilgangi, fyrir Samfylkinguna um ferðina til Brussel, mekka Samfó.
Nú ræðst hvor verður að gleypa stoltið. Ekki verður bæði sleppt og haldið þegar um afarkosti frá báðum áttum er að ræða. En kannski er það nú bara svo að vinstrimenn geta ekki unnið saman, frekar en fyrri daginn og spili þessum sigri út úr höndunum á sér. Þeir gerðu það 1978 og eru sérfræðingar í að spila tromp af hendi.
![]() |
Getum valið úr öðrum kostum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2009 | 18:17
Kolbrún fellur af þingi - bjartur punktur í myrkri
Þetta kemur í kjölfarið á varnarstöðu hennar gegn álverum og tali gegn atvinnusköpun tengdri stóriðju síðustu vikurnar sem umhverfisráðherra þar sem hún gleymdi sér í eigin heift gegn uppbyggingu á landsbyggðinni og atvinnusköpun frá 101 sjónarhorninu. Langt er síðan einn ráðherra hefur beitt sér jafn mikið gegn augljósum meirihlutavilja í þinginu. Þar talaði hún gegn uppbyggingu á Austurlandi, álverinu í Helguvík og því að horfa til vilja íbúanna í Húsavík og nærsveitum.
Ég fann það síðustu dagana að Kolbrún var orðin landlaus í pólitík, ekki aðeins andstæðingar hennar í pólitík heldur og líka samherjar hennar sneru við henni baki. Kannski er það henni að þakka að Sjálfstæðisflokkurinn varð stærri en VG. Vinstri grænir eru reyndar sérfræðingar í að klúðra kosningabaráttu og þeim tókst það hjálparlaust í síðustu vikunni. Við þökkum Kolbrúnu fyrir sitt framlag í þessari útkomu.
![]() |
Ráðherra féll af þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2009 | 05:31
Særindi Vilhjálms - uppgjörið á landsfundi
Eitt get ég svosem sagt um gagnrýni Villa Egils. Davíð gekk of langt í orðavali um Villa og störf endurreisnarnefndarinnar. Uppgjör þeirrar nefndar var mikilvægt, ekki aðeins nú heldur til framtíðar. Þar var fortíðing gerð upp. Það var ekki aðeins nauðsynlegt, heldur lykilatriði til að ná trúverðugleika á komandi árum. En það er aðeins fyrsta skrefið. Mikið og langt verkefni tekur við hjá nýrri forystu að hreinsa til eftir þá forystumenn sem brugðust sjálfstæðismönnum og landsmönnum öllum.
![]() |
Davíð eyðilagði landsfundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2009 | 02:45
Vinstrisveifla - sögulegt afhroð Sjálfstæðisflokks
Samfylkingin vinnur sögulegan sigur, sigur sem að mínu mati er persónulegt afrek Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún dró vagninn fyrir flokk sinn og uppsker mjög ríkulega. Landsmenn treysta henni og vilja fela henni leiðsögn. Nú reynir á hina 67 ára gömlu Jóhönnu og hvort hún stendur undir umboðinu og hafi styrkleika til að færa þjóðinni trausta forystu.
Vinstri grænir ná ekki þeim sigri sem var í kortunum fyrir þá lengst af. Þeir klúðruðu sínum málum í lokavikunni. Enn einu sinni mistekst þeim að klára kosningarnar sér í vil. Steingrími J. mistekst ætlunarverkið þó hann hafi unnið stóran sigur hér á heimavelli. Þetta er súrsætur sigur fyrir hann í raun.
Framsókn stimplar sig inn og fer nærri því að endurheimta þann styrk sem Halldór Ásgrímsson hafði í kosningunum 1999 og 2003. Sigmundur Davíð fær umboð á höfuðborgarsvæðinu sem er honum og flokknum mikilvægt.
Borgarahreyfingin fær umboð á höfuðborgarsvæðinu en mistekst að stimpla sig inn á landsbyggðinni - Frjálslyndi flokkurinn deyr. Simple as that. En við bíðum leiðarlokanna. Enn getur margt gerst.
Heildarmyndin er þó skýr. Vinstristjórn tekur við með afgerandi umboð, en nú reynir á gamalgróna liðið í forystunni þar. Þau voru þreytulegt vinstraparið í kvöld og ekki líkleg til afreka.
![]() |
Þorgerður: Tvö til hægri og eitt til vinstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 21:44
Biðin styttist eftir tölum í sögulegum kosningum
Biðin eftir fyrstu tölum í þingkosningunum 2009 er að taka enda. Ég tel engan vafa leika á að þetta séu mest spennandi og áhugaverðustu kosningar sem ég hef fylgst með allt frá því að ég vakti fyrst á kosninganótt árið 1987. Í þeim kosningum beið Sjálfstæðisflokkurinn sögulegt afhroð, eftir baráttu við klofningsframboð. Sama virðist gerast að þessu sinni, en flokkurinn hefur nú við annan djöful að draga.
Biðin síðasta klukkutímann eftir tölum er oft ansi löng og erfið. Við vonum svo að úrslitin verði hagstæðari en kannanir hafa sýnt, þó enginn vafi leiki á að söguleg þáttaskil verði í kvöld. Stóra spurningin er þó hversu hagstæð úrslitin verða fyrir vinstriflokkana.
![]() |
Dregur úr biðröðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 19:19
Glæsilegur sigur hjá Man Utd
Sigur Manchester United á Tottenham í dag er með þeim ævintýralegri sem maður hefur lengi séð. Aðeins sannir meistarar skora fimm mörk á 22 mínútna tímabili og snúa töpuðum leik í sigraðan. Við þurfum ekkert að velta því lengi fyrir okkur hverjir verða meistarar þetta tímabilið!
![]() |
United skoraði 5 mörk á 22 mínútum og fór á toppinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)