27.11.2009 | 15:22
Samfylkingin fer í hringi varðandi kostnað
Vilji menn láta taka sig alvarlega og fara af stað með svona spuna er lágmark að þeir muni eftir norska seðlabankastjóranum og kostnaði vegna hans. Enda er augljóst að þetta er spuni gegn málflutningi Gros gegn Icesave en hann átti gott innlegg þar í vikunni.
![]() |
Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2009 | 23:46
Engin pólitísk forysta fyrir ESB-aðildarumsókn
Þetta eru staðreyndir sem eru orðnar vel kunnar á heimavelli en eru sífellt betur að ná eyrum Brusselvaldsins. Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson hafa í ferðalögum sínum að undanförnu staðfest vel hversu umdeild aðildarumsóknin er. Eðlilegt er að þeir sem eiga að halda utan um ferlið velti fyrir sér hvort sé pólitískt kapítal á bakvið hana.
Óðagot Össurar hefur reyndar vakið spurningar um trúverðugleika hans sem utanríkisráðherra. Æ betur sést hversu Samfylkingin hefur veika stöðu með umsóknina. Þeim tókst að koma henni í gegn en virðast strandaðir í ferlinu. Nú hefur viðræðum verið seinkað. Ekkert gerist fyrr en í fyrsta lagi í mars og alls óvíst hversu hratt verði farið.
Raunalegt verður það fyrir Samfylkinguna ef málið verður varla komið á rekspöl á ársafmæli umsóknarinnar í júlí 2010. En svona fer oft fyrir þeim sem ætla að flýta sér of mikið og hafa ekki hugsað fleiri en einn leik í stöðunni.
![]() |
Betur sett utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 23:57
Brown valtar yfir Jóhönnu - ósýnileg forysta
Íslensk stjórnvöld hafa síðustu mánuði komið þessum mönnum upp á lagið með að sparka í sig og koma fram við sig eins og aumingja. Þetta er raunaleg staða, en samt algjört sjálfskaparvíti íslenskra stjórnvalda. Þeir stóðu ekki í lappirnar þegar eftir hrun.
Jóhanna Sigurðardóttir spilaði sig reyndar eins og kjána í dag þegar hún varði 42 mínútna þátttöku sína í þingumræðum um Icesave með því að hennar tími væri ekki kominn í umræðunni. Þvílíkt orðaval manneskju sem leiðir ríkisstjórn Íslands.
Tími hennar er bæði kominn og farinn. Hún er ekki leiðtogi, hefur ekki höndlað verkefnið eftir hrun. Verkstjórn hennar hefur verið ósýnileg og lánlaus.
![]() |
Brown álítur Icesave bindandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 14:02
Mun jólaveltan bjarga Bónusfeðgum?
Skrípabankinn með gríska nafnið, sem þó meikar sens sem AriJón, virðist ætla að gefa Bónusfeðgum feitustu jólagjöfina þetta árið, eitt stykki verslunarveldi á silfurfati til manna sem eiga ekkert nema skuldir - með því að leyfa þeim að leggja fram fyrstu greiðslu með jólaversluninni.
Merkilegur díll, en lýsandi dæmi um vinnuferlið í þessari bankastofnun, þar sem ekkert hefur breyst þrátt fyrir hrun, mótmæli og stjórnarskipti.
Sorglega sjúkur andskoti. Nú þarf þjóðin að fara að hugsa sitt ráð.
![]() |
Segja ákvörðun Arion ráðgátu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2009 | 18:46
Nýtt nafn = sami banki og sömu vinnubrögðin
Eðlilegt er að spyrja sig hvaða hagsmunir ráði því að stórskuldugum mönnum er einum treyst fyrir því að byggja upp á þeim brunarústum sem þeir skilja eftir sig út um allt. Hver er á bakvið það rugl að fela þessum mönnum fyrirtækin aftur sem þeir hafa rústað sjálfir, steypt í skuldir og óreiðu. Þetta eru skrítin vinnubrögð, en ömurleg innsýn inn í siðlaust bankakerfi sem er enn eins.
Fyrir nokkrum dögum var Kaupþing aflagt og tekið upp nafnið Arion. Gjörsamlega mislukkuð extreme makeover tilraun - ekki einu sinni hægt að velja almennilegt nafn. Er verið að reyna að opna útrásarlínurnar aftur með þessu?
Hver er tilgangurinn með þessu nafni. Ekki er þetta traust íslenskt nafn sem var valið. Átti þessi banki ekki að vera á innanlandsmarkaði? Ekki hljómar það sannfærandi. Ekkert við þessa breytingu er sannfærandi.
Nýtt nafn = sami banki og sömu sukkuðu vinnubrögðin. Tíðindi dagsins staðfesta það, hafi einhver verið í vafa sem ég efast um.
![]() |
Hlutur í Högum ekki til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2009 | 14:13
Jóhanna sendir eitraða pillu til Svandísar
Hvers vegna er svona yfirlýsing ekki löngu komin frá forsætisráðherra í ríkisstjórn á þeim tímum þegar mikilvægt er að byggja upp en ekki brjóta niður? Æ ofan í æ hefur jú verið ráðist að uppbyggingu sem þorri íbúa á Suðurnesjum vill.
Gott er að Jóhanna taki af skarið í einhverjum málum og sýni fólki að það sé einhver við völd í þessu landi og vilji uppbyggingu en sé ekki einbeitt í niðurrifsstarfsemi. Mikið var að einhver vaknaði. Hvaða ráðgjafi ætli hafi loksins sagt henni þetta?
Fyndnast af öllu er að sjá að einn liður Samfylkingarinnar í dag er að læra á facebook. Til að ná til unga fólksins! Hvernig væri nú að Samfylkingin reyndi að ná til þjóðarinnar og færi að hugsa um eitthvað annað en ESB.
En ætli þetta þýði kannski að Jóhanna verði mætt á facebook fljótlega?
![]() |
Hindrunum rutt úr vegi Suðvesturlínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 13:21
Baugsmyndbandið fjarlægt af YouTube
Þessi klippa var vægast sagt vandræðaleg, bæði fyrir Baugsfeðgana og fleiri sem þar komu fram, voru ferðalangar í þessu vandræðalegu gleðivímu, sem er eflaust í suddalegri þynnkuvímu núna.
Þeir eiga hinsvegar hrós skilið sem komu þessari klippu á YouTube - vöktu máls á þessu vandræðalega partýi og færðu okkur innsýn inn í þessa ömurlegu fortíð.
![]() |
Snýst um lítinn bút í Baugs myndbandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 22:29
2007-sukkið vemmulega hjá Baugi
Manni langar helst til að æla við að horfa á vemmulegu klippuna af partýi Baugs í Mónakó anno 2007 - bruðlið og sukkið er svo yfirgengilega sjúklegt. Þvílík tegund af steik sem þetta lið var. Algjör vibbi - ekkert annað hægt að segja!
![]() |
Stuð með Baugi í Mónakó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 21:44
Jón Gnarr veltir pólitíkinni upp úr gríninu
Jón má eiga það að hann að gera grín að öllu ruglinu með því að sáldra yfir það gríninu. Vel gert hjá honum!
![]() |
Jón Gnarr í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 18:09
Balkenende niðurlægir Jóhönnu
Mér þykir Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, niðurlægja Jóhönnu Sigurðardóttur með svari sínu. Bæði kemur það mörgum mánuðum eftir að bréf var sent til hans með boði um fund eða viðræður milli þeirra og auk þess virðist Hollendingurinn tala við Jóhönnu eins og hún sé algjör api. Ekki ber mikið á virðingu í samskiptunum.
Kannski ekki furða, þegar íslenski forsætisráðherrann og ríkisstjórn hennar hefur samið herfilega af sér - rétt Hollendingum auðveldan sigur í milliríkjadeilu. Hún hefur ekki staðið vörð um íslenska hagsmuni og Hollendingurinn gengur á lagið.
Þvílík niðurlæging fyrir Ísland.
![]() |
Svarbréf Balkenende til Jóhönnu birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 00:04
Arnþrúður rekur Guðmund af Útvarpi Sögu
Enda er það ekki alltaf skilyrði að vera sammála öllum skrifum eða skoðunum sem eru í gangi. Slíkt yrði fljótt leiðinlegt, enda verða allir að hlusta á aðrar skoðanir til að hafa víða sýn yfir þjóðmálin.
Sú var tíðin að ég hlustaði eitt sinn nokkuð á Útvarp Sögu, en hef misst áhugann á henni í seinni tíð. Einna helst hlustað á þennan þátt hafi ég ákveðið að hlusta á stöðina.
Kverúlantabragurinn á sumum þáttum Útvarps Sögu er jafnan þannig að það er freistandi að gleyma tíðninni eða fara annað.
![]() |
Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2009 | 01:58
Lélegur Marteinn á kjörtíma í sjónvarpi
Gamanþátturinn Marteinn, sem er sýndur á kjörtíma í sjónvarpi á föstudagskvöldi er því miður óttalegt flopp. Horfði á þáttinn fyrir viku og fannst hann hundleiðinlegur og gaf honum aftur séns í kvöld - mikil mistök.
Er til of mikils mælst að búa til íslenskan gamanþátt í íslenskum veruleika en ekki eftiröpun á frægum bandarískum þáttum eða svo yfirborðskennda að þeir drukkna í klisjunum?
Svo finnst mér hláturinn á milli atriða óttalega leiðinleg viðbót og glamursleg. Hversvegna þurfum við að búa til íslenskt sitcom sem apar upp allt hið bandaríska?
Held að sjónvarpsáhorfendur eigi skilið betri leikið efni, sem er ekki yfirborðslegt og klisjulegt - alvöru íslenskan veruleika.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2009 | 12:17
Ingibjörg Sólrún sparkar í Jóhönnu og Össur
Fram til þessa hefur þingflokkur Samfylkingarinnar verið eins og einn maður í því að styðja þennan samning - varla heyrst þar múkk í aðra átt en þá að Íslendingum beri að standa undir þessum skuldum óreiðumanna. Hagsmunir Íslands vigta ekki þar. Ingibjörg Sólrún á hrós skilið fyrir að tala af skynsemi um þennan afleita samning.
Hitt er svo annað mál að þessi áfellisdómur yfir samningi Svavars Gestssonar frá Ingibjörgu Sólrúnu eru mikil pólitísk skilaboð innan úr Samfylkingunni og gefur eflaust til kynna þá innri baráttu sem framundan er þar þegar Jóhanna hættir, sem gerist fljótlega enda hefur hún veikst mjög í sessi og fer ekki aftur í kosningar.
Enda var Jóhanna alltaf uppfyllingarefni þar, valin til að koma Samfylkingunni gegnum síðustu kosningar, en er búin að missa þá stöðu á örfáum mánuðum.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Komum fram eins og sá seki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2009 | 23:03
Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri ákveður prófkjör
Ég fagna því að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri ákveði prófkjör. Annað hefði verið ótækt með öllu - afleit skilaboð eftir gjörningaveður síðustu mánaða í landsmálum. Fólk kallar eftir uppstokkun og breytingum. Þeir sem fyrir eru á fleti verða að sækja sér endurnýjað umboð vilji þeir halda áfram. Reyndar var þessi tillaga kjörnefndar stórundarleg því leiðtogi kjörinn í prófkjöri 2006, Kristján Þór Júlíusson, ætlar að hætta og annar bæjarfulltrúi til, Hjalti Jón Sveinsson, lýst því einnig yfir.
Í einu orði sagt var ég undrandi á skilaboðum frá kjörnefnd og fannst tillagan í engu samræmi við tíðarandann og stöðuna. Enda var ekki hljómgrunnur fyrir henni - engin rök sem héldu henni á floti. Enda er nauðsynlegt að stokka upp hópinn, virkja nýtt fólk til starfa og taka til hendinni. Þeir sem vilja taka þátt fara þá bara í framboð og flokksmenn taka svo ákvörðunina um hvað gerist.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2009 | 11:29
Hvað varð um opnu og gegnsæju stjórnsýsluna?
Þarf þetta að koma einhverjum á óvart? En hvernig stendur á því að forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir sem margoft hefur flutt predikanir um opin og gegnsæ vinnubrögð, auk fleiri ráðherra vinstrimanna snýst í hring þegar komið er í valdastóla og byrjar að gera eitthvað allt annað en áður var sagt?
Er það kannski svo að valdið spillir og þetta fólk er ekki merkilegra en svo að það gleymir öllu sem áður var sagt?
![]() |
Gagnrýna ráðningar án auglýsinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2009 | 14:22
Fá Bónusfeðgarnir Haga aftur á silfurfati?
Þetta eru víst allar breytingarnar sem kjósendur kusu yfir sig í vor. Við erum enn í sukkuðu samfélagi þar sem bankarnir haga sér eins og ekkert hafi gerst og stjórnvöld makka með í öllu saman.
Sjúkt og sorglegt.
![]() |
Kaupþing og 1998 formlega í eina sæng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2009 | 01:36
Últra-vinstristjórnin sýnir sitt rétta andlit
Últra vinstristjórnin er að sýna sitt rétta andlit þessa dagana með tillögum sínum, sem munu sliga heimili landsins, sem nógu illa stóðu fyrir. Þetta er ekki gáfuleg framtíðarsýn sem blasir við í boði vinstriflokkanna. Þetta er gargandi vinstristjórn, hagar sér og talar eins og hennar innra eðli er jafnan.
Þorgerður Katrín orðar þetta vel í klippunni hér að ofan.
![]() |
47% skattur á launatekjur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 20:05
Tveir áratugir frá falli Berlínarmúrsins
Tveir áratugir eru í dag liðnir frá falli Berlínarmúrsins. Má fullyrða að fall múrsins hafi verið ein mestu þáttaskil í sögu 20. aldarinnar - helsta tákn þess að kalda stríðið væri á enda og kommúnisminn í Evrópu væri að geispa golunni. Nokkrum dögum eftir fall múrsins féll A-þýska kommúnistastjórnin og hinar fylgdu síðar ein af annarri.
Endalok kommúnistastjórnanna urðu misjafnlega friðsamlegar í þessum löndum. Í A-Þýskalandi féll stjórnin með mjúkum hætti, ennfremur í Tékkóslóvakíu og Póllandi en t.d. í Rúmeníu kom til valdaskipta með harkalegum hætti og aftöku á forsetahjónum landsins, Nicolae og Elenu Ceausescu.
Múrinn var reistur árið 1961 til að koma í veg fyrir fólksflótta frá A-Þýskalandi til V-Berlínar og varð hann á þeim 28 árum sem hann stóð ein af allra helstu táknmyndum kalda stríðsins. Á þessum 28 árum og í kalda stríðinu voru rúmlega 1.000 A-Þjóðverjar drepnir á flótta til vesturs.
9. nóvember verður í sögubókunum ávallt dagur sem markar bæði sigur frelsis og lýðræðis í heiminum. Endalok Berlínarmúrsins markaði alheimsþáttaskil, fáum hefði órað fyrir að fall hans yrði með jafnrólegum hætti og raun bar vitni.
Fólkið vann sigur gegn einræðisherrum og einræði á þessum degi. Ég gleymi aldrei þessum degi og þáttaskilunum. Allir skynjuðu þáttaskilin, þó mörgum hafi ekki órað fyrir að allt myndi hrynja svo hratt og raun ber vitni. Hrunið varð algjört.
Svipmyndirnar af almenningi hamrandi með sleggjum og hömrum á múrnum gleymast aldrei. Eftirminnilegust er þó myndin af vinnuvélunum fella bita úr múrnum og þegar fólkið gekk yfir. Frelsið hafði náð til hinna þjáðu kommúnistaríkja.
Þetta voru að mínu mati hin stærstu þáttaskil endaloka kommúnismans. Einræðið var drepið þetta októberkvöld í Berlín. Slíkt augnablik gleymist að sjálfsögðu aldrei.
![]() |
Spáði falli múrsins á 21. öld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 13:31
Eldfim sýning
Alla tíð síðan Harry og Heimir urðu karakterar á Bylgjunni í útvarpsþáttum um miðjan níunda áratuginn hef ég haft gaman af þeim, einfaldur og traustur húmor sem er alveg tímalaus.
Hvet alla til að sjá þessa sýningu, hún er klárlega sú heitasta í dag.
![]() |
Í hita leiksins kviknaði í |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2009 | 17:49
Viðbjóðsleg vinnubrögð
Þetta þarf svosem ekki að koma á óvart, eftir allt annað sem á undan er gengið, en er einn kaflinn í viðbót í þessa tragedíu þegar við héldum að hægt væri að eignast heiminn á lánum - eignast allt út á verðlausa pappíra. Allir fylgdu með í ruglinu.
Sumir kalla þetta gamla Ísland og það sem reynt er að byggja núna nýja Ísland. Innst inni vil ég hafa þetta hinsegin. Ég vil gamla Ísland aftur, Ísland þar sem unnið var heiðarlega í viðskiptum og kærleikurinn skipti einhverju máli.
Að mörgu leyti var sukktíminn nýji tíminn, tíminn þar sem allir tóku snúning og misstu fótanna í taumlausri græðgi og vemmulegu partýi þar sem allt var til sölu og hægt að kaupa hvern sem er.
Verst af öllu er að fáir voru heilsteyptir til að taka ekki þátt í þessu rugli, of margir létu spila með sig. Þetta er versta staðreyndin af þeim öllum nú. En við lærum vonandi af þessu okkar lexíu!
![]() |
Skulda milljarð út á jarðakaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |