Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Snjall leikur hjá stjórnarandstöðunni

Mér finnst það snjall leikur hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að leggja fram sína eigin þingsályktunartillögu í Evrópumálum gegn tillögu utanríkisráðherra. Þar sem þingstyrkur er fyrirfram svipaður til beggja tillagna, þar sem vinstri grænir eru frekar lost, verður áhugavert að sjá hvað muni gerast. Ljóst er að sex til sjö stjórnarþingmenn úr VG, hið minnsta, munu greiða atkvæði gegn tillögu utanríkisráðherrans og margir í vafa um hvað eigi að gera og líklegir til að sitja hjá.

Ný tillaga fær fram aðra sýn á Evrópuumræðuna og reynir virkilega á afstöðu þeirra sem sitja á þingi og eru áttavilltir á því hvaða stefnu eigi að fara. Engin afstaða er að sitja hjá og því ætti önnur tillaga að geta reynt á afstöðu þeirra.


mbl.is Sameiginleg ESB-tillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama tilnefnir Soniu Sotomayor í Hæstarétt

Barack Obama og Sonia Sotomayor
Val Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, á Soniu Sotomayor sem hæstaréttardómara er skynsamlegt og traust. Með því slær hann tvær flugur í einu höggi; velur konu sem dómara og ennfremur fyrsta dómaraefnið af spænskum uppruna. Obama var undir miklum þrýstingi að velja konu í réttinn en ennfremur var augljóst að hinir fjölmörgu stuðningsmenn forsetans úr röðum spænskra og blökkumanna gerðu kröfu um að fá sinn fulltrúa í réttinn, sem viðurkenningu fyrir mikinn stuðning í forsetakosningunum á síðasta ári.

Telja má líklegt að Obama velji blökkumann næst þegar sæti losnar í réttinum sem gerist eflaust á þessu kjörtímabili þar sem vangaveltur eru um hversu lengi hinn níræði John Paul Stevens, sem verið hefur dómari frá árinu 1975, muni sitja í réttinum og hvort Ruth Bader Ginsburg muni hætta af heilsufarsástæðum en hún greindist með briskrabbamein fyrir nokkrum mánuðum og er nýkomin úr læknismeðferð. Aðeins er einn blökkumaður í réttinum; Clarence Thomas, sem skipaður var af George H. W. Bush árið 1991.

Ronald Reagan setti það fram sem kosningaloforð í forsetakjöri 1980 að velja fyrstu konuna í Hæstarétt yrði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Sumarið 1981 ákvað Reagan að skipa Söndru Day O´Connor, dómara frá Arizona, í réttinn. Reagan talaði aðeins við Söndru í valferlinu, en hún kom til greina í hópi nokkurra kvendómara. Hann hreifst af gáfum hennar og uppruna hennar úr vestrinu. Frægt var að þau töluðu meira um hesta og búgarðalífið í suðurríkjunum en lög í hinu formlega viðtali.

Bill Clinton valdi Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétt árið 1993 eftir að hann hafði áður ætlað að velja annað hvort Stephen Breyer (sem hann valdi ári síðar þegar sæti losnaði aftur) eða Mario Cuomo, ríkisstjóra í New York, (sem vildi ekki svara símtölum forsetans og taldi sig ekki eiga neitt vantalað við hann). Ginsburg heillaði Clinton með víðtækri þekkingu á lagalegum álitaefnum og fyrir brautryðjendastörf sín í jafnréttismálum í lagakerfinu. Eftir að hafa rætt við Ginsburg mun Clinton hafa sagt: Ef Cuomo svarar ekki strax mun ég bjóða Ruth sætið.

George W. Bush skipaði Harriet Allan Myers sem dómara við Hæstarétt í stað Söndru Day O'Connor haustið 2005. Valferlið strandaði vegna þess að honum tókst ekki að tryggja stuðning við Harriet á meðan þingrepúblikana og forsetinn varð að fá Harriet til að afþakka sætið og bauð Samuel Alito það skömmu síðar. Bush gerði þau miklu mistök að velja konu í réttinn sem naut ekki þingstuðnings og hafði ekki þann trausta bakgrunn sem krafist var í hinni pólitísku refskák sem fylgir valinu, enda verður öldungadeildin að staðfesta útnefninguna.

Ekki er nokkur vafi á því að valið á Soniu Sotomayor mun styrkja Obama í sessi meðal kjósenda af spænskum ættum og meðal kvenna. Þar sem aðeins ein kona var í réttinum (og hún orðin veik og líkleg til að hætta) var pressan mikil á að kona yrði valin og auk þess að dómarinn yrði af spönskum ættum. Þetta val sameinar þessa kosti.

Blökkumenn gerðu miklar kröfur líka, enda fyrsti þeldökki forsetinn við völd í Hvíta húsinu, og þeir lögðu mikið á sig til að tryggja kjör hans og töldu sigur hans mikinn sigur í langri réttindabaráttu. Ekki þarf að efast um að á meðal helstu blökkumannahópanna, t.d. í Illinois, í Suðurríkjunum og í Kaliforníu er óánægja með valið.

En við getum líka verið viss um að Obama mun hugsa til þeirra þegar sæti losnar næst.


mbl.is Obama tilnefnir hæstaréttardómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að eiga nýtt upphaf með fortíðarfólkinu?

Ég er ekki undrandi á því að kröfuhafarnir vilji setja af forstjóra Exista. Ef þeir njóta ekki trausts eru engar forsendur fyrir því að hafa stjórnendur sem hafa spilað djarft og eru táknmyndir gömlu og spilltu tímanna í bissness. Heiðarlegt að reyna að byrja upp á nýtt sé þess einhver kostur. Eigi fyrirtækin annars að eiga einhverja framtíð undir sömu merkjum aftur.

Mikilvægt er að taka til og reyna að byrja upp á nýtt, sé þess einhver kostur. Andlit liðinna tíma eru ekki hluti af nýrri framtíðarsýn. Slíkt sjá allir.


mbl.is Vilja reka forstjóra Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlar tuggur hjá Jóhönnu - engin framtíðarsýn

Afskaplega var það nú sorglegt að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í þingumræðum síðdegis. Hún tafsaði þar á gömlum tuggum um stöðu efnahagslífsins. Gamlar fréttir sem við höfum heyrt margoft. Við vitum öll að staðan er grafalvarleg og það þarf að taka ákvarðanir og marka einhverja framtíðarsýn, koma með lausnir og keyra hlutina áfram. En það er engin framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Hún er algjörlega blankó.

Vorkenndi Jóhönnu í umræðunum. Held að Jóhanna viti ekkert hvað eigi að gera og sé alveg ráðalaus frammi fyrir vandanum. Þessi stjórn hefur setið í rúma hundrað daga og ekkert gert til að taka á stöðunni. Hún er enn í myrkrinu, situr á mikilvægum gögnum og skýrslum og vill ekki tala hreint út við þjóðina. Þetta er sorglegt lið, lið sem veit ekkert í sinn haus.

Þessi umræða var aðeins upplýsandi að einu leyti. Ríkisstjórn Íslands er alveg lost.

mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Borgarahreyfingin að springa á mettíma?

Aðeins mánuði eftir þingkosningarnar virðist allt komið upp í bál og brand innan Borgarahreyfingarinnar. Lýsingarnar af fundinum í gær gefur til kynna að þetta verði varla langlíf stjórnálasamtök. Enda voru þau stofnuð fyrst og fremst vegna óánægju í samfélaginu. Fulltrúar þeirra í forystunni eru ólíkt fólk með ólíkar lífshugsjónir og hefur fyrst og fremst orðið sammála um að tjá andstöðu við kerfið. Ekki verður mikið vart við ferska nálgun pólitískt og fyrstu áherslumálin gáfu til kynna mun frekar diss á hefðir en vel mótaða stjórnmálastefnu.

Held að það sé ofrausn að halda að þessi hreyfing haldi saman heilt kjörtímabil fyrst að svona er komið eftir fyrsta mánuðinn á Alþingi. Annars finnst mér merkilegt hvað er lítið talað um hversu sóló Þráinn Bertelsson er í þessum félagsskap. Hann var ekki sjáanlegur í bandalaginu með Birgittu, Þór og Margréti í að hunsa messuna, er ekki í stjórn þingflokksins og var ekki ræðumaður í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra, þó hann sé elstur og þekktastur þingmannanna. Enda heyrast ýmsar sögur um að hann sé frekar einn á báti.

Ætli það sé nokkuð óeðlilegt að búast við því að einn eða fleiri þingmenn Borgarahreyfingarinnar verði komnir í aðra flokka fyrir mitt tímabil, verði það annars svo langt. Fátt bendir til að við séum á heilsteyptu kjörtímabili, að nokkru leyti. Pólitískur stöðugleiki er lítill sem enginn.

Ekki er trúverðugt að Borgarahreyfingin hafi samið sig upp í hjónasængina hjá stjórnarflokkunum. Valdið og áhrifin sem þau fengu með því kompaníi var langt fram yfir kjörfylgi og í raun ekki þeim til sóma. Valdið heillar alltaf jafn mikið.

Ef Borgarahreyfingin ætlar að taka sér stöðu með ríkisstjórninni þegar líður á sumarið mun líftími þeirra verða styttri en margan grunaði fyrir nokkrum vikum. Auk þess virðast innan innanmeinin ansi mikil. Heilindin eru ekki til staðar.

mbl.is Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerðir útúrsnúningar hjá Ólafi í Samskip

Ólafur Ragnar á góðri stundu með Sheiknum
Yfirlýsing Ólafs í Samskipum er full af dæmigerðum útúrsnúningum, þeim sömu og einkenndu málatilbúnað og tjáningu Baugsmanna á sínum tíma. Á ekki von á að hann muni eiga jafn auðvelt með að snúa sér úr heimatilbúinni ógæfu. Landsmenn hafa lágmarks þolinmæði fyrir þeim vinnubrögðum sem einkenndu bixið hjá Ólafi með Sheiknum.

Skítalyktin af þeim vinnubrögðum leggur langar leiðir og fáir tilbúnir til að vorkenna þeim sem stóðu að þeim vinnubrögðum. Ólafur í Samskipum á ekki inni mikinn stuðning hjá þjóðinni. Flestum er einfaldlega nóg boðið af öllu ruglinu.

En mér finnst eðlilegt að taka undir með Agli Helgasyni: Af hverju var ekki gerð húsleit á Bessastöðum?

mbl.is Rannsókn leiði í ljós sakleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gert grín að Jóni Ásgeiri í Telegraph

Jón Ásgeir með Ólafi Ragnari á góðri stundu
Mér finnst það alveg unaðslegt hvernig dálkahöfundurinn Jonathan Russell dregur Jón Ásgeir Jóhannesson sundur og saman í háði í flottri grein í Telegraph um helgina. Er þar talað um nýtt fyrirtæki Jóns Ásgeirs í London sem fyrst hafi verið stofnað sem Foldtown á 41 Chalton Street, síðan breytt í Tecamol á 55 Baker Street og loks JMS Partners á 413 Oxford Street. Allt á örfáum mánuðum.

Á eftir kemur þessi mergjaða greining hjá Ross: "I would give him a call to ask what is going on, but I fear I wouldn't know where to find him. Anyway let's hope it is fifth time lucky for Jon. Baugur and three previous companies 365 Media, FLGroup/Stodir and Teymi have all failed. He could do with a bit of success, and some extra cash."

Algjör skyldulesning þessi grein.

Húsleit hjá Ólafi - ábendingin kom frá Davíð

Mikil tíðindi eru að leitað hafi verið á heimili Ólafs Ólafssonar í Samskipum í dag. Eftir margra mánaða vangaveltur um eðlilega viðskiptahætti er rannsóknin komin á fullt. Eins og kunnugt er kom ábendingin um viðskipti Q Iceland Finance í Kaupþingi frá Davíð Oddssyni, fyrrum seðlabankastjóra og forsætisráðherra. Hann upplýsti um það í frægu Kastljósviðtali í febrúarmánuði.

Ólykt var af þessum viðskiptaháttum - innkoma Sheiksins þótti aldrei trúverðug og ekki óeðlilegt að farið sé í alvöru rannsókn. Velta þarf við öllum steinum og klára þetta mál með sóma. Mér finnst saksóknarinn hafa staðið sig vel í dag og sýnt og sannað að hann er á vaktinni.

mbl.is Leitað á heimili Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var að eitthvað almennilegt var gert

Ég fagna því að sérstakur saksóknari sé loksins farinn að gera eitthvað í rannsókn sinni sem tekið er eftir. Húsleitirnar marka þau þáttaskil að fólk fær á tilfinninguna að verið sé að taka á því sem þarf að gera. Slíkt er mikils virði.

Mér finnst Gunnar Andersen hafa byrjað vel hjá Fjármálaeftirlitinu. Loksins fær þjóðin það á tilfinninguna að þar sé fólk á vaktinni en ekki steinsofandi í sínum verkum.

Saksóknarinn hefur verið undir ámæli um að vera ekki nógu sýnilegur og nægilega öflugur í sínum verkum. Hann hefur sýnt það í dag að þar er unnið að málum.


mbl.is Húsleit gerð á 10 stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn í algjörri afneitun

Mér finnst það algjör dónaskapur hjá Steingrími J. við fólkið í landinu að segja að það skynji ekki hversu alvarleg staðan sé. Nær væri fyrir fjármálaráðherrann að líta í eigin barm og fara að gera eitthvað; taka einhverjar ákvarðanir og sýna fólkinu að stjórnvöld hafi einhverja framtíðarsýn.

Ríkisstjórnin er mun frekar í afneitun heldur en fólkið í landinu. Þessi ríkisstjórn var mynduð stóru gati þegar kom að ríkisfjármálum og hefur aldrei komið með neinar lausnir eða áætlun til að taka á stöðunni.

Reyndar finnst mér Steingrímur J. algjörlega orðinn ráðalaus og áttavilltur þessa dagana. Það er hans vandamál en ekki þjóðarinnar.

Þeir hljóta að vera verulega sárir og reiðir þeir kjósendur sem kusu þennan mann til að taka til hendinni.

mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband