Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.3.2010 | 12:41
Forsetinn fyllir upp í pólitískt tómarúm
Ólafur Ragnar Grímsson getur verið stoltur af forystu sinni í Icesave-málinu síðustu vikurnar. Hann fyllti upp í pólitískt tómarúm á Íslandi með því að synja Icesave-lögunum og tala máli Íslands á alþjóðavettvangi í kjölfarið. Forsetinn hefur setið einn að því verkefni, enda hefur vinstristjórnin verið algjörlega máttlaus að öllu leyti, bæði við að verja hagsmuni Íslands og tala máli þjóðarinnar, eða taka á nokkrum þeim verkefnum sem við henni blasa.
Nú mætir forsetinn á kjörstað meðan leiðtogar hinnar lánlausu vinstristjórnar sitja heima, fúlir yfir því að Icesave-málið var fært úr höndum þeirra og til þjóðarinar. Með framgöngu sinni hefur Ólafur Ragnar styrkt stöðu sína, styrkt stöðu forsetaembættisins enda er augljóst að meirihluti þjóðarinnar hefur viljað að einhver talaði máli Íslands. Hann hefur hlustað á þjóðina, það er mikilvægur styrkleiki fyrir forseta.
Ólafur Ragnar er kamelljón, öll framganga hans síðustu áratugi sannar það svo ekki verður um villst. Hann er nú í hlutverki þess sem ræður för á Íslandi - hann er maðurinn sem fyllti upp í pólitískt tómarúm í glundroðanum sem einkennir íslensk stjórnmál. Vinstriflokkarnir stóðu ekki undir því trausti sem þjóðin veitti þeim í síðustu þingkosningum og horfir í aðrar áttir eftir forystu.
Nú mætir forsetinn á kjörstað meðan leiðtogar hinnar lánlausu vinstristjórnar sitja heima, fúlir yfir því að Icesave-málið var fært úr höndum þeirra og til þjóðarinar. Með framgöngu sinni hefur Ólafur Ragnar styrkt stöðu sína, styrkt stöðu forsetaembættisins enda er augljóst að meirihluti þjóðarinnar hefur viljað að einhver talaði máli Íslands. Hann hefur hlustað á þjóðina, það er mikilvægur styrkleiki fyrir forseta.
Ólafur Ragnar er kamelljón, öll framganga hans síðustu áratugi sannar það svo ekki verður um villst. Hann er nú í hlutverki þess sem ræður för á Íslandi - hann er maðurinn sem fyllti upp í pólitískt tómarúm í glundroðanum sem einkennir íslensk stjórnmál. Vinstriflokkarnir stóðu ekki undir því trausti sem þjóðin veitti þeim í síðustu þingkosningum og horfir í aðrar áttir eftir forystu.
Ólafur Ragnar búinn að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2010 | 12:23
Segjum nei við Icesave!
5.3.2010 | 12:31
Sjálfstortímingarherferð Jóhönnu og Steingríms
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fremja pólitískt harakírí með því að sitja heima í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Af hverju geta þau ekki brotið odd af oflæti sínu, viðurkennt alvarleg mistök í Icesave-málinu og játað á sig pólitísk afglöp? Þau geta sagt að þau hafi ekki vitað betur þegar þau komu afleitum samningi í gegnum þingið með hótunum og yfirgangi. Þjóðin veit að samningaferlið síðustu mánuði var eitt stórt feitt klúður. Því verður ekki lengur neitað.
Með því að sitja heima gefa þau lýðræðislegu ferli fingurinn, gefa skít í þjóðina. Þetta eru alvarleg skilaboð en samt eitthvað svo týpískt. Ekki er nóg með að þau hafi unnið gegn hagsmunum þjóðarinnar fyrir pólitíska hagsmuni sína, bæði til að tryggja þessa lánlausu vinstristjórn og ESB-aðildarviðræðurnar lánlausu sem voru feigar þegar í upphafi.
Ekkert pólitískt afl er lengur á bakvið aðildarviðræðurnar og þessi vinstristjórn heyrir í raun sögunni til, sem versta ríkisstjórn lýðveldissögunnar hvorki meira né minna. Þegar leiðtogar stjórnarflokkanna skynja ekki lengur hvað þjóðin vill, hlustar ekki, vill ekki viðurkenna augljós mistök og bæta fyrir þau er illa komið málum... fyrir þau, ekki þjóðina.
Tel reyndar að þessi lánlausa vinstristjórn hafi drepist þegar Ögmundur fór úr henni... síðan hefur hún hvorki verið fugl né fiskur... hálfgerður bastarður sem engu hefur komið í gegn og verið taktlaus og máttlaus. Öllum væri fyrir bestu ef þessu rándýra stjórnunarnámskeiði fyrir vinstriflokkana og tvö pólitísk gamalmenni myndi ljúka sem allra fyrst.
Með því að sitja heima gefa þau lýðræðislegu ferli fingurinn, gefa skít í þjóðina. Þetta eru alvarleg skilaboð en samt eitthvað svo týpískt. Ekki er nóg með að þau hafi unnið gegn hagsmunum þjóðarinnar fyrir pólitíska hagsmuni sína, bæði til að tryggja þessa lánlausu vinstristjórn og ESB-aðildarviðræðurnar lánlausu sem voru feigar þegar í upphafi.
Ekkert pólitískt afl er lengur á bakvið aðildarviðræðurnar og þessi vinstristjórn heyrir í raun sögunni til, sem versta ríkisstjórn lýðveldissögunnar hvorki meira né minna. Þegar leiðtogar stjórnarflokkanna skynja ekki lengur hvað þjóðin vill, hlustar ekki, vill ekki viðurkenna augljós mistök og bæta fyrir þau er illa komið málum... fyrir þau, ekki þjóðina.
Tel reyndar að þessi lánlausa vinstristjórn hafi drepist þegar Ögmundur fór úr henni... síðan hefur hún hvorki verið fugl né fiskur... hálfgerður bastarður sem engu hefur komið í gegn og verið taktlaus og máttlaus. Öllum væri fyrir bestu ef þessu rándýra stjórnunarnámskeiði fyrir vinstriflokkana og tvö pólitísk gamalmenni myndi ljúka sem allra fyrst.
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 01:39
Raunaleg hringavitleysa vinstristjórnarinnar
Hringavitleysa vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu ætlar engan endi að taka. Rúmum tveimur sólarhringum áður en kjörstaðir opna virðist stjórnarparið loksins hafa sætt sig við hið augljósa, að þjóðin muni greiða atkvæði. Pólitísk rökhugsun þeirra, sem var lítil fyrir, virðist hafa að mestu gufað upp, einkum með yfirlýsingu Jóhönnu um að fresta þessu bara um viku. Í hvaða draumaheimi lifir þetta fólk?
Samt heldur vitleysan áfram í London þar sem setið er yfir sömu punktunum með ólíkum fléttum frá Bretum og Hollendingum dag eftir dag... ekkert hreyfist í samkomulagsátt þó þeim sé greinilega nokkuð í mun að koma í veg fyrir að þjóðin greiði atkvæði. Mikið er jú undir.
Nóg er komið af þessari vitleysu. Þjóðin á að hafa valdið í sínum höndum, taka afstöðu til Svavars og Steingríms-samningsins um Icesave og senda þessari ríkisstjórn skilaboð um hvernig hún meti verk í hennar ábyrgð í þessu máli.
Þjóðin á að taka málin úr höndum Steingríms og Jóhönnu og senda skýr skilaboð til bæði Breta og Hollendinga og þessarar lánlausu vinstristjórnar sem gerir allt til að halda í stólana sína, sama hvað það kostar fyrir Ísland.
Samt heldur vitleysan áfram í London þar sem setið er yfir sömu punktunum með ólíkum fléttum frá Bretum og Hollendingum dag eftir dag... ekkert hreyfist í samkomulagsátt þó þeim sé greinilega nokkuð í mun að koma í veg fyrir að þjóðin greiði atkvæði. Mikið er jú undir.
Nóg er komið af þessari vitleysu. Þjóðin á að hafa valdið í sínum höndum, taka afstöðu til Svavars og Steingríms-samningsins um Icesave og senda þessari ríkisstjórn skilaboð um hvernig hún meti verk í hennar ábyrgð í þessu máli.
Þjóðin á að taka málin úr höndum Steingríms og Jóhönnu og senda skýr skilaboð til bæði Breta og Hollendinga og þessarar lánlausu vinstristjórnar sem gerir allt til að halda í stólana sína, sama hvað það kostar fyrir Ísland.
Engin niðurstaða í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2010 | 22:43
Þjóðin á að fá að kjósa um Icesave
Ömurlegt er að fylgjast með fálmkenndum tilraunum Jóhönnu og Steingríms til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag um Icesave. Samninganefndin á nú að koma heim, gefa frat í þessar viðræður þar sem ekkert alvöru er í því sem er á borðinu.
Bretar og Hollendingar eru dauðhræddir við að kosningin fari fram, enda verður það heimsfrétt synji yfir 70% þjóðarinnar afleitum Icesave-samningi Svavars Gestssonar, sem vinstriflokkarnir lögðu allt kapítal sitt í að koma í gegnum þingið fram að áramótum.
Nú er komið að þjóðinni, hún á að fá að kjósa. Engan skrípaleik með lýðræðið, takk fyrir! Þó vinstrimenn séu við völd og sýni hversu lélegir lýðræðissinnar þeir eru í raun.
Bretar og Hollendingar eru dauðhræddir við að kosningin fari fram, enda verður það heimsfrétt synji yfir 70% þjóðarinnar afleitum Icesave-samningi Svavars Gestssonar, sem vinstriflokkarnir lögðu allt kapítal sitt í að koma í gegnum þingið fram að áramótum.
Nú er komið að þjóðinni, hún á að fá að kjósa. Engan skrípaleik með lýðræðið, takk fyrir! Þó vinstrimenn séu við völd og sýni hversu lélegir lýðræðissinnar þeir eru í raun.
Bretar vilja ræða málin áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2010 | 19:46
Forystulaus Samfylking að fuðra upp
Ég er ekki undrandi á því að fylgið hrynji af Samfylkingunni og hún missi stuðning landsmanna jafnt og þétt. Forysta flokksins í ríkisstjórn hefur verið fálmkennd og slöpp - Jóhanna Sigurðardóttir ræður ekki við embætti forsætisráðherra og er á útleið úr stjórnmálum. Hún er orðin óvinsæl og hefur ekki staðið við loforð sín fyrir kosningar í fyrra.
Hvað varð um skjaldborgina og velferðarbrúna sem talað var um í kosningabaráttunni á síðasta ári? Fátt verður um svör hjá Jóhönnu. Samfylkingin er forystulaus. Eftirmaður Jóhönnu er ekki í sjónmáli. Samfylkingin virðist að fuðra upp í þessari lánlausu og lélegu vinstristjórn.
Gott mál!
Hvað varð um skjaldborgina og velferðarbrúna sem talað var um í kosningabaráttunni á síðasta ári? Fátt verður um svör hjá Jóhönnu. Samfylkingin er forystulaus. Eftirmaður Jóhönnu er ekki í sjónmáli. Samfylkingin virðist að fuðra upp í þessari lánlausu og lélegu vinstristjórn.
Gott mál!
VG stærra en Samfylkingin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2010 | 15:58
Vandræðaleg vörn Bónuspabbans
Vandræðaleg vörn Jóhannesar í Bónus, eða Jóa í Bónus eins og hann er auglýstur núna til að reyna að gera hann meira kammó og hjálparþurfi, er vægast sagt mjög kómísk. Þegar komið er að skuldadögum og hruni viðskiptaveldis feðganna á hann víst svo bágt og er að reyna að væla út samúð þjóðarinnar, þegar hún hefur snúið við honum baki.
Hann hefur leikið þennan leik mjög oft. Einum of oft, tel ég. Efast um að fólkið í landinu láti blekkjast aftur af þessum gömlu vinnubrögðum. Flestir hafa fengið nóg og gott betur en það.
Enn er verið að reyna að verja sig með því að nöldra yfir Davíð Oddssyni, nú eru víst skrif hans á Mogganum orðin svo vond og erfið fyrir kappann á Flórída.
Held að þessi maður ætti að líta í eigin barm. Ég tel að flestir geti tekið undir það að Bónuspabbinn er orðinn ónýtt bissnessmerki.
Hann hefur leikið þennan leik mjög oft. Einum of oft, tel ég. Efast um að fólkið í landinu láti blekkjast aftur af þessum gömlu vinnubrögðum. Flestir hafa fengið nóg og gott betur en það.
Enn er verið að reyna að verja sig með því að nöldra yfir Davíð Oddssyni, nú eru víst skrif hans á Mogganum orðin svo vond og erfið fyrir kappann á Flórída.
Held að þessi maður ætti að líta í eigin barm. Ég tel að flestir geti tekið undir það að Bónuspabbinn er orðinn ónýtt bissnessmerki.
Jóhannes segir fréttina ranga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2010 | 15:35
VG að verða jafn klofið og Alþýðubandalagið
Eftir tæplega þrettán mánaða ríkisstjórnarþátttöku er VG orðinn sligaður af innanmeinum og átökum... hugsjónirnar hafa flestar verið seldar fyrir völdin og kosningaloforðin fyrir tæpu ári gleymdust með ógnarhraða. VG minnir orðið skuggalega mikið á Alþýðubandalagið sáluga, átökin og hjaðningavígin bakvið tjöldin ríma mjög við lýsingar á Alþýðubandalaginu í hinni góðu bók Óskars Guðmundssonar, sem kom út þegar átökin milli Ólafs Ragnars og Svavars stóðu sem hæst.
Sundrung vinstri manna er rómuð og margfræg. Þarf svosem ekki að rekja hana. Allir ættu að þekkja hana... ef ekki nægir þeim að líta á vinstri græna og hvernig völdin hafa farið með þennan flokk hugsjónamanna sem hafa annað hvort gleymt hugsjónunum fyrir völdin eða eru að reyna að endurheimta þær í rimmu við samherja sína sem eru farnir að sukka út í stólapólitíkinni.
Ekta vinstrisaga... þær endurtaka sig eins og fyrri daginn. Endirinn á þessari raunasögu vinstri grænna verður örugglega ekki frábrugðinn þeim fyrri.
Sundrung vinstri manna er rómuð og margfræg. Þarf svosem ekki að rekja hana. Allir ættu að þekkja hana... ef ekki nægir þeim að líta á vinstri græna og hvernig völdin hafa farið með þennan flokk hugsjónamanna sem hafa annað hvort gleymt hugsjónunum fyrir völdin eða eru að reyna að endurheimta þær í rimmu við samherja sína sem eru farnir að sukka út í stólapólitíkinni.
Ekta vinstrisaga... þær endurtaka sig eins og fyrri daginn. Endirinn á þessari raunasögu vinstri grænna verður örugglega ekki frábrugðinn þeim fyrri.
Djúpstæður klofningur hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 13:18
Steingrímur J. í fýlu vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
Steingrímur J. Sigfússon varð sér til skammar í morgun með því að svara því ekki afdráttarlaust hvort hann ætli að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave eftir átta daga. Mér finnst það alvarlegt mál þegar einn valdamesti ráðherra þjóðarinnar er í fýlukasti yfir því að þjóðin fái að kjósa um þetta hitamál, sem er stærra en spurningin á kjörseðlinum, og getur ekki svarað hvort hann muni yfir höfuð mæta á kjörstað og greiða atkvæði.
Var það ekki annars þessi ráðherra og vinstri grænir sem stjórnmálasamtök í heild sinni sem hefur talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum, að kosið verði um hitamál og valdið fært til þjóðarinnar? Af hverju kemur það samt ekki á óvart að þetta prinsipp sé gufað upp? Jú, þessi ráðherra og þessi flokkur hafa beygt allar sínar hugsjónir og skoðanir fyrir völd á mettíma og eru að verða ansi afkáraleg í öllum helstu lykilmálum.
Ráðherrann í fýlukastinu á vissulega mjög bágt. Það er örugglega erfitt að gera sér grein fyrir því að þjóðin hefur valdið og séu að fara að senda honum skilaboð um að hann hafi brugðist, fært þjóðinni heim lélegan samning og reynt að vinna gegn íslenskum hagsmunum. Að því leyti er þessum manni vorkunn.
Var það ekki annars þessi ráðherra og vinstri grænir sem stjórnmálasamtök í heild sinni sem hefur talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum, að kosið verði um hitamál og valdið fært til þjóðarinnar? Af hverju kemur það samt ekki á óvart að þetta prinsipp sé gufað upp? Jú, þessi ráðherra og þessi flokkur hafa beygt allar sínar hugsjónir og skoðanir fyrir völd á mettíma og eru að verða ansi afkáraleg í öllum helstu lykilmálum.
Ráðherrann í fýlukastinu á vissulega mjög bágt. Það er örugglega erfitt að gera sér grein fyrir því að þjóðin hefur valdið og séu að fara að senda honum skilaboð um að hann hafi brugðist, fært þjóðinni heim lélegan samning og reynt að vinna gegn íslenskum hagsmunum. Að því leyti er þessum manni vorkunn.
Óvíst hvort Steingrímur kýs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2010 | 23:17
Nýtt upphaf í Icesave-málinu
Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði Icesave-lögunum staðfestingar hafa Íslendingar átt kost á nýju upphafi í þessu mikla hitamáli... ný samninganefnd hefur tæklað hlutina betur en hin fyrri undir forystu Svavars Gestssonar sem gerði mikil og alvarleg mistök og pólitískt samráð stjórnar og stjórnarandstöðu er loksins orðin staðreynd.
Í sjónmáli er mun betri niðurstaða en var í fyrri samningi, sem var þröngvað í gegnum þingið með hótunum og yfirgangi. Enginn ver þann samning lengur af áhuga. Enda blasir við að þjóðin felli þungan dóm yfir samningnum og þeim sem vörðu hann og fóru með í gegnum þingið sem einhverja góða niðurstöðu eða lokaboð. Með því að ljá máls á breytingum hafa viðsemjendur staðfest að fyrri samningurinn var afglöp íslenskra stjórnvalda.
Í sjónmáli er söguleg þjóðaratkvæðagreiðsla í næstu viku um samninginn sem Svavar Gestsson kom með heim og vinstri grænir vörðu í gegnum þingferlið og beygðu öll sín viðmið um heiðarleg vinnubrögð fyrir með litlum sóma.
Þjóðin á nú að fara á kjörstað, fella samninginn og senda skýr skilaboð bæði til Breta og Hollendinga og eins þeirrar ríkisstjórnar sem var tilbúin til að gefa eftir íslenska hagsmuni, brást þjóðinni þegar á reyndi.
Nýtt upphaf í Icesave-málinu felur í sér að íslenska þjóðin tali afdráttarlaust um vinnubrögðin í fyrri samningaviðræðum og geri upp við þau. Það tækifæri þarf að nota.
Í sjónmáli er mun betri niðurstaða en var í fyrri samningi, sem var þröngvað í gegnum þingið með hótunum og yfirgangi. Enginn ver þann samning lengur af áhuga. Enda blasir við að þjóðin felli þungan dóm yfir samningnum og þeim sem vörðu hann og fóru með í gegnum þingið sem einhverja góða niðurstöðu eða lokaboð. Með því að ljá máls á breytingum hafa viðsemjendur staðfest að fyrri samningurinn var afglöp íslenskra stjórnvalda.
Í sjónmáli er söguleg þjóðaratkvæðagreiðsla í næstu viku um samninginn sem Svavar Gestsson kom með heim og vinstri grænir vörðu í gegnum þingferlið og beygðu öll sín viðmið um heiðarleg vinnubrögð fyrir með litlum sóma.
Þjóðin á nú að fara á kjörstað, fella samninginn og senda skýr skilaboð bæði til Breta og Hollendinga og eins þeirrar ríkisstjórnar sem var tilbúin til að gefa eftir íslenska hagsmuni, brást þjóðinni þegar á reyndi.
Nýtt upphaf í Icesave-málinu felur í sér að íslenska þjóðin tali afdráttarlaust um vinnubrögðin í fyrri samningaviðræðum og geri upp við þau. Það tækifæri þarf að nota.
Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |