13.11.2008 | 00:02
Jón Ásgeir er gjörsamlega búinn að spila sig út
Ég verð að segja eins og er að ég er búinn að fá gjörsamlega nóg af hrokanum og yfirganginum í þessum manni. Þessi yfirlýsing mun ekki afla honum stuðnings. Gott ef hún gerir ekki endanlega út af við sterka stöðu hans í gegnum fjölmiðlana og þá ímynd sem byggð var upp af ímyndarsérfræðingum í átökunum í Baugsmálinu. Held að margir fari nú að hugsa sitt ráð, og ekki er það seinna vænna.
Ég spyr þó bara; hvað er það sem má ekki komast upp varðandi stöðu mála hjá Jóni Ásgeiri? Eitthvað er það meira en lítið fyrst maðurinn lætur svona. Hvað hefur hann að fela?
![]() |
Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.11.2008 | 14:48
Árdegi á hausinn - níu ára strákur í sárum
![]() |
Árdegi óskar eftir gjaldþrotaskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 12:06
Ólafur Ragnar þarf að útskýra ræðu sína
Reyndar má velta því fyrir sér hvort forsetinn hafi ekki fyrir löngu farið af braut hlutleysis og tekið sér stöðu sem örlagavaldur í ræðu og riti. Mér finnst það vekja mikla athygli að forsetinn veiti ekki viðtal og fari ekki sjálfur yfir hvað hann sagði í ræðunni og leggi út frá því. Mér finnst lýsingar af ræðunni ekki beint þess eðlis að það styrki forsetaembættið sem valdalaust embætti og það fær á sig annan blæ.
Ég sé reyndar að erlenda pressan er búin að átta sig á tengslum Ólafs Ragnars við auðmennina og staða hans sé erfið í ljósi þess. Kannski má búast við að hún muni ganga lengra og fara að ráðast að íslenska forsetanum með þeim hætti sem pressan hér heima hefur ekki þorað fram að þessu.
![]() |
Fréttir af ummælum forseta ónákvæmar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 01:05
Hundaval Obama skyggir á pólitísku umræðuna

Mér finnst það frekar fyndið að meira er talað um það í fjölmiðlum í Bandaríkjunum hvernig hund Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, tekur með sér í Hvíta húsið en hverjir verði ráðherrar í ríkisstjórn hans. Kannski segir þetta sitt um fréttamatið eftir traustan sigur Obama í forsetakosningunum og táknrænt loforð hans til dætranna að kvöldi kjördags þar sem hann sagðist hafa lofað stelpunum sínum að fá hund með sér í Hvíta húsið.
Þetta bræddi hjörtu margra Bandaríkjamanna og hefur átt sinn sess í pressunni. Reyndar er mjög algengt að forsetar í Bandaríkjunum taki með sér hund í Hvíta húsið. Mér telst til að flestir forseta Bandaríkjanna síðustu áratugina hafi haft hund í húsinu og sumir haft fleiri gæludýr. Á þessum vef er áhugaverð samantekt um þetta.
En kannski fer að líða að því að pólitískar skipanir Obama verði meira í kastljósinu en valið á hundunum.
![]() |
Forsetahundsins leitað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 00:15
Mildar afsögn Bjarna átakalínurnar í Framsókn?
Þessi afsögn hlýtur að varpa þungu fargi af Bjarna, eins og greinilega má sjá af myndklippunni með þessari frétt. Ef hann hefði setið lengur eftir svo alvarlegan verknað, þar sem hann vegur mjög harkalega að varaformanni sínum, samherja innan eigin flokks, er hætt við að Framsóknarflokkurinn hefði skaðast meira en orðið er og hann hefði átt mjög erfitt með að sitja áfram þingflokksfundi í svo litlum þingflokki og eiga samskipti eftir að hafa orðið svo mjög á. Hann tekur rétta ákvörðun með tilliti til flokkshagsmuna.
Þetta mál er fyrst og fremst áfall fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er mjög illa þjakaður af innanmeinum, og virðist enn eiga við fortíðardrauga að glíma auk þess sem Evrópumálin eru að fara mjög illa með samstöðuna innan hans og fjarri því útséð með frekari átök. Mér finnst það eiginlega sorglegt þegar samherjar í flokki eru tilbúnir að veita hvor öðru svo þung högg og allt í skjóli nafnleyndar. Þetta er hrein lágkúra og hefði verið þungur skuggi yfir Bjarna að óbreyttu.
Ákvörðun hans tryggir honum framhaldslíf í pólitík, hvar svo sem hann vill taka þátt. Hann tekur sína ábyrgð og hreinsar þetta mál út. Þingmennska hans hefði verið stórlega sködduð ef hann hefði haldið áfram og hann hefði átt mjög erfitt með að verða trúverðugur í verkum sínum. Hitt er svo annað mál hvort þetta alvarlega mál fyrir Framsóknarflokkinn mildi átakalínur innan hans. Þar hlýtur forystan að hugleiða hvort hann sé að ganga frá sjálfum sér án utanaðkomandi aðstoðar.
Framsóknarflokkurinn hefur allt frá því Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra átt mjög erfitt með að komast yfir eigin innanmein. Forystumenn hans hafa verið sjálfum sér verstir og veitt flokknum sár sem bundu enda á ríkisstjórnarþátttöku hans og hafa komið í veg fyrir að hann nái sér af sárum sínum og komist út úr eyðimerkurgöngunni. Þar virðist pólitíska baráttan vera orðin að lífsbaráttu við erfiðar aðstæður. Þetta mál veikir flokk í miklum vanda - þar hljóta menn að hugsa sitt ráð.
![]() |
Fékk aðeins í magann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 17:54
Skattrannsóknarstjóri gerir húsleit í Stoðum
Mér fannst umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi upplýsandi og áhugavert. Þar var spilaður stór hluti úr viðtali Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Sigmars Guðmundssonar við Hannes Smárason haustið 2005 eftir að Ragnhildur Geirsdóttir hætti sem forstjóri FL Group með svimandi háan starfslokasamning upp á vasann og stjórnarmenn fyrirtækisins gengu á dyr. Mikilvægt er núna að farið verði yfir þessa sögu og allt upplýst í þeim efnum.
Eins og vel hefur sést af myndböndum um sögu FL Group er þar greinilega pottur brotinn og gott að skattrannsóknarstjóri fari inn í fyrirtækið og fari yfir málið frá upphafi til enda.
![]() |
Húsleit hjá Stoðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 16:35
Afsögn Bjarna er áfall fyrir Guðna Ágústsson
Félagar mínir innan Framsóknarflokksins telja tímaspursmál hvenær Guðni verði formlega undir í Evrópumálunum í helstu flokksstofnunum og telja öruggt að Valgerður Sverrisdóttir muni gefa kost á sér til formennsku, gegn Guðna, þegar á næsta flokksþingi sem áætlað er snemma á næsta ári. Það verður fyrsta flokksþingið með formannskjöri síðan Jón Sigurðsson var kjörinn eftirmaður Halldórs Ásgrímssonar í ágúst 2006 og Guðni hlaut endurkjör sem síðar færði honum formennskuna þegar Jón komst ekki inn á þing.
Þar verður tekinn slagurinn um forystuna og ekki síður um Evrópumálin, sem eru að verða örlagaríkt mál fyrir Framsóknarflokkinn. Stjórnarandstöðuvist hefur ekki styrkt stöðu Framsóknarflokksins eða formannsins Guðna. Honum virðist ómögulegt að komast yfir 10% þröskuldinn, sem hann fór undir í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar. Halldórsarmurinn missti völdin í flokknum þegar Jón var tilneyddur til að fara af sviðinu eftir að mistakast að ná kjöri á þing og halda ráðherrastólnum.
Þessi armur notar hvert tækifæri sem gefst til að ráðast að Guðna og niðurlægja hann. Þessi stefna hefur sést vel á kjördæmisfundum framsóknarmanna þar sem fjögur kjördæmisfélög hafa tekið afgerandi Evrópukúrs og haft að engu tilmæli formannsins um að fara varlega. Uppgjör er augljóslega framundan. Afsögn eins traustasta stuðningsmanns formannsins vekur því athygli og vangaveltur um pólitíska stöðu hans.
![]() |
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 13:44
Bjarni Harðarson segir af sér þingmennsku
Ég hef ekki alltaf verið sammála Bjarna í stjórnmálabaráttu en ég verð að viðurkenna að afsögn hans hefur gert það að verkum að ég virði hann meir á eftir. En þetta eru ótrúleg endalok. Á rétt rúmlega tólf klukkutímum lauk þingmannsferli Bjarna með sögulegum hætti í íslenskri stjórnmálasögu og netið lék þar aðalhlutverk.
![]() |
Bjarni segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 00:28
Pólitískt dómgreindarleysi Bjarna Harðarsonar
Ég er reyndar sammála einum sem kommentaði hjá mér að þetta er ekki skemmtilegt mál. Þetta er sorglegt fyrir viðkomandi þingmann og Framsóknarflokkinn í heild sinni. Þarna eru hjaðningavíg á báða bóga. Þó finnst mér þetta mikill dómgreindarbrestur fyrir Bjarna. Hann ætlaði að biðja aðstoðarmann sinn, sem nb er á þriðjungslaunum hjá landsmönnum, að senda út níðbréf um Valgerði Sverrisdóttur og vekja á því athygli, allt undir nafnleynd. Hann fær það illilega í andlitið á sér.
Ég verð samt að viðurkenna að púkinn í mér hló. Þetta er eitthvað undarlegasta sjálfsmark sem ég man eftir í pólitíkinni lengi. Þetta gengisfellir Bjarna mjög og opnar upp á gátt átökin í Framsókn, átök sem hafa lengi verið krasserandi undir yfirborðinu en höfðu aðeins lognast niður eftir að Halldór Ásgrímsson fór til Köben. Þar er allt við það sama og hjaðningarvígin á báða bóga - væntanlega aðeins tímaspursmál hvenær Valgerður hjólar í Guðna og þá pólitík sem Bjarni hefur barist fyrir með honum.
Þetta er pólitískt aðhlátursefni og eðlilegt að allir sem skrifa um pólitík og fylgjast með stökkvi á það og fjalli um. Þetta er augljóst merki um að Framsóknarflokkurinn heyrir í raun sögunni til sem sterkur flokkur. Þar berjast um tvær fylkingar í dauðvona flokki baráttu sem kannski skiptir máli að einhverju leyti en færir elsta flokk landsins aðeins neðar í fenið. Þessi póstsending er þó bara pólitískt dómgreindarleysi.
![]() |
Áframsendi gagnrýni á Valgerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2008 | 22:24
Seinheppni Bjarna - vandræðalegt sjálfsmark
Er þetta ekki eitt traustasta en vandræðalegasta pólitíska sjálfsmark seinni tíma? Ég held að Bjarna verði lengi minnst fyrir þennan fjöldapóst sinn. Það er einfaldlega ekki hægt að sökkva neðar en í þetta fen sem Bjarni kom sér í.
Hvað er eiginlega að verða um Framsóknarflokkinn? Tekst þeim virkilega að drepa flokkinn fyrir aldarafmælið 2016? Afrek það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008 | 21:17
Bush og Obama hittast - breytingar í sjónmáli

George W. Bush og Barack Obama hittast nú í fyrsta skipti í Hvíta húsinu, 70 dögum fyrir forsetaskiptin. Ég er viss um að allir fjölmiðlamenn vildu vera fluga á vegg á meðan þeir tala saman, væntanlega um lykilmálin Írak og efnahagsmálin, sem hafa sligað Bush að undanförnu, við lok seinna kjörtímabils hans. Þetta verða lykilmál fyrstu hundrað valdadaga Obama í Hvíta húsinu. Fylgst verður með hvaða afstöðu hann tekur í málum sem Bush hefur markað sem mjög mikilvæg og sett í forgang. Sum verða væntanlega slegin niður á meðan önnur verða unnin með öðrum hætti en ella hefði verið.
Forsetaembættið í Bandaríkjunum er mjög valdamikið. Forseti Bandaríkjanna getur unnið mál áfram án þess að þingið komi þar að og komið með fyrirskipanir og ákvarðanir sem taka gildi þegar í stað. Við getum verið viss um að Obama muni sem forseti taka eitthvað af slíkum ákvörðunum. Hann þarf þó varla að gera mikið af því á næstu mánuðum enda er þingið á valdi demókrata og engar breytingar framundan þar eftir áramótin nema þá að það styrkist enn frekar á valdi demókrata. Því má búast við miklu samstarfi á milli forsetans og þingsins, mun meira en síðustu tvö árin í miklum valdaátökum.
George W. Bush fer úr Hvíta húsinu sem óvinsælasti forseti bandarískrar stjórnmálasögu. Vald hans hefur gufað upp jafnt og þétt á seinna kjörtímabilinu og eftir að demókratar náðu þingdeildunum hafa áhrif hans sem forseta sífellt orðið minni. Kosningabaráttan um forsetaembættið hófst mjög snemma í ljósi þess og var sú dýrasta og lengsta sem sögur fara um. Bush var hinsvegar á fyrra kjörtímabili sínu og vel fram á hið seinna mjög valdamikill og hafði þingið mjög að baki sér.
Obama fær nú samskonar vald og getur tekið mjög afdrifaríkar ákvarðanir, rétt eins og Bush áður. Sumir segja að einsflokksvaldið sem Bush hafði hafi veikt stöðu hans mjög og hann villst af leið og misst fókusinn. Jafnan hefur verið sagt að það sé bölvun fyrir forseta að hafa þingið algjörlega með sér og forsetinn hafi algjört foringjaræði. Clinton vann slíkan sigur árið 1992 en missti þingið úr höndum sér í fyrstu þingkosningum sínum árið 1994. Honum var refsað mjög harkalega.
Obama þarf enn að bíða í sjötíu daga eftir því að taka við forsetaembættinu. Í fáum löndum þurfa kjörnir embættismenn að bíða lengur eftir að fá að setja mark sitt á embættið sem þeir hafa verið kjörnir í. En tíminn verður notaður vel. Skipa þarf jú ráðherra og embættismenn sem þurfa að koma fyrir þingið í samþykktarferli. Á meðan það stendur hefur Obama sinn tíma til að marka ríkisstjórn sinni stöðu og stefnu til að vinna eftir frá fyrsta degi.
![]() |
Obama í heimsókn hjá Bush |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2008 | 16:35
Sterk staða Geirs miðað við aðstæður
Þrátt fyrir allt sé Geir traustsins verður í erfiðri stöðu. Ég held að Geir njóti þess mikið að vera rólegur og yfirvegaður auk þess sem hann er hagfræðingur, hefur yfirsýn sem slíkur. Slíkt skiptir máli í erfiðri stöðu og gefur væntingar um að þjóðin horfi til hans sem þess leiðtoga sem geti leyst málin og komið hlutunum á hreyfingu. Hinsvegar er fjarri því alltaf svo að þeir sem taka erfiðar ákvarðanir njóti þjóðarhylli og enginn getur búist við slíku á þessari stundu.
![]() |
Ríflega helmingur ánægður með Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2008 | 15:46
Gamli kjarninn í forystu - tryggir Obama breytingar?

Ég er ekki hissa á því að Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætli að breyta ýmsum lykilákvörðunum þegar við embættistöku sína. Hann verður, til að koma til móts við þá sem kusu hann til að tryggja breytingar, að koma með sýnilegar áherslur um nýja ríkisstjórn strax á fyrstu dögum forsetaferilsins. Ég held samt að ekki verði aðeins verði horft til þess að hann ógildi eða slái niður ákvarðanir og hugmyndir sem George W. Bush hefur unnið að í Hvíta húsinu á síðustu mánuðum heldur og mun frekar því sem framtíðin ber í skauti sér. Hann þarf að ganga miklu lengra.
Mér fannst það mjög athyglisvert að sjá hvernig tónað var niður talið um breytingarnar á blaðamannafundinum í Chicago á föstudag og í yfirlýsingum innan úr innsta hring hjá Obama. Mikið var talað um að allt taki sinn tíma. Þetta minnir illilega á það þegar Bill Clinton kom sér til verka eftir kosningasigurinn 1992. Í upphafi valdaferilsins voru nokkrar lykilákvarðanir slegnar niður en svo róaðist mjög yfir mannskapnum. Talið um breytingarnar gleymdist í öllum fagnaðarlátunum. Væntingar eru alltaf of miklar en nú skipta þær virkilega máli.
Tók eftir því að Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, kom í fjölmiðla í gær og varaði við of miklum væntingum til Obama. Hann þyrfti sinn tíma til að láta verkin tala. Mér fannst þetta koma úr hörðustu átt. Ef einhver stjórnmálamaður var talsmaður breytinga og ætlaði að láta verkin tala en varð lítið sem ekkert úr verki er það Tony Blair. Sagan hefur heldur ekki farið mildilegum tökum um hann og valdaferilinn, sem þótti í meira lagi misheppnaður. Vinstrimennirnir sem lofsungu hann í kosningabaráttunni 1997 urðu illa sviknir.
Mér finnst stóru tíðindin frá Chicago þó vera þau að Obama stólar mjög mikið á hópinn sem var í kringum Bill Clinton á forsetaferli hans og innsta kjarna gömlu valdatíðar demókrata á tíunda áratugnum. Sá hópur leiðir valdaskiptin og fær að öllum líkindum feitustu bitana, helstu ráðherrastólana.
Ég er algjörlega sammála Dick Morris um að þetta séu stóru tíðindin. Fulltrúar Clinton-tímans fá sinn sess, rétt eins og hefði Hillary Rodham Clinton verið kjörin forseti Bandaríkjanna. Lítið breytist.
![]() |
Obama hyggst snúa ákvörðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 00:27
Aumir útúrsnúningar hjá Hannesi
Vissulega er ömurlegt að fylgjast með því hvernig farið var með FL Group í stjórnartíð Hannesar en enn verra er að bjóða fólki upp á svona útúrsnúninga. En kannski er það skiljanlegt að halda eigi þessu showi áfram og halda að fólk taki þessar útskýringar trúanlegar. Mér fannst áhugavert að rifja upp Kastljósviðtalið við Hannes Smárason haustið 2005 í Sjónvarpinu í kvöld þar sem hann var spurður beint út í þessar ávirðingar. Þá neitaði hann. RÚV ætti að setja þetta viðtal í heild sinni á netið eða sýna valda kafli í Kastljósi.
Ég fæ ekki betur séð en það sé verðugt verkefni að fara yfir sögu þessa fyrirtækis og hvernig þar var unnið. Fjölmiðlar munu vonandi standa undir nafni í þeirri yfirferð.
![]() |
Hannes vísar ásökunum á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2008 | 00:35
Skuggalegir stjórnunarhættir í FL Group
Loksins hefur Morgunblaðið afhjúpað hvað gerðist í FL Group á árinu 2005 sem leiddi til þess að Ragnhildur Geirsdóttir hætti sem forstjóri fyrirtækisins og þrír stjórnarmenn, þ.á.m. Inga Jóna Þórðardóttir, gengu á dyr. Þetta er mjög dökk saga, skuggalegir stjórnunarhættir Hannesar Smárasonar í FL Group koma nú loks á borðið og löngu kominn tími til. Nú er mikilvægt að gera upp þessa dökku sögu Hannesar Smárasonar í fyrirtækinu og tala hreint út í þeim efnum.
Ég hef heyrt í áranna rás margar kjaftasögur um framferði Hannesar og hvernig staðan var í FL Group. Flest af þessu virðist hafa verið satt, þó margt hafi hreinlega verið of ótrúlegt til að geta verið satt. Myndböndin sem gerð voru um FL Group, og sumir vildu úthrópa sem áróður, eru napur sannleikur um skelfilegt verklag sem full þörf er á að rannsaka og gera upp með sómasamlegum hætti.
![]() |
Lét flytja út af reikningum FL án heimildar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.11.2008 | 19:37
Orðspor Íslands stórlega skaddað á alþjóðavísu
Súrrealískt er að hlusta á fjölmiðlaumfjöllun um bankahrunið á Íslandi og niðursveifluna, sem enn er ekki orðin alvöru, enda botninn ekki orðinn algjör. Við eigum eftir að taka mikinn skell á öllum sviðum og færast mjög langt aftur í tímann í lífsgæðum. Lífsstandardinn á eftir að taka mikinn kipp þegar sverfur virkilega að. Ég óttast að við eigum enn eftir að taka þungan skell áður en alvöru botni verður náð.
Verst af öllu er að Ísland er orðið að skólabókardæmi á alþjóðavísu um þjóð sem fór fram úr sjálfri sér, týndi grunnlífsgildum sínum og gleymdi verðmætamatinu. Ég held að það verði sársaukafullt að upplifa það fall en kannski verður það einhver lexía.
![]() |
Ekkert land hrunið hraðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 17:50
Er eggjakastið og grimmdin rétt mótmælaaðferð?
Kannski er þetta ofbeldi, grimmdin, hluti af því að mótmæla. En ég held að friðsamleg mótmæli þar sem skoðanir koma fram óhikað og einbeittur baráttuvilji sé besta leiðin til að vekja athygli á málstaðnum. Á þeim boðskap er hægt að komast mjög langt og stundum þarf ekki að grípa til hreins ofbeldis til að málstaðurinn hafi sigur. En það er erfitt fyrir suma að beina baráttueldinum að þeim sem barist er gegn nema ofbeldi eða skemmdarfýsn komi þar við sögu. En það er ekki góð aðferð og stundum getur hún snúist upp í andstæðu sína.
![]() |
Eggjum kastað í Alþingishúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 14:46
Silkihanskameðferð á Sigurði Einarssyni á Stöð 2
Mér er slétt sama hvort Davíð Oddsson hefur sagt eitthvað við þá Kaupþingsmenn eða hvort þeir þoli hann ekki. Ekkert af því skiptir máli. Nú þarf hinsvegar að spyrja alvöru spurninga þegar útrásarvíkingarnir eru annars vegar. Verklag þeirra og upphafin forysta hefur verið algjörlega innihaldslaus og útrásin dæmd sem hrein svikamylla. Mörg mál eru mikilvægari en þetta og það sýnir innhaldsleysi viðtalsins að þetta sé aðalfréttin.
![]() |
Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2008 | 13:43
Obama styður Ísrael af krafti í baráttu gegn Íran
Vel hefur komið í ljós á síðustu dögum að Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, verður ötull málsvari Ísraels á forsetastóli. Þetta kemur fram í vali hans á Rahm Emanuel (sem gárungarnir nefna Rahm-bo) sem starfsmannastjóra Hvíta hússins og ennfremur af orðum Obama á fyrsta blaðamannafundi hans sem viðtakandi forseti um Íran. Ég get ekki heyrt mikinn mun á orðavali Obama og George W. Bush um Íran. Ríkisstjórn Obama verður á vaktinni vegna Írans og mun ekki hika við að beita valdi muni Íransstjórn halda áfram kjarnorkuframleiðslu sinni.
Í kosningabaráttunni varð vart við þann mikla misskilning að Obama myndi ekki taka upp sömu stefnu og Bush forseti í málefnum Írans og Ísraels. Það reynist markleysa, bæði þarf hann að tala eins og Bush forseti í þessum þýðingarmiklu málum til að ná til lykilhópa sem komu honum í forsetaembættið og auk þess vill hann ekki marka sig sem forseta sem veitir afslátt í utanríkis- og varnarmálum. Með þessu sýnir Obama að hann hefur í raun sömu stefnu í málefnum Ísraels og Írans og þeir sem hann barðist gegn í kosningabaráttunni innan flokks og utan.
Mér finnst samt valið á Emanuel ramma inn tryggð og stuðning Obama við Ísrael. Enginn einn maður gæti orðið meira andlit Ísraels og örlagavaldur í stjórnkerfinu en Rahm Emanuel. Með því að fela honum algjör völd í innra kerfi Hvíta hússins felast sterk skilaboð um utanríkisstefnu Obama-stjórnarinnar þó enn sé ekki vitað hver utanríkisráðherrann verður.
Reyndar er ég nokkuð handviss um að John Kerry verður utanríkisráðherra, enda sögusagnir um að hann sé að væla í Obama um að fá embættið, en hann hefur veikst mjög í sessi pólitískt eftir tapið í forsetakosningunum 2004. Svo er greinilega öruggt að Bob Gates, varnarmálaráðherra Bush-stjórnarinnar, mun halda áfram.
![]() |
Forystuhæfileikar Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 21:57
Þjóðarsamstaða í baráttunni gegn Bretum
Íslendingar eru þannig að þeir láta ekki bjóða sér svona aftöku á orðspori sínu án þess að grípa til varna. Þetta er þjóðareðlið okkar. Við getum verið stolt af því. Enda eiga Bretar ekkert inni hjá okkur. Við fórum ekki í nokkur þorskastríð gegn þeim án þess að læra að þeir geta ekki ráðist að okkur án þess að við spörkum frá okkur á móti. Þetta er stóra lexían fyrir okkur. Við erum vissulega lítil þjóð en við látum ekki traðka á okkur.
Þetta eru því vel heppnuð mótmæli sem sýna þjóðarsamstöðuna og karakterstyrkleika okkar. Við getum verið stolt af þessu, enda hafa þessi mótmæli og samstaðan vakið athygli víða.
![]() |
Tæpur fjórðungur þjóðarinnar hefur undirritað ávarp til Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |