25.8.2009 | 22:12
Vandræðalegt fyrir Sigmund Erni og Samfylkinguna
Ég er ekki undrandi á því að þingflokksformaður Samfylkingarinnar hafi rætt stórundarlega framkomu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, alþingismanns, á þingfundi í síðustu viku, við þingmanninn enda er málið vandræðalegt ekki síður fyrir flokkinn en Sigmund persónulega.
Eins og ég hef bent á er eðlilegt að velta fyrir sér hvort þingmaðurinn hafi verið ölvaður eða ekki starfi sínu vaxinn eftir framkomuna. Allir sem horfa á klippuna hér fyrir ofan hljóta að velta fyrir sér hvað sé að þingmanninum... hvað sé eiginlega málið með hann.
Þetta er óásættanleg framkoma, tel ég, á Alþingi, sérstaklega í mikilvægu máli á borð við Icesave. Hafi þingmaðurinn ekki verið ölvaður er eðlilegt að velta fyrir sér hvað hann sé að fara með framkomu sinni. Forsætisnefndin á auðvitað að ræða þetta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2009 | 15:53
Hvernig er hægt að gleyma fjórum milljörðum?
Ætlar Lögmannsstofan að taka það á sig eða yfirstjórn Stapa sem fylgdi málinu ekki eftir? Þetta er klúður af stærra taginu... sem ekki gleymist í bráð. Hvernig er hægt að gleyma fjórum milljörðum sisvona?
25.8.2009 | 13:25
Dorrit og demantaveröldin
Mér finnst það virðingarvert að óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet vilji leggja heimildarmyndinni Sólskinsdrengurinn lið. Kate er besta leikkona sinnar kynslóðar og hefur þann stjörnuljóma sem myndin þarf á að halda til að vekja athygli. Þátttaka hennar er til vitnis um hversu traustur karakter leikkonan er og hversu mjög henni er umhugað um málstaðinn og það sem fjallað er um í þessari vönduðu heimildarmynd.
Dorrit Moussaieff á heiður skilið fyrir að hafa náð að tryggja þátttöku Kate Winslet. Sambönd hennar meðal hinna frægu og ríku eru væntanlega óumdeild. Mikið hefði ég samt viljað að hún hefði beitt sér jafn ötullega bakvið tjöldin í Icesave-deilunni og reynt að milda átökin þar. En kannski eru samböndin bara í demantaveröldinni, ekki það að slíkt sé slæmt, heldur hefðu pólitísk sambönd skipt þjóðina ekki síður máli.
Einar Már Guðmundsson, skáld, hitti naglann á höfuðið í góðri ræðu á fundi um Icesave fyrr í þessum mánuði þegar hann spurði hvar sambönd forseta Íslands á alþjóðavettvangi væru, þegar á þeim væri virkilega þörf, þegar á reyndi fyrir þjóðina. Hann spurði hvort þau sambönd væru bara meðal demantafólksins sem Dorrit þekkti. Skarplega ályktað.
En kannski mátti Dorrit ekki beita sér í Icesave-málinu fyrir Ísland... bannaði ekki forsetinn henni að tala þegar hann var í viðtali sem endaði í hálfgerðu rifrildi fyrir framan blaðamanninn.
![]() |
Dorrit fékk Kate Winslet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2009 | 00:54
Örlögin ráðast brátt í Icesave-málinu
Örlögin ráðast brátt í hinu risavaxna Icesave-máli í þingferlinu. Sögusagnir eru um að Bretar og Hollendingar ætli að sætta sig við fyrirvarana en fá þeim hnekkt fyrir dómi þegar á þá reynir. Þeir eru þá í raun orðnir marklausir eða haldlitlir í besta falli. Nú reynir á hvort þingið skerpir á fyrirvörunum eða kemur með einhverja lausn sem hentar þingmeirihlutanum í málinu.
Óþarfi er að minna þingmenn á að afstaða þeirra í þessu máli mun elta þá lengi... þarna er spilað með örlög þjóðarinnar næstu áratugi. Verði þeim á skrifast mistökin á þá sem samþykktu málið með haldlitlum fyrirvörum. Eðlilegt er að þingmenn reyni að vinna að sem hagstæðustu niðurstöðu fyrir Ísland og fólkið í þessu landi.
Eðlilegt er á lokaspretti þingumræðunnar að benda á góða klippu sem sýnir vel þá hringekju sem leiðtogar stjórnarflokkanna tóku fyrir og eftir undirskrift þessa afleita samnings sem Svavar Gestsson skrifaði undir því hann vildi ekki hafa þetta mál lengur hangandi yfir sér, eins og hann orðaði svo smekklega.
Fáir hafa tekið meiri áhættu í þessu máli en Steingrímur J. Sigfússon sem hefur tekið marga hringi frá því að hann varð ráðherra og beygt af leið sannfæringar og hugsjóna fyrir völdin.
![]() |
Funda um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2009 | 19:41
Stelpur í taugaspennu - afleitur rússadómari
Tapið er vont fyrir stelpurnar okkar eftir fyrsta leik íslensks knattspyrnuliðs á úrslitakeppni stórmóts - söguleg en eilítið súrsæt stund fyrir Íslendinga. Stelpurnar voru augljóslega yfirspenntar og taugastrekktar... enda merkileg stund vissulega - bæði væntingar og spennan mikil. Eftir óskabyrjun misstu þær leikinn úr höndum sér og erfitt við að eiga á mörgum sviðum knattspyrnunnar.
Rússneski dómarinn var vægast sagt afleit og heldur betur úti á túni í dómgæslunni. Vítaspyrnudómarnir voru frekar kvikindislegir, sérstaklega sá fyrri sem var ekki alveg skiljanlegur... vægast sagt umdeilt atvik... þetta jók allavega ekki samhug þjóðarinnar með Rússum.
Við vonum bara að það gangi betur næst. Þó þetta hafi farið illa í dag var þetta söguleg stund... mjög merkileg en vonandi ekki fyrirboði þess sem koma skal fyrir íslensku stelpurnar í Finnlandi.
![]() |
EM: Ísland tapaði fyrsta leiknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2009 | 14:47
Lögregla handtekur sprengjugabbarann
Eflaust væri gott að vita hvað þessum manni gekk til með þessu... annað en reyna að koma sér í fréttirnar.
![]() |
Engin sprengja fannst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2009 | 14:43
Lélegt sprengjugabb í Borgarholtsskóla
![]() |
Borgarholtsskóli rýmdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2009 | 02:34
Leikhús fáránleikans hjá Sigmundi Erni á Alþingi
Mér fannst þingumræðan ná áður óþekktum lægðum á Alþingi í vikunni þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson flutti undarlega ræðu í Icesave-umræðunni og þegar hann gat ekki svarað eðlilegum spurningum í andsvörum. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort þingmaðurinn sé ekki starfi sínu vaxinn eða hvort hann hafi hreinlega fengið sér í glas.
Þetta er ekki eðlileg framganga alþingismanns... að geta ekki munað spurningar eða snúa svo út úr umræðunni að láta eins og hann sé hrein mey pólitískt fyrir kosningarnar 2009. Og þetta er maður sem hefur setið fundi fjárlaganefndar og ætti að geta flutt sæmilega ræðu um þetta stóra mál og svarað spurningum allavega.
Mér finnst svona ekki boðlegt í einu stærsta máli lýðveldissögunnar. Þetta er leikhús fáránleikans í sinni ömurlegustu mynd á Alþingi. Gera þarf þá lágmarkskröfu til þingmanna að þeir geti tekið þátt í umræðunni... svarað spurningum og haft skoðanir á svo stóru máli. Icesave-málið er ekkert smámál.
22.8.2009 | 18:20
Er eðlilegt að handjárna vegna gruns um ölvun?
Getur hver sem er hringt í lögguna og klagað einhvern, hvort sem er vegna ölvunaraksturs eða einhvers annars og látið lögguna taka viðkomandi sama hverjar aðstæður eru? Þetta vekur spurningar um framgöngu lögreglu í svona málum.
![]() |
Í handjárn en óölvuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2009 | 13:04
Vinnur Kaupþing fyrir auðmenn eða almenning?
Augljóst er að Hagar riða til falls... eru í gjörgæslu hjá Kaupþingi... ekki vegna þess að fólk er hætt að versla þar... heldur vegna þess að allt er skuldsett upp í rjáfur. Vonandi er að Kaupþingi hugsi frekar um hagsmuni almennings en auðmanna þegar svo er komið.
Enda augljóst að Hagar sem slíkt er að falla með Baugi, enda hvernig gat það annars verið að öll starfsemin gengi hér heima skuldsett í botn meðan allt er hrunið í kringum eigendurna?
Undarlegast af öllu eru viðbrögð forstjóra Haga... gerir hann sér ekki grein fyrir því hvert stefnir? Er veruleikafirringin algjör?
Á enn að reyna að taka hring í gömlu ónýtu hringekjunni... þetta séu árásir á Jóhannes og Jón Ásgeir?
Trúir einhver þeirri vitleysu? Skuldirnar tala sínu máli... alveg óþarfi að snúa þessu upp í sama ruglið.
![]() |
Hagar í gjörgæslu Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2009 | 19:12
Bílabrenna vegna Baugs?
![]() |
Kveikt var í Range Rovernum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 15:09
Málefnaleg gagnrýni á stimpilklukkukerfið
Auðvitað er það gott að fólk hafi skoðanir á þeim málum sem mestu skipta í skólakerfinu, hvort sem það er stimpilklukkuvæðing eða annar aðbúnaður í skólum, fyrir nemendur og kennara.
Sé það gert málefnalega, eins og Jóhann gerir, verður málstaðurinn alltaf traustari.
![]() |
Uppreisn gegn stimpilklukku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 13:57
Skerpa þarf á fyrirvörum - góð ábending InDefence
Í 9. grein frumvarpsins falli út textinn Lög þessi öðlast þegar gildi og í stað hans komi textinn:
"Lög þessi öðlast gildi eftir að Bretland og Holland hafa viðurkennt þá fyrirvara um ríkisábyrgð sem fram koma í lögum þessum. Viðurkenni annað ríkið fyrirvara laganna um ríkisábyrgð taka lögin gildi gagnvart viðkomandi lánasamningi."
![]() |
Ekki hægt að afgreiða málið í núverandi mynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 00:45
Ragnheiði Elínu aftur hent út af facebook
Mér finnst umgjörðin utan um facebook hafa verið að taka á sig leiðinlega mynd... hægt er að klaga notendur þar fyrir engar sakir og ef þeir nota vefinn of mikið er þeim refsað fyrir það. Hef heyrt dæmi um að lokað hafi verið á fólk þar án þess að hafa nokkuð af sér gert. Verst af öllu er að erfitt, eða nær ómögulegt, er fyrir notandann að hafa samband við vefinn og reyna að tala sínu máli hver sem ástæðan fyrir lokun er.
Eins og fram hefur komið er öll notkun á vefnum mæld... ef send eru of mörg skilaboð er lokað á þau, ef skrifuð eru of mörg komment er lokað fyrir það og ef facebook-spjallið er notað of mikið er lokað fyrir það. Í sumum tilfellum, oftast vegna klögunar, er svo lokað á fólk. Er virkilega einhver að klaga Ragnheiði eða hvað er málið?
20.8.2009 | 22:53
Afdrifarík mistök - svívirðileg ákvörðun Skota
Skoskir þjóðernissinnar kalla yfir sig reiði alþjóðasamfélagsins með þessu heimskupari sínu. Varla er við því að búast að samhugur verði með því að sleppa svívirðilegum fjöldamorðingja úr fangelsi svo hann geti farið heim til sín að deyja.... manni sem drap hundruðir fólks í einu kaldrifjaðasta hryðjuverki síðustu áratuga.
Eitthvað er laglega bogið við stjórnvöld sem hugsa um hagsmuni dauðvona hryðjuverkamanns framar þeim sem hann drap... Eins og vel hefur komið í ljós er þetta ekkert annað en diplómatískur sigur Gaddafi... skoskir þjóðernissinnar hafa hossað honum betur en margir bandamanna hans.
![]() |
Líbýumanni fagnað sem hetju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 17:56
Lockerbie-fjöldamorðingjanum sleppt úr fangelsi
Megrahi sýndi fórnarlömbum hryðjuverksins sem hann stóð að enga miskunn... alveg óþarfi er fyrir skosk stjórnvöld að verðlauna Moammar Gaddafi með þessum hætti, enda er þessi ákvörðun stór diplómatískur sigur fyrir hryðjuverkaöfl og stjórnvöld sem fóstra þau.
Skoskir þjóðernissinnar gera mikil pólitísk mistök með því að hossa Gaddafi-stjórninni og verðlauna þann mann sem er blóðugur upp fyrir axlir eftir fjöldamorðið í Lockerbie. Hann átti að sitja sinn dóm, deyja í fangelsi ef hann er alvarlega veikur.
Þetta er ekki glæsilegt afrek hjá skoskum þjóðernissinnum - enda verður þessum fjöldamorðingja fagnað sem þjóðhetju þegar hann kemur heim.
![]() |
Obama gagnrýnir Skota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 15:57
Óviðunandi hagsmunaárekstrar hjá Kaupþingi
Mér finnst það vægast sagt óviðunandi að sjá hagsmunaárekstra af því tagi sem tengjast Eik, þar sem forstjórinn er giftur konu sem situr í stjórn Nýja Kaupþings. Engu breytir hvort viðkomandi víkur sæti á fundum. Þetta er einfaldlega fjarri öllu því sem eðlilegt getur talist.
Lágmarkskrafa er að trúverðugleiki þeirra sem sitja í stjórnum bankaráða eða skilanefndunum séu hafnir yfir allan vafa um hagsmunaárekstra og hægt sé að treysta þeim fyrir verkefninu sem þeim er falið, sem er vægast sagt mikilvægt um þessar mundir.
Á þeim tímum þegar trúverðugleiki í bankakerfinu skiptir máli er óviðunandi að svona vafi sé uppi - taka þarf á svona málum.
Hitt er svo annað mál að þessar skilanefndir hafa verið umdeildar og eru eins og kóngur í ríki sínu.
![]() |
Skuldar milljarða og eiginkona forstjórans í bankaráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 02:17
Forsetinn af baki dottinn öðru sinni
Hollráðið er eflaust annað hvort að finna sér annað sport eða fara varlega. Vonandi nær forsetinn sér vel af þessu, svo hann verði sýnilegri, en lítið hefur farið fyrir honum að undanförnu þrátt fyrir að utanlandsferðum hans hafi fækkað.
![]() |
Ólafur Ragnar slasaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009 | 21:19
Siðleysi á kjörtíma í sjónvarpi
Hreiðar Már er eitt af andlitum þessa siðleysis, sem kom best fram í lánabók Kaupþings. Lítil stemmning er í samfélaginu fyrir hálfbökuðum afsökunarbeiðnum sem eru hvorki einlægar né traustar... heldur leikrænt flopp þeirra sem eru að reyna að kaupa sér frið í samfélagi sem er allt að því á vonarvöl eftir spilavítisleikina dýrkeyptu í bankakerfinu.
Orðaleikfimin með eignatengsl var einn af hápunktum viðtalsins. Allir sem hafa snefilsvit vita hver tengslin voru milli aðila í lánabókinni. Ekki er við því að búast að þessir menn fái frið í íslensku samfélagi ef þeir ætla að halda áfram að tala til þjóðarinnar eins og hún sé jafn vitlaus og fyrir hrun - reikni ekki saman tvo og tvo.
![]() |
Annarra að biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009 | 18:02
Björgólfsfeðgar á djamminu með 50 cent

Ég held að flestir fái klígjuna upp í háls og gott betur þegar litið er á flottræfilsmyndina af Björgólfsfeðgunum í partýinu með 50 cent.... þetta eru jú mennirnir sem bera meginábyrgð á Icesave-ruglinu sem þjóðin er að fá í hausinn og voru með banka sem þeir áttu aldrei... fengu hann á lánum í Búnaðarbanka. Lítil samúð til feðganna.
En þetta eru svo sannarlega bad gangstas... passar vel með gangsta rapparanum....