17.3.2009 | 00:22
Prófkjörshugleiðingar
Á kjördegi var ég að vinna í Oddeyrarskóla, enda í kjörstjórn. Við áttum góðan dag saman, enda öflugt fólk að vinna þar saman og spjallið var skemmtilegt í kjördeildum eða kaffipásunum. Vil þakka Önnu Þóru, Bjössa, Mæju, Jóni Oddgeiri, Sigrúnu Björk, Bjarna, Gullu, Oktavíu, Gunni, Þóru, Jóni Viðari, Kolbrúnu, Sölva, Þórði, Benjamín, Önnu Jenný og öllum öðrum fyrir skemmtilega samvinnu í þessu ferli.
Sérstakar þakkir fær Helga Ingólfs fyrir frábærar veitingar og halda vel utan um kaffideildina á kjörstað. Þetta er frábært teymi. :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 22:32
Djöfull í mannsmynd
Eftir því sem Josef Fritzl talar meira um ástæður meðferðar sinnar á eigin dóttur verður það óhugnanlegra og sorglegra - hann er einfaldlega djöfull í mannsmynd. Mjög undarlegur er að hann reyni að milda álit fólks á sér með því að vitna í að hann hafi nú verið fórnarlamb sjálfur, sé annað hvort geðveikur eða bugaður af eigin lífsreynslu forðum daga. Þetta er útspil til að reyna að milda dóminn. Dæmt til að mistakast.
Öll verk þessa manns síðasta hálfan þriðja áratuginn sýna og sanna að maðurinn var viti sínu fjær, hreinlega djöfull í mannsmynd. Óhugur almennings er skiljanlegur og eðlilega er talað um dauðadóm. Æ fleiri styðja að taka upp dauðadóm í Austurríki svo taka megi Fritzl af lífi. Dómharkan er eðlilegt, enda velta allir fyrir sér hvernig nokkur maður geti komið fram við afkomendur sína með svo djöfullegum hætti.
Lýsingarnar á því hvernig hann gat spunnið verk sín áfram allan þennan tíma eru í senn sorglegar og ógnvekjandi. Sá maður sem getur beitt fólk af eigin holdi og blóði svo ógeðslegri meðferð er auðvitað fjarri því að vera heill á geði og væntanlega átti heldur enginn von á því. Þetta mál er fyrst og fremst áfellisdómur yfir þeim sem rannsökuðu það og áttu að kveikja á perunni.
Veigamiklar staðreyndir, sem gátu aldrei myndað heilstæða og eðlilega mynd, um Fritzl og heimilisaðstæður hans, auk þess karaktereinkenni hans og fyrri afbrot áttu að leiða menn rétta leið löngu fyrr. Þessi djöfull í mannsmynd mun vonandi hljóta makleg málagjöld að lokum.
![]() |
Notaði hana eins og leikfang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2009 | 18:20
Tryggvi Þór stimplar sig inn í kosningabaráttuna
Ég varð mjög var við að tillögur Tryggva Þórs slógu í gegn í prófkjörsbaráttunni hjá okkur sjálfstæðismönnum. Hann stóð sig langbest allra á framboðsfundi hér á Akureyri á fimmtudag. Sumir frambjóðendur ætluðu þar að sækja að Tryggva vegna þessara tillagna og reyna að láta þær líta út eins og barnalegar eða óraunhæfar.
Tryggvi Þór skaut alla slíka gagnrýni niður, næsta auðveldlega. Vissulega er eðlilegt að ræða þessar tillögur og eiga um þau skoðanaskipti. Þeir sem vilja skjóta þær niður verða þó að koma með konkrett tillögur en láta ekki skjóta sig svona á færi. Eiginlega lágmark.
![]() |
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.3.2009 | 14:36
Réttir útreikningar - stjórnlagaþing verður dýrt
Mér finnst eðlilegt að velta því fyrir sér hvort rétt sé að setja tvo milljarða plús í þetta verkefni. Ég hef hingað til haldið að það sé verkefni alþingismanna, kjörnum af landsmönnum öllum, að setja lög og vinna að málum. Þeir eiga ekki að vera til skrauts þegar kemur að slíkum lykilmálum sem þeim ber full skylda að vinna að.
Þeir sem hátt tala um að breyta þurfi stjórnarskrá á örfáum dögum, í fljótaskrift og án samráðs allra flokka, eru ekki mjög trúverðugir í þessu máli. Reyndar finnst mér aðeins einn flokkur heiðarlegur í stuðningi við stjórnlagaþing. Vinstriflokkarnir eru bara að slá pólitískar keilur með orðum sínum og verkum þessa dagana.
Gott dæmi er persónukjörið. Í miðjum átökum í prófkjörum um allt land er sveigt af leið og talað um persónukjör eftir innan við 40 daga í alþingiskosningum. Er þessu fólki virkilega alvara?
![]() |
Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 10:24
Logos vinnur úr málum Baugs - er þetta í lagi?
Gjaldþrot Baugs er risavaxið í Íslandssögunni. Því vekur eðlilega athygli að Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos, sé valinn skiptastjóri þrotabúsins. Tengsl Logos við Baug eru augljós og endanlega staðfest nú. Er þetta í lagi? Ætlar þjóðin virkilega að láta þetta yfir sig ganga? Er að eðlilegt að lögmaður þessarar lögfræðistofu taki öll völd í þessu mikla þrotabúi - staða skiptastjóra er jú gríðarlega sterk í þessu ferli.
Allar vanhæfisreglur hljóta að verða virkar í þessu máli - allar bjöllur hljóta að klingja. Miklu skiptir að mál á borð við þetta sé hafið yfir allan vafa og augljóst sé að unnið verði heiðarlega og vel. Enginn vafi má vera þar. Varla er hægt að finna stofu sem tengist fyrirtækinu Baugi með jafn afgerandi hætti og Logos.
Þessi tengsl eru nú endanlega staðfest. Hafa vissir menn aðra í vasanum endalaust? Þennan gjörning verður að stöðva!
![]() |
Logos vann fyrir Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 00:54
Átti Jón Ásgeir snekkjuna og flugvélina?
Varla er nokkur hissa á því að Jón Ásgeir hafi selt snekkjuna og flugvélina, enda Baugur kominn á hausinn og blekkingarhjólið verið stöðvað. Á þessi tilkynning að fá þjóðina til að vorkenna honum eða til að róa landsmenn? Þeir fái á tilfinninguna að Jón Ásgeir ætli nú að slá af í lífsstandard og taka því rólega. Meira ruglið.
En stóra spurningin er sú hver átti þessa snekkju og flugvél. Napra staðreyndin virðist vera sú að bankarnir hafi átt þetta allt og fjármagnað þessa vitleysu. Kjaftasagan um íbúðina í New York var jú sú að hún hafi verið lánuð í topp af Landsbankanum. Tekin svo upp í skuldahítina.
Ég sá um daginn hina miklu frétt að Jón Ásgeir hefði verið á farrými skör neðar en Saga Class og verið mjög órólegur. Efast um að margir gráti í takt við þessa aumu pr-mennsku vissra aðila.
![]() |
Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 21:07
Birkir Jón sigrar Höskuld - vandfyllt skarð Völlu
Litlar breytingar verða í forystunni í kjördæminu þó Valla hætti. Listinn frá 2007 færist einfaldlega upp. Huld Aðalbjarnardóttir færist úr fjórða sætinu upp í það þriðja og Sigfús Karlsson, sem var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili með Huld, hækkar líka. Enn sem fyrr er enginn Austfirðingur í forystusveitinni. Það er af sem áður var þegar Framsókn á Austurlandi átti væn foringjaefni og lykilmenn í pólitískri baráttu.
Skarð Valgerðar Sverrisdóttur er vandfyllt. Ég tel að það verði erfitt verkefni fyrir hina ungu menn að gera það. Nú reynir á þá. Valla var pólitískt hörkutól og hún lék lykilhlutverk í mestu sigrum Framsóknar á þessu svæði, bæði 2003 þegar stórmerkilegur sigur vannst á örfáum dögum og í varnarsigri síðast þegar flokkurinn hrundi um allt land, nema í Norðaustri.
![]() |
Birkir Jón sigurvegari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 18:02
Traustur sigur Tryggva Þórs - Arnbjörg fellur
Stóra spurningin nú er hvort Abba muni taka þriðja sætið. Á kjördæmisþingi í nóvember 2002 tapaði Abba slagnum um annað sætið við Tómas Inga og varð þriðja. Hún féll af þingi í kosningunum um vorið en kom svo inn nokkrum mánuðum síðar. Hún byggði upp pólitíska stöðu sína hratt og vel, náði þingflokksformennskunni árið 2005 og hélt henni eftir síðustu kosningar - var mjög náin Geir H. Haarde í flokksvinnunni. Þessi niðurstaða er gríðarlegt áfall fyrir hana.
Björn Ingimarsson kemur sterkur til leiks í fjórða sætið. Hann stóð sig mjög vel í prófkjörsbaráttunni og ég ákvað að styðja hann eftir því sem nær leið prófkjöri, enda mjög traustur valkostur. Soffía Lárusdóttir á Egilsstöðum stefndi hátt en uppsker ekki eins vel og hinir Austfirðingarnir. Anna Guðný fær glæsilega kosningu í sjötta sætið og ég er mjög ánægður með hversu vel henni gekk. Hlakka til að sjá til verka hennar í pólitísku starfi í kjölfarið.
Leitt að Jenni náði ekki sínu markmiði. Hann var mjög traustur í prófkjörsbaráttunni en hefur greinilega lent inn á milli í Austfjarðabaráttunni um annað sætið. Leiðinleg útkoma hvað það varðar. En í heildina er þetta sterkur listi. Ég óska Tryggva Þór innilega til hamingju, hann fékk sínar hamingjuóskir frá mér á Hótel KEA áðan, en ég endurtek þær enn og aftur. Líst mjög vel á að fá hann inn á þing fyrir kjördæmið.
Kristján Þór fær traust umboð í leiðtogastólinn og gott umboð. Staða hans er mjög sterk í kjölfarið og hann fer reyndari inn í væntanleg kosningaátök en síðast, reynslunni ríkari eftir umbrotatíma í pólitíkinni að undanförnu. Kjörsóknin hefði mátt vera meiri, en hún er dræm víðast hvar um land - við getum vel við unað miðað við kjörsókn t.d. hjá stóru flokkunum í borginni.
![]() |
Kristján leiðir í NA-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 16:18
Tryggvi Þór á leiðinni á þing
Svo koma Soffía Lárusdóttir og Akureyringurinn Anna Guðný Guðmundsdóttir, sem kemur sterk til leiks í frumraun sinni í pólitík. Sakna helst að gamall félagi úr ungliðastarfinu, Jens Garðar, er ekki í topp sex en vonandi bætist úr því.
![]() |
Tryggvi Þór í öðru sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2009 | 12:33
Traustur sigur Ragnheiðar - þrjár konur í topp 4
Þetta er mjög sterkur listi, enda eru þrjár konur í fjórum efstu sætum - þar af þrjár mjög öflugar konur. Unnur Brá nær öruggu þingsæti og er mjög vel að því komin. Stóri sigurvegarinn hlýtur þó að teljast Íris Róbertsdóttir, kennari í Vestmannaeyjum, en hún nær baráttusætinu traust og flott. Hún hlýtur að verða forystukonan úr Eyjum þegar Árni hverfur á braut, en væntanlega eru þetta síðustu kosningarnar hans í framboði. Líst mjög vel á að fá hana í efstu sætin.
Þetta er því góður listi í heildina. Árni Johnsen hefur þó alla tíð verið umdeildur - hann heldur þó sínu sæti í þessu prófkjöri, væntanlega hans síðasta. Hann var þó aldrei nein ógn fyrir Ragnheiði Elínu í fyrsta sætið. Sigur hennar er mjög afdráttarlaus og traustur. Ég vil óska Ragnheiði Elínu innilega til hamingju með glæsilegt kjör, auk þess sem ég er ánægður með trausta kosningu Unnar og Írisar í vænleg sæti.
![]() |
Ragnheiður Elín sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 03:05
Árni hækkar - Ragnheiður enn í forystu
Fróðlegt að sjá hvernig fer að lokum. Ég ætla að vona að úrslitin verði í svipuðum dúr eins og fyrstu tölur sýndu. Það væri sterkur listi fyrir kjördæmið og myndi ná góðri kosningu. Flokknum veitir ekki af að stokka upp listann þarna og ná annarri ásýnd á forystusveitina, eftir ýmis leiðindamál síðustu árin.
![]() |
Árni kominn í annað sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 00:30
Ragnheiður Elín og Unnur Brá leiða í Suðrinu
Unnur Brá, góð vinkona og félagi úr SUS-starfinu í denn, hefur verið að styrkjast í pólitíkinni á síðustu árum og verða traust forystuefni á Suðursvæðinu. Hún varð sveitarstjóri í Rangarþingi eystra eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar og náði svo fimmta sætinu á framboðslistanum í Suðrinu fyrir síðustu kosningar. Hún stimplar sig inn á þing nú. Óska minni góðu vinkonu til hamingju með árangurinn!
Vona að Íris Róbertsdóttir færist upp fyrir Árna Johnsen þegar líður á talninguna. Bind vonir við að fleiri ungliðar verði ofarlega líka. Ég held að allir viti um skoðanir mínar á Árna Johnsen. Varla þörf á að endurtaka það hér og nú.
![]() |
Ragnheiður Elín efst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 00:11
Bjarni leiðir í Kraganum - Ármann fellur af þingi
- Bjarni fær traust og gott umboð í leiðtogastólinn. Yfirburðastaða hans er augljós í væntanlegu formannskjöri. Eina spurningin er nú hversu afdráttarlausan stuðning hann muni fá.
- Þorgerður Katrín heldur velli í forystusveitinni en tapar leiðtogastólnum til Bjarna - hann fékk 3364 en hún 1361 atkvæði. Staða hennar veikist í samræmi við það og eflaust velta flestir fyrir sér stöðu hennar sem varaformannsefnis að því loknu.
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir vinnur mikinn persónulegan sigur með því að ná þriðja sætinu. Hún barðist fyrir því síðast en tapaði og féll niður í sjötta. Sætur sigur fyrir hana.
- Jón Gunnarsson kemur mörgum á óvart með því að halda sínu sæti og verða eini Kópavogsbúinn í öruggu þingsæti með því að fara upp fyrir Ármann Kr. Er það hvalurinn sem réð úrslitum?
- Óli Björn nær traustu sæti. Er hann ekki fyrsti Seltjarnarnesbúinn í væntanlegu þingsæti fyrir flokkinn áratugum saman? Held það. Glæsilegt hjá honum. Ánægður með að fá hann á þing.
- Rósa hefði mátt lenda ofar að mínu mati. Hefur staðið sig vel og stimplað sig inn með setu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
- Ármann Kr. fær mikinn skell og lendir út af þingi. Spilaði djarft og verður undir, svipað og Ragnheiður R. síðast.
![]() |
Bjarni sigraði í Suðvesturkjördæmi - Rósa náði 6. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 22:16
Ný forysta - fer Illugi í varaformannsframboð?
Eftir niðurstöðu prófkjörsins í Reykjavík hefur staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar veikst gríðarlega. Ekki aðeins beið hann mikinn ósigur í leiðtogaslagnum við Illuga heldur er hann að auki fimmti í heildaratkvæðamagni í borginni, fær þar minna í heildina en Pétur, Ólöf Nordal og Siggi Kári. Guðlaugur Þór afskrifaði reyndar formannsframboð fyrr í dag, áður en tölur tóku að berast.
Mér finnst stórmerkilegt að sjá heildaratkvæðamagn í Reykjavík þegar um 80% atkvæða hafa verið talin. Illugi er með 5273 atkvæði en Guðlaugur Þór hefur 3834 atkvæði. Þetta segir sína sögu. Illugi hefur nú náð stöðu Davíðs og Geirs, eitt sinn, í borginni. Með því verður hann lykilmaður í flokksstarfinu.
Flokksmenn hljóta að velta fyrir sér, eftir þessi ótvíræðu úrslit, hvort Illugi Gunnarsson fari í varaformannsframboð. Einnig hefur Ólöf Nordal stimplað sig inn sem forystukona í flokknum á landsvísu. Hún er framtíðarstjarna í flokknum.
![]() |
Illugi öruggur á toppnum með 3600 atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.3.2009 | 19:55
Árni Páll sigrar Lúðvík í Kraganum
Þetta er mjög mikill skellur fyrir Lúðvík, sem flestir töldu afgerandi leiðtoga í prófkjörinu vegna sterkrar stöðu sinnar í Hafnarfirði. Svo er augljóst að Þórunn Sveinbjarnardóttir fær nokkurn skell, ein ráðherra Samfylkingarinnar í síðustu ríkisstjórn.
Stóra spurningin er nú hvað verði um bæjarstjórastólinn í Hafnarfirði þegar Lúðvík verður óbreyttur þingmaður í Kraganum.
![]() |
Árni Páll sigraði í Kraganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 19:20
Afgerandi sigur Illuga Gunnarssonar
Illugi Gunnarsson hefur unnið slaginn um fyrsta sætið í Reykjavík mjög afgerandi. Vil óska honum innilega til hamingju með glæsilega kosningu. Slagurinn um annað sætið er greinilega æsispennandi milli Guðlaugs Þórs og Péturs.
Ólöf heldur fjórða sætinu. Þetta er glæsilegt fyrir hana, enda ný í framboði í Reykjavík. Hún stimplar sig heldur betur í forystusveitina hjá flokknum á landsvísu með þessum glæsilega sigri.
Stóru tíðindin í þessu prófkjöri finnst mér hversu traust Illugi er valinn til forystu. Hann er orðinn einn helsti forystumaður flokksins með þessum sigri
![]() |
Illugi heldur efsta sætinu í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 18:49
Sterk staða Illuga - glæsilegt hjá Ólöfu
En enn á eftir að telja slatta, svo margt getur breyst. Fylgjumst spennt með að sjálfsögðu!
![]() |
Illugi efstur í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 17:22
Magnúsi Þór hafnað - frjálslyndir að hverfa?
Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi varaformaður Frjálslynda flokksins og alþingismaður, fékk mikinn skell í formannskjöri á landsfundi frjálslyndra í Stykkishólmi í baráttunni við yfirmann sinn Guðjón Arnar. Stjórnmálaferli hans virðist lokið, altént er greinilegt að hann hefur misst öll völd í flokknum og verður varla í framboði fyrir hann í vor.
Með því að hjóla í Guðjón missir hann það sem hann hafði, talsverða bitlinga, enda var hann pólitískur aðstoðarmaður Guðjóns og sem slíkur á þingmannalaunum.
En ekki kjósa margir á þessum landsfundi. Frjálslyndir virðast eiga erfitt á öllum vígstöðvum og þeir eiga mjög erfiðar kosningar fyrir höndum.
Erfiður lífróður blasir við flokknum í kosningabaráttunni næstu 40 dagana.
![]() |
Guðjón Arnar kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 08:48
Hvað gerðist í Slippnum?
Mér finnst afleitt að reynt hafi verið að fela gögn málsins og ekki mátt kanna það sem þar stendur. Skil mjög vel baráttu ættingjanna, enda er mikill munur á hvort að fólk taki eigið líf eða sé myrt og ekki hægt að lifa við þá óvissu. Auk þess virðist vera sem málið hafi aldrei verið klárað og þar hefði mátt kanna mun betur og fara yfir málavöxtu.
Eftirmálar nú vegna framleiðslu þessa þáttar og yfirlýsingar sem ganga á milli aðila vekja mjög margar spurningar um þetta mál, sem aldrei hefur verið klárað með sómasamlegum hætti. Grunnkrafa er að mál séu könnuð almennilega og reynt að ganga úr skugga um að allt sé reynt til að upplýsa svo dapurleg mál.
Vonandi mun spurningum fortíðarinnar verða svarað.
![]() |
Andlátið skoðað aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 01:03
Gunnar Bragi á þing - Sleggjunni hafnað í NV
Kristinn H. Gunnarsson fær mikinn skell - kemst ekki á blað. Honum er algjörlega hafnað af flokksmönnum í kjördæminu sem kaus hann tvisvar á þing eitt sinn. Engin stemmning er fyrir því að fara til fortíðar með honum í fornum átökum sem sliguðu Framsóknarflokkinn. Nýtt fólk fær tækifærið.
Vestfirska sleggjan hefur setið á þingi fyrir þrjá stjórnmálaflokka, eins og Hannibal forðum daga, og tókst að tryggja sér endurkjör á lokaspretti kosninganætur fyrir tveim árum. Er ferlinum lokið með þessum mikla ósigri?
![]() |
Gunnar Bragi sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |