Könnun Fréttablaðsins færir okkur tvenn stórtíðindi: annars vegar að fjórflokkurinn hefur sjaldan ef aldrei verið traustari í sessi og að kjörfylgi Borgarahreyfingarinnar fer til Sjálfstæðisflokksins. Ég tel að mjög margir sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki kosið flokkinn í vor en treyst nýja framboðinu fyrir atkvæðinu, viljað prófa eitthvað nýtt - bæði til að refsa Sjálfstæðisflokknum og senda honum skilaboð sem eftir yrði tekið.
Ég tel að það verði nokkuð langt í að nýtt grasrótarframboð muni fá traust kjósenda. Borgarahreyfingin spilaði rassinn úr buxunum á mettíma - allur trúverðugleiki á þeim bænum er löngu farinn. Hreyfingin virðist aðallega vera til Sjálfstæðisflokkins, í orðsins fyllstu merkingu.
Mér finnst þetta gefa til kynna að fylgi Borgarahreyfingar á kjördegi var að mestu ættað frá Sjálfstæðisflokknum og frjálslyndum. Borgarahreyfingin fór fyrst að mælast fyrir alvöru eftir styrkjahneykslið.
Margir flokksmenn úr Sjálfstæðisflokki og þeir sem áður hölluðu sér að frjálslyndum virðast hafa kosið Borgarahreyfinguna frekar en treysta vinstriframboðum og þannig stimplað hana inn á þing.
Nú er þetta fylgi komið "heim" í orðsins fyllstu merkingu. Í þessu felst að fáir kusu Borgarahreyfinguna frá vinstri - þeir á þeim kanti treystu frekar VG.
23.10.2009 | 14:51
Ekki óeðlilegt að krafist hafi verið uppstokkunar
Ekki þarf pólitískan sérfræðing til að sjá að mikil óánægja var meðal sjálfstæðismanna með forystu flokksins í janúar 2009. Landsfundur átti að vera í lok mánaðarins og eðlilega voru þeir komnir af stað sem vildu uppstokkun, breyta til í flokksforystunni. Enda hefði ekki verið óeðlilegt að það hefði verið kosið milli manna og gert upp fortíðina.
Eins og flestir vita kom ekki til þess: formaður flokksins vék vegna veikinda og hætti í stjórnmálum: landsfundi var frestað um tvo mánuði. Kosningar á landsfundi tóku á sig annan blæ og svo fór að tveir þingmenn sem aldrei höfðu setið í ríkisstjórn tókust á um formennskuna. Ekki var mikil eftirspurn eftir ráðherrum fyrri tíðar í það.
Enda er eðlilegt að horft sé til framtíðar með nýju fólki sem var ekki í eldlínu ákvarðana fyrir og eftir hrun.
![]() |
Átti bara að vera okkar á milli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 02:08
Jónína Ben slær á kjaftasögurnar
Jónína Ben hefur lengi verið vinsæl hjá Gróu á Leiti. Væntanlega er hún orðin þreytt á hinum ýmsu sögum gegnum tíðina og hefur leiðrétt sumar ansi mynduglega. Sumir láta Gróu á Leiti stjórna hugsunum sínum og hugleiðingum. Forvitnin oft of mikil til að bíða eftir sannri frásögn í hinum ýmsu málum.
Mér finnst það töff hjá Jónínu Ben að tækla umræðuna og tala tæpitungulaust. Facebook er þannig vettvangur að þar er auðvelt að ná til margra. Hvað varðar Gróu á Leiti fékk hún vænt högg frá Jónínu. Hún er eins og venjulega ófeimin að tala hreint út.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2009 | 18:33
Forsetinn á að birta öll bréfin
Ólafur Ragnar er greinilega farinn að gefa eftir, enda veit hann að vandræðin eru fjarri því að baki vegna málsins. Hann ætti að klára málið með þeim hætti er bestur telst: að birta bréfin og leggja spilin á borðið.
![]() |
Íhugar að birta bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2009 | 15:06
Handrukkunarferlinu lokið - IMF heldur áfram
Hversu oft neituðu stjórnvöld hér heima að þetta tengdist; biðin eftir IMF og vinnubrögð viðsamjenda okkar. Þetta er til skammar fyrir IMF, enda var komið fram við Ísland af mikilli óbilgirni og óheiðarleika. En auðvitað er það svo að þessi stofnun er handrukkari stóru þjóðanna. Þessi yfirlýsing staðfestir það hafi einhver verið í vafa.
![]() |
Lán AGS tilbúið í lok október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2009 | 22:19
Aumingjaskapur stjórnvalda á örlagastundu
Í staðinn var hummað og hóstað máttleysislega. Ekkert var gert. Íslenskir ráðamenn horfðu þegjandi á Gordon Brown vega að Íslandi og veita því mikið og þungt högg með orðum sínum á SKY 9. október 2008. Kippt var í einhverja diplómatíska spotta með því að kalla sendiherrann til forsætis- og utanríkisráðherra en ekkert meira var gert. Íslenskir ráðamenn höfðu ekki það í sér að taka til sinna ráða, ekki einu sinni tala við bresku pressuna.
Sumum fannst ég djarfur þegar ég sagði í bloggfærslu 9. október 2008, eftir viðtalið við durtinn Brown á Sky þar sem hann jós skít og skömmum yfir Ísland, að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Æ betur sést að það hefðum við átt að gera. Íslensk stjórnvöld áttu að svara fullum hálsi og taka málið föstum tökum frá fyrsta degi í stað þess að lympast niður.
Við höfum með þögn og aðgerðarleysi okkar í alþjóðasamfélaginu, t.d. með því að mótmæla ekki harðlega á leiðtogafundi NATÓ fyrr á þessu ári, vanið Bretana á að sparka í okkur án þess að svara í sömu mynt. Ég held að síðar meir verði þetta hik og aðgerðarleysi metið sem mikil og taktísk mistök. Slíkt blasir reyndar við öllum sem sjá þessa sögu nú ári síðar.
Þegar ein þjóð í NATÓ-samstarfinu beitir annarri hryðjuverkalögum og reynir að sparka henni til helvítis með því að eyðileggja orðspor hennar með vísvitandi hætti á slíkt heima innan NATÓ til umræðu.
Eitt annað var merkilegt í þessum þætti: mótmælin fyrir ári þegar allt var að fuðra upp. Ekki verður séð að mikið hafi breyst á þessu ári sem liðið er. Kosningarnar í vor skiluðu engum marktækum breytingum.
Ráðaleysið er enn algjört og leyndin engu minni, jafnvel meiri ef eitthvað er. Við vitum enn mjög lítið hvað er að gerast, erum enn í algjöru myrkri í lykilmálum.
Eina sem hefur breyst er kannski það að vinstrimenn eru hættir að mótmæla og eru á bömmer yfir því að stjórnin sem þeir kusu til valda er alveg máttlaus.
![]() |
Telja hollensk stjórnvöld líka bera ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2009 | 16:20
Siggi stormur rekinn af Stöð 2
Hann hefur getað gert leiðinlega veðurspá að skemmtiefni með útskýringum og tjáningu um lægðir og veðurkerfi. Man í seinni tíð aðeins eftir Þór Jakobssyni og Páli Bergþórssyni sem komast nærri Sigga stormi í þeim efnum.
Veður er þurrt og fræðilegt sjónvarpsefni í sjálfu sér, en allir fylgjast með því. Þeir sem geta gert það að skemmtilegum og fræðandi dagskrárlið með tjáningu sinni og fasi eiga hrós skilið.
![]() |
Siggi Stormur kominn á Kanann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2009 | 17:13
Vinstristjórnin játar sig sigraða í Icesave-málinu
Væntanlega á að keyra þetta í gegn fljótlega, svipaðar tilraunir og í sumar þegar átti helst að keyra Icesave-málið í gegn án fyrirvara og almennilegrar umræðu. Helst án þess að enginn fengi að lesa samninginn hræðilega sem Svavar Gestsson kom með heim... stóra skuldabréfið.
Jóhanna er orðinn fagmaður í að gefa eftir... enn einu sinni segir hún að ekki verði lengra komist með viðsamjendur. Þetta er orðin svo auðveld rulla að Jóhanna fer orðið sannfærandi með eftirgjöfina. Á ekki erfitt með að játa sig sigraða.
Þeir höfðu greinilega rétt fyrir sér sem sögðu í sumar að það yrði dýrkeypt fyrir Samfylkinguna að reyna að koma Íslandi í Evrópusambandið.
![]() |
Lengra varð ekki komist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 04:07
Vanvirðing við Alþingi
Í stað þess að láta þingræðið eiga lokaorðið af hálfu Íslands gefa vinstriflokkarnir eftir og semja af sér það sem þingið sagði. Þetta er ein mesta niðurlæging Alþingis í stjórnmálasögu Íslands.
Vel við hæfi að kynna þetta í skjóli nætur... þetta eru algjör myrkraverk.
![]() |
Icesave-fyrirvörum breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2009 | 20:43
Heiðarlegt uppgjör
Fyrr verður ekki friður en uppgjörið er frá, hversu sársaukafullt sem það má vera fyrir alla sem því tengjast. Fólkið í landinu vill gera upp hrunið og þá gildir enginn hvítþvottur.
![]() |
Hlutabréfasala ráðuneytisstjóra rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2009 | 23:28
Grjóti kastað úr glerhúsi
Staða hans hefur gjörbreyst. Reyndar hefur óeining og ólga einkennt verk Gunnars hvar sem hann hefur starfað - hann hefur sundrað söfnuðum en ekki styrkt þá. Og það víðar um land. En það er réttur hans að berjast vilji hann reyna að halda í brauðið á Selfossi.... þó hann hafi sundrað söfnuðinum.
![]() |
Viljum fá prestinn okkar aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2009 | 17:09
Ómerkileg aðför að Rögnu
Er leyfilegt að eyðileggja eitt stykki ráðstefnu af því nokkrir eru í fýlu og ekki fullorðnari en svo að leyfa ekki öðrum að tala?
Er þetta fólk í fýlu yfir því að ráðherra fer að landslögum í störfum sínum? Er þetta bara uppeldislegt vandamál?
![]() |
Gerðu hróp að ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.10.2009 | 13:58
Hreyfingin fer til Sjálfstæðisflokksins
![]() |
Ríkisstjórnin rétt héldi velli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2009 | 13:12
Lágkúruleg aðför að Davíð
Mjög er reynt að sækja að Davíð Oddssyni eftir að hann varð ritstjóri Morgunblaðsins. Frægir eru tilburðir vissra fjölmiðla sem hafa manninn á heilanum, en enn verra er að fjölmiðill sem löngum hefur haft einhvern trúverðugleika reyni ekki að vinna sína vinnu almennilega.
![]() |
Yfirlýsing vegna fréttar RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2009 | 23:45
Ys og þys út af engu
![]() |
Drengurinn fannst á lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2009 | 17:32
Biskup færir Gunnar til - góð ákvörðun
Auðvitað hefði verið einfalt fyrir biskup að hafa mál áfram með sama hætti. En þessi ákvörðun er djörf en um leið ákveðin leið til að sýna að biskup þorir að færa presta til sem hafa verið umdeildir og skipt sókn sinni í fylkingar í erfiðu máli.
![]() |
Gunnar til Biskupsstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2009 | 17:19
Nafnlaus gunguskrif - umdeildur fjölmiðlamaður
Egill Helgason er umdeildur, hann kemur þannig fram að hann kallar eftir því að fólk dýrki hann eða þoli ekki. Ekkert að því kannski, skrif hans eru beinskeytt og afgerandi. Hann kallar ekki beint eftir hlutlausum skoðunum á sér með því að skrifa þannig. Þó ég sé ekki alltaf sammála Agli virði ég við hann að tala hreint út og þora að hafa skoðanir.
Svo er það annað mál hvernig það fer saman við þá stefnu RÚV að vera hlutlaust í umfjöllun. Það er svosem mál Egils og hans yfirmanna. En mér finnst það betra að menn hafi skoðun og séu ekkert að fela hana. Það gerir þáttinn eflaust beittari, og kallar fram skýrari línur á mati fólks á viðkomandi fjölmiðlamanni.
Sá sem þannig talar vill verða umdeildur, þannig er það bara. Því er kannski ekkert undarlegt að Sturla t.d. hafi á honum skoðun.
![]() |
Sturla: Egill heldur úti ritsóðasíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2009 | 14:19
Við erum enn á upphafsreit
Eins og ég sagði í gær er engu líkara en við séum komin í kvikmyndina Groundhog Day með Bill Murray þar sem hann upplifir sama daginn aftur og aftur.
![]() |
Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2009 | 15:56
Kemst forsetinn upp með að leyna bréfunum?
Raunalegt er að sjá bréfaskrif forsetaembættisins til Fréttablaðsins í dag, þegar blaðið reynir að fá bréfin til birtingar. Það er mjög dapurlegt að sjá forsetaembættið, sem forðum var táknmynd virðingar og var sameiningartákn þjóðarinnar, á kafi í slíku máli, að reyna að leyna óþægilegum bréfaskriftum forsetans fyrir auðmenn.
Illa er komið fyrir þessu embætti, enda er það rúið trausti og engum dettur í hug að nefna íslenska forsetaembættið eitthvað sameiningartákn hérlendis. Eitt prósent sagði það þó í nýlegri könnun. Þessi forseti er rúinn trausti og reyndar er það rannsóknarefni að hann skuli reyna að sitja áfram eins og komið er málum.
![]() |
Rætt við yfir 300 manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2009 | 14:29
Skýrslu rannsóknarnefndar seinkað
Seinkun á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru nokkur vonbrigði. Ég tel að margir hafi beðið spenntir eftir uppgjörinu um næstu mánaðarmót og séð þá dagsetningu sem ljóstýru í því mikla myrkri sem er yfir íslensku samfélagi um þessar mundir. Fjölmargir binda miklar vonir við skýrsluna og niðurstöðu í rannsókn saksóknarans sem þáttaskil í þessu máli.
Eftir heilt ár frá hruninu hefur lítið breyst. Upprifjun á atburðarás októberdaganna fyrir hrunið 2008 í þætti Þóru Arnórsdóttur kallar enn frekar fram þá tilfinningu að við séum í algjöru tómi, ekkert hafi gerst. Enda er engu líkara en við séum komin í kvikmyndina Groundhog Day með Bill Murray þar sem hann upplifir sama daginn aftur og aftur.
Vonandi er þessi seinkun ekki merki um annað en nefndin þurfi meiri tíma. Seinkunin gerir að verkum að biðin verður enn lengri og væntingarnar verða enn meiri. Vonandi verður þessi bið einhvers virði. Þjóðin þarf á uppgjörinu mikla að halda.
![]() |
Rannsóknarskýrslu seinkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2009 | 23:57
Sótt að landsbyggðinni
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa að mörgu leyti sérstaklega slæmar afleiðingar fyrir fólk á landsbyggðinni. Greinilega á að láta niðurskurðarhnífinn ganga þar alveg miskunnarlaust. Ekki er þessi ríkisstjórn heldur að tala upp nýjar framkvæmdir sem skipta lykilmáli til að rífa okkur upp úr lægðinni.
Þar er ekki horft til framtíðar... heldur mun frekar fortíðar... reyna að rífa niður frekar en byggja upp. Það er sorgleg framtíðarsýn.
![]() |
Telja vegið að landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |