20.10.2008 | 21:19
Frönsk ástamál skekja Alþjóða gjaldeyrissjóðinn
Strauss-Khan hefur reyndar lengi verið umdeildur og áberandi í pólitísku starfi. Hann var lykilmaður á valdaferli Francois Mitterrand og Lionel Jospin en hlaut skell í baráttu við Segolene Royal um útnefningu sósíalista í forsetakosningunum 2007, þegar fyrri valdhöfum sósíalista var hafnað á einu bretti fyrir nýjabrumið þó án þess að Royal kæmist í Elysée-höll. Mörgum að óvörum útnefndi Sarkozy hann í IMF eftir að hafa sigrað Royal - Strauss-Khan fékk embættið með breiðum stuðningi.
Ætli það sé ekki frekar líklegt að Strauss-Khan verði sparkað úr IMF í kjölfar þessara uppljóstrana. Hann getur þá haft það rólegt og slappað af með ástkonunni sinni. Vonandi tekst IMF að hreinsa til innandyra á sömu stund og þeir ætla að taka til fyrir Ísland.
![]() |
Strauss-Kahn biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 20:18
Friðrik áfram í LV - skynsamleg ákvörðun
Eitt hefur mér þó mislíkað mjög í þessum forstjóramálum hjá Landsvirkjun; að listi yfir umsækjendurna 55 hafi ekki verið birtur opinberlega. Mikilvægt er að þessi mál sé uppi á borðinu en ekki í felum einhversstaðar bakvið tjöldin.
Vel má vera að einhverjir peningamenn tengdir útrásinni eða bönkunum hafi sótt um og ekki hafi verið rétt að ráða einn slíkan. Eftir stendur þó að framlenging á ráðningarsamningi Friðriks eru góð tíðindi við þessar aðstæður.
![]() |
Ekki það sem ég stefndi að |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 15:16
Gömlu dagarnir í Bónus áður en græðgin tók völd

Ekki hafa mörg tækifæri gefist til að gera grín að kreppunni sem þjóðin er komin í. En ég hló mjög að myndinni af feðgunum Jóni Ásgeiri og Jóhannesi í Bónus sem sýnir þá í upphafi frægðarferilsins. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvar varð þessum mönnum á - hvar var farið út af sporinu? Þeir hefðu betur haldið fast við þessar lífsreglur sínar í bissness í upphafi frægðardaganna.
Svei mér þá ef þessi mynd súmmerar ekki upp stöðuna sem blasir við þeim feðgum. Hvar væru þeir staddir ef þessar fornu lífsreglur Bónus væru enn í heiðri hafðar hjá þeim persónulega?
20.10.2008 | 00:34
Er ríkisstjórnin að falla?
Ég hef ekki farið leynt með andstöðu mína við aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og ég hef misst töluna á því hvað ég hef skrifað margar greinar um það síðan hún tók við völdum, einkum síðasta hálfa árið. Þar hefði margt betur mátt fara og hvorugur flokkurinn getur bent á hinn sem hinn algjöra sökudólg svosem í því. Þó hefur mér fundist sólóyfirlýsingar þeirra í Samfylkingunni stundum einum of og stundum vantað mikið á trausta verkstjórn.
Ég þekki fjölda sjálfstæðismanna sem munu ekki gráta þetta ríkisstjórnarsamstarf. Hafa verið á móti því alla tíð og gráta ekki hvað svo sem gerist í kjölfarið. Þjóðina vantar nú sterka og samhenta ríkisstjórn sem getur tekið á málum en ekki hálfkák síðustu mánaða. Því myndi ég ekki verða hissa þó að samstarfinu myndi ljúka fyrr en síðar.
![]() |
Engin niðurstaða enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 21:27
Endurkoma Ingibjargar Sólrúnar
Ingibjörg Sólrún felldi svila sinn, Össur Skarphéðinsson, af formannsstóli fyrir rúmum þremur árum en hann virðist hafa haldið sterkum sess sínum innan flokksins á meðan Ágúst Ólafur Ágústsson hefur ekki náð traustum pólitískum sess, þrátt fyrir að ná varaformennskunni á sínum tíma. Össur tók stöðu Ingibjargar Sólrúnar sem forysturáðherra Samfylkingarinnar og var greinilega í forystu ákvarðana.
Ágúst Ólafur hefur orðið fyrir mörgum pólitískum áföllum og í raun verið gengisfelldur af samherjum sínum þrisvar eða fjórum sinnum á innan við fjórum árum. Eini alvöru pólitíski sigur hans frá varaformannskjörinu er í raun aðeins einn; þegar honum tókst að ná fjórða sætinu í Reykjavík í prófkjörinu 2006. Þó hann væri varaformaður þurfti hann að berjast við fjölda flokksmanna um sætið en hafði sigur.
Ég hef fundið fyrir því að pólitísk staða Ágústs Ólafs hefur verið mikið feimnismál í viðræðum við samfylkingarmenn. Þrátt fyrir varaformennskuna var honum ekki treyst fyrir ráðherrastól og þurfti að horfa upp á annan ungan mann innan flokksins ná viðskiptaráðuneytinu. Sem hagfræðingur hefði Ágúst Ólafur orðið mun sterkari valkostur í það ráðuneyti en Björgvin G. Sigurðsson en hafði ekki styrk í ráðherrastól.
Fjarvera Ingibjargar Sólrúnar hefur enn og aftur sýnt hversu veik staða Ágústs Ólafs sem varaformanns er í raun. Og í þessari mikilvægu ræðu er Ingibjörg Sólrún snýr aftur eftir sjúkrahúslegu í New York er ekki minnst einu orði á varaformann flokksins. Staða hans er ekki góð.
Veikindi formanns Samfylkingarinnar hafa verið áfall fyrir Samfylkinguna að mörgu leyti. Þar hefur sést hversu mikilvæg Ingibjörg Sólrún er Samfylkingunni og hversu veik staða varaformannsins er.
Ekki er hægt annað en velta því fyrir sér hvort Ágústi Ólafi verði steypt af stóli varaformanns á næsta landsfundi miðað við atburðarásina frá þingkosningunum 2007.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 17:00
Verður óskað eftir aðstoð IMF síðar í dag?
Ég get ekki betur séð en svo sé komið að íslenska ríkisstjórnin muni síðar í dag óska eftir stuðningi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í erfiðleikum þjóðarinnar. Þetta er neyðarúrræði en er til marks um hversu illa er komið fyrir þjóðinni í lok útrásarinnar, sem lofuð var í bak og fyrri. Þetta er ekki ánægjulegt skref fyrir stolta þjóð sem hefur vanist því lengi að geta bjargað sér sjálf og vera ekki upp á neinn kominn í lífsbaráttu sinni.
Síðast leitaði íslenska þjóðin til sjóðsins í valdatíð ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens árið 1982, en þá var verðbólgan upp úr öllu valdi og tók nokkurn tíma til að ná einhverju jafnvægi aftur. Íslenska þjóðin hefur verið skuldlaus við sjóðinn frá árinu 1987 í valdatíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, og hefur eftir þjóðarsátt átt mikið góðærisskeið sem síðar náði hámarki með útrásinni.
Þessu skeiði er nú lokið með harkalegri brotlendingu. Stóra spurningin nú er hverjir skilmálar IMF verði. Ég vil helst fá að vita hversu mikil völd þeir sækja sér. Hvort að fjármálaeftirlitið, fjármálaráðuneytið og allir helstu sjóðir landsmanna verði í gjörgæslu hjá IMF. Búast má við mjög hörðum skilmálum. IMF er ekki þekkt fyrir neitt annað.
Þessi enduruppbygging sem er framundan verður mikið sársaukaskeið fyrir þjóðina. Byggja þarf að mörgu leyti nýtt Ísland á grunni þess sem áður var. Vonandi lærum við af mistökum og sukki góðærisáranna í því ferli.
![]() |
Ráðherrar funda á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2008 | 14:13
Stutt í að lögreglan fái rafbyssur?
Svo er nú komið að velta þarf þessu fyrir sér í alvöru. Ég tel líklegt að stjórnvöld muni nú hugleiða alvarlega að taka upp þessi vopn og auk þess muni lögreglumenn gera það að kröfu að þeir njóti meiri verndar og geti gripið til vopna sé að þeim ráðist. Þetta er eðlileg krafa í stöðunni.
![]() |
Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 13:29
Ráðist á lögguna - mun lögreglan fá rafbyssur?
Ég yrði ekki hissa ef svo myndi fara að árásir á lögreglumenn að undanförnu verði notað sem helstu rökin, bæði af hálfu þeirra og stjórnvalda, fyrir því að vopnvæða lögregluna enn frekar og það er þegar augljós undiralda í þá átt nú þegar að lögreglan þurfi að fá rafbyssur til að verjast.
Hef ekki verið sérlega hlynntur því að lögreglan noti rafbyssur en það er ljóst að þeir sem ráðast að löggunni veita lögreglunni og þeim sem ráða þar för sterk rök fyrir máli sínu að taka upp þessi vopn. Ég spái því að brátt verði sú krafa mjög hávær.
![]() |
Fólskuleg árás á lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 00:47
Listin að hengja bakara fyrir smið
Þeir sem þarna mættu hljóta um leið að vilja ríkisstjórnina burt. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra bera ekkert minni ábyrgð en Seðlabankinn ef gera á þetta fólk á sökudólgum í þessari stöðu. Eigi bankastjórnin að fara er eðlilegast að ríkisstjórnin öll segi af sér, enda hefur fátt viturlegt komið frá henni síðustu mánuði. Og reyndar er hún mjög veikluleg og virðist ekki sterk í baráttunni við vandann. Og kannski er bara ekkert hægt að gera. Þetta er ekki bara íslenskur vandi sem barist er við.
En mótmælin í dag virðast beind að einum manni. Enn og aftur á að hengja bakara fyrir smið í þessu samfélagi. Eigi einhver að axla ábyrgð er það fjöldi fólks en ekki einn maður. Svo er merkilegt hvað fjárglæframennirnir í útrásinni sleppa billega. Af hverju mótmælir þetta fólk ekki þeim sem gömbluðu með fé almennings í einu allsherjar spilavíti?
![]() |
Mótmæla Davíð Oddssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 23:23
Góður þáttur hjá Spaugstofunni
Spaugstofan hefur jafnan verið best í stuttum þáttum með heilsteyptum brag um eitt lykilmál í kastljósi fjölmiðlanna - þáttur unninn í hraða stórmálanna. Ég hef stundum gagnrýnt Spaugstofuna þegar ég hef verið ósáttur við þá en hrósa þeim núna.
18.10.2008 | 18:24
Leitin að þeim sem felldi íslensku bankana
Mér finnst það algjör brandari að það sé virkilega uppi á borðinu að Bretar sinni vörnum landsins að einhverju leyti. Mér fannst yfirlýsing Össurar Skarphéðinssonar, starfandi utanríkisráðherra, í gær mjög góð og súmmera upp stöðuna. Við viljum ekki sjá Breta hér við að sinna einhverjum vörnum fyrir landið. Þeir geta verið heima hjá sér. Auðvitað er það bara absúrd að þeir komi hingað eftir það sem á undan er gengið og hafi sér eins og þetta hafi bara aldrei gerst. Fráleitt.
En ég mæli með umfjöllun Agnesar. Áhugavert lesefni.
![]() |
Þeir felldu bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 15:14
Forsetahjónin reyna að laga ímynd sína
Vel sést á öllum aðstæðum að þetta er síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Hann er með þessu verklagi að reyna að verja arfleifð sína. Ef hann missir tiltrú þjóðarinnar eftir að hafa veðjað á ranga hesta í útrásinni verður hann ávallt tengdur henni og talinn einn misheppnaðasti boðberi hennar, hvað svo sem annað gott hann hefur mögulega gert. Fjölmiðlamenn hafa tekið viðtöl við forsetann og allir spyrja um útrásina, enda var forsetinn svo framarlega við að tala fyrir henni.
Ekki er bæði sleppt og haldið - ekki er bæði hægt að upphefja eitthvað og tala það svo niður. Þetts sést á forsetanum sem gleymdi rótum sínum og karakter í útrásinni og blindaðist af tímabundinni velgengni, varð einn af þotuliðinu. Væntanlega ræðst það á næstunni hvort forsetans verði frekar minnst sem sameiningartákns útrásarinnar og auðmannanna eða almennings í þessu landi.
![]() |
Dorrit bjartsýn á framtíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 12:39
Þurrausnir sjóðir framtíðarinnar
Þetta er lúalegt og ómerkilegt. Mér finnst eitt að logið var að þjóðinni í marga mánuði að allt væri í góðu lagi, en að bankastofnanir ljúgi blákalt að eldra fólki og traustum viðskiptavinum áratugum saman er ómerkilegt og skapar ekki traust á þeirri stofnun hversu gömul sem hún annars er. Svo koma bankastjórnar Landsbankans fram núna og ætla að reyna að kaupa tiltrú þjóðarinnar með fagurgalakjaftæði og tala fólk til.
Svei þessu fólki öllu saman.
![]() |
„Það er búið að þurrausa sjóðinn“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 00:54
Auðmýkjandi ósigur í New York
Mjög freistandi er að grípa í það hálmstrá að kenna erfiðleikum Íslands einum um þetta tap. Ég tel hinsvegar að það eitt hafi ekki ráðið úrslitum. Þetta var allt frá upphafi risavaxið verkefni og jafnvel einum of stórt fyrir litla þjóð í norðri, einkum í baráttu við Austurríki og Tyrkland, sem fyrirfram höfðu alla tíð mun sterkari stöðu og voru nær örugg um að ná á leiðarenda. Því er það lélegt hjá utanríkisráðherranum og fleirum að kenna tímabundinni stöðu einni um þetta afhroð.
Auðvitað hefði verið skemmtilegra að tapa undir öðrum formerkjum; Ísland hefði fengið yfir 100 atkvæði og getað farið frá þessu keik. En það varð ekki. Fannst samt leiðinleg lumman í kvöld um að við hefðum nú lært svo mikið á þessu og við ættum svo marga bandamenn. Erfitt að segja það eftir svo auðmýkjandi tap. Þetta var burst og það sem verst er að svo margir höfðu varað við því að svona myndi fara.
![]() |
Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2008 | 16:50
Ísland átti aldrei séns á að komast í öryggisráðið
Ég er ekki hissa á því að Ísland náði ekki í öryggisráðið. Ég spáði því í pistli fyrir nokkrum dögum að við ættum engan séns og hefðum aldrei haft hann í baráttu við Tyrki og Austurríkismenn. Hef reyndar spáð því alla tíð. Eina glufan fyrir okkur hefði verið ef þjóðir heimsins hefðu ekki viljað kjósa Austurríki vegna sterkrar stöðu hægri öfgamanna í þingkosningum nýlega og vegna þess að Austurríkismaðurinn Kurt Waldheim hafði verið framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og aðrar þjóðir ættu skilið tækifæri.
Ég leit alltaf á þetta framboð sem bruðl og óráðsíu. Ekki var farið í framboðið með afgerandi markmið eða traustar lykiláherslur. Fannst þetta alltaf vera pólitískt gæluverkefni í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar. Sjálfstæðismenn leyfðu þessu að gerast án þess að leggja málinu í raun aldrei lið með traustum hætti. Meiri áhersla var lögð á framboðið í utanríkisráðherratíð Valgerðar Sverrisdóttur og Ingibjargar Sólrún en Davíðs og Geirs.
Fyrst skrifaði ég greinar gegn þessu framboði árið 2002. Þegar ég var í stjórn SUS lögðum við mikla áherslu á andstöðuna við framboðið á sambands- og málefnaþingum okkar og í starfinu í utanríkis- og alþjóðanefnd SUS. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, var traustasti baráttumaðurinn gegn framboðinu og var ekki að spara stóru orðin þegar framboðið var naglfest endanlega árið 2005. Hann spáði því alla tíð að við ættum engan séns.
Kannski er oft gott að vera vitur eftir á. Ég held að þetta framboð hafi alltaf verið mikil mistök. Við eyddum dýrmætum tíma í að spá í tengsl við fjarlægar þjóðir á meðan þjóðin okkar átti í erfiðleikum. Vonandi fer hinn dýrmæti tími framundan meira í að hugsa um landsmenn en íbúa fjarlægra þjóða. Við eigum alveg nóg með okkur hér.
![]() |
Ísland náði ekki kjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2008 | 01:13
Gortað sig af ríkidæminu á erlendri grund
Og svo er Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, að kaupa sér glæsivillu fjarri Íslandsströndum og Hannes Smárason sómir sér vel í Lundunum, sennilega einn fárra Íslendinga sem getur lifað virkilega hátt þar þessa dagana.
Ekki nema von að almenningur í þessu landi sé búinn að fá nóg af þessu þotuliði sem brotlenti og kom Íslendingum öllum á kaldan klakann í orðsins fyllstu.
Kastljósið gerði vel upp við hina dýrkeyptu útrás í flottri samantekt í kvöld. Hún var sannarlega byggð á sandi.
![]() |
Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.10.2008 | 21:24
Víðtæk dópframleiðsla í skjóli reynslulausnar
Mér finnst eðlilegt að því sé velt fyrir sér hvernig það geti gerst að tveir menn standi í víðtækri framleiðslu á eiturlyfjum á meðan þeir eru í reynslulausn og fjarri því búnir að afplána sína dóma. Þetta er auðvitað hreinn skandall og hlýtur að opna umræðu um slík mál. Fyrir mestu er að tókst að koma upp um þessa starfsemi en aðrar stórar spurningar vakna í kjölfarið.
Höfuðpaurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, er einn af höfuðpaurunum í líkfundarmálinu; þeim sem fóru austur á land fyrir tæpum fimm árum með lík Vaidas Jucivicius sem varpað var svo í höfnina á Norðfirði. Vaidas hafði verið burðardýr en gat ekki komið dópinu frá sér og lést í kjölfarið. Jónas Ingi hélt því fram þá að hann hefði ekki vitað á austurleiðinni að lík væri í bílnum.
Seint verður sagt að þarna hafi átt að framleiða dóp í litlu mæli og erfitt verður fyrir málsaðila að komast auðveldlega frá þessu, þó á reynslulausn hafi verið.
![]() |
Höfuðpaurar á reynslulausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 18:11
Dópuppgjör hjá lögreglunni
![]() |
Á sér ekki hliðstæðu hérlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 10:57
Er svona illa komið fyrir Íslendingum núna?
Leitt er að heyra hvernig komið sé fram við Íslendinga í Danmörku, ef marka má ýmsar sögur sem heyrst hafa að undanförnu. Ég hef heyrt ansi margar sögur í þessa átt, að íslensku fólki hafi verið sýnd hrein lítilsvirðing þegar í ljós hafi komið hvaðan það kom. Þetta er mikið þjóðaráfall vissulega, enda hafa Íslendingar getað borið höfuðið hátt á alþjóðavettvangi og haft mikil tækifæri. Í einu vetfangi virðist það hafa breyst.
Þeir sem ég hef talað við og eru erlendis, einkum í Bretlandi, segjast hafa misst sjálfsvirðinguna yfir að vera Íslendingar. Ég skil það mjög vel ef þetta er framkoman sem landar okkar verða fyrir á erlendri grundu. Ég hef eiginlega ekki viljað trúa því að Danir, frændur okkur, komi svona fram við okkur, en kannski þarf maður að fara að endurskoða það mat.
![]() |
Rekin úr búð í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 00:07
Fín úttekt á íslenskum sjónarmiðum hjá BBC
Reyndar finnst mér sífellt fleiri hafa áttað sig á því hvað þetta var ódýrt en lúalegt bragð hjá Gordon Brown. Mikið væri nú gaman að vita hvort ráðherrarnir þrír hjá Samfylkingunni sem eru víst í Verkamannaflokknum; Össur, Björgvin og Ingibjörg Sólrún, séu enn í flokknum eftir atburði síðustu dagana. Nógu oft hafa Össur og Björgvin gortað sig af tengslunum þar inn. Ekki hafa þau vigtað þungt þegar Brown og Darling eru annars vegar.
Fannst gaman að sjá að vitnað er beint í bloggið mitt í skrifum Ingibjargar og þar tekin fyrir skrif mín um samskipti Íslands og Bretlands. Gott að vita til þess að orðin manns eigi leið í bresku pressuna.
![]() |
Íslensk sjónarmið skýrð á BBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |