4.8.2009 | 23:22
Vonlaust að stöðva lekann í Kaupþingsmálinu
Bankastjórinn í Kaupþingi núllaði sig út með vinnubrögðum sínum og barnalegum tilraunum til að stöðva umræðuna. Hún er auðvitað alþjóðleg, enda ekki bara bundin við litla Ísland. Þetta er of stórt mál til að vera lókal issue á Íslandi.
Hvernig er það annars... á ekki að fara að taka til í þessu bankakerfi og láta vörslumenn siðlausu tímanna fyrir hrun fjúka?
![]() |
Danir æfir yfir lekanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 18:46
Misheppnuð stjarna reynir við dótturina
Ryan sló fyrst í gegn í hinni rómantísku vasaklútamynd Love Story árið 1970 - þar fór hann á kostum í hlutverki ferilsins sem Oliver Barrett, sem fellur fyrir Jennifer Cavalleri en missir hana með sorglegum hætti langt fyrir aldur fram. Það er svo sannarlega súrsæt ástarsaga. Var toppur leikferla bæði O´Neal og Ali MacGraw. Myndin varð ein sterkasta mynd ársins 1970, þó sennilega sé hún einum of væmin á að horfa nú var það mynd tilfinninga og krafts.
Persónulega fannst mér O´Neal bestur í hinni sígildu og ómótstæðilegu Paper Moon frá árinu 1973. Þar lék hann á móti dótturinni, Tatum. Mjög sterk mynd og leika feðginin mjög útsmogin feðgin sem leggja saman í púkkið til að hafa í sig og á; hann selur biblíur til grandalausra ekkna í sorg og hún leikur með. Fyndinn pakki.
Tatum fékk óskarsverðlaunin, yngst allra leikara í sögu Óskarsverðlaunanna, fyrir túlkun sína á Addie en pabbinn varð ekki síðri. Myndin hefur frá fyrsta degi verið klassasmíð. Nefna mætti fleiri myndir með O´Neal, en í seinni tíð hefur ferill hans verið mjög lágstemmdur. Það síðasta sem ég man eftir með honum er hlutverk Jerrys Fox í Miss Match og Rodney Scavo í Desperate Housewifes.
En Ryan er heldur betur búinn að klúðra sínum málum. Þetta ævintýralega klúður hans með Tatum er samt örugglega ekki síðasta klúðrið hans, enda margþekktur fyrir að vera hálfmisheppnaður rétt eins og einkasonur hans og Farrah sem situr í fangelsi og fékk leyfi í tvo tíma til að vera við útförina.
![]() |
Ryan reyndi við Tatum í jarðarför Fawcett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2009 | 11:49
Andstaða eykst við ESB-aðild
Forðum sögðu mestu stuðningsmenn aðildar að aðildarviðræður einar og sér myndu styrkja krónuna og efla trú á henni. Auk þess myndu Íslendingar eiga auðveldar með að vinna úr sínum málum. Slíkt gerðist ekki og ekki líkur á því að það muni gerast.
![]() |
Fleiri andvígir aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 09:37
Íslensk stjórnvöld ósammála Íslandsvörn Joly
Auðvitað er þetta sorgleg staðreynd. Enda ættu íslensk stjórnvöld að fagna þeim mikla bandamanni sem Eva Joly er. Leitun er að sterkari málsvara fyrir Ísland á alþjóðavettvangi, sem fær birta grein í fjórum blöðum í fjórum löndum, manneskja með sambönd og getur leikið lykilhlutverk í endurreisn Íslands.
Ekki virðist vera vilji fyrir því að nýta sér þau sambönd heldur er ráðist að henni. Ráðist að henni fyrir að verja Ísland. Þeim sem ráða för er ekki treystandi.
![]() |
Joly tókst það sem öðrum tekst ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2009 | 13:13
Mikið lagt á sig fyrir nokkra þúsundkalla
Virðist jafnan vera um að ræða ræða unglinga sem vantar smá skotsilfur í vasann sem tekur þá ákvörðun að grípa til vopna og ráðast inn í næstu verslun til að reyna að fá pening, oftast til að kaupa sér dóp.
En svona er þetta víst; við erum að verða eins og 300.000 manna úthverfi í bandarískri stórborg, þar sem ráðist er á fólk án tilefnis úti á götu, verslanir rændar og eigur fólks skemmdar.
![]() |
Vopnað rán í 11-11 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2009 | 12:56
Árni og töfrastundin í Herjólfsdal
Slíkt er afrek og allir sem hafa upplifað þennan viðburð vita hvað ég meina þegar sagt er að Árni er engum líkur. Hann nær að sameina fólk þessa kvöldstund óháð öllu öðru, m.a. eftir því hvaða pólitískar skoðanir þeir hafa á honum og fortíð hans.
![]() |
13 þúsund manna kór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2009 | 12:52
Vel heppnuð helgi á Akureyri
Full ástæða er til að hrósa Margréti Blöndal fyrir að hafa breytt verslunarmannahelginni á Akureyri í jákvæða og skemmtilega útihátíð, þar sem lífsgleði og notalegheit fá notið sín. Jákvæðnin og hlýjan í Margréti hefur mikið um að segja hvernig tekist hefur að breyta andrúmsloftinu í bænum þessa helgi og gera bæði bæjarbúa sem og gesti sátta við helgina. Mikið hafði verið deilt hér í bænum á umgjörð verslunarmannahelgarinnar - óánægjan sligaði hátíðina og skapaði ósætti meðal bæjarbúa.
Þetta er allt gleymt og grafið. Möggu hefur tekist að skapa notalega umgjörð um hátíðina, hefur leitað í sögulegar rætur tónlistarmenningar á Akureyri, reynt að skapa notalega stemmningu gömlu góðu Akureyrar með því að bjóða upp á pylsur með öllu plús rauðkál, endurvakti Valash-stemmninguna á Akureyri og hefur verið með lífleg þemu á helginni. Abba-þemað að þessu sinni var vægast sagt vel heppnað.
Þetta er umgjörð sem mér líst vel á. Magga á hrós skilið.... góður og glæsilegur árangur.
![]() |
Hjartans þakkir á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 16:49
Barnaleg viðbrögð Hrannars við góðri grein Joly
Greinilegt er að það fer í taugarnar á málpípu Jóhönnu Sigurðardóttur og áróðursmeistara hennar að Eva hafi skoðanir og verji Ísland.
Enn og aftur sannast að Samfylkingin er algjörlega ófær um að verja hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi.
![]() |
Hrannar sendir Joly tóninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 03:05
Lögbann á veikum grunni
Þetta er umræða sem grasserar og eðlilega vill fólkið í landinu fá að heyra alla söguna. Fylla þarf upp í heildarmynd hrunsins og nauðsynlegt er að afhjúpa algjörlega hvernig unnið var í bönkunum fyrir fall þeirra. Ekkert verður uppgjörið á þessu hruni án þess.
Vonandi verður þessu lögbanni hnekkt. Þar er frjáls umræða og fjölmiðlun í landinu undir... sjálft fjórða valdið.
![]() |
Lögbanni mögulega hnekkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 21:29
Aðför að fjölmiðlum með Kaupþingslögbanni
Lögbann á umfjöllun um lánafyrirgreiðslur Kaupþings er alvarleg aðför að fjölmiðlun á Íslandi. Eðlilegt er að fjölmiðlar segi frá slíkum stórfréttum. Þegar lánabók verður aðgengileg á netinu, birt þar opinberlega, kemur það öllum landsmönnum við og eðlilegt að það sé fjallað um það.
Fólkið í landinu á rétt á að vita hverslags ósómi og siðleysi viðgekkst í bönkunum sérstaklega síðustu dagana fyrir hrunið.
Aldrei mun nást sátt um það að þagga niður í fjölmiðlum með þessum hætti.
![]() |
Kaupþing fékk lögbann á RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 14:52
Íslandsvinurinn Eva - dugleysi íslenskra stjórnvalda
Eva Joly á heiður skilið fyrir að tjá máli Íslands á alþjóðavettvangi á þessum erfiðu tímum. Hún talar tæpitungulaust og stendur sig betur en þeir sem ráða för í ríkisstjórn Íslands, þeir sem ættu að vera að berjast fyrir því að Ísland sé ekki sparkað í svaðið. Aumingjaskapur íslenskra stjórnvalda, bæði þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og þeirrar sem áður sat, verður lengi í minnum hafður. Þar hefur verið setið hjá og horft á miskunnarlaust einelti gegn Íslandi, árás vestrænna þjóða á varnarlaust land.
Mér finnst það gott að Eva tali hreint út, segi sem allir vita að við stöndum ekki undir öllum skuldbindingum sem settar eru á íslensku þjóðina með valdi. Mér finnst það henni til sóma að tjá sig með þessum hætti. Þeir sem setið hafa í ríkisstjórn síðasta árið og gert hver mistökin á eftir öðrum ættu að taka boðskapinn til sín og viðurkenna fyrir sjálfum sér og íslensku þjóðinni að illa hafi verið að verki staðið og við sætt okkur við meira ofbeldi en við eigum að láta bjóða okkur orðalaust.
Þau einu sem hafa talað hreint út til þjóðarinnar, peppað hana upp og talað kjark og kraft til þjóðarinnar eru Eva Joly og Davíð Oddsson. Þau segja bæði að við stöndum ekki undir þessum þunga, fólk muni flýja og Ísland verða eitt fátækasta land í heimi.
Skilaboðin eru einföld en þau tala bæði heiðarlega... tala þjóðarinnar á mannamáli. Þau standa sig betur en þeir sem eiga að vera að stjórna landinu.
Eðlilega er spurt hvar fólkið sé sem eigi að vera í þessu hlutverki? Eru þau kannski upptekin við að komast til Brussel?
Þau ættu að skammast til að fara nú til þeirra sem véla um þessi mál og reyna á hvort Ísland eigi einhverja vini.
Þau ættu að hlusta á Evu!
![]() |
Stöndum ekki undir skuldabyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 14:39
Sá hlær best sem síðast hlær
Veit svosem ekki hverju skal trúa. Gert hafði verið grín að Láru eftir að í ljós kom að maður hennar var að selja svokölluð skjálftahús og það sett í samhengi. Mér finnst nú samt sem Lára hafi spáð sterkari skjálfta, ef marka mátti dramatíska spá hennar. En hvað með það. Lára er eflaust í skýjunum á meðan við hin veltum fyrir okkur hvort þetta var auglýsingatrix eða raunverulegur spádómur.
![]() |
Snarpur jarðskjálfti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2009 | 00:23
Konan í gulu dragtinni deyr
Með andláti Corazon Aquino lýkur merkilegu tímabili í sögu Filippseyja og í stjórnmálasögu Asíu sem kenna má við Marcos og Aquino - valdaátökin miklu sem enduðu með falli Marcos-stjórnarinnar árið 1986 og er konan í gulu dragtinni náði völdum. Eftir að eiginmaður hennar, Ninoy, var myrtur við heimkomuna til Filippseyja árið 1983 varð Cory Aquino andlit byltingarinnar gegn stjórnvöldum í Filippseyjum, gulu byltingarinnar fyrir nýju og breyttu samfélagi.
Fall Marcos-stjórnarinnar, þegar Reagan-stjórnin sneri baki við Marcos og pólitískum fantabrögðum hans, var táknrænt í meira lagi fyrir nýja tíma í stjórnmálum í Asíu. Með gulu og léttu yfirbragði, sem táknuðu bjartari og betri tíma, komst hún til valda. Frægt var að gerðar voru um tuttugu tilraunir til að steypa henni af stóli. En kjörtímabilið kláraði hún. Síðan varð hún einskonar táknmynd umbrotatímanna í stjórnmálasögu landsins.
Nú er hún fallin frá. Skömmu fyrir endalokin kom hún úr sjálfskipaðri þögn eftir starfslokin til að reyna að fella Gloriu Arroyo að velli, annan kvenforseta landsins. Sú barátta vakti athygli og varanleg vinslit milli þessara kvenrisa í pólitískri sögu landsins. Cory Aquino þorði í pólitík. Hennar verður minnst fyrir sumpart umbrotatíma en líka að vera andlit breytinga til að binda enda á grimmd og einræði.
![]() |
Corazon Aquino látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2009 | 16:28
Dramatísk endalok hjá Björgólfi
Þar var gamblað langt um efni fram og þeir sem tóku þar mestan þátt fóru langt fram úr sjálfum sér. Björgólfur er einn þeirra sem bera þar mikla ábyrgð. Björgólfur birtist eftir sem hinn einlægi baráttumaður gegn ósómanum, einum of seint. Afneitun hans var ekki trúverðug þá og ég efast um að margir vorkenni honum, þó fallið sé hátt. Hann talaði mikið um ábyrgð í Kastljósviðtali fyrir nokkrum mánuðum en bar hana ekki.
Í sannleika sagt trúi ég ekki Björgólfi - ímynd hans, sem hann reyndi að endurreisa, er í algjörri rúst og verður ekki púslað saman svo trúverðugt sé. Svo er það bara öllum öðrum en honum að kenna hvernig fór. Bara ef Seðlabankinn hefði látið hann fá meiri pening, þá hefði allt gengið - svo sagði Björgólfur.
Eitt er víst: Björgólfur, hinn iðrandi syndari, lenti í móðu, algjörum villigötum, og týndi sjálfum sér í græðginni. Hann hefði getað gert margt til að snúa málum á annan veg fyrir þónokkru en gerði ekki neitt, sukkaði í botn og iðraðist yfir falli sínu.
Ekki veit ég hvort Björgólfur eða aðrir yfirstjórnendur hrunsins muni rétta sinn hlut eða rísa upp úr öskustónni. En þeir eru ærulausir í þessu samfélagi. Svo mikið er ljóst.
![]() |
Björgólfur gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.8.2009 kl. 05:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2009 | 14:13
Hálft ár vinstristjórnar - óleystu verkefnin
Ekki verður séð að vinstristjórnin hafi staðið fyrir miklum þáttaskilum í íslenskum stjórnmálum. Yfirgangur framkvæmdavaldsins í garð löggjafarvaldsins hefur aldrei verið meiri en í þessari ríkisstjórn. Sannfæring þingmanna er völtuð niður miskunnarlaust, eins og sást í ESB-málinu og hefur glitt í hvað varðar Icesave-málið.
Vinstri grænir eru orðnir sérfræðingar í að taka þátt í því að gleypa sannfæringu sína í lykilmálum fyrir völdin á mettíma. Hverjum dettur í hug nú að segja að Steingrímur J. standi við sannfæringu sína og pólitískar hugsjónir, sé staðfastur baráttumaður og standi í lappirnar. Hann hefur staðið sig illa og fallið á prófinu hvað eftir annað.
Fyrsti mánuður vinstristjórnarinnar fór í að moka út úr Seðlabankanum. Endurvinna þurfti trúverðugleika var sagt. Hvar er staðan þar? Jú, sá sem mótaði stefnuna sem Seðlabankinn hefur unnið eftir í fjöldamörg ár var ráðinn seðlabankastjóri. Mikið afrek það. Var ekki sagt að allt myndi lagast ef þar yrði tekið til?
Eftir hálft ár eru vandamálin að mestu leyti óleyst. Mikið af klúðri hefur orðið á vakt þeirra sem ætluðu að breyta öllu og bæta. Verst af öllu er að gamaldagspólitík vinstriaflanna er algjör. Þeir hafa aukið mátt framkvæmdavaldsins og koma fram við Alþingi af skammarlegum yfirgangi.
![]() |
Algjört hrun í afkomu ríkissjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 17:36
Bretar og Hollendingar kippa í spotta hjá IMF
Fyrir nokkrum vikum hótaði Gordon Brown íslensku þjóðinni því að toga í spotta hjá IMF til að taka okkur í bóndabeygju. Þetta er staðfesting þess að þeir hafa öll tögl og hagldir í IMF. Þar verður hugsað um þessar skuldbindingar fyrst og fremst.
Brown veit að hann getur togað í spotta hjá IMF og innan ESB með því að manípúlera aðildarviðræðum við Ísland, þegar þær hefjast, ef hann verður annars enn við völd. Hótunin er augljós.
Nú eigum við að fara að taka til okkar ráða og sparka frá okkur - það sem við áttum að gera í haust. Þessi aumingjabragur stjórnvalda síðan í haust hefur verið okkur nógu fjári dýrkeyptur.
![]() |
Afgreiðslu AGS frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009 | 16:02
Flótti skollinn á í heilbrigðisstétt
Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið áberandi í umræðunni að undanförnu og augljóst að hún fór úr mjög krefjandi verkefnum, vel borguðum, fyrir það að halda heim. Hún var einfaldlega langhæfust umsækjenda og mikill styrkur fyrir spítalann að fá hana til starfa. Brotthvarf hennar veikir spítalann eflaust.
Hún hafði svosem átt erfitt í störfum að undanförnu og sérstaklega þegar hún var að réttlæta ráðningu spunameistara Össurar Skarphéðinssonar til spítalans. Ráðning sem leit út sem vinargreiði Ögmundar við Össur. Það var ekki beint bjartasta stund Huldu að verja það rugl.
![]() |
Hulda í ársleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2009 | 15:34
Byggt til framtíðar með lottóvinningi
Hugarfar þeirra sem vinna hafa nefnilega áhrif til framtíðar. Sumir hafa spilað stórum vinningi úr höndum sér fljótt og farið illa með auðinn. Þetta hugarfar unga mannsins er heilbrigt og gott, sérstaklega á þessum tímum sem við lifum á.
![]() |
Lottóvinngshafinn kominn fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2009 | 11:41
Er Bjarni Ármannsson að flytjast til Akureyrar?
Ég sá fjölda hinna svokölluðu útrásarvíkinga hér á Akureyri helgina sem pollamótið var haldið. Ef setið var á Bláu könnunni og gengið um miðbæinn mátti rekast á allnokkra og ég rakst á Sigurð Einarsson í Kaupþingi. Þetta var örugglega hann, varla var hann í sumarbústaðnum sínum í Borgarfirði. Varð var við að þessir útrásarvíkingar vöktu athygli fólks. Veit svosem ekki hvort eitthvað var vegið að þeim, en ég heyrði mikið talað um heimsókn þeirra dagana á eftir.
Skil svosem vel að Bjarni vilji flytja út á land og telji það rólega vist. En ég er viss um að ólgan vegna útrásarvíkinganna er litlu minni þar.
27.7.2009 | 11:26
Ómerkileg framkoma
Æ betur sést að við eigum að taka á okkur miklar byrðar gegn því að fá aðgöngumiða inn í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Verst af öllu er að þeir stjórnmálamenn eru til hér á Íslandi sem eru tilbúnir að semja Ísland í vonlausa stöðu til að eygja von á nokkrum skrefum í áttina að gömlum pólitískum draumi, sem hefur verið mjög fjarlægur lengi. Ekki þarf að undra að Samfylkingin gengur þar fremst í flokki.
Framkoman við Ísland í Fortis-banka er lýsandi um hvernig staða Íslands er. Þar er eflaust mörgum um að kenna, en mikill ábyrgðarhluti er að taka eina þjóð af kortinu fyrir afglöp nokkurra.
![]() |
Sitja á hundruðum milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |