4.3.2009 | 14:07
Rosaleg mistök hjá Háskólanum
Svona á einfaldlega ekki að geta gerst, og geti það gerst þarf að fara yfir alla vankanta og reyna að koma í veg fyrir að svona veikleikar séu til staðar og fylla upp í þær holur. Stundum er sagt að tölvan geti alltaf klikkað og minnstu hnökrar geti haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er sannarlega eitt af þeim tilvikum.
![]() |
Þúsundum vísað úr HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 12:34
Mögnuð skrif Jóns um Seðlabankafarsann
Jón Sigurðsson, fyrrum seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, ritar frábæra grein á Pressunni um Seðlabankafarsann hér á Íslandi. Þar segir hann í raun allt sem segja þarf um lélegan aðdraganda breytinganna og ófagleg vinnubrögðin, slöpp vinnubrögð sem vonandi munu aldrei endurtaka sig. Pólitísk hrossakaup og baktjaldamakk lýsa ekki nýrri sýn á ákvarðanatöku og lýðræðislegum vinnubrögðum sem vinstriflokkarnir hafa svo oft heitið að standa fyrir. Þeir féllu á fyrsta og mikilvægasta prófinu.
Eftirfarandi skrif Jóns standa upp úr öllu öðru góðu:
"Pólitískur flokksforingi hitti útlendan pólitískan foringja á flokksfundi og bað hann vinsamlegast að útvega Íslendingum seðlabankastjóra. Útlendi stjórnmálaforinginn litaðist um í höfuðborg heimalandsins og fann fyrrverandi aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmann í forystu norska Jafnaðarmannaflokksins. Svo voru þessi pólitísku skilaboð send til Íslands. Bingó. Norðmaðurinn er settur seðlabankastjóri í Reykjavík.
Hvað er ,,faglegt" við þetta?
Hvað í þessu getur nokkru sinni ,,réttlætt" eða ,,útskýrt" þá ráðstöfun að hrekja íslensku peningamálasérfræðingana Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson úr störfum? Er það virkilega allur munurinn að Norðmaðurinn er krati en Davíð Oddsson hægrisinnaður? Er það annars stigs pólitík að vera aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmaður flokksformanns - en forystuferill Davíðs þá einhvers konar fyrsta stigs pólitík? Skiptir slíkt máli í seðlabankastörfum?"
Svo mörg voru þau orð - sannkölluð skyldulesning!
![]() |
Hvað er faglegt við þetta?" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 11:23
Litlar líkur á miklum þáttaskilum í pólitíkinni
Spádómar Ólafs Þ. Harðarsonar gera ráð fyrir mikilli vinstrisveiflu. Þar gerir hann ráð fyrir því að annar vinstriflokkanna haldi sjó þrátt fyrir að bera umtalsverða ábyrgð á bankahruninu og erfiðri stöðu landsins en hafa ekki axlað þá ábyrgð að neinu leyti. Enn situr formaður þess flokks á sínum stóli og skammtar öðrum í kringum sig völd og ákveður skipan þriggja efstu sæta á framboðslistanum í Reykjavík ein og óstudd. Ægivald hennar innan eigin flokks virðist enn til staðar þrátt fyrir að allt annað í kringum hana hafi hrunið til grunna.
Mér finnst lýðræðið hjá Samfylkingunni í Reykjavík koma best fram í því að nýja skoðanakannanakerfið á netinu, Þjóðfundur, mælir styrk kjördæmaleiðtoga allra flokka um allt land í prófkjörum. Þegar kemur að þeim er spurt um hver verði í fjórða sæti. Stóra spennan í prófkjörinu er um fjórða sætið. Lýðræðið er mjög skondið fyrirbæri, sérstaklega hjá vinstrimönnum. Þar á líka að tefla fram leyniformannskandidat án kosningar. Tryggja á Degi flokksformennsku og þingsæti framhjá prófkjöri og landsfundi.
Eflaust snúast kosningarnar í vor um lýðræði og hvort við höfum lært eitthvað á hruninu. Mér finnst eðlilegast að þeir sem virkilega taka til hjá sér og fara í naflaskoðun njóti sannmælis á meðan þeir sem engu vilja breyta og hafa sama gamla, þreytta liðið í forystu fái að kenna á því. Þeir hafa þá í raun ekki lært neitt. En eflaust er það rétt að gömlu flokkarnir berjast um völdin og það verður milli þeirra innbyrðis sem örlögin ráðast. Nýju framboðin falla sennilega á tíma.
![]() |
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 01:16
Er gáfulegt að klára tónlistarhúsið í kreppunni?
Að óbreyttu er það reyndar minnisvarði um græðgina og sukkið sem varð íslensku samfélagi svo dýrkeypt, hinu liðnu tíma þegar útrásarvíkingarnir þóttu hálfgerðir guðir hér á Íslandi. Kannski er best að það verði einmitt þannig á næstu árum, minnisvarði um siðleysið á öllum sviðum?
Eðlilegt er að stjórnvöld hugleiði hvað sé mikilvægt og hvað ekki.
![]() |
Tekist á um Tónlistarhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 18:17
Brösug hjónabandssæla stjórnarflokkanna
Annað hvort ná flokkarnir þrír saman um að halda þingi áfram eða blása það af 12. mars. Framsókn hefur það í hendi sér. Það yrði neyðarlegt fyrir stjórnarflokkana ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá saman í gegn tillögu um frestun þingfunda frá 12. mars. En kannski er það sem gerist. Nú reynir á hversu öflug Framsókn verður með sín mál.
![]() |
Fundað um stjórnarsamstarfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 17:27
Össur talar niður og upp til Sigmundar
Þetta er svona í takt við það þegar ráðherraræðið í Stjórnarráðinu ætlaði að stilla Framsókn upp við vegg um daginn og reyna að tuska þá til með hótunum. Þar fór umhyggjan fyrir þingræðinu fyrir lítið, hjá þeim sem mest höfðu talað um það.
Minnihlutastjórnin hagar sér eins og hún sé meirihlutastjórn sérstaklega í fyrirskipunum í þingstarfinu. Ætli það sé ekki vandinn stóri sem blasir við öllum, ástæðan fyrir því að þessi stjórn er jafn veikburða og raun ber vitni.
![]() |
Sigmundi Davíð boðin sáttahönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 15:16
Vinstristjórnin að falla á tíma vegna kosninganna
Eðlilega bendir Framsóknarflokkurinn á það að þau verkefni sem ríkisstjórnin var mynduð um og Framsókn setti sem skilyrði fyrir stuðningi hafa ekki staðist. Ekkert hefur verið gert. Eftir rúma 30 daga er eins og landið hafi staðið í stað. Enginn er að leiða þjóðina af krafti, koma fram með framtíðarsýn og einhverja alvöru forystu. Við erum í einhverju furðulegu tómarúmi þar sem hugsað er aðeins um hentug mál stjórnmálamannanna við völd.
Greinilegt er að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ekki lært á minnihlutastjórnarformið. Þeir sem hæst töluðu um að auka þyrfti virðingu Alþingis hafa gengisfellt það með því að beita því sem afgreiðslustofnun. Hræsni þeirra er algjör.
Nú tala stjórnarflokkarnir svo um að ekki sé tími til að koma málum í gegnum þingið og gefa í skyn að fresta þurfi kosningunum. Sumir af þeim göluðu sem hæst í janúar um að kjósa þyrfti sem fyrst og færa umboðið til þjóðarinnar.
Nú þarf að festa kjördaginn 25. apríl í sessi og rjúfa þing - tryggja að starfhæf ríkisstjórn taki til starfa sem fyrst. Þessi vinstristjórn hefur fallið á prófinu, bæði með verklagi sínu og aðgerðarleysi.
![]() |
Stóru málin bíða í þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 13:10
Harkalegt uppgjör á stöðu Íslands
Höfum við kallað þetta yfir okkur sjálf? Vissulega höfum við gert það að mörgu leyti. Við létum spádóma erlendra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og neituðum að horfast í augu við yfirvofandi vanda og efnahagslegt óveður sem var á leiðinni. Margir féllu með vísakortið í hendi og sumir eru enn að reyna að standa í lappirnar við að bjarga sér frá hruninu. Við lærðum vonandi okkar lexíu, stóra niðurstaðan er sú að við verðum að vera vakandi fyrir vandanum og vera raunsæ í hverju því sem gert er.
Raunsæi og veruleikaskyn tapaðist á síðustu árum. Mestöll þjóðin var með glampann í augunum fyrir þeim sem skuldsettu okkur upp í rjáfur og fyrst núna virðumst við vera að vakna upp við hversu illa var unnið. Myndin um Enron ætti að vera sýnd reglulega til að vekja þá sem enn trúa því að útrásarvíkingarnir hafi verið snjallir og skynsamir menn.
Eitt finnst mér þó vanta á þessum tímum. Okkur vantar sterka leiðtoga sem talar við fólkið í landinu, talar kjark og kraft í það við þessar erfiðu aðstæður. Enginn slíkur er á sviðinu núna. Ég held að fólkið í landinu sé ráðvillt því enginn talar til þeirra í lausnum og markmiðum. Við erum í mikilli þoku, ekki aðeins efnahagslega heldur pólitískt.
Staðan er kannski ekki þannig að allir hafi framtíðarsýn til langs tíma. En það er mikilvægt að þeir stjórnmálamenn sem vilja vera ábyrgir og traustir tali í lausnum og skapi framtíðarsýn, ef það sé ósátt við stöðu þjóðarinnar komið með einhvern vegvísi til framtíðar.
![]() |
Wall Street á túndrunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 01:14
Blekkingarleikur á endastöð
Ég held að margir sjái hlutina í öðru ljósi eftir Kastljós kvöldsins, þar sem kom fram að margfrægar fullyrðingar Björgólfs Thors í Kompásviðtalinu í október standast ekki. Mér finnst merkilegt að það hafi tekið íslenska fjölmiðlamenn marga mánuði að komast að sannleikanum í þessu máli. Tilraun stjórnenda Landsbankans fyrir bankahrunið til að snúa hjólinu enn einn hring og halda útúrsnúningunum áfram er dæmd til að mistakast að mínu mati.
Þeir eru orðnir fáir sem trúa þessum mönnum. Trúverðugleikinn er löngu farinn og sumir reyna ekki einu sinni að halda uppi vörnum. Svikamyllan og blekkingarleikurinn hefur verið afhjúpaður. Mikil lexía var að horfa á Enron-myndina í gær. Þetta var eins og innsýn í íslenskan veruleika útrásartímans. Sukkið og græðgin í Enron er sá sami og einkenndi öll verk og viðskiptalega sýn útrásarvíkinganna hér á Íslandi.
![]() |
Fengu ekki fyrirgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 21:09
Ásta talar hreint út - Geir á að biðjast afsökunar
Ásta Möller, alþingismaður, á hrós skilið fyrir að segja hlutina hreint út í sama fréttatíma. Þar sagði hún það sem flestir flokksmenn telja að þurfi að gerast. Viðurkenna þarf mistökin og reyna að læra af þeim. Því fannst mér Ásta tala um skýrslu endurreisnarnefndarinnar heiðarlega og traust, þetta er fyrsta skrefið í því að viðurkenna mistökin og reyna að feta sig fram á veginn. Mjög einfalt mál í sjálfu sér.
Endurreisnarnefndin þarf vissulega að líta til framtíðar. En við getum ekki horfst í augu við nýja tíma nema að gera upp fortíðina. Því er plagg endurreisnarnefndarinnar traust uppgjör á því sem gerðist. Þeir sem bera ábyrgð eiga að axla hana og viðurkenna hlut sinn í því að hafa ekki komið í veg fyrir það sem gerðist.
Ábyrgð þeirra er augljós og hana eiga þeir að viðurkenna. Þetta ætti fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins að átta sig á sem fyrst.
![]() |
Baðst afsökunar á mistökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 18:37
Smekklaus ummæli skólastjórans í Sandgerði
Skólastjórinn á frekar að tala hreint út um þessi mál og vinna að þeim málum í stað þess að gera lítið úr því að það fari upp á borðið. Þetta er skólabókardæmi um léleg vinnubrögð og röng viðbrögð við alvarlegum vanda.
![]() |
Blóðug slagsmál skóladrengja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 13:51
Gróft ofbeldi í eineltismálum í skólastarfinu
Ekki er hægt að segja að síendurteknar árásir nokkurra nemenda á einn samnemanda í grunn- og framhaldsskólum landsins sé góð kynning á skólastarfi landsins. Á örfáum dögum höfum við heyrt af nokkrum alvarlegum málum, jafnan að einn klíkuhópur ráðist að skólasystkinum sínum með fólskulegu ofbeldi, jafnan eftir síendurtekið einelti.
Algjörlega ólíðandi er að slíkt viðgangist á skólalóð þar sem nemendur eiga að geta sinnt sínu námi án þess að eiga á hættu árás eða aðkast, sem getur leitt til varanlegs skaða á sál og líkama. Í raun eiga að vera einhverjar verklagsreglur og skýr vinnubrögð til staðar í svona málum, enda á að vernda rétt nemenda.
Svo er auðvitað annað að þetta er auðvitað lögreglumál og á að láta slíkt verða víti til varnaðar, taka hart á því bæði innan skólans sem utan. Þetta á ekki að líðast. Gróft ofbeldi og einelti er partur af því sem vinna á gegn í skólum landsins með öllum tiltækum ráðum.
Þetta þarf að ræða af fullri hreinskilni, alls staðar í þjóðfélaginu. Glæpsamlegt ofbeldi í skugga eineltis er ekki líðandi, hvar sem það er, sérstaklega þegar það gerist í skólum landsins. Slíkt verður að stöðva.
Mikilvægast af öllu er að viðurkenna vandann, gera hann opinberan og tala opinskátt um það.
![]() |
Ráðist á nemanda í Sandgerðisskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2009 | 20:32
Veruleikafirring Ingibjargar Sólrúnar
Í stað þess að viðurkenna ábyrgð sína og pólitísk afglöp í aðdraganda bankahrunsins, t.d. með því að víkja af hinu pólitíska sviði er reynt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og komið fram með orðaleppa um að hinir hafi brugðist. Þetta var ekki Ingibjörgu Sólrúnu til sóma og mér finnst eiginlega sorglegt að sjá viðbrögð hennar. Þetta viðtal var í heildina ein tragedía og sýnishorn á því hvernig stjórnmálamaður neitar að horfast í augu við eigin afglöp.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2009 | 19:35
Plott ISG afhjúpast - rauður dregill fyrir Dag
Pólitískt plott Ingibjargar Sólrúnar afhjúpast með varaformannsframboði Dags B. Eggertssonar í dag. Hún ætlar sér að ríghalda í formannsstólinn, tryggja kjör Dags í varaformannsstólinn og fara svo af sviðinu þegar hentar henni sjálfri og færa Degi formannsstólinn á silfurfati án kosningar. Ætli að það eigi svo ekki að tryggja Degi fimmta sætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu fyrir þingkosningarnar í vor? Ekki vantar frumlegheitin í Samfylkingunni.
Þetta er eins og copy/paste af innkomu Ingibjargar sjálfrar í landsmálin 2003. Forystutvíeykið þá var fíaskó frá upphafi til enda fyrir Samfylkinguna. ISG var þó slegin af sem forsætisráðherraefni í fyrstu tölum vorið 2003 og á einni nóttu varð Halldór Ásgrímsson allt í einu forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Veit ekki hvort Jóhanna fær jafn dapurleg örlög í þessu hlutverki en Ingibjörg Sólrún en þetta er ekki beint jákvætt hlutskipti.
Dagur fær semsagt rauðan dregil fyrir sig í forystusveitina ef heildarplottið hennar ISG fær að standa. Á einum blaðamannafundi sat hún og raðaði bitlingum og tilskipunum í allar áttir. Ekki aðeins ákvað hún ein hver yrði forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, hvernig þrjú efstu sætin yrðu skipuð í Reykjavík, þó prófkjör sé, heldur ákvað hún sjálf að ríghalda í formannsstólinn fyrir valinn arftaka.
Þetta er nú lýðræðið í Samfylkingunni og hin margfrægu samræðustjórnmál Ingibjargar Sólrúnar í öllu sínu veldi. Ætli almennir flokksmenn muni sætta sig við þessar tilskipanir?
![]() |
Dagur í varaformanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2009 | 16:56
Ríkisstjórnin hefur ekkert gert á einum mánuði
Þetta er auvirðilegt og ómerkilegt, í besta falli orðað. Heill mánuður er farinn í súginn hjá þessari umboðslausu ríkisstjórn. Hún hefur aðeins komið einu frumvarpi í gegnum þingið á heilum mánuði, pólitískum hreinsunum í Seðlabanka. Hvar er skjaldborgin um heimilin og úrræðin í efnahagsmálum?
![]() |
Vextir fara að lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2009 | 16:32
Heiðarlegt uppgjör í Valhöll - hvað gerir SF?
Á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fer í gegnum mikla breytingartíma, sannkallaða hreinsunarelda, heiðarlega uppstokkun á forystusveit sinni, eru engar breytingar í hinum ríkisstjórnarflokknum sem var á vaktinni þegar allt hrundi. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er að hætta í stjórnmálum og auk þess hættir fyrrverandi fjármálaráðherra öllum afskiptum af stjórnmálum. Alls óvíst er vissulega hvað gerist í prófkjörum á landsvísu en flest bendir þó til mikilla breytinga.
Samfylkingin ætlar að bjóða upp á sama flokksformanninn í kosningunum í vor og forsætisráðherraefni hans verður einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar þegar allt hrundi. Þar hefur auk þess verið handvalið í þrjú efstu sætin í Reykjavík á blaðamannafundi forystunnar. Foringjapólitíkin er algjör þar og enginn axlar ábyrgð eða dregur sig í hlé. Enn situr Samfylkingin við völd með sama fólkið.
Skýrsla endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins er uppgjör á liðnum tímum. Slíkt uppgjör verður að fara fram og þeir sem leiddu flokkinn á þessu tímabili verða að víkja af sviðinu, annað hvort fara sjálfir eða verða hafnað í prófkjöri í vor. Þar verður að taka til og þessi skýrsla gefur vísbendingar um hver hugur flokksmanna er. Engin tæpitunga er töluð.
Nýir tímar þýða uppgjör á gamla tímanum og heiðarlegt mat, endurmat á því sem aflaga fór. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt og sannað að hann þorir að fara í þá vinnu ólíkt Samfylkingunni sem klappar allt sitt gamla lið aftur upp á sviðið.
![]() |
Stefna brást ekki, heldur fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2009 | 16:24
Lögregluofbeldi í Seattle
Lögreglan er mikilvæg í hverju samfélagi, enda á hún að gæta að lögum og rétti. Þegar laganna vörðum verður alvarlega á þarf að tala um það og gera það opinbert.
![]() |
Lögreglumenn réðust á 15 ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2009 | 13:24
Pólitískt sjónarspil SF - valdagræðgi Ingibjargar
Merkilegast af öllu er þó sú staðreynd að Ingibjörg Sólrún ætlar að fara sem sjúklingur inn í þessa erfiðu kosningabaráttu, halda öllu opnu og bjóða fram Jóhönnu sem forsætisráðherraefni. Henni dettur ekki í hug að víkja af vettvangi stjórnmála þrátt fyrir að allt efnahagskerfi íslensku þjóðarinnar hafi hrunið á hennar vakt - axlar ekki ábyrgð eins og Geir H. Haarde gerði með því að víkja af hinu pólitíska sviði og halda ekki aftur í kosningar. Hún gefur ekki flokknum sínum tækifæri til að endurreisa sig.
Ingibjörg Sólrún hefur tekið þann valkostinn að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hún notar Jóhönnu Sigurðardóttur til að lengja sitt laskaða pólitíska líf. Þetta lítur þannig út að Jóhönnu eigi að auglýsa í vor sem prímadonnu flokksins á meðan hin laskaða Ingibjörg Sólrún situr á hliðarlínunni. Jóhönnu verði svo skipt út þegar hentar og Ingibjörg komi þá til baka af fullum krafti.
Þetta er pólitískt trix af ómerkilegri sortinni. Ef Ingibjörgu væri alvara með því að gera Jóhönnu að leiðtoga Samfylkingarinnar og andliti hennar hefði hún vikið af sviðinu og látið Jóhönnu formannsstólinn eftir. Þetta er hinsvegar ekkert annað en pólitískt sjónarspil, tilraun að pólitískri reyksprengju - láta alla halda að allt hafi breyst þegar í raun hefur ekkert breyst.
En svona er pólitíska tilveran í Samfylkingunni. Það þykir í lagi að laskaðir formenn búi til forsætisráðherraefni framhjá flokksstofnunum, bara til að henta þeim þá stundina. Þetta er hið margfræga lýðræði í Samfylkingunni í hnotskurn.
![]() |
Ingibjörg býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2009 | 01:15
Er Samfó að eignast nýtt forystutvíeyki?
Uppsetningin á blaðamannafundinum er óneitanlega merkileg. Forsætisráðherrann Jóhanna og flokksformaðurinn Ingibjörg ætla að sitja saman fyrir svörum og kynna pólitísku framtíðina þeirra beggja í einu. Fyrst dettur manni í hug einn klaufalegasti og undarlegasti blaðamannafundur Íslandssögunnar þegar Ingibjörg Sólrún og Össur voru á Hótel Borg í janúar 2003 að tilkynna að Ingibjörg yrði sérstakt forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar en Össur ætlaði sér að halda áfram sem formaður, bara svona upp á punt og sem aukaleikari á sviðinu.
Síðar stakk Ingibjörg hann Össur í bakið og ekki allt fagurt við þá atburðarás. Getur verið að Ingibjörg Sólrún verði nú fórnarlambið í sömu skák, enda sliguð eftir bankahrunið og eini minnisvarðinn um það sem eftir er í pólitíkinni, og hún bauð Össuri upp á fyrir sex árum - nú stígi hún til hliðar fyrir prímadonnu flokksins, gefi sviðið eftir en haldi samt eftir aukahlutverki til hliðar, verði eins og skuggamynd á sviðinu? Óneitanlega fyndið.
Merkilegast af öllu er að nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir öðlast forystusess hjá Samfylkingunni. Barist var harkalega gegn því að hún yrði talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999 eftir merkilegan prófkjörssigur í Reykjavík og hún sett harkalega í aftursætið. Hún varð ráðherra árið 2007 en samið um að Samfylkingin fengi þingforsetaembættið á miðju tímabili. Þangað ætlaði Ingibjörg Sólrún að senda hana, á sína endastöð.
Oftast nær er fyndið að fylgjast með þeim sem geta ekki hætt í pólitík á réttum tíma. Verði þetta það sem koma skal á morgun er ekki annað hægt en að vorkenna Samfylkingarfólki sem hefur afskrifað Ingibjörgu Sólrúnu í skoðanakönnun með mjög afgerandi hætti og í gengisfellt hana. En þetta verður spennandi, enda PR-dramatíkin greinilega í miðpunkti alls.
Svona forystutvíeyki eru dæmd til að mistakast. Þetta gekk ekki vel hjá Thorbjörn Jagland og Jens Stoltenberg og allir muna fíaskóið og núansana á milli Ingibjargar og Össurar. Mér finnst þessi tilkynning gefa til kynna að Samfó sé að eignast nýtt par í forystunni, annarsvegar prímadonnu og einstakling sem getur ekki hugsað sér að fara af sviðinu.
Og þó; kannski kann Ingibjörg Sólrún bara að hætta eftir allt saman og gefa sviðið eftir hinni nýju prímadonnu flokksins, hlutverk sem hún kannast við frá því forðum daga.
![]() |
Jóhanna og Ingibjörg með fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2009 | 20:31
Ólafur Ragnar á að segja af sér
![]() |
Tæpur þriðjungur ánægður með forsetann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |