15.5.2009 | 17:05
Smáralind í ríkiseigu
Nafnið á nýja eignarhaldsfélaginu er samt ansi skondið, Icarus. Kaldhæðni í þessu nafnavali. Er verið að segja að það hafi verið varhugavert að fljúga of hátt? Annars hef ég ekki notið þess að versla í Smáralindinni á síðustu árum.
Farið þangað frekar sjaldan og valið frekar Kringluna ef ég hef farið í verslunarmiðstöðvar. Annars leiðist mér fátt meira en að fara í stórar verslunarmiðstöðvar. Nýt þess meira að fara í litlar verslanir með örlítið meiri sál.
![]() |
Saxbygg í gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 15:16
Brenglað siðferði klappstýru útrásarvíkinganna
Veit ekki hvort einhverjir láta glepjast af frasablaðrinu og ruglinu í þessum tækifærissinna. Byltingarandarnir beindust aldrei að þessu andliti útrásarinnar. Hann situr enn eftir á sínum stóli. Þó er ekki þar með sagt að hann hafi haldið haus í kjölfarið. Þetta er umboðslaus maður með stórlega skaddaðan sess - farandgrínisti á ofurlaunum.
![]() |
Þjóðin tók valdið í sínar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 13:31
Veruleikafirring og miðstýrðar ákvarðanir
Hvernig er það annars; hefur ekki Ögmundur heyrt um sykurlausa gosdrykki? Eða Aspartam? Ég held að Ögmundur greyið verði að líta út fyrir glerkúluna sína til að sjá heildarmyndina. Er þessi ráðherra virkilega svo einfaldur að kenna eingöngu sykruðum gosdrykkjum um hrakandi tannheilsu? Er þetta ekki þá bara vandamál foreldranna? Eigum við kannski að setja á sérstakan foreldraskatt til að tryggja að þeir fari nú að ala upp börnin sín?
Svona svo alveg öruggt sé að þau fari nú ekki gegn miðstýrðu valdi ríkisins...
![]() |
Gagnrýnir hugmyndir um sykurskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 01:06
Er Samfylkingin að múrast inni með ESB-tillöguna?
Líklegast er að stjórnarandstaðan sé að sækja sér meiri áhrif í tillöguna eða sé einbeitt í að niðurlægja ríkisstjórnina, skilja Svarta Pétur eftir hjá þeim að hafa ekki náð fullri samstöðu um tillöguna. Þeir eru að leita til stjórnarandstöðunnar því þau hafa ekki þingmeirihluta í þessu máli og verða að semja. Vinstri grænir seldu hugsjónir sínar og sannfæringu fyrir ráðherrastólana og það er óneitanlega mjög mikill vandræðabragur á verklagi þeirra í málinu öllu. Lítið fer fyrir hugsjónatali þeirra sem var auglýst út um allt fyrir kosningar.
Ríkisstjórnin er sködduð í þessu máli. Nú reynir á hversu langt hún muni ganga að auki. Enda eru skilaboð stjórnarandstöðuflokkanna tveggja þau að ekki sé nógu langt gengið og þeir vilji annað hvort heilsteyptari samstöðu eða hafa meira með orðalag og umgjörð þingsályktunartillögunnar að segja. Með öðrum orðum; þeir eru að sækja sér þau áhrif að stjórna málinu í gegnum klofning stjórnarinnar.
![]() |
Rökstuðninginn skortir ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 19:02
Óþolandi neyslustýring vinstri grænna
Henda á út í hafsauga öllum neyslustýringum. Hvað á ríkið annars með að skipta sér af því hvað þú eða ég borðar. Okkur á að vera treyst fyrir því að vega og meta sjálf hvað við látum ofan í okkur. Það getur enginn miðstýrt því hvað ég og þú borðar. Hversvegna er það þá reynt, spyr maður kæruleysislega? Muna menn annars eftir því þegar að Samfylkingin kom inn á þing með tillögu þess efnis að banna auglýsingar á óhollum matvörum í fjölmiðlum á vissum tíma dags?
Fólk verður að standa sjálft vörð um heilsu sína, það er út í hött að ríkið geri það með lagarömmum. Það verður hver og einn landsmaður að vega það og meta hvað þau setja ofan í sig eða drekka, sama hvort það er hard liqueur, kaffisull eða gosdrykkir. Burt með neyslustýringu eða aðra forræðishyggju af þessu tagi!
![]() |
Sykrað gos skattlagt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 14:11
IMF stjórnar Seðlabankanum algjörlega
Valdið hefur einfaldlega verið fært annað. Þeir spekingar sem töluðu fyrir því að IMF væri eina lausnin á okkar vandamálum hafa sig ekki eins mikið í frammi nú og þeir gerðu fyrir nokkrum mánuðum. Ætli sumir sjái eftir ráðleggingunum? Aðfarir IMF eru samt mjög fyrirsjáanlegar. Þetta er það sem varað var við.
Stóra spurningin nú er hvort IMF hafi ekki verið að makka með Bretunum, eftir allt saman.
![]() |
Seðlabankinn í klemmu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2009 | 13:27
Árni fer í dýralækningar
Mér hefur alltaf fundist ómerkilega vegið að Árna hvað varðar menntun hans sem dýralæknis á meðan hann var fjármálaráðherra. Ekki hefur verið neitt fundið að því að eftirmaður hans sé jarðfræðingur.
![]() |
Árni aftur í dýralækningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 12:05
Af hverju má þjóðin ekki sjá ESB-tillöguna?
Er það kannski tilfellið að það megi ekki kynna tillöguna því hún sé svo rýr í roðinu og snautleg? Vinstri grænir lofuðu í kosningabaráttunni að ekki yrði sótt um ESB-aðild í sumar en sviku það fyrir stólana. Og nú fær þjóðin ekki að heyra hverskonar tillögu vinstri grænir seldu hugsjónir sínar fyrir. Merkilegt lið. Væri gáfulegt fyrir það að fara að sýna gegnsæi í verki í stað þess að tala bara um það.
Svona áður en Jóhanna verður eins og konan í þáttunum Allo, Allo sem sagði alltaf: Ég segi þetta bara einu sinni....
![]() |
Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 00:44
Sigmundur styrkir stöðu sína - nýliðar í forystu
Forysta Framsóknarflokksins kemur nokkuð á óvart með því að velja þrjá kjördæmaleiðtoga sem allir eru nýkjörnir á Alþingi til að stýra þingflokki sínum. Flokksformaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er greinilega að styrkja tök sín á flokknum með því að velja Gunnar Braga Sveinsson sem þingflokksformann fram yfir Siv Friðleifsdóttur, fráfarandi formann þingflokksins, eða keppinaut sinn um formennskuna, Höskuld Þórhallsson. Átti fyrirfram von á því að annað þeirra hlyti hnossið. Valið hlýtur að benda til þess að Sigmundur sé að sýna að hann ráði för.
Auk Gunnars Braga velur flokksforystan Sigurð Inga Jóhannesson, sem leiðir flokkinn í Suðurkjördæmi, kjördæmi Guðna Ágústssonar, og mágkonu Guðna, Vigdísi Hauksdóttur til verka. Reyndar verður ekki annað sagt en ásýnd Framsóknarflokksins sé mjög fersk þegar þing kemur saman eftir þessar alþingiskosningar. Aðeins Siv Friðleifsdóttir hefur setið á þingi lengur en sex ár; auk þess hafa aðeins Birkir Jón og Höskuldur hafa setið lengur en nýliðarnir sex í þingflokknum.
Sigmundur Davíð kom nýr inn í forystu íslenskra stjórnmála í ársbyrjun. Hann kom inn í rótgróinn þingflokk þar sem hann réð greinilega ekki alltaf för, eins og sást t.d. í stjórnarmynduninni og í eftirleiknum þegar hann átti erfitt með að sækja sér áhrif, enda utan þings. Staða hans hefur breyst mjög og nú er nýtt fólk sett yfir þingflokkinn.
Skilaboðin hljóta að teljast skýr. Nýr formaður velur nýtt fólk til verka, sitt fólk. Með því hlýtur staða hans að styrkjast innan flokksins.
![]() |
Gunnar Bragi þingflokksformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 18:15
Guðfríður valin þingflokksformaður fram yfir Atla
Auk þess að Guðfríður Lilja hafi verið valin til að friða óánægjuraddirnar í VG sem vildu fleiri kvenráðherra, sem náði hámarki með harðorðri ályktun ungra vinstri grænna. Eflaust er það sambland af þessu báðu.
Niðurlæging Atla er samt algjör. Hann fékk ekki ráðuneyti og fær svo í kjölfarið ekki þingflokksformennsku þrátt fyrir að hafa verið lengur á þingi. Nýliði í þingflokknum er valin til að stýra honum.
![]() |
Guðfríður Lilja þingflokksformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 18:04
Af hverju fær flokkur utan þings að senda póst?
Fall frjálslyndra af þingi hefur verið fyrirsjáanlegt um nokkuð skeið. Hann náði aldrei vopnum sínum eftir að Margrét Sverrisdóttir var hrakin úr flokknum með lágkúrulegum vinnubrögðum og át sig upp innan frá í hjaðningavígum.
Mér finnst leitt að sjá hvernig fór fyrir Guðjóni Arnari, hann átti betra skilið. Hann treysti hinsvegar meira á pólitísk sníkjudýr og flóttamenn en trausta bakhjarla flokksins. Svo fór sem fór.
![]() |
Frjálslyndi sendi póst á kostnað Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 17:17
Ung vinstri græn húðskamma Steingrím J.
Þetta sást best þegar konurnar héldu allar sætum sínum í efstu sætum eftir forvalið í Reykjavík og Kolbrún Halldórsdóttir var ekki færð niður fyrir Ara Matthíasson á meðan Hlynur Hallsson varð að sætta sig við að fara niður um sæti fyrir Dýrleifu Skjóldal. Þá breyttust þessir kynjakvótar í konukvótar eiginlega.
Vinstri grænir hafa alltaf verið mjög foringjahollir. Mikla athygli vakti þegar ungir vinstri grænir bjuggu til boli með Steingrími J. utan á, í líki Che Guevara, í kosningabaráttunni 2003. Veit ekki alveg hvað hefði verið sagt ef SUS hefði búið til boli með mynd af Davíð Oddssyni.
En hvað með það. Þetta eru sterk skilaboð. Man ekki eftir að flokksstofnun í VG hafi áður skammað Steingrím J. svo opinberlega. Eru þetta ekki líka kaldar kveðjur til Jóns Bjarnasonar, karlsins sem fór í ráðherrastól? Hvernig átti að skipta fimm stólum jafnt á milli kynja? Með konukvóta?
![]() |
Ósátt við kynjaskiptingu í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 13:42
Sjarmatröllið Alexander
Norska lagið í Eurovision að þessu sinni er algjör gullmoli. Notalegt og flott. Besta lagið að þessu sinni að mínu mati, fyrir utan íslenska lagið að sjálfsögðu. Alexander Rybak er algjört sjarmatröll og ekki vafi að hann muni heilla Evrópubúa á morgun og fara í úrslitakeppnina með Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð. Traust lag og flott frammistaða!
![]() |
Rybak hrifinn af Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 01:23
Jóhanna Guðrún syngur sig inn í evrópsk hjörtu
Jóhanna Guðrún var heillandi, hugljúf og flott í Moskvu í kvöld. Yndisleg frammistaða - að mínu mati besta söngkona kvöldsins og þetta er hiklaust ein besta söngframmistaða Íslands til þessa í keppninni. Gott fyrir hana að verða sjöunda á svið á laugardaginn. Tel að hún hafi mikinn meðbyr, hún og allur íslenski hópurinn hefur staðið sig vel og unnið fyrir þessu.
Við vonum öll það besta, en það er ekki hægt annað en vera stoltur Íslendingur eftir þessa söngframmistöðu á alþjóðlega tónlistarsviðinu. Gott að fara inn í nóttina og rifja upp íslenska lagið. Svei mér þá ef Íslendingar gleyma ekki öllum sínum áhyggjum um stund yfir þessum áfangasigri í keppninni.
![]() |
Jóhanna verður 7. í röðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 23:22
Ísland áfram - glæsilegt hjá Jóhönnu Guðrúnu

Jóhanna Guðrún söng sig heldur betur inn í hug og hjörtu Evrópubúa og beint í úrslitakeppni Eurovision með frábærum flutningi á laginu Is it true í Moskvu í kvöld. Spennan var alveg rosaleg þegar síðasta umslagið var opnað og Ísland komst áfram. Verð að viðurkenna að ég var orðinn fjári svartsýnn þegar kom að síðasta umslaginu og taldi að hópurinn væri jafnvel á leiðinni heim. Gleðin var mikil um allt land þegar Iceland kom upp á skjáinn. Alveg magnað. Þvílíkur cliffhanger.
Íslenski hópurinn getur verið stoltur af sínu, burtséð frá því hvað gerist á laugardagskvöldið. Þetta var stóra takmarkið og það hafðist - sungu sig inn í úrslitakeppnina með miklum glans. Var samt alltaf viss um að Jóhönnu myndi takast þetta. Hún er einlæg og fagmannleg í hvívetna og er frábær söngkona, hefur þetta alveg gjörsamlega. Hún gerir þetta svo pró og flott að það gat ekki annað verið en þetta myndi hafast.
Ég held að gleðiöskur hafi verið í flestum húsum landsins þegar umslagið góða kom, farseðillinn á laugardagskvöldið. Frábær árangur. Loksins erum við laus við pínuna af undankeppninni. Frábært líka hvað norðurlandaþjóðunum öllum gengur vel. Þau komust öll áfram í kvöld og augljóst að Noregur kemst áfram líka, enda með besta lagið þetta árið. Alexander er vænlegur valkostur til sigurs.
Fannst undarlegast að Ísrael og Malta kæmust áfram, fannst ekkert varið í þessi lög. Sáttur við flest hitt, en hefði viljað fá Hvíta Rússland áfram, flott lag það. Líst annars vel á þetta á laugardaginn. Lykilmarkmiðið var að sanna að við gætum komist áfram aftur, árangurinn með This is My Life væri ekkert einsdæmi.
Óska Jóhönnu og íslenska hópnum innilega til hamingju, þau geta verið stolt af sínu. Flott stemmning á laugardagskvöldið. Grillstemmning og gleði í hverju húsi, vonandi í góðri blíðu.
![]() |
Ísland komið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2009 | 17:21
Hvar er skjaldborgin um heimilin í landinu?
Hvernig væri að ríkisstjórnin færi að gera eitthvað, helst gera það sem þau meina og segja það sem þau meina í stað þess að reyna að hafa alla góða með frasablaðri.
![]() |
Sex eignir á framhaldsuppboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2009 | 17:11
Flottur dómsmálaráðherra
Ég er mjög ánægður með hvernig Ragna Árnadóttir hefur staðið sig sem dómsmálaráðherra. Hún talar hreint út um mikilvæg mál og er ekki með neina hentistefnu. Hikar ekki og er afdráttarlaus þegar á því þarf að halda og vel inni í regluverkinu og lagalegri umgjörð. Hún vann lengi við hlið Björns Bjarnasonar, sem ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri, og þess sést glögglega merki.
Mér fannst vinstriflokkarnir gera vel með því að náinn samstarfsmann Björns Bjarnasonar til verka í ráðuneytið og hún hefur haldið mjög vel á málum. Er ánægður með að henni hafi verið falið að halda þar áfram.
![]() |
Látum ekki undan þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2009 | 12:39
Af hverju talar Jóhanna ekki mannamál?
En annars; er ekki augljóst hvað eigi að gerast? Boðaðar eru gríðarlegar skattahækkanir. Talað er um að stjórnin muni ekki auka tekjur ríkissjóðs í gegnum skatta meira en var á árunum 2005 til 2007. Þá ríkti mesta góðæri Íslandssögunnar og mikið peningamagn í umferð. Neyslan var í botni. Samdrátturinn nú er gríðarlegur. Hvernig á að fara að því að halda þessu eins núna.
Auðvitað með því að skattpína þjóðina í botn. En af hverju má ekki segja þetta á mannamáli?
![]() |
Kynna skattahækkun eftir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2009 | 11:51
Bruðl hjá vinstristjórninni - sjónarspil á Akureyri
Á þessum tímum er alveg óþarfi að fara út í fjárútlát af þessu tagi; ráðherrarnir eru jú tólf, enginn þeirra býr á Akureyri, koma þarf þeim öllum fyrir á dýru gistiplássi á Hótel KEA og væntanlega eru dagpeningar. Ég gef mér það að ráðherrarnir gisti á KEA. Veit ekki betur en þeir fari þangað þegar þeir þurfa að stoppa hér.
Svo þarf að ferja liðið í hollum hingað. Árni Páll vældi á facebook yfir því að þurfa að fara of snemma í morgun til Akureyrar. Af öryggisástæðum þarf að ferja þá fjora í hverri vél. Hverjir ætli hafi komið í gærkvöldi og fengið að gista á KEA?
Ég er Akureyringur og hefði einhvern tíma fagnað því að horft væri til landsbyggðarinnar. Heppilegra hefði verið að velja annan tíma. Eins og staðan er telst þetta bara bruðl og sýndarmennska.
![]() |
Ríkisstjórnarfundur á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 22:41
Heilög Jóhanna úti á þekju
Stjórnarsáttmálinn er svo galopinn og tómur að enginn botnar í hver staðan eiginlega sé. Kaflinn um ríkisfjármál er rýr í roðinu og enn verra að þau sem hafa fengið umboð þjóðarinnar til að stjórna virðast ekki geta tekið ákvarðanir og fylgt þeim eftir, né heldur upplýst almenning um hver staðan sé. Fólkið í landinu er engu nær um hvað eigi að gera.
Jóhanna situr á kassanum og vill ekki leyfa fólki að gægjast ofan í hann. Hún tekur fólkið með sér í hringekjuna og treystir á það sé svo ringlað þegar hún hættir að snúast að það spái ekkert í hvað sé að gerast.
![]() |
Skattar svipaðir og 2005-2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |