20.3.2009 | 02:59
Sorgarsaga Natöshu
Væntanlega verður mikið velt fyrir sér hvað hafi verið hægt að gera og hvort hægt hafi verið að bjarga henni. Allt fór á versta veg. Fyrstu viðbrögð hafa alltaf úrslitaáhrif þegar fólk slasast. Ég vona að þetta hafi fyrst og fremst þau áhrif til góðs að fólk fari ekki á skíði nema vera með hjálm á höfðinu.
![]() |
Hefði getað bjargað Richardson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 20:18
Jóhanna lætur undan þrýstingi spunameistaranna
Greinilegt er að allir óvinsælu foringjar Samfylkingarinnar ætla að komast á leiðarenda með því að svífa á vinsældum Jóhönnu. Hún á að leiða allt óvinsæla og gamla liðið, í ríkisstjórn á síðustu tveimur árum, aftur til valda. Þetta er svolítið kostulegt plott en mjög fyrirsjáanlegt, enda hefur enginn annar þennan styrkleika. Upphaflega átti að láta hana vera í hliðarhlutverki; fara í þingforsetaembættið á þessu ári og klára kjörtímabilið og ferilinn þar.
Nú er hún orðin ótvíræður leiðtogi Samfylkingarinnar og sú sem getur leitt vagninn, hefur vinsældirnar sem hjálpar öllum þeim óvinsælu, t.d. Össuri sem fékk rassskell í prófkjörinu í Reykjavík, fékk aðeins þriðjung atkvæða í annað leiðtogasætið í Reykjavík. En Jóhanna er að verða 67 ára gömul, orðin greinilega svolítið þreytt og hugsar til pólitískra endaloka.
Hún verður því aðeins uppfyllingarefni um stund, á meðan valdabaráttan um forystuna er í raun geymd fram á næsta kjörtímabil. Jóhanna er hinsvegar gamalt andlit í pólitískri baráttu - hefur setið á þingi frá vinstrisveiflunni árið 1978, fór á þing með Vilmundi Gylfasyni, arkitekt þeirrar sveiflu, og hefur mikla reynslu að baki.
Slíkt er bæði kostur og galli á breytingaári í stjórnmálum. Við skulum samt ekki gleyma því að á meðan Jóhanna er klöppuð upp til forystu eru valdaátökin undir niðri. Þeim er ætlað að vera í aukahlutverki. Við skulum því hafa fókusinn á sviðinu öllu hjá Samfylkingunni.
Um leið og gamla baráttukonan er klöppuð upp til forystu, gegn vilja hennar, hefst baráttan um hver leiði flokkinn á næstu árum. Jóhanna verður aðeins biðleikur eftir þeirri forystu.
![]() |
Jóhanna svarar kalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 00:58
Natasha Richardson látin - Redgrave-ógæfan

Þá er breska leikkonan Natasha Richardson, eiginkona leikarans Liam Neeson, látin, aðeins 45 ára að aldri. Þetta eru afar sorgleg endalok, en haldið var um stund í þá veiku von að hún myndi ná sér. Natasha Richardson var ekki aðeins heimsþekkt leikkona og gift frægum leikara, einum af þeim bestu í kvikmyndabransanum, heldur afkomandi þekktra leikara.

Móðir hennar er óskarsverðlaunaleikkonan Vanessa Redgrave, sem þekktust er fyrir óskarstúlkun sína í Juliu árið 1977, auk Agöthu og Howards End, og pólitíska þátttöku og umdeildar skoðanir, og faðir hennar var leikstjórinn Tony Richardson, sem hlaut leikstjóraóskarinn fyrir kvikmyndina Tom Jones árið 1963 og gerði t.d. ennfremur Blue Sky í upphafi tíunda áratugarins.

Vanessa var eitt sinn í sambúð með Bond-leikaranum Timothy Dalton, og er auðvitað dóttir hins fræga breska leikpars Michael Redgrave (sem var einn besti leikari Bretlands fyrr og síðar) og Rachel Kempson. Natasha lék sjálf talsvert og átti ágætis feril, lék t.d. í myndinni um Patty Hearst og Nell (hún kynntist Neeson við gerð hennar) og Parent Trap.
Hún var samt alltaf í skugga systur sinnar, Joely, sem þekkt er fyrir leik sinn í Nip/Tuck og fjölda kvikmynda. Redgrave-ógæfan er orðin margfræg. Þó fjölskyldan hafi verið mjög fræg og verið ein sú traustasta í breskri leiksögu og orðið heimsfræg hefur hún orðið fræg fyrir persónulega erfiðleika og ólán í einkalífinu.
Sjálf neitaði Natasha þessu oft og sagði þetta þjóðsögu. Sorgleg örlög hennar fær eflaust marga til að hugsa um Redgrave-ógæfuna.
![]() |
Natasha Richardson látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 23:06
Glæsilegur sigur í Skopje - sæt hefnd
Finnst Guðmundur hafa gert frábæra hluti með liðið. Hann tók við því þegar enginn vildi taka verkefnið að sér og gerði það traust á heimsmælikvarða. Margir framtíðarmenn í handboltanum höfnuðu því að fóstra liðið næstu skrefin og flestir töldu þrautagöngu framundan. Sú varð raunin með Makedóníuleikana en Ólympíuárangurinn var sætur og góður í kjölfarið.
Flott hjá strákunum. Þetta er sæt og kærkomið hefnd fyrir niðurlæginguna gegn Makedóníu í fyrra og er gott fyrir þjóðarstoltið.
![]() |
Frábær sigur í Skopje |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 14:50
Mikilvægt að flokksmenn fái valkosti í forystuna
Í raun eru allir fundarmenn þó í framboði og flokksmenn geta skrifað hvaða nafn sem þeir vilja á atkvæðaseðilinn. Hinsvegar hefur jafnan verið svo að menn gefa upp formlega framboð sín og eðlilega hafa fleiri áhuga á að skipa þau sæti en Bjarni og Þorgerður. Sjálfur tel ég að Bjarni eigi að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hef lýst yfir stuðningi við hann. Hinsvegar finnst mér ekki óeðlilegt að einhver annar hafi áhuga á því að taka við formannsembættinu þegar Geir H. Haarde hættir í stjórnmálum.
Ekki hefur verið tekist á um formennskuna síðan Davíð Oddsson felldi Þorstein Pálsson fyrir átján árum, en síðast var kosið um varaformennskuna í spennandi kosningu fyrir fjórum árum þegar Þorgerður Katrín sigraði Kristján Þór. Ekkert á að vera sjálfgefið í þessum forystumálum. Þessi landsfundur á að vera vettvangur uppgjörs. Þeir sem sigra hljóti nýtt umboð og ef aðrir vilja sækjast eftir þeim embættum eiga þeir að bjóða sig fram og reyna á styrkleika sinn og hvar þeir standa.
![]() |
Kristján Þór íhugar framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 00:20
Straumi kippt úr sambandi
Ég vorkenni starfsfólki bankans, samt öllu meir, en nokkru sinni hinum aðilum málsins. Þeirra bíða erfiðir tímar.
![]() |
Innistæður Straums flytjast yfir til Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2009 | 21:40
Andlit illskunnar afhjúpað án möppunnar

Josef Fritzl hefur verið nefndur andlit illskunnar í austurrískum fjölmiðlum, sem hafa ekki hikað við að niðurlægja hann, gera grín að honum og uppnefna, ekki að ástæðulausu. Fritzl hefur ekki þorað að sýna andlit sitt í réttarhöldunum og hefur falið það í blárri möppu, fullri af gögnum, til þess að fjölmiðlar geti ekki myndað svipbrigði hans. Fyrsta myndin af honum án möppunnar hefur farið á alla fréttavefi í heiminum í dag. Varð auðvitað fyrirsögn strax á fréttamiðlum að þeir hefðu náð bráðinni.
Pressan lýsir Fritzl sem aumingja, hann sé heigull að sýna ekki andlit sitt. Tek undir það. Dómurinn yfir honum verður þungur, bæði af hálfu dómstóla og almennings. Sálfræðilega er mikilvægt að skyggnast inn í svo sýktan huga; fá svör við spurningunum áleitnu og átta sig á því afli sem knúði hann í þennan blekkingarleik og misnotkun á eigin barni.
Og hvernig er hægt að færa afkomendur blóðskammarinnar lífið, sum eru um tvítugt fyrst að upplifa lífið. Áleitin viðfangsefni blasa við til að gefa þolendum tækifæri til að upplifa það líf sem við teljum sjálfsagðast af öllu í veröldinni. Og þessi hundingi fær þungan skell og á hann skilið.
![]() |
Fritzl sýnir andlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2009 | 18:01
Ómálefnaleg viðbrögð við tillögum Tryggva Þórs
Hvernig er það, hafa þessir forystumenn þjóðarinnar ekkert fram að færa í efnahagsmálum nema fimmaurabrandara? Ef þau ætla að gagnrýna tillögur Tryggva Þórs væri þá ekki nær að þau kæmu með einhverjar tillögur og sýndu að þau væru að gera eitthvað annað en búa til brandara þegar vantar leiðsögn í þessu landi, alvöru forystu.
Hvaða tillögur hafa stjórnvöld fram að færa til lausnar hinum aðsteðjandi og augljósa vanda sem blasir við heimilum landsins? Nú duga engir fimmaurabrandarar frá þeim sem ráða för!
![]() |
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 12:05
Heiðarleiki í vafa - tengsl Logos við Baug ljós

Tilraunir forsvarsmanna lögfræðistofunnar Logos að neita tengslum við Baug voru pínlega vandræðalegar. Heiðarleikinn var undir og þeir glötuðu honum sjálfir með því að reyna að ljúga sig frá augljósum staðreyndum. Myndin af Jóni Ásgeiri, að koma út úr húsakynnum Logos eftir krísufund vegna FL Group, er nóg ein og sér til að vekja efasemdir, ekki þarf að grafa dýpra. Mér finnst þetta afleitt.
Þeir sem eiga að taka að sér stærsta gjaldþrotamál í Íslandssögunni standa ekki undir lágmarks kröfum um heiðarleika, þeir misstu hann á fyrsta degi. Svo er ljóst nú að skiptastjórinn kom eigum sínum undan. Ekki glæsilegur upphafsreitur sem hann er á þessi maður.
Þetta verður að taka fyrir frá grunni og skipta um þann sem heldur utan um þetta risavaxna gjaldþrot. Trúverðugleikinn er undir, heiðarleikinn er þegar farinn.
![]() |
Víðtæk tengsl við Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2009 | 00:42
Eiga leikskólastarfsmenn að geta slegið börn?
Þetta er grundvallaratriði. En lögin vernda vissulega starfsmenn frá uppsögn og það virðist þurfa langt ferli til að þeir víki úr starfi. Í þessum efnum þarf að geta tekið á málum fljótt og vel. Enginn vill að einstaklingur sem hefur misst stjórn á skapi sínu af slíkum ofsa að slá smábarn passi sín börn eftir það.
Þetta mál opnar vissulega aðra umræðu og það er hvenær er virkilega hægt að treysta öðrum fyrir að passa börn. Hún á að vera óþörf en hlýtur að verða opinber þegar slíkt gerist hjá stofnun sem treyst er fyrir miklu verkefni. Þessi vafi á ekki að þurfa að vera til staðar.
![]() |
Hefur verið sagt upp störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 00:22
Prófkjörshugleiðingar
Á kjördegi var ég að vinna í Oddeyrarskóla, enda í kjörstjórn. Við áttum góðan dag saman, enda öflugt fólk að vinna þar saman og spjallið var skemmtilegt í kjördeildum eða kaffipásunum. Vil þakka Önnu Þóru, Bjössa, Mæju, Jóni Oddgeiri, Sigrúnu Björk, Bjarna, Gullu, Oktavíu, Gunni, Þóru, Jóni Viðari, Kolbrúnu, Sölva, Þórði, Benjamín, Önnu Jenný og öllum öðrum fyrir skemmtilega samvinnu í þessu ferli.
Sérstakar þakkir fær Helga Ingólfs fyrir frábærar veitingar og halda vel utan um kaffideildina á kjörstað. Þetta er frábært teymi. :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 22:32
Djöfull í mannsmynd
Eftir því sem Josef Fritzl talar meira um ástæður meðferðar sinnar á eigin dóttur verður það óhugnanlegra og sorglegra - hann er einfaldlega djöfull í mannsmynd. Mjög undarlegur er að hann reyni að milda álit fólks á sér með því að vitna í að hann hafi nú verið fórnarlamb sjálfur, sé annað hvort geðveikur eða bugaður af eigin lífsreynslu forðum daga. Þetta er útspil til að reyna að milda dóminn. Dæmt til að mistakast.
Öll verk þessa manns síðasta hálfan þriðja áratuginn sýna og sanna að maðurinn var viti sínu fjær, hreinlega djöfull í mannsmynd. Óhugur almennings er skiljanlegur og eðlilega er talað um dauðadóm. Æ fleiri styðja að taka upp dauðadóm í Austurríki svo taka megi Fritzl af lífi. Dómharkan er eðlilegt, enda velta allir fyrir sér hvernig nokkur maður geti komið fram við afkomendur sína með svo djöfullegum hætti.
Lýsingarnar á því hvernig hann gat spunnið verk sín áfram allan þennan tíma eru í senn sorglegar og ógnvekjandi. Sá maður sem getur beitt fólk af eigin holdi og blóði svo ógeðslegri meðferð er auðvitað fjarri því að vera heill á geði og væntanlega átti heldur enginn von á því. Þetta mál er fyrst og fremst áfellisdómur yfir þeim sem rannsökuðu það og áttu að kveikja á perunni.
Veigamiklar staðreyndir, sem gátu aldrei myndað heilstæða og eðlilega mynd, um Fritzl og heimilisaðstæður hans, auk þess karaktereinkenni hans og fyrri afbrot áttu að leiða menn rétta leið löngu fyrr. Þessi djöfull í mannsmynd mun vonandi hljóta makleg málagjöld að lokum.
![]() |
Notaði hana eins og leikfang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2009 | 18:20
Tryggvi Þór stimplar sig inn í kosningabaráttuna
Ég varð mjög var við að tillögur Tryggva Þórs slógu í gegn í prófkjörsbaráttunni hjá okkur sjálfstæðismönnum. Hann stóð sig langbest allra á framboðsfundi hér á Akureyri á fimmtudag. Sumir frambjóðendur ætluðu þar að sækja að Tryggva vegna þessara tillagna og reyna að láta þær líta út eins og barnalegar eða óraunhæfar.
Tryggvi Þór skaut alla slíka gagnrýni niður, næsta auðveldlega. Vissulega er eðlilegt að ræða þessar tillögur og eiga um þau skoðanaskipti. Þeir sem vilja skjóta þær niður verða þó að koma með konkrett tillögur en láta ekki skjóta sig svona á færi. Eiginlega lágmark.
![]() |
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.3.2009 | 14:36
Réttir útreikningar - stjórnlagaþing verður dýrt
Mér finnst eðlilegt að velta því fyrir sér hvort rétt sé að setja tvo milljarða plús í þetta verkefni. Ég hef hingað til haldið að það sé verkefni alþingismanna, kjörnum af landsmönnum öllum, að setja lög og vinna að málum. Þeir eiga ekki að vera til skrauts þegar kemur að slíkum lykilmálum sem þeim ber full skylda að vinna að.
Þeir sem hátt tala um að breyta þurfi stjórnarskrá á örfáum dögum, í fljótaskrift og án samráðs allra flokka, eru ekki mjög trúverðugir í þessu máli. Reyndar finnst mér aðeins einn flokkur heiðarlegur í stuðningi við stjórnlagaþing. Vinstriflokkarnir eru bara að slá pólitískar keilur með orðum sínum og verkum þessa dagana.
Gott dæmi er persónukjörið. Í miðjum átökum í prófkjörum um allt land er sveigt af leið og talað um persónukjör eftir innan við 40 daga í alþingiskosningum. Er þessu fólki virkilega alvara?
![]() |
Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 10:24
Logos vinnur úr málum Baugs - er þetta í lagi?
Gjaldþrot Baugs er risavaxið í Íslandssögunni. Því vekur eðlilega athygli að Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos, sé valinn skiptastjóri þrotabúsins. Tengsl Logos við Baug eru augljós og endanlega staðfest nú. Er þetta í lagi? Ætlar þjóðin virkilega að láta þetta yfir sig ganga? Er að eðlilegt að lögmaður þessarar lögfræðistofu taki öll völd í þessu mikla þrotabúi - staða skiptastjóra er jú gríðarlega sterk í þessu ferli.
Allar vanhæfisreglur hljóta að verða virkar í þessu máli - allar bjöllur hljóta að klingja. Miklu skiptir að mál á borð við þetta sé hafið yfir allan vafa og augljóst sé að unnið verði heiðarlega og vel. Enginn vafi má vera þar. Varla er hægt að finna stofu sem tengist fyrirtækinu Baugi með jafn afgerandi hætti og Logos.
Þessi tengsl eru nú endanlega staðfest. Hafa vissir menn aðra í vasanum endalaust? Þennan gjörning verður að stöðva!
![]() |
Logos vann fyrir Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2009 | 00:54
Átti Jón Ásgeir snekkjuna og flugvélina?
Varla er nokkur hissa á því að Jón Ásgeir hafi selt snekkjuna og flugvélina, enda Baugur kominn á hausinn og blekkingarhjólið verið stöðvað. Á þessi tilkynning að fá þjóðina til að vorkenna honum eða til að róa landsmenn? Þeir fái á tilfinninguna að Jón Ásgeir ætli nú að slá af í lífsstandard og taka því rólega. Meira ruglið.
En stóra spurningin er sú hver átti þessa snekkju og flugvél. Napra staðreyndin virðist vera sú að bankarnir hafi átt þetta allt og fjármagnað þessa vitleysu. Kjaftasagan um íbúðina í New York var jú sú að hún hafi verið lánuð í topp af Landsbankanum. Tekin svo upp í skuldahítina.
Ég sá um daginn hina miklu frétt að Jón Ásgeir hefði verið á farrými skör neðar en Saga Class og verið mjög órólegur. Efast um að margir gráti í takt við þessa aumu pr-mennsku vissra aðila.
![]() |
Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 21:07
Birkir Jón sigrar Höskuld - vandfyllt skarð Völlu
Litlar breytingar verða í forystunni í kjördæminu þó Valla hætti. Listinn frá 2007 færist einfaldlega upp. Huld Aðalbjarnardóttir færist úr fjórða sætinu upp í það þriðja og Sigfús Karlsson, sem var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili með Huld, hækkar líka. Enn sem fyrr er enginn Austfirðingur í forystusveitinni. Það er af sem áður var þegar Framsókn á Austurlandi átti væn foringjaefni og lykilmenn í pólitískri baráttu.
Skarð Valgerðar Sverrisdóttur er vandfyllt. Ég tel að það verði erfitt verkefni fyrir hina ungu menn að gera það. Nú reynir á þá. Valla var pólitískt hörkutól og hún lék lykilhlutverk í mestu sigrum Framsóknar á þessu svæði, bæði 2003 þegar stórmerkilegur sigur vannst á örfáum dögum og í varnarsigri síðast þegar flokkurinn hrundi um allt land, nema í Norðaustri.
![]() |
Birkir Jón sigurvegari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 18:02
Traustur sigur Tryggva Þórs - Arnbjörg fellur
Stóra spurningin nú er hvort Abba muni taka þriðja sætið. Á kjördæmisþingi í nóvember 2002 tapaði Abba slagnum um annað sætið við Tómas Inga og varð þriðja. Hún féll af þingi í kosningunum um vorið en kom svo inn nokkrum mánuðum síðar. Hún byggði upp pólitíska stöðu sína hratt og vel, náði þingflokksformennskunni árið 2005 og hélt henni eftir síðustu kosningar - var mjög náin Geir H. Haarde í flokksvinnunni. Þessi niðurstaða er gríðarlegt áfall fyrir hana.
Björn Ingimarsson kemur sterkur til leiks í fjórða sætið. Hann stóð sig mjög vel í prófkjörsbaráttunni og ég ákvað að styðja hann eftir því sem nær leið prófkjöri, enda mjög traustur valkostur. Soffía Lárusdóttir á Egilsstöðum stefndi hátt en uppsker ekki eins vel og hinir Austfirðingarnir. Anna Guðný fær glæsilega kosningu í sjötta sætið og ég er mjög ánægður með hversu vel henni gekk. Hlakka til að sjá til verka hennar í pólitísku starfi í kjölfarið.
Leitt að Jenni náði ekki sínu markmiði. Hann var mjög traustur í prófkjörsbaráttunni en hefur greinilega lent inn á milli í Austfjarðabaráttunni um annað sætið. Leiðinleg útkoma hvað það varðar. En í heildina er þetta sterkur listi. Ég óska Tryggva Þór innilega til hamingju, hann fékk sínar hamingjuóskir frá mér á Hótel KEA áðan, en ég endurtek þær enn og aftur. Líst mjög vel á að fá hann inn á þing fyrir kjördæmið.
Kristján Þór fær traust umboð í leiðtogastólinn og gott umboð. Staða hans er mjög sterk í kjölfarið og hann fer reyndari inn í væntanleg kosningaátök en síðast, reynslunni ríkari eftir umbrotatíma í pólitíkinni að undanförnu. Kjörsóknin hefði mátt vera meiri, en hún er dræm víðast hvar um land - við getum vel við unað miðað við kjörsókn t.d. hjá stóru flokkunum í borginni.
![]() |
Kristján leiðir í NA-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 16:18
Tryggvi Þór á leiðinni á þing
Svo koma Soffía Lárusdóttir og Akureyringurinn Anna Guðný Guðmundsdóttir, sem kemur sterk til leiks í frumraun sinni í pólitík. Sakna helst að gamall félagi úr ungliðastarfinu, Jens Garðar, er ekki í topp sex en vonandi bætist úr því.
![]() |
Tryggvi Þór í öðru sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2009 | 12:33
Traustur sigur Ragnheiðar - þrjár konur í topp 4
Þetta er mjög sterkur listi, enda eru þrjár konur í fjórum efstu sætum - þar af þrjár mjög öflugar konur. Unnur Brá nær öruggu þingsæti og er mjög vel að því komin. Stóri sigurvegarinn hlýtur þó að teljast Íris Róbertsdóttir, kennari í Vestmannaeyjum, en hún nær baráttusætinu traust og flott. Hún hlýtur að verða forystukonan úr Eyjum þegar Árni hverfur á braut, en væntanlega eru þetta síðustu kosningarnar hans í framboði. Líst mjög vel á að fá hana í efstu sætin.
Þetta er því góður listi í heildina. Árni Johnsen hefur þó alla tíð verið umdeildur - hann heldur þó sínu sæti í þessu prófkjöri, væntanlega hans síðasta. Hann var þó aldrei nein ógn fyrir Ragnheiði Elínu í fyrsta sætið. Sigur hennar er mjög afdráttarlaus og traustur. Ég vil óska Ragnheiði Elínu innilega til hamingju með glæsilegt kjör, auk þess sem ég er ánægður með trausta kosningu Unnar og Írisar í vænleg sæti.
![]() |
Ragnheiður Elín sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |