7.11.2009 | 00:56
Undarleg ákvörðun á ÍNN
Báðum var boðið í þáttinn og upptöku seinkað allavega tvisvar svo hentaði bæjarstjóranum að ræða við þann sem skorar hana á hólm. Hví ætti að henda þættinum út af dagskrá vegna þess að Ásgerður mætti ekki?
Er undarlegt í meira lagi - þessi þáttur hefði verið ákjósanleg leið fyrir sjálfstæðismenn á Nesinu til að bera saman í sjónvarpi tvo leiðtogakandidata sem berjast um að leiða listann í stað Jónmundar Guðmarssonar.
En gott er að þátturinn sé birtur á vef stöðvarinnar, eflaust munu margir horfa á hann og meta frammistöðu Guðmundar, þó betra hefði verið að Ásgerður hefði mætt.
![]() |
Þátturinn tekinn af dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2009 | 00:04
ESB-útreið Samfylkingar - Jóhanna niðurlægð
Vinstristjórnin hefur með verkum sínum og forystu síðustu mánuði sýnt svo ekki verður um villst að henni er ekki treystandi fyrir því að verja hagsmuni Íslands og berjast fyrir þeim í viðræðum við erlend ríki. Hún hefur runnið á rassinn í hverju málinu eftir öðru og hefur orðið sér að athlægi með sleifarlegum vinnubrögðum og almennu forystuleysi.
Jóhanna Sigurðardóttir, ósýnilegi forsætisráðherrann á vaktinni, hefur verið niðurlögð svo fá dæmi eru um af starfsbræðrum hennar í Bretlandi og Hollandi. Brown og Balkanende láta ekki einu sinni svo lítið að svara bréfum hennar, virða hana ekki viðlits frekar en hún væri ekki til. Þvílík lítilsvirðing, en þarf þetta nokkuð að koma á óvart?
Hélt Jóhanna að með bréfaskriftum yrði komið á viðræðum við þessa menn og stjórnir þessara ríkja sem hafa níðst á Íslandi æ ofan í æ undanfarna mánuði - og komist upp með það! Jóhanna hefur ekki einu sinni þorað að fara út - með túlk auðvitað - og taka slaginn við mennina, ræða allavega við þá augliti til auglitis. Alveg lágmark!
Jóhanna hefur verið algjört flopp sem forsætisráðherra. Erlendu starfsbræður hennar bera enga virðingu fyrir henni, enda komist upp með að valta yfir hana aftur og aftur - og ekki átt erfitt með það. Enginn hefur varið hagsmuni Íslands með kjafti og kló. Þessari ríkisstjórn er ekki treystandi fyrir því verkefni altént.
![]() |
29% vilja ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2009 | 12:21
Vanhugsuð vitleysa
Með því að strjúka gerir hún svo væntanlega út af við alla möguleika á að fá landvistarleyfi. Væntanlega hefur hún viljað reyna allt að koma til landsins, en ekki alveg reiknað dæmið til enda hvað þá hugleitt það rökrétt. Stundum er betra að pæla aðeins í málunum áður en farið er af stað.
![]() |
Linda Björk komin aftur í varðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2009 | 17:01
Stuldurinn á Fangavaktinni
Þessi barátta kom vel fram áður með Torrent-síðuna. Þegar að fólk er orðið vant því að geta hlaðið niður efni vill það meira, þannig er það víst bara. Þetta er því erfið barátta, sumpart vonlaus. En nú reynir á málið fyrir dómstólum. Ekki fyrsta málið það tengt niðurhali á netinu. Þessi rimma verður varla minna spennandi en hinar.
En hvað varðar Fangavaktina sjálfa hefur hún allavega hlotið verðskuldaða athygli, hvort sem er meðal þeirra sem hala þáttunum af netinu, eða borga fyrir það með áskrift að Stöð 2. Fangavaktin er eins og fyrri Vaktarseríur vönduð og góð þáttaröð sem fylgir vel eftir fyrri ævintýrum Georgs, Ólafs Ragnars og Daníels.
Stjarna seríunnar er þó að mínu mati enginn þremenninganna heldur Björn Thors, sem á sannkallaðan stórleik í hlutverki Kenneths Mána, eða Ketils Mána eins og kommúnistinn sannkristni Georg Bjarnfreðarson kallar hann og hefur afskrifað hann sem Bandaríkjamann í ofanálag. Brill frammistaða.
Samt er ekki annað hægt en njóta snilldar Jóns Gnarr sem slær ekki feilnótu í túlkun sinni. Georg verður sífellt aumari tragedíupersóna eftir því sem kafað er dýpra í hann. Þessi karakter er einn af þeim sem allir elska að pirrast á, en er samt meistaralega skrifaður og Jón Gnarr fer á kostum.
![]() |
Fangavaktinni stolið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2009 | 07:33
Ætlar Kaupþing að senda þjóðinni fingurinn?
Vinnubrögðin í bönkunum vekja spurningar um hvort við höfum virkilega ekkert komist áleiðis á þessu ári - kosningar og rannsókn mála hafi ekki skilað sér í bankana. Breytingin er ekki sjáanleg - yfirlýsingar af því tagi sem Finnur Sveinbjörnsson kemur með vekja aðeins þann illa grun að við séum á sama reit og þegar allt hrundi.
Eitt er þó ljóst: þjóðinni verður misboðið ef á að bjóða upp á þau málalok að Jón Ásgeir haldi 60% eignarhluta í Högum og bankinn taki 40% - skuldunum verði svo skutlað mishratt af borðinu og öllu haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Annars átti Spaugstofan góðan leik um helgina með gríni sínu um félagsmálaráðherrann sem skutlaði skuldaklyfjum Jóns Ásgeirs yfir á strípaðan meðaljóninn með hókus pókus aðferðum. JÁJ stóð eftir fínpússaður og glansandi.
Kaldhæðnin náði þó hámarki þegar gert var grín af Hamrinum og þar kominn skyggni strákurinn sem spurði Jón Ásgeir sem sat úti í haga hvað hafi orðið um skuldirnar sem hann hafði verið með.
![]() |
Tugmilljarða afskriftir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2009 | 15:43
Hugrökk yfirlýsing hjá Lilju Mósesdóttur
Lilja gerir þetta með miklum sóma. Þeir sem hafa verið andvígir því að taka Icesave á sig hljóta að líta á Lilju sem hetju fyrir að þora að tala hreint út. Þessi yfirlýsing var afdráttarlaus, einkum hvað varðaði að hún ætlar ekki að láta valta yfir sig. Svo verður að ráðast hvort meirihluti er til staðar, reyndar hefur hann aldrei verið algjör í þessu lykilmáli og stjórnin því völt í sessi.
Yfirlýsing Lilju veikir enn frekar þessa vinstristjórn, sem hefur aldrei sérstaklega traust verið. Ekki kemur að óvörum að stór hluti þjóðarinnar efist í könnun um að hún lifi kjörtímabilið af. Vinstristjórnir hafa ekki beinlínis verið vænlegar til árangurs í Íslandssögunni.
Lilja sló reyndar tvær flugur í einu höggi í dag, bæði Icesave og Jóhönnu, en það mátti skynja mikla undirliggjandi reiði hennar í garð Jóhönnu Sigurðardóttur og mátti skilja sem svo að þar sé margt geymt en ekki gleymt eftir átök síðustu vikna.
![]() |
Getur ekki samþykkt Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2009 | 02:48
Sjálfstæðisflokkurinn nær lykilstöðu á ný
Óánægja þeirra sem kusu vinstriflokkanna í vor leiðir til þess að þeir vilja treysta Sjálfstæðisflokknum til verka. Horft er til Sjálfstæðisflokksins sem forystuafls að nýju. Þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum sem vildu taka áhættuna á vinstrisveiflu.
Í sjálfu sér eru þetta engin stórtíðindi. Ávallt þegar vinstristjórn hefur tekið við völdum hefur liðið skammur tími þar til hún missir allt úr höndum eða fólkið í landinu áttar sig á því að það á völ á betri valkosti.
Hálfu ári eftir alþingiskosningar er Sjálfstæðisflokkurinn að ná lykilstöðu sinni að nýju, bæði í umræðunni og í pólitískum átökum. Vinstristjórnin veikist dag frá degi.
Svona er staðan. Óánægjan með vinstrið leiðir til þess að kjósendur vilja annan valkost. Allir sjá hver hann er.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2009 | 18:25
Dramatíska hliðin á Guð blessi Ísland
Ég hef aldrei skilið dramatíkina vegna þess að Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland þegar hrunið var að skella á af fullum þunga. Alþekkt er að þjóðarleiðtogar biðji Guð að blessa þjóð sína í ræðum og þarf stundum ekki hamfarir, efnahagslegar eða náttúrulegar, til þess.
Forsetar í Bandaríkjunum, bæði demókratar og repúblikanar, hafa margoft gert þetta. Bæði Clinton og Reagan voru sérstaklega frægir fyrir að halda varla ræður án þess að biðja Guð að blessa bæði þjóðina og alla sem hlustuðu á þá. Obama hefur gert þetta líka.
Hér heima vissu sumir ekki hvernig þeir ættu að höndla það að íslenskur forsætisráðherra gerði þetta á örlagastundu í þjóðarsögunni. Svolítið spes, en kannski dæmi um hvernig sumir fóru af límingunum af minnsta tilefni á þessum mánuðum.
Þessi lokaorð í ávarpi Geirs munu eflaust fylgja honum. Ekki aðeins voru þetta örlagarík orð þessa daga sem allt hrundi, heldur hefur heimildarmynd verið gerð með þessum titli og oft er vitnað í það.
Hvað mig persónulega varðaði fannst mér ræða Geirs á þessum tíma frekar eftirminnileg fyrir að tala dramatískt hvað væri að fara að gerast en aldrei segja það beint.
Þorgerður Katrín kom með eftirminnilega eftiráskýringu á ávarpi Geirs þegar því lauk og væntanlega voru fáir þá að spá beint í þessum fleygu lokaorðum.
Sumir vilja ekki ákalla Guð, sumum fannst óviðeigandi að blanda Guð í efnahagshrun. En ég er viss um að þetta var vel viðeigandi, þó umdeilt sé.
En dramatíkin lifir enn og ummælin orðin fleyg.
![]() |
Átti að vera vinaleg kveðja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2009 | 15:11
Er nokkur eftirsjá af McDonalds?
Ég er einn þeirra sem hef aldrei orðið sérstaklega hrifinn af McDonalds-hamborgurum og mun því sjá lítið eftir þeim. Er miklu meira fyrir gamla góða týpíska sveitta borgarann, þennan eina og sanna íslenska þjóðvegaborgara með frönskum og helst tómatsósu frekar en kokteilsósu. Þeir eru auðvitað í sérflokki og ég held að flestir séu mér sammála.
En auðvitað fór ég stundum í McDonalds, en fannst borgararnir þar ekki spennandi. Einna helst að ég fékk mér Big Mac þegar farið var í McDonalds. Síðustu dagana hefur fjöldi fólks flykkst til að smakka herlegheitin áður en öllu er skellt í lás. Væri viðeigandi að Jóhanna Sigurðardóttir fengi sér síðasta Big Mac seint í kvöld, sé hugsað til sögunnar.
Auðvitað hefur það vakið heimsathygli að skellt sé í lás á McDonalds á þessum tímum. Sumir fjölmiðlar sýnt því meiri áhuga en aðrir, sumir vitnað í að Davíð Oddsson hafi borðað fyrsta íslenska Big Mac. Ágætt að þeir fjalli um þessi litlu þáttaskil.
Eitt kom mér reyndar meira á óvart en annað þegar tíðindin voru kynnt: það að allt hráefnið væri flutt að utan. Taldi alltaf að kjötið væri íslenskt, en það er varla undrunarefni að erfitt sé að reka sjoppuna þegar allt er innflutt.
McDonalds kveður með hvelli. Í staðinn kemur Metro. Stóra spurningin er hvort nokkur eftirsjá sé af sjoppunni. Hana er altént ekki að finna hjá mér.
![]() |
Davíð fær ókeypis borgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 18:00
Súrrealíski brandarinn um Icesave
Icesave fer eflaust í sögubækurnar sem botnlaust klúður eða samfélagslegt vandamál næstu kynslóða - fær þungan áfellisdóm. Eitt sinn var það metin tær snilld og fékk meira að segja verðlaun hér heima fyrir að vera algjört meistaraverk þeirra sem stóðu að því. Súrrealískt. Þessi auglýsing fyrir Icesave er hálfgerður brandari - kostulegt að horfa á hana nú.
30.10.2009 | 16:09
Góð tíðindi fyrir Suðurnes - áfall fyrir Svandísi
Endurnýjuð ákvörðun Skipulagsstofnunar um að Suðvesturlínur verði ekki metnar með öðrum framkvæmdum er mikið pólitískt áfall fyrir Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, sem ætlaði að bregða fæti fyrir álverið í Helguvík - stöðva framkvæmdina til að skemma fyrir á Suðurnesjum.
Þessi hugsunarháttur er stórundarlegur á þessum tímum þegar reynt er að byggja upp. Niðurrifsstarfsemi vinstri grænna er ekki alveg í takt við tilraunir þeirra sem reyna að byggja upp einhverja framtíð.
Vonandi mun ákvörðun Skipulagsstofnunar verða til þess að Svandís fari að stunda vinnuna sína í stað þess að rífa niður.
![]() |
Ekki sameiginlegt mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2009 | 00:29
Veikburða ríkisstjórn í pólitísku stórmáli
Ágætt er að norska pressan fjalli um hversu veikburða ríkisstjórnin hefur verið í Icesave-málinu frá upphafi til enda. Þessi stjórn gerði afleitan samning við Breta og Hollendinga í júní undir verkstjórn Svavars Gestssonar án þess að hafa þingmeirihluta. Sumarið fór svo í að endurvinna samninginn til að geta komið honum gegnum þingið.
Óánægjuarmurinn í VG og þingmenn Sjálfstæðisflokksins leiddu þá vinnu nær algjörlega og léku lykilhlutverk í að breyta samningnum til að hann endurspeglaði þingvilja, samningi sem hafði ekki stuðning meirihluta Alþingis. Samningurinn var þó er á reyndi aðeins á ábyrgð ríkisstjórnarinnar - ekki náðist stuðningur út fyrir S + VG.
Enn hefur verið samið, nú með því að útvatna fyrirvara Alþingis. Enn er óljóst um hvort málið fari í gegn, þó flest bendi reyndar til að snuddu hafi verið stungið upp í Ögmund og Liljurnar. Altént er spuni Ögmundar stórmerkilegur fyrir breyttri afstöðu þegar ljóst er að fyrirvararnir hafa verið veiktir. Björn Bjarnason rekur það í góðri bloggfærslu í dag.
Mér finnst reyndar merkilegt hvað erlenda pressan hefur verið sofandi fyrir þeirri staðreynd að vinstristjórnin hefur verið að semja við sjálfa sig mánuðum saman hvað varðar Icesave. Hefur ekki haft meirihluta til að gera neitt. Fyrst var samið við Breta og Hollendinga, svo samið við Ögmundararminn og svo unnið á því - fyrirvararnir veiktir og sett snudda upp í Ögmundarliðið. Frekar fyndið en samt absúrd.
En svona er víst pólitíski veruleikinn í sundurleitri vinstriveröldinni hér heima - þar sem pólitíski stöðugleikinn er enginn.
![]() |
Hneyksli á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2009 | 17:52
Davíð best treyst fyrir uppbyggingarstarfinu
Ég sé að sumir undrast þessa útkomu og efast um hana. Varla þarf að efast um að niðurstaðan er traust, miðað við hversu mjög sumir hafa reynt að magna upp ófriðarbál haturs og illinda gegn Davíð Oddssyni og kennt honum einum um hvernig fór á síðasta ári. Ég tel að sagan meti að stjórnmálamennirnir á vaktinni við hrunið hafi borið miklu meiri ábyrgð. Þeir flutu sofandi að feigðarósi, hvorki þorðu að taka ákvarðanir né leiða þjóðina áfram.
En sagan hefur líka sýnt okkur að þeim farnast best sem þora að leiða, taka ákvarðanir og keyra hlutina áfram í staðinn fyrir að tala endalaust.... það er eftirspurn eftir þannig fólki nú í uppbyggingarstarfið.
28.10.2009 | 16:29
Er hægt að treysta stjórnarparinu?
Góðs viti ef satt er að stjórnarparið Jóhanna og Steingrímur ætli að endurskoða áform um orkuskattinn. Vonandi er hægt að treysta þeim fyrir því að halda lífinu í stöðugleikasáttmálanum og standa við gefin orð. Það er til marks um sáttahug að aðilar vinnumarkaðarins hafi tekið orð þeirra trúanleg öðru sinni og reynt að byggja upp á rústum samningsins, sem stjórnvöld hafa ekki unnið heilshugar að.
En nú verða verkin að tala - ekki dugar að blaðra endalaust en sýna ekki fram á nein verk eða trausta forystu þegar hana vantar sárlega. Eins og allir muna ætlaði ríkisstjórnin í sáttmálanum að lækka vexti og styðja við bakið á atvinnulífinu. Ekki hefur það gerst að neinu marki. Þrátt fyrir marga mánuði hefur ekkert gerst - stjórnin hefur ekki staðið við sinn hluta dílsins.
En nú reynir á hvort eitthvað var að marka þessi orð og heitstrengingar nú, þegar samningurinn hékk á bláþræði. Fyrr en verkin tala er ekki hægt að taka mark á stjórnarparinu.
![]() |
Áform um orkuskatt endurskoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2009 | 17:58
Flott hjá Bjarna Ben að rífa kjaft í Stokkhólmi
Algjör óþarfi er að Ísland láti þegjandi og hljóðalaust yfir sig ganga endalaust og eigi svo að mæta brosandi og þegjandi á fund með þessum sömu stjórnvöldum á Norðurlöndum og hafa ekkert fyrir okkur gert og verið með haltu kjafti mola uppí sér mánuðum saman.
Þetta er flott hjá Bjarna - mikið var að einhver þorfði að rífa kjaft á þessari heilögu samkundu sem er ekkert nema húmbúkk.
![]() |
Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2009 | 02:31
Sundruð ríkisstjórn rústar stöðugleikasáttmála
Flest bendir til þess að stöðugleikasáttmálinn heyri sögunni til vegna samstöðuleysis ríkisstjórnarflokkanna - á þessum örlagatímum er það skelfilegt að við völd sé ríkisstjórn sem getur hvorki tekið ákvarðanir né stýrt málum af festu.
Þegar þörf er á þjóðarsátt af sama tagi og gerð var fyrir tveimur áratugum til að rífa samfélagið upp úr doða og drunga virðist ekkert gerast. Stjórnarparinu virðist algjörlega ómögulegt að skapa von og framtíðarsýn. Sá er vandinn.
Við búum við algjöra pólitíska upplausn - ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið, getur ekki þokað málum áfram og sætt aðila vinnumarkaðarins í uppbyggingarstarfinu. Henni er ekki gefið að skapa nýja Þjóðarsátt til framtíðar.
Í þessu landi vantar samhenta og sterka ríkisstjórn sem þorir að skapa framtíðarsýn, byggja upp á rústunum og reyna að skapa stöðugleika. Hún er föst í gömlum og úreltum hjólförum, er bæði ósamhent og fjarlæg.
Trúverðugleikann vantar algjörlega. Auðvitað er sorglegt að við skulum ekki hafa neinn stöðugleiuka í stjórnmálum landsins, ríkisstjórnin er ekki samhent en virðist lafa saman við óttann að þurfa að viðurkenna að hafa mistekist.
Raunalegt og ömurlegt.
![]() |
Hafa ekkert nálgast niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2009 | 16:10
Flosi Ólafsson látinn
Við andlát Flosa Ólafssonar, leikara, minnist þjóðin eins besta grínista síns, föður Áramótaskaupsins og einstaks gleðigjafa, sem alltaf átti auðvelt með að létta lund þjóðarinnar. Flosi naut mikilla vinsælda og hann átti vísan sess í þjóðarsálinni. Hann var alltaf einlægur og traustur í húmor sínum og aldrei að þykjast vera eitthvað annað en hann var. Einn af þeim húmoristum sem var fyndinn bæði prívat og á sviði.
Tengsl Flosa við Akureyri eru órjúfanleg, tel ég, þó hann hafi reyndar ort einn kaldhæðnasta brag um bæinn fyrr og síðar. Hann nam hér og tók oft þátt í leiklistarstarfinu hér og var tíður gestur á leiksýningum hér. Hann var snillingur bæði í tjáningu og skrifum, hafði þá miklu náðargáfu að tala á mannamáli og vera sannur sagnamaður sem alltaf náði til fólks. Gamansögur hans í ræðu og riti urðu ógleymanlegar.
Hver mun nokkru sinni gleyma laginu um að það sé svo geggjað að geta hneggjað, húsverðinum Sigurjóni Digra, Eiríki hinum digra í Hrafninum flýgur (sem er veginn af eigin fóstbróður eftir mikil klækjabrögð gestsins), Varða varðstjóra í Löggulífi og rulluna í Hvítum mávum, svo og öllum hlutverkum hans og skrifum í Skaupinu, sem hann skapaði í kringum 1970 og gerði ódauðlegan hlut í áramótagleðinni.
Sjónvarpið ætti að taka sig til og heiðra nú minningu þessa meistara íslenska grínsins með því að gera þátt honum til minningar með öllum brotunum þar sem hann hefur farið á kostum bæði í eigin hlutverki sem og við að tjá allar hinar eftirminnilegu rullur sem hans verður minnst fyrir. Skaupið er 40 ára um þessar mundir og það er við hæfi að minnast þess um leið og Flosi er kvaddur.
Já, og að lokum: hver getur nokkru sinni gleymt auglýsingunni sem Flosi lék í fyrir Hreyfil við símanúmerabreytinguna árið 1996 um númerið í miðjunni: 5 88 55 22.... pjúra klassík.
Blessuð sé minning meistara Flosa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2009 | 15:12
Ólafur Ragnar ætti að feta í fótspor Baldurs
Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú birt helming bréfanna umdeildu, væntanlega bréfin sem líta betur út. Ég held að Ólafur Ragnar sé algjörlega rúinn trausti og sé á góðri leið með að gera íslenska forsetaembættið algjörlega óþarft. Styrkur þess og staða hefur veikst gríðarlega á örfáum mánuðum.
Forsetinn er ekki sannfærandi í verkefnum sínum og hefur glatað stuðningi þjóðarinnar til verka. Væri Ólafi Ragnari umhugað um þjóð sína væri hann búinn að segja af sér embætti.
Baldur Guðlaugsson tók þá virðingarverðu ákvörðun í gær að segja af sér til að skapa vinnufrið í menntamálaráðuneytinu - Ólafur Ragnar ætti að feta í þau fótspor.
Ef íslenska forsetaembættið á að lifa í gegnum þennan ólgusjó þarf að skipta um andlit á embættinu og reyna að endurheimta virðinguna.
Íslenska þjóðin þarf sameiningartákn - ekki sundrungarafl útrásartímanna á borð við Ólaf Ragnar.
![]() |
Forsetinn birtir bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2009 | 23:56
Friðarverðlaunahafinn Obama fjölgar í herliðinu
En auðvitað er það nettur brandari að þessi maður, sem er pólitískt óskrifað blað að mestu - hefur engu afrekað, og er að fara að fjölga hermönnum, hafi fengið þessi verðlaun. Þau hafa verið gengisfelld gríðarlega.
Obama fékk verðlaunin víst vegna þess að Thorbjörn Jagland, fyrrum krataforsætisráðherra Noregs og formaður dómnefndarinnar, var með blæti fyrir honum. Krötunum fannst þetta víst mjög flott.
Efast um að Obama sé eins glaður með þennan "heiður". Hann þarf núna kannski að fara að standa undir nafni og gera eitthvað en ekki bara kenna öðrum um allt sem aflaga fer.
![]() |
Ný áætlun í bígerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2009 | 14:54
Rétt ákvörðun hjá Baldri
Auk þess efast ég um að Baldri þyki þægilegt að starfa innan Stjórnarráðsins við þessar aðstæður. Það kallar aðeins á tortryggni og neikvæða umfjöllun sem mun hundelta hann.
![]() |
Baldur lætur af störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |