Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.12.2007 | 13:47
Benazir Bhutto myrt

Aðeins eru nokkrar vikur liðnar frá heimkomu Benazir til Pakistans. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að Benazir Bhutto sneri heim til Pakistans með tárin í augunum þann 18. október sl, þá eftir áratug í útlegð, var henni sýnt banatilræði. Þá slapp hún naumlega. Öllum var ljóst eftir stormasöm átök í stjórnmálum Pakistans síðustu mánuðina að Benazir væri í stórhættu og margir vildu hana feiga og óttuðust vinsældir hennar í heimalandinu. Því þurfa þessi dapurlegu örlög hennar ekki að koma að óvörum, þó sorgleg séu.
Heimkoma þessa eins öflugasta stjórnmálamanns í sögu Pakistans, fyrstu konunnar sem leiddi íslamskt ríki, hefur í einu vetfangi breyst í hreina martröð. Það mátti auðvitað búast við því að heimkoma Benazir kveikti ófriðarbál víða - hún er vinsæl meðal landsmanna en gríðarlega umdeild. Yfirvofandi þátttaka hennar í þingkosningunum stuðaði mjög marga. Benazir deyr 28 árum eftir að faðir hennar, Zulfikar Ali Bhutto, fyrrum forseti og forsætisráðherra Pakistans, var tekinn af lífi með mjög umdeildum hætti.
Heimkoma Benazir hafði verið skipulögð mjög lengi. Hún tók það djarfa skref að tilkynna mörgum vikum áður um endurkomuna og því gafst andstæðingum hennar færi á að undirbúa tilræði gegn henni. Það voru þó eflaust flestir að vona að ekki kæmi til þessa. Fjarvera Benazir frá pakistönskum stjórnmálum var mjög áberandi. Ekki naut hennar lengi við og má búast við að morðið á henni magni til muna ófriðarbálið í Pakistan og raun erfitt að spá því hvað gerist þegar að þessi öflugi stjórnmálaleiðtogi er fallin í valinn.
Benazir Bhutto var einn vinsælasti stjórnmálaleiðtoginn í stjórnmálalitrófi íslamskra ríkja. Hún markaði söguleg skref er hún varð fyrsta konan til að leiða íslamskt ríki og var í senn umdeild og gríðarlega vinsæl. Dauði hennar nú á jólahátíðinni eru sorgleg örlög fyrir þessa litríku konu, sem féll í valinn allt of snemma og með dapurlegum hætti. Hennar verður lengi minnst.
Myndin með þessari færslu var tekin í gærkvöldi og er ein þeirra síðustu sem tekin var af Benazir Bhutto.
![]() |
Benazir Bhutto látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.12.2007 | 00:04
Mun Ólafur Ragnar gefa kost á sér til endurkjörs?
Þriðja kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli lýkur eftir átta mánuði. Eðlilega er farið að velta því fyrir sér hvað Ólafur Ragnar muni gera, en aðeins hálft ár er í áætlaðar forsetakosningar, en þær eiga að vera laugardaginn 28. júní 2008. Margir telja að forsetinn muni tilkynna um ákvörðun sína í nýársávarpi frá Bessastöðum eftir hádegið á nýársdag. Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn tilkynntu báðir starfslok sín í embættinu í nýársávarpi en Vigdís Finnbogadóttir í þingsal á þingsetningardegi.
Hugleiðingar hafa staðið um framtíð hans á forsetastóli um nokkurt skeið, eða eftir að tilkynnt var að hann væri að rita ævisögu sína með Guðjóni Friðrikssyni. Eflaust er þar á ferðinni uppgjörsbók á öllum skalanum, umfjöllun um hæðir og lægðir á ferli forsetans. Upphaflega átti ævisagan að koma út fyrir þessi jól, en af því varð ekki. Eðlilega hafa margir tekið því sem svo að hann ætli sér að halda áfram. Það að hann tilkynnti ekki starfslok á þingsetningardegi í október á sínum gamla vinnustað, Alþingi, gaf orðrómi um að hann ætlaði að halda áfram líka byr undir báða vængi.
Í ljósi þess að Ólafur Ragnar tilkynnti sérstaklega í kosningabaráttunni 1996, með Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur sér við hlið, sem margir hafa reyndar metið mestu stjörnu þeirra forsetakosninga, að heppilegast væri að forseti sæti aðeins tvö kjörtímabil hlýtur að teljast ósennilegt að hann fari fram í fjórða skiptið. Það verður þó að koma í ljós hvort að hann vilji feta í fótspor Ásgeirs Ásgeirssonar og Vigdísar Finnbogadóttur. Sögusagnir hafa verið frekar í þá átt að hann telji sig eiga hlutverki að gegna, vilji sitja jafnlengi og þeir sem lengst hafa verið á Bessastöðum og láta ljós sitt skína á alþjóðavettvangi.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið umdeildur forseti, bæði tekið afstöðu til pólitískra hitamála og haft afgerandi skoðanir á hitamálum, auk þess að vera umdeildur fyrir vissan snobbhátt forsetaembættisins og slúðurblaðavæðingu þess. Ólafur Ragnar var umdeildur löngu áður en hann varð forseti og víst er að aldrei hefur verið algjör samhljómur um verk hans, þó að hann hafi unnið sannfærandi sigur í forsetakjöri 1996 og unnið endurkjör í skugga hitamáls fyrir þrem árum, þá gegn frambjóðendum sem höfðu enga lýðhylli.
Framganga Ólafs Ragnars á alþjóðavettvangi síðustu mánuði hefur vakið nokkra athygli. Hefur þar frekar virst maður í leit að nýju verkefni í fjarlægri heimsborg heldur en þjóðhöfðingi sem talar með sannfæringu fyrir hönd heillar þjóðar. Sérstaklega vakti ferð hans til Washington á árinu mikla athygli og hann fundaði þar með Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Barack Obama, forsetaframbjóðanda demókrata, og fleiri aðilum í bandarísku þingstarfi. Það væri ekki undarlegt þó því væri velt fyrir sér að Ólafur Ragnar horfði annað.
Ólafur Ragnar er kominn á þann aldur að með ákvörðun um næsta kjörtímabil felst ákvörðun um starfslok hans í raun; hvort hann ætli að helga sig embættisverkum á Bessastöðum fram að eftirlaunaaldri eða horfa í aðrir áttir áður en að þeim áfanga kemur. Ólafur Ragnar Grímsson verður 65 ára í maí á næsta ári og hann yrði kominn að sjötugu færi hann fram í fjórða skiptið til forsetaverka og léti af embætti eftir það, árið 2012.
Ólafur Ragnar hefur oft kunnað á tímasetningar á forsetaferli sínum og er vel fókuseraður. Hann er mjög líklegur til að vilja tilkynna ákvörðun sína um framtíðina í þjóðhöfðingjahlutverkinu og vilji ekki feta í fótspor annarra í þeim efnum. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. En hitt er víst að kjaftasagan um fjórða kjörtímabilið hefur lifað betra lífi eftir að hann ákvað að tilkynna ekkert í þingsal í haust.
Það eitt er víst að fylgst verður með hverju orði húsbóndans á Bessastöðum á nýársdag og hvort að þar verði línur lagðar um hlutverk hins umdeilda þjóðhöfðingja á næstu árum, hvort sem hann vill halda því hlutverki áfram eða horfa jafnvel til annars hlutverks á fjarlægum slóðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.12.2007 | 20:11
Ómaklegar árásir að Þorsteini Davíðssyni
Meðal þess sem gripið var til að vega að Þorsteini í umfjöllun fjölmiðla var að Pétur Kr. Hafstein, fyrrum forseti Hæstaréttar, hefði leitt matsnefnd um hæfi umsækjenda, en eins og flestir vita var Þorsteinn starfsmaður hjá Pétri í forsetakosningunum sumarið 1996. Sá punktur hefði kannski verið skiljanlegur hefði Pétur beitt sér fyrir Þorsteini í nefndinni eða hún komist að þeirri niðurstöðu að Þorsteinn væri hæfasti umsækjandinn. Varð ég ekki var við annað en að undir kvöld væri Pétur Hafstein aðspurður að lýsa yfir undrun á niðurstöðunni með þeim orðum að ekkert fordæmi fyrir því að gengið væri á svig við niðurstöðu nefndarinnar.
Það er ráðherra sem skipar dómara við héraðsdóma um allt land og Hæstarétt. Hann er í engu bundinn af niðurstöðu matsnefndar eða sitjandi dómara við Hæstarétt, sem fella dóm um hæfi umsækjenda. Persónulega hefur mér alltaf fundist óeðlilegt að sitjandi dómarar við Hæstarétt felli úrskurð þar um og hef talið matsnefndina hæfari til þess. Þætti mér eðlilegast að hún úrskurðaði einfaldlega um tvennt; hvort umsækjandinn sé hæfur eða óhæfur til verksins. Það á í raun ekkert annað að skipta máli. Í þessum efnum getur hæfnisröð myndast og það hefur valdið ólgu áður, oftast nær í Hæstarétti.
Ég hef fulla trú á því að Þorsteinn Davíðsson verði góður dómari hér við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Hann verður dæmdur af verkum sínum eins og aðrir er yfir lýkur. Verst er að hann skuli dæmdur af því einu að vera sonur umdeilds stjórnmálamanns; Davíðs Oddssonar, fyrrum forsætisráðherra og borgarstjóra.
![]() |
Gagnrýna skipun í dómaraembætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
21.12.2007 | 15:35
Umdeildur boðskapur - lágkúra femínista
Það er eðlilegt að ólga sé vegna jólaboðskaps femínista, þar sem jólum og nauðgunum er blandað saman í vondan kokteil. Viðbrögð flestra hafa verið á einn veg; að undrast þessa framsetningu og boðskapinn sem í honum felst. Skrifaði um þetta mál hér í gær og fann þá vel hver skoðun fólks er; flestir fordæma það sem í þessum boðskap felst. Sem eðlilegt er.
Það er gott hjá félagi ábyrgra feðra hér á Akureyri að senda Jafnréttisstofu kvörtun vegna jólaboðskapar femínista. Það er eðlilegt að fara þá leið, enda held ég að flestum blöskri það sem kynnt er þar og líka með hvaða hætti; enda virðist boðskapurinn settur fram sem verk smábarns og því eðlilegt að líta svo á að því sé beint að þeim hópi.
Femínistar hafa oft stuðað í opinberri umræðu en ég held að þessi lágkúrulegi boðskapur sé alveg nýr botn af þeirra hálfu.
![]() |
Ósáttir við jólakort femínista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
20.12.2007 | 15:42
Róttækir femínistar fara yfir strikið

Mér finnst jólakort róttækra femínista þar sem þær blanda saman jólunum og nauðgunum í lágkúrulegan kokteil fara algjörlega yfir strikið. Ég get ekki séð hvernig að nokkur heilvita einstaklingur geti sett þetta tvennt í samhengi og boðið fólki upp á sem boðskap. Hvernig er hægt að tengja þetta tvennt saman? Þar sem þetta er sett fram með skrift og teikningu sem gæti verið eftir smábarn er eðlilegt að spyrja um hvort þessum boðskap sé sérstaklega beint að börnum? Er þetta virkilega ætlað börnum á aðventunni?
Mér finnst þetta einstaklega ósmekklegt - ég sé ekki samhengið með þessu og skil ekki boðskapinn. Halda femínistar kannski að þetta sé boðskapur sem skipti máli fyrir jólin? Eru jólin ekki gleðihátíð fólks, hvar koma nauðganir inn í þá mynd? Ég bara spyr. Svo finnst mér mjög ósmekklegt að talað er um karla almennt er varða nauðganir. Þetta er boðskapur sem hlýtur að vekja spurningar. Það að forystukona í stjórnmálaflokki bendi á þessa mynd sérstaklega vekur líka spurningar.
Ég vil beina því til Sóleyjar Tómasdóttur að vinsamlega bera virðingu fyrir jólunum og ekki draga hátíð ljóss og friðar á þetta lága plan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
20.12.2007 | 12:30
Inn og út af fundi á fullum launum
Finnst það einmitt fyndnast að kjörnir fulltrúar eru í Reykjavík að kalla varamenn inn þó að þeir séu í húsinu og því er viðkomandi aðalfulltrúi viðstaddur. Það er kannski eðlilegt að fyrsti varamaður hvers lista sé alltaf viðstaddur en þetta er miklu víðtækara en svo að bara fyrsti varamaður sé að detta inn. Það má því í raun segja að fyrstu varamenn, jafnvel þrír til fjórir, eigi von á að fara á borgarstjórnarfundi þó að þeir komist ekki inn í kosningum.
Það væri við hæfi að birta fjarvistaskrá síðasta borgarstjórnarfundar og hvernig menn fóru þar inn og út. Þetta er hálfskondin dagbók.
14.00 Fundurinn hefst.
14.06 Gísli Marteinn Baldursson inn.
14.20 Þorleifur Gunnlaugsson inn, Sóley Tómasdóttir út.
16.10 Björk Vilhelmsdóttir út, Dofri Hermannsson inn.
16.45 Ólafur F. Magnússon út, Margrét K. Sverrisdóttir inn.
17.17 Ólafur F. Magnússon inn, Margrét K. Sverrisdóttir út. Svandís Svavarsdóttir út, Sóley Tómasdóttir inn.
18.10 Marta Guðjónsdóttir út, Kristján Guðmundsson inn.
18.25 Svandís Svavarsdóttir inn, Sóley Tómasdóttir út.
18.45 Hlé á fundi.
19.20 Fundi fram haldið. Marta Guðjónsdóttir inn, Kristján Guðmundsson út. Þorleifur Gunnlaugsson út, Hermann Valsson inn.
19.55 Gísli Marteinn Baldursson út, Björn Gíslason inn.
20.50 Þorleifur Gunnlaugsson inn, Hermann Valsson út.
21.00 Júlíus Vífill Ingvarsson út, Áslaug Friðriksdóttir inn. Björk Vilhelmsdóttir inn, Oddný Sturludóttir út.
21.20 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson út, Elínbjörg Magnúsdóttir inn. Sigrún Elsa Smáradóttir út, Stefán Benediktsson inn.
21.55 Svandís Svavarsdóttir út, Sóley Tómasdóttir inn.
22.10 Björn Ingi Hrafnsson út, Óskar Bergsson inn.
22.30 Svandís Svavarsdóttir inn, Þorleifur Gunnlaugsson út.
22.40 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson inn, Elínbjörg Magnúsdóttir út. Björk Vilhelmsdóttir út og Oddný Sturludóttir inn.
22.55 Björk Vilhelmsdóttir inn og Dofri Hermannsson út. Björn Ingi Hrafnsson inn, Óskar Bergsson út.
23.05 Gísli Marteinn Baldursson inn, Björn Gíslason út. Marta Guðjónsdóttir út, Elínbjörg Magnúsdóttir inn. Svandís Svavarsdóttir út, Þorleifur Gunnlaugsson inn.
23.20 Marta Guðjónsdóttir inn, Elínbjörg Magnúsdóttir út.
23.55 Oddný Sturludóttir út, Guðrún Erla Geirsdóttir inn.
00.17 Hlé á fundi
00.50 Fundi fram haldið. Oddný Sturludóttir inn, Guðrún Erla Geirsdóttir út. Björn Ingi Hrafnsson út, Óskar Bergsson inn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson út, Elínbjörg Magnúsdóttir inn.
01.12 Fundi slitið.
![]() |
Inn og út af borgarstjórnarfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 21:10
Rússneski risinn með pókerandlitið heiðraður

Pútín hefur nú handvalið væntanlegan forseta prívat og persónulega og útnefnt sjálfan sig í leiðinni, með góðvild handvalda forsetaefnisins að sjálfsögðu, sem forsætisráðherra frá og með marsmánuði er seinna kjörtímabilinu lýkur. Þessi kapall sýnir umfram allt pólitísk klókindi bragðarefsins Pútíns og hversu öflugur risi hann er. Það eru engin pólitík leiðarlok framundan hjá honum. Hann er þó laus við persónulega töfra og þarf greinilega ekki að hafa mikið fyrir pólitísku veldi sínu. Hann virkar samt skemmtilega fjarlægur, virkar alltaf á mann eins og hann vilji hlaupa frá ljósmyndalinsunni.
Pútín hefur á áratug gert rússneska pólitík algjörlega að sinni pólitík og tryggt sér bæði mikil völd og áhrif á forsetastóli. Hann ætlar sér greinilega að drottna áfram og því munu yfirvofandi forsetaskipti aðeins verða hálfleikur á valdaferli Pútíns og hann ætlar að setja strengjabrúðu í forsetastólinn. Fyrir áratug, síðsumars 1999, vissu fáir utan Rússlands hver Vladimir Pútín var þegar að Borís Jeltsín ákvað að skipa hann forsætisráðherra. Hann var vissulega gegnheill leyniþjónustukall frá KGB-tímanum og fáum óraði fyrir að þar færi næsti risi rússneskra stjórnmála, lykilspilari á alþjóðavettvangi.
Margir töldu þá að þar væri kominn enn einn forsætisráðherrann sem færi fyrir lok forsetaferils Jeltsíns, sem hafði haft tögl og hagldir allt frá því að hann hafði tekið völdin afgerandi eftir valdaránið misheppnaða árið 1991 og hafði risið upp úr öskustó kommaveldisins. Hann var skapmikill drykkjumaður sem markaði áhrif - og var líka þekktur fyrir að sparka forsætisráðherrum. Jeltsín var einn eftirminnilegasti stjórnmálamaður tíunda áratugar 20. aldarinnar þrátt fyrir persónuleikabrestina. Jeltsín hefur sennilega ekki órað fyrir við valið á Pútín hversu mikill risi hann yrði er yfir lauk.
Mörgum að óvörum ákvað Jeltsín að segja af sér forsetaembættinu í áramótaávarpi á gamlársdag 1999. Allt í einu var leyniþjónustudulan Pútín orðinn einn valdamesti maður heims sem starfandi forseti landsins fram að kosningum; hann sigraði svo forsetakosningarnar í mars 2000 og var endurkjörinn strax í fyrri umferð árið 2004 - einn vinsælasti stjórnmálamaður í sögu Rússlands, með allt að 80% stuðning. Auk þess með alla fjölmiðla á bakvið sig og ríkir með járnkrafti eins og fyrrum lykilstjórnmálamenn Sovétríkjanna.
Pútín hefur semsagt markað sig sem hinn stóra afgerandi drottnara veldis síns. Staðan í Rússlandi er mikið áhyggjuefni. Mér finnst þar horfa ansi margt til fortíðar og vert að hugsa um framtíðina sem blasir við. Stjórnarskráin meinar Pútín að gefa kost á sér í kosningunum næsta vor og rúmlega átta ára forsetaferli er því að ljúka. Atburðarás síðustu mánaða er þó ekki beinlínis með þeim hætti að Pútín ætli sér að hverfa út í sólarlagið eins og George W. Bush, sem brátt lætur ennfremur af embætti.
Hann ætlar sér að stjórna atburðarásinni eins og kvikmyndaleikstjóri úr fjarska, halda um alla spotta og ráða örlögum landsins, jafnt sem stuðningsmannahjörðar sinnar. Hann ætlar sér að vera meginspilari áfram á sviðinu. Ekkert meinar Pútín að fara fram eftir fimm ár í kosningunum þá og væntanlega er plottið að þá komi hann með sinn steinrunna svip eins og riddarinn á hestinum hvíta inn á pólitíska sviðið í Rússlandi.
Á meðan horfum við öll út í gráðið og hugsum okkur um það hvort að Rússland sé að verða sama sjúka einræðisríkið og það var áður en múrinn féll og kommagrýlan var sigruð. Flashbackið til fortíðar í Rússlandi er verulegt áhyggjuefni, segi ég og skrifa. Og þetta heiðrar TIME eins og ekkert sé sjálfsagðara. En völdin skipta vissulega alltaf máli, sama hvort það er í einræði eða lýðræði.
![]() |
Time velur Pútín mann ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.12.2007 | 17:29
Er Erla Ósk sátt við þessi málalok?
Vissulega hefur Erla Ósk unnið hálfan sigur hið minnsta með umfjölluninni. Þetta mál hefur verið í fjölmiðlum víða og rödd hennar hefur komist til skila í málinu. Stjórnvöld hér kölluðu sendiherrann á sinn fund og við létum reiði okkar í ljósi. Kannski mátti búast við að niðurstaða bandarískra yfirvalda yrði útvatnað diplómatískt yfirklór þar sem reynt er að biðjast afsökunar án þess að nefna afsökunarbeiðni í sjálfu sér á nafn. Diplómatískir klækjarefir eru meiri snillingar í því en aðrir að sýna iðrun án þess að meina orð af því eða biðjast afsökunar í sjálfu sér.
Finnst boltinn meira staddur hjá utanríkisráðherranum íslenska. Þó að það sé hart í ári vegna öryggisráðsþvælunnar sem hún og hennar fólk standa fyrir á það ekki að koma niður á þessu máli. Ef marka má orð Ingibjargar Sólrúnar finnst henni þessi diplómatíska afsökunarbeiðni án iðrunar nægileg.
Ef Erla Ósk er sátt á hún að vera sæl með sitt, ella höfða mál. Það eru valkostirnir og væntanlega verður málshöfðun einu eðlilegu endalokin sem geta orðið á málið, enda mun ekki koma einlæg afsökunarbeiðni frá Bandaríkjunum þó nokkrir dagar séu til jóla.
![]() |
Erla Ósk fagnar niðurstöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2007 | 21:42
Sveitarstjóri rekinn - fjárdráttur í Grímsey

Eftir því sem ég hef heyrt hefur enda þessi fjárdráttur greinilega staðið meira og minna öll þrjú ár Brynjólfs sem sveitarstjóra. Þetta hlýtur að teljast eitt alvarlegasta brot trúnaðarmanns hjá sveitarfélagi í seinni tíð, jafnvel frá upphafi. Man hreinlega ekki eftir beinum dæmum þess að stjórnandi sveitarfélags hafi dregið sér fé frá honum í áraraðir og misnotað með því bæði traust umbjóðanda sinna og samstarfsmanna í sveitarfélaginu.
Veit svosem ekki hvernig eyjaskeggjar vinna sig frá áfalli af þessu tagi. Það hlýtur að taka dágóðan tíma. Í samfélagi sem telur aðeins um hundrað íbúa hlýtur þetta að vera sem skarð á viðkvæmasta stað. Þetta er svo gróft brot að það tekur tíma fyrir sárin að gróa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.12.2007 | 12:48
Útrás í boði hins opinbera - á að einkavæða?

Þó að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi sagt í kvöldfréttum í gær að ekki væru háværar raddir uppi um einkavæðingu Landsvirkjunar getur hann ekki neitað því að þær eru til staðar, einkum innan Sjálfstæðisflokksins. Það er enginn samhljómur í þeim efnum. Þeir eru til sem vilja stokka þessa hluti upp og hugsa hlutina með öðrum hætti. Það kristallast vel nú af ummælum Gísla Marteins Baldurssonar, formanns borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið talað með þessum hætti í ræðu og riti víða og innan ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins hafa verið ummæli í þessa átt allt frá því að ég gekk í flokkinn fyrir fimmtán árum.
Ég get ekki sagt að stofnun Landsvirkjun Power sé álíka hneyksli og stofnun REI. Það var svo margt sem fylgdi REI-málinu sem gerði það mál allt verra og hneykslið þess því meira. En stofnun Landsvirkjun Power vekur spurningar, fyrst og fremst um hugsjónir og afstöðu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum. Það er alveg kristaltært að mínu mati að það eru skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum. Það sást vel af átökum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar við svokallaða sexmenninga innan borgarstjórnarflokksins. Þar var deilt vissulega mjög harkalega um vinnubrögð Vilhjálms en líka hugmyndafræðina.
Það hefur ekki virkað vel á mig að sjá pólitískt kjörna fulltrúa með kjánaglott og með dollaramerki í augum eins og Össur Skarphéðinsson sýndi í Silfri Egils um daginn er hann talaði um orkuútrásina. Hrifnæmi Össurar fór í taugarnar á mörgum og rifjuð var upp tímaritsforsíða sem sýndi Össur tala fyrir laxeldisævintýrinu með svipuðum hætti. Allir vita hvernig því drama lauk. Orkuútrásin skiptir vissulega máli, en það eiga að vera einkaaðilar sem halda utan um hana. Í því ljósi fólst afstaða mín í REI-málinu og hún hefur ekki breyst.
Það er kannski kominn tími til að taka umræðu um einkavæðingu Landsvirkjunar og hversu langt eigi að fara í uppstokkun mála í orkugeiranum. Það er alveg greinilegt að lífleg umræða er framundan innan Sjálfstæðisflokksins um þessi mál í kjölfar bæði stofnunar REI og Landsvirkjun Power.
![]() |
Vill einkavæða Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |