15.10.2008 | 18:31
Allt upp á borðið
![]() |
Allt verður rannsakað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2008 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 18:30
Lítið um stórar fréttir - mikilvæg hvítbók
Ekkert nýtt kemur fram um starfslok Tryggva Þórs. Nema þá sú yfirlýsing að þeir hafi orðið sammála um að Tryggvi léti af störfum. Hálfkveðin vísa sem fjölmiðlar hljóta að botna.
![]() |
Breiður hópur virkjaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 17:03
Bréf úr HR
Fékk merkilegan tölvupóst sem dósent í Háskólanum í Reykjavík sendi um skólann í aðdraganda heimsókna forseta Íslands og bendi á hann hér með. Merkilegar spurningarnar þarna.
"Ég fagna því að Forseti Íslands sé að koma að veita okkur upplýsingar. Ég hvet alla til að mæta og nýta sér þetta tækifæri. Leiðtogar þjóðarinnar hafa allir brugðist okkur og það fyrsta sem við þurfum er upplýsingar.
Hér eru t.d. upplýsingar sem ég myndi vilja fá frá forsetanum:
1) Hvaða fjárhagslega ávinning hefur hann fengið persónulega frá íslenskum auðmönnum, beint og óbeint? Þar með talið stuðning í kosningabaráttu, ókeypis flugferðir, gistingu, o.s.frv.?
2) Sama spurning hvað varðar hans nánustu fjölskyldu. Hvaða hæfileikar aðrir en blóðtengsl réðu því að dætur hans og tengdafólk hefur sitið í stjórnum og yfirmannsstöðum hjá Baugi og öðrum auðmannafyrirtækjum?
3) Afhverju var aftur svona nauðsynlegt að stöðva lög um eignaraðild auðmanna að fjölmiðlum landsins-af hverju var það verra afsal á valdi en t.d. lög um EES ?
4) Má ekki fá að kaupa eitt eintak af óútgefinni bókinni um forsetann í óbreyttri útgáfu, þ.a. hægt sé að sjá hvað þar stóð?
Mér finnst þetta vera eðlilegar spurningar, og ég vona að þessi tölvupóstur verði ekki ritskoðaður heldur komist í pósthólf starfsmanna og nemenda. Er HR ekki háskóli þar sem er opin umræða?
Ef að við þegjum og þolum í hljóði nú, sem fyrr, þá er enginn dugur í okkur Íslendingum. Við þjóðin ættum þá að skammast okkar. Við verðum að fá sannleikann-og sannleiksferlið verður að vera á annan hátt en í öðrum stórum málum, Baugs, Hafskips, o.s.frv. Aðeins þannig getum við komist að því hvað gerðist, og komið í veg fyrir að við verðum enn að rífast um "stóra bankahrunsmálið" eftir 50 ár, jafn pikkföst í fákeppninni og eiginhagsmunapólitíkinni og við höfum verið síðustu 50 árin."
15.10.2008 | 15:06
Er tíu ára niðursveifla framundan á Íslandi?
Einn þeirra, maður sem ég met mikils og ræði oft viðskiptamál við, hefur spáð því að þetta sé áfall fyrir þjóðina sem taki tíu til tólf ár að vinna sig algjörlega út úr. Fannst spáin mjög dökk og leist ekki vel á, en hann færði góð rök fyrir því að þetta yrði raunin. Sumir eru bjartsýnni og spá þrem til fimm árum ef allt leikur í lyndi fyrir þjóðina úr því sem komið er.
![]() |
Spáir 75% verðbólgu á næstunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 11:42
Stýrivextir lækkaðir
![]() |
Stýrivextir lækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 00:07
Skýrslan undir stólnum - tálsýn umfram veruleika
Mikilvægt er að fram komi hver stakk skýrslunni undir stól og hver tók þá ákvörðun að við ættum frekar að líta framhjá ráðleggingum hagfræðinganna en horfast í augu við álit þeirra og stöðuna í hnotskurn. Flest það sem hagfræðingarnir sögðu hefur ræst með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðina, sem þarf að fóta sig aftur eftir þungan skell.
Þetta eru forkastanleg vinnubrögð og mikilvægt að upplýsa helstu þætti þessa máls. Þjóðin er í þannig skapi núna að það verður að tala hreint út um þessa skýrslu og hvernig það fór að frekar var horfst í augu við tálsýnina en veruleikann.
![]() |
Bankaskýrsla undir stól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 18:11
Aðför Bretanna að Íslendingum
Skrifin hafa vakið athygli og mikið um þau fjallað. Annars hef ég mikið heyrt í breskum vinum mínum síðustu dagana þar sem æ fleiri hafa áttað sig á því hvers vegna Gordon Brown greip til þessara aðgerða í fylgisleysi og pólitískri krísu sinni. Hann var þar aðeins að reyna að upphefja sjálfan sig á örlagastundu íslensku þjóðarinnar.
![]() |
Fjögur hundruð bloggfærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 16:33
Ábyrgð stjórnenda Landsbankans
Ég er samt sérlega ósáttur við að innri endurskoðun málanna heyri undir þá sem tóku þátt í öllu starfi bankanna, því sem helst er deilt um í stöðunni. Slíkt er með öllu óviðunandi og verður að taka á því sem fyrst.
![]() |
Verða að svara til saka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 13:25
Forsetaævisögu breytt vegna falls útrásarinnar
Forsetaembættið hefur fjarlægst þjóðina á síðustu árum - forseti Íslands hefur hvorki deilt kjörum né þjáningum þjóðarinnar. Aðdáun forsetans á útrásarvíkingunum virðist komið honum í koll nú og augljóst var á tali hans í gærkvöldi að hann var í vörn við að svara fyrir útrásina. Svona fer þegar misst er sjónar á aðalatriðum fyrir aukaatriðin eins og forsetinn féll í pyttinn með. Kannski finnst einhverjum notalegt að fá forsetann í heimsókn við þessar aðstæður en mér datt strax í hug einkaþotuflug forsetans.
Mér fannst það yfirmáta vemmulegt að heyra af þessum vinnustaðaheimsóknum, starfsfólkinu til hægðarauka og hughreystingar. Kannski finnst einhverjum þetta traust, að snúa aftur í ræturnar þegar glamúrinn er búinn en þetta er fyrst og fremst táknmynd afsakandi forseta sem er að leita að þjóð sinni aftur eftir að hafa villst af leið. Vonandi tekst forsetanum að finna sjálfan sig í þessum vinnustaðaheimsóknum.
![]() |
Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 12:08
Afturhvarf til fortíðar í Kauphöllinni
Þetta er nýtt landslag og uppbyggingarstarfið framundan. Fyrirtækjum hefur auðvitað fækkað í Kauphöllinni og eðlilega spurt hvort þau sem eftir eru fari undir aðrar kauphallir á Norðurlöndum. Varla verður það þó gert heldur byggt upp á nýjum grunni.
Framundan hlýtur að vera stýrivaxtalækkun frá Seðlabankanum. Staðan hefur gjörbreyst og því eðlilegt að búist sé við því að Seðlabankinn taki af skarið næstu dagana og komi hlutunum aftur á einhverja hreyfingu.
![]() |
Úrvalsvísitalan 715 stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 01:36
Baráttan um Baug
Get ekki ímyndað mér annað en tilboði Philip Green verði hafnað. Íslenska ríkið getur ekki látið þann díl fara í gegn. Öll þjóðin mun fylgjast með örlögum þessa margfræga fyrirtækis í samningaviðræðunum næstu dagana.
![]() |
Vill kaupa skuldir Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 21:58
Sameiningartákn útrásarinnar gerir upp liðna tíð
Ég yrði ekki hissa þó Ólafs Ragnars yrði frekar minnst fyrir að vera sameiningartákn útrásarinnar misheppnuðu frekar en sameiningartákns heillar þjóðar. Í miðri útrásinni fór það nefnilega svo að Ólafur Ragnar gleymdi rótum sínum og uppruna, pólitískt og persónulega, og blindaðist af velgengni hennar. Skipbrot útrásarinnar, sem var svo nátengd forsetanum og ferðalögum hans með útrásarvíkingunum, verður því um leið persónulegt áfall hans.
Forsetinn átti erfitt með að tala sig frá ræðunum sínum, öllu góðu orðunum og skjallinu fyrir auðmennina, í viðtalinu í kvöld. En hann reyndi vissulega og það ber að virða viljann fyrir verkið, rétt eins og einhverjir munu virða það við Ólaf Ragnar að tala beint við þjóðina þegar útrásin hefur klessukeyrt úti í skurði. Hann hefði þó átt að halda í þessa taug mun fyrr en nú þegar gleðinni er lokið og partýið hefur verið leyst upp í vonleysi heillar þjóðar.
Ólafur Ragnar flutti margar eftirminnilegar ræður til stuðnings útrásarvíkingunum en sú eftirminnilegasta er þessi hér að mínu mati.
![]() |
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 21:45
Nýtt upphaf á Íslandi - barátta þjóðarinnar
Mér finnst blasa við að ríkisstjórnin höktir. Hún er ekki sammála um næstu skref og virðist veik þrátt fyrir ríflegan þingmeirihluta. Því kæmi varla að óvörum að hún myndi springa einmitt á þeim tímum þegar tala á upp samstöðu landsmanna. Sumir Samfylkingarmenn tala þannig þessa dagana að stjórnin virðist feig. Samstaða virðist í þeirra bókum snúast frekar um að upphefja sjálfa sig og tala niður aðra en tala þjóðina saman.
Auðvitað er það veikleikamerki fyrir þjóðina ef ríkisstjórn gefst upp, fellur annað hvort fyrir eigin hendi eða vegna sundrungar á þeim tímum þegar byggja þarf hið nýja Ísland. En kannski er leiðarvísirinn ekki réttur, kannski var alla tíð borin von að flokkarnir tveir gætu náð saman um lykilmál. Vissulega var það reynt og verður kannski reynt áfram en greinilegt er að samstöðu um lykilmál skortir.
Þjóðin berst fyrir sínu, nú við erfiðar aðstæður. Veislunni er lokið og mikil uppbyggingarstarf framundan. Ég hef heyrt sögur um að fólk hafi tekið eigið líf í þessari viku, sumir hafi ekki séð fram á líf við breyttar forsendur, ekki séð neina leið út úr vandanum. Sorglegra er það en tárum taki þegar slíkt gerist og ég hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda eða hafa misst von og trú á framtíðina.
Vonandi nær þjóðin í gegnum þessa tíma. Samstaða þjóðarinnar er lykilatriði við þessar aðstæður sem blasa við íslensku þjóðinni nú.
![]() |
Gengi bréfa bankanna 0 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 15:09
Ummæli Davíðs og skilningurinn á þeim
Aðrir lásu það í viðtalið að ekki yrði staðið við neinar skuldbindingar. Fyrst á eftir átti að kenna Davíð um aðgerðir Bretanna en síðar kom í ljós að gripið var til þeirra eftir samtal við Árna M. Mathiesen. Síðan hafa sumir álitsgjafarnir hér heima reynt að halda áfram sama hjalinu án þess að viðurkenna að rangt var eftir haft, að það væri ekki Davíð að kenna hvernig fór. Auk þess er ekki hægt að kenna íslenskum stjórnvöldum um það.
Bretar gengu alltof langt og eiga eftir að sjá eftir aðgerðum sínum. Þegar ein vestræn þjóð beitir annarri hryðjuverkalögum er langt gengið og auðvitað á slíkt aðeins heima sem umræðuefni hjá NATÓ.
![]() |
Hvað sagði Davíð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.10.2008 | 14:41
Mál höfðað gegn breskum stjórnvöldum
Gott er að heyra að íslenska ríkið ætlar ekki að lympast niður og sætta sig við óverjandi framkomu Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, og undirsáta hans. Auðvitað er ekkert annað í stöðunni en fara í mál við bresk stjórnvöld vegna aðferða þeirra við að knésetja Kaupþing í síðustu viku. Eftir því sem dagarnir líða hafa æ fleiri breskir fjölmiðlar áttað sig á því að Brown ætlaði aðeins að upphefja sig með því að níðast á íslensku þjóðinni.
![]() |
Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 02:08
Neyðarúrræði þjóðar á örlagastundu
Svo er nú komið fyrir þjóðinni í lok útrásarinnar, sem margir lofuðu í bak og fyrir, að þjóðin þarf að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og væntanlega er nokkuð öruggt að þegið verði liðsinni þeirra í enduruppbyggingu landsins. Auðvitað er þetta algjört neyðarúrræði, sem er ekki ánægjulegt skref fyrir stolta þjóð sem hefur vanist því lengi að geta bjargað sér sjálf og vera ekki upp á neinn kominn í lífsbaráttu sinni.
Síðast leitaði íslenska þjóðin til sjóðsins í valdatíð ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens árið 1982, en þá var verðbólgan upp úr öllu valdi og tók nokkurn tíma til að ná einhverju jafnvægi aftur. Íslenska þjóðin hefur verið skuldlaus við sjóðinn frá árinu 1987 í valdatíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, og hefur eftir þjóðarsátt átt mikið góðærisskeið sem síðar náði hámarki með útrásinni.
Þessu skeiði er nú lokið með harkalegri brotlendingu. Þeir sem ég hef talað við eru sammála um að aðeins sé tímaspursmál hvenær björgunaraðstoð sjóðsins verði þegin og væntanlega er rætt um skrefin í þeirri vegferð á fundum í Washington. Þetta er neyðarúrræði og er til marks um slæma stöðu þjóðarinnar. Íslendingar brjóta odd af oflæti sínu með þessu úrræði og þangað er ekki farið brosandi.
Hinsvegar tel ég að ekkert annað sé í stöðunni, því miður. Tek ég undir það sem Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, og aðrir stjórnmálaleiðtogar fyrri tíðar og sérfræðingar hafa sagt um að við séum í öngstræti og þurfum aðstoð af þessu tagi. Ég efast um að allt kerfi landsins yrði tekið í gjörgæslu við þær aðstæður þar sem íslenska ríkið er sem slíkt ekki illa statt.
Þessi enduruppbygging sem er framundan verður mikið sársaukaskeið fyrir þjóðina. Byggja þarf að mörgu leyti nýtt Ísland á grunni þess sem áður var. Vonandi lærum við af mistökum og sukki góðærisáranna í því ferli.
![]() |
Fundað stíft með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2008 | 19:37
Pólitísku tengslin í bönkunum - staða Björgvins
Hélt Björgvin G. Sigurðsson að hann gæti valið aðstoðarmann sinn sem stjórnarformann í Glitni án þess að allt yrði vitlaust? Hvers konar siðferði er þetta? Á að slengja framan í fólki strax í upphafi pólitískum fulltrúum í formennskur bankanna við þessar aðstæður. Algjörlega ólíðandi og gott að mönnum hefur snúist hugur á þessum síðustu dögum, eftir því sem orðrómurinn grasseraði. Vonandi læra pólitíkusarnir eitthvað á þessu.
En hvað gerist næst með Björgvin? Ætlar hann að selja Philip Green skuldir Baugs á niðursettu verði? Getur hann samþykkt slíkan díl án þess að gera út af við sig pólitískt? Stórt spurt vissulega, en ég bind vonir við að hugsað sé um þjóðina en ekki viðskiptajöfra sem eru búnir að spila rassinn úr buxunum við þessar aðstæður.
Björgvin er reyndar skaddaður vegna tengslanna við fyrri eigendur Glitnis. Þegar Glitnir var ríkisvæddur fyrir hálfum mánuði ók ráðherrann um langan veg um miðja nótt til að láta Jón Ásgeir lesa yfir sér. Fjölskyldubönd ráðherrans við lögmann Baugs voru þess eðlis þá að þetta þótti vera í lagi.
Ég ætla að vona að Björgvin standi í lappirnar í þessu máli, hvort sem fólki finnst eðlilegt að hann felli dóminn vegna þessara tengsla. Góðs viti er að hann er hættur við að velja aðstoðarmanninn sinn sem stjórnarformann í Glitni, allavega um stundarsakir.
![]() |
Þóra er formaður Nýs Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2008 | 15:04
Egill grillar Jón Ásgeir - þjóðin vill skýr svör
Þetta eru eðlilegar spurningar í stöðunni. Fyrsta spurningin og sú mikilvægasta er hvað verði um Baug. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, muni staðfesta Green-dílinn varðandi Baug, þrátt fyrir fjölskyldutengslin við lögmann Baugs. Öll þjóðin bíður svara af því. Varla fer það í gegn.
Jón Ásgeir hefur árum saman getað svarað gagnrýni með því að viss hópur vinni gegn sér og vilji leggja sig í rúst. Þetta spinn er búið að vera og hann þarf að fara að svara þessum spurningum. Tími fórnarlambsins á kjörtíma í sjónvarpi er liðinn.
![]() |
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2008 | 14:22
Hvað ætlar Ísland að gera í öryggisráðinu?
Kannski var það eðlilegur metnaður hjá Íslandi að gefa kost á sér og reyna við sætið. Fyrst og fremst var þetta pólitískt gæluverkefni í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar og látið óátalið af Sjálfstæðisflokknum á þeim tíma. Síðar hefur Davíð Oddsson, utanríkisráðherra er framboðið var lagt fram, tjáð andstöðu sína við það en Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg Sólrún hafa haldið utan um málið af miklum metnaði, en þó sem betur fer látið kostnað ekki yfirflæða.
Enn er þó eftir spurningin um hvað Ísland ætli að gera í öryggisráðinu. Í gegnum allt ferlið hefur enginn svarað því af alvöru. Sumir hafa svarað á þeim forsendum að við yrðum fulltrúi Norðurlandanna og stæðum vörð um hagsmuni þeirra. Ekki er það nú vegleg forsenda fyrir framboðinu. En við getum velt þessu fyrir okkur þegar við náum ekki sætinu.
![]() |
Íslenskar rjómapönnukökur á borðum SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 21:40
Kjartan vísar fréttaflutningi Moggans á bug
![]() |
Ekki gagnrýni á Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |