Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.7.2009 | 14:13
Hálft ár vinstristjórnar - óleystu verkefnin
Ekki verður séð að vinstristjórnin hafi staðið fyrir miklum þáttaskilum í íslenskum stjórnmálum. Yfirgangur framkvæmdavaldsins í garð löggjafarvaldsins hefur aldrei verið meiri en í þessari ríkisstjórn. Sannfæring þingmanna er völtuð niður miskunnarlaust, eins og sást í ESB-málinu og hefur glitt í hvað varðar Icesave-málið.
Vinstri grænir eru orðnir sérfræðingar í að taka þátt í því að gleypa sannfæringu sína í lykilmálum fyrir völdin á mettíma. Hverjum dettur í hug nú að segja að Steingrímur J. standi við sannfæringu sína og pólitískar hugsjónir, sé staðfastur baráttumaður og standi í lappirnar. Hann hefur staðið sig illa og fallið á prófinu hvað eftir annað.
Fyrsti mánuður vinstristjórnarinnar fór í að moka út úr Seðlabankanum. Endurvinna þurfti trúverðugleika var sagt. Hvar er staðan þar? Jú, sá sem mótaði stefnuna sem Seðlabankinn hefur unnið eftir í fjöldamörg ár var ráðinn seðlabankastjóri. Mikið afrek það. Var ekki sagt að allt myndi lagast ef þar yrði tekið til?
Eftir hálft ár eru vandamálin að mestu leyti óleyst. Mikið af klúðri hefur orðið á vakt þeirra sem ætluðu að breyta öllu og bæta. Verst af öllu er að gamaldagspólitík vinstriaflanna er algjör. Þeir hafa aukið mátt framkvæmdavaldsins og koma fram við Alþingi af skammarlegum yfirgangi.
Algjört hrun í afkomu ríkissjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 17:36
Bretar og Hollendingar kippa í spotta hjá IMF
Fyrir nokkrum vikum hótaði Gordon Brown íslensku þjóðinni því að toga í spotta hjá IMF til að taka okkur í bóndabeygju. Þetta er staðfesting þess að þeir hafa öll tögl og hagldir í IMF. Þar verður hugsað um þessar skuldbindingar fyrst og fremst.
Brown veit að hann getur togað í spotta hjá IMF og innan ESB með því að manípúlera aðildarviðræðum við Ísland, þegar þær hefjast, ef hann verður annars enn við völd. Hótunin er augljós.
Nú eigum við að fara að taka til okkar ráða og sparka frá okkur - það sem við áttum að gera í haust. Þessi aumingjabragur stjórnvalda síðan í haust hefur verið okkur nógu fjári dýrkeyptur.
Afgreiðslu AGS frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009 | 16:02
Flótti skollinn á í heilbrigðisstétt
Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið áberandi í umræðunni að undanförnu og augljóst að hún fór úr mjög krefjandi verkefnum, vel borguðum, fyrir það að halda heim. Hún var einfaldlega langhæfust umsækjenda og mikill styrkur fyrir spítalann að fá hana til starfa. Brotthvarf hennar veikir spítalann eflaust.
Hún hafði svosem átt erfitt í störfum að undanförnu og sérstaklega þegar hún var að réttlæta ráðningu spunameistara Össurar Skarphéðinssonar til spítalans. Ráðning sem leit út sem vinargreiði Ögmundar við Össur. Það var ekki beint bjartasta stund Huldu að verja það rugl.
Hulda í ársleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2009 | 11:41
Er Bjarni Ármannsson að flytjast til Akureyrar?
Ég sá fjölda hinna svokölluðu útrásarvíkinga hér á Akureyri helgina sem pollamótið var haldið. Ef setið var á Bláu könnunni og gengið um miðbæinn mátti rekast á allnokkra og ég rakst á Sigurð Einarsson í Kaupþingi. Þetta var örugglega hann, varla var hann í sumarbústaðnum sínum í Borgarfirði. Varð var við að þessir útrásarvíkingar vöktu athygli fólks. Veit svosem ekki hvort eitthvað var vegið að þeim, en ég heyrði mikið talað um heimsókn þeirra dagana á eftir.
Skil svosem vel að Bjarni vilji flytja út á land og telji það rólega vist. En ég er viss um að ólgan vegna útrásarvíkinganna er litlu minni þar.
27.7.2009 | 11:26
Ómerkileg framkoma
Æ betur sést að við eigum að taka á okkur miklar byrðar gegn því að fá aðgöngumiða inn í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Verst af öllu er að þeir stjórnmálamenn eru til hér á Íslandi sem eru tilbúnir að semja Ísland í vonlausa stöðu til að eygja von á nokkrum skrefum í áttina að gömlum pólitískum draumi, sem hefur verið mjög fjarlægur lengi. Ekki þarf að undra að Samfylkingin gengur þar fremst í flokki.
Framkoman við Ísland í Fortis-banka er lýsandi um hvernig staða Íslands er. Þar er eflaust mörgum um að kenna, en mikill ábyrgðarhluti er að taka eina þjóð af kortinu fyrir afglöp nokkurra.
Sitja á hundruðum milljóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2009 | 22:23
Fóru Ómar og Einar hringinn yfir hámarkshraða?
Annars vona ég að þeim félögum gangi vel á keyrslunni. En það er eðlilegt að menn standi sig og birti réttar tölur vilji þeir láta taka sig trúanlega. Þetta er ögn vandræðalegt.
25.7.2009 | 12:59
Ísland þarf að borga þvert á yfirlýsingar Steingríms
Nú er ljóst að þvert á allar yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar þurfa Íslendingar að borga kostnað Breta í Icesave-málinu. Hvernig stendur á því að fjármálaráðherrann getur ekki sagt bara satt og viðurkennt hvað felst í samkomulaginu? Ég held að þjóðin sé búin að fá alveg nóg af svona útúrsnúningum og tilraunum til blekkinga.
Þessi ákvæði eru niðurlægjandi - íslenska samninganefndin hefur algjörlega beygt sig í duftið í samningsgerðinni. Hún samdi af sér, hugsaði um hagsmuni annarra en Íslendinga. Þetta eru mestu afglöp íslenskrar stjórnmálasögu.
Ekki þýðir fyrir vinstri græna að benda á aðra í þeim efnum. Þeir gerðu þennan samning og skrifuðu undir hann - bera á honum fulla ábyrgð og verða að taka skellinn á sig, enda útilokað að þjóðin sætti sig við svona afglöp.
Niðurlægjandi ákvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 23:05
Obama hopar - byrjendaklúður í Hvíta húsinu
Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, varð heldur betur illa á í messunni þegar hann réðst að lögreglumanni í Massachusetts á blaðamannafundi í vikunni og sakaði hann um heimskulegt athæfi í starfi þegar hann sinnti aðeins sinni vinnu. Til að bæta gráu ofan á svart sagðist Obama ekki þekkja staðreyndir málsins allar nógu vel. Obama ætlaði sér að blása til sóknar til að bjarga heilbrigðisfrumvarpi sínu frá því að stefna í Waterloo-baráttu en blaðamannafundurinn drukknaði alveg í þessum byrjendamistökum hans.
Eftir að hafa átt góða sex mánuði í Hvíta húsinu er nýjabrumið að fara af Obama. Honum hefur tekist illa upp í forystu sinni með heilbrigðisfrumvarpið og virðist vera að tapa fylgi. Könnun Rasmussen í dag mælir Obama með innan við 50% stuðning í fyrsta skipti á forsetaferlinum. Hann mælist neðar en Jimmy Carter, eins kjörtímabils líberal forseti demókrata, gerði sumarið 1977. Nú reynir á forystuhæfileika Obama. George W. Bush er ekki lengur leikari í atburðarásinni og nú þurfa demókratar að fara að leiða mál.
Obama gerði alvarleg mistök á þessum blaðamannafundi með orðavali sínu um lögreglumanninn. Hann missti stjórn á sér og hefur kallað yfir sig reiði lögreglumanna um öll Bandaríkin og hann hefur ekki grætt á þessu í einu sterkasta líberal ríki Bandaríkjanna, Massachusetts, ríki Kennedy-anna. Svona mikil byrjendamistök hlýtur að vekja spurningar um hvort Obama sé að mistakast í forystu sinni og sé að missa gríðarlega trausta stöðu í upphafi kjörtímabilsins úr höndum sér.
Obama hringir í lögreglumann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 08:29
Sættir Steingrímur J. sig við aðför að Íslandi?
Hvað er að gerast í fjármálaráðuneytinu þegar það sættir sig við að Norræni fjárfestingabankinn hætti að lána Íslendingum og setji þeim afarkosti? Skilaboðin þar eru einföld og hótanirnar augljósar - Icesave-samningurinn fari í gegn ella allt sett í salt. Annars er Steingrímur J. löngu hættur að koma fólki að óvörum. Dugleysi hans og þvermóðska er algjör.
Þetta bætist ofan á þann aumingjaskap, sem varð opinber í gær, að láta íslenska ríkið borga lögfræðikostnað breskra stjórnvalda vegna Icesave. Afglöp íslensku samninganefndarinnar í því máli verða æ augljósari og ekki hægt að tala um neinn samning lengur. Allt fellur á Íslendinga.
Þetta er versti samningur sem hefur verið gerður af hálfu Íslendinga. Geti vinstriflokkarnir ekki stöðvað hann samviskusamlega og tekið þetta klúður sitt úr sambandi ber að fella þessa ríkisstjórn með öllum tiltækum ráðum.
Þeim hlýtur að líða illa sem treystu vinstri grænum fyrir atkvæði sínu í vor. Enginn flokkur hefur samið af sér kosningaloforðin og pólitíska samvisku sína fyrir völd og mjúka stóla með meiri hraða og aumingjabrag en þeir.
Hættir að lána Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2009 | 17:00
Raunaleg forgangsröðun hjá vinstristjórninni
Ekki virðist það duga. Þegar er farið að sparka í Íslendinga og hóta þeim af hálfu Hollendinga. Algjörir draumórar eru að telja ESB-málið og Icesave tvö aðskilin mál. Icesave mun hundelta okkur í þessum viðræðum. Við verðum látin standa skil á þeim og þurfum að taka á okkur auknar byrðar til að eygja von á ESB-aðild.
Eitt er að verða áþreifanlega augljóst þessa sumardaga. Hagsmunir Íslands hafa orðið aukaatriði í tilraun Samfylkingarinnar til að komast til Brussel.
Umsóknin á dagskrá á mánudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |