28.2.2009 | 13:24
Pólitískt sjónarspil SF - valdagræðgi Ingibjargar
Merkilegast af öllu er þó sú staðreynd að Ingibjörg Sólrún ætlar að fara sem sjúklingur inn í þessa erfiðu kosningabaráttu, halda öllu opnu og bjóða fram Jóhönnu sem forsætisráðherraefni. Henni dettur ekki í hug að víkja af vettvangi stjórnmála þrátt fyrir að allt efnahagskerfi íslensku þjóðarinnar hafi hrunið á hennar vakt - axlar ekki ábyrgð eins og Geir H. Haarde gerði með því að víkja af hinu pólitíska sviði og halda ekki aftur í kosningar. Hún gefur ekki flokknum sínum tækifæri til að endurreisa sig.
Ingibjörg Sólrún hefur tekið þann valkostinn að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hún notar Jóhönnu Sigurðardóttur til að lengja sitt laskaða pólitíska líf. Þetta lítur þannig út að Jóhönnu eigi að auglýsa í vor sem prímadonnu flokksins á meðan hin laskaða Ingibjörg Sólrún situr á hliðarlínunni. Jóhönnu verði svo skipt út þegar hentar og Ingibjörg komi þá til baka af fullum krafti.
Þetta er pólitískt trix af ómerkilegri sortinni. Ef Ingibjörgu væri alvara með því að gera Jóhönnu að leiðtoga Samfylkingarinnar og andliti hennar hefði hún vikið af sviðinu og látið Jóhönnu formannsstólinn eftir. Þetta er hinsvegar ekkert annað en pólitískt sjónarspil, tilraun að pólitískri reyksprengju - láta alla halda að allt hafi breyst þegar í raun hefur ekkert breyst.
En svona er pólitíska tilveran í Samfylkingunni. Það þykir í lagi að laskaðir formenn búi til forsætisráðherraefni framhjá flokksstofnunum, bara til að henta þeim þá stundina. Þetta er hið margfræga lýðræði í Samfylkingunni í hnotskurn.
![]() |
Ingibjörg býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2009 | 01:15
Er Samfó að eignast nýtt forystutvíeyki?
Uppsetningin á blaðamannafundinum er óneitanlega merkileg. Forsætisráðherrann Jóhanna og flokksformaðurinn Ingibjörg ætla að sitja saman fyrir svörum og kynna pólitísku framtíðina þeirra beggja í einu. Fyrst dettur manni í hug einn klaufalegasti og undarlegasti blaðamannafundur Íslandssögunnar þegar Ingibjörg Sólrún og Össur voru á Hótel Borg í janúar 2003 að tilkynna að Ingibjörg yrði sérstakt forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar en Össur ætlaði sér að halda áfram sem formaður, bara svona upp á punt og sem aukaleikari á sviðinu.
Síðar stakk Ingibjörg hann Össur í bakið og ekki allt fagurt við þá atburðarás. Getur verið að Ingibjörg Sólrún verði nú fórnarlambið í sömu skák, enda sliguð eftir bankahrunið og eini minnisvarðinn um það sem eftir er í pólitíkinni, og hún bauð Össuri upp á fyrir sex árum - nú stígi hún til hliðar fyrir prímadonnu flokksins, gefi sviðið eftir en haldi samt eftir aukahlutverki til hliðar, verði eins og skuggamynd á sviðinu? Óneitanlega fyndið.
Merkilegast af öllu er að nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir öðlast forystusess hjá Samfylkingunni. Barist var harkalega gegn því að hún yrði talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999 eftir merkilegan prófkjörssigur í Reykjavík og hún sett harkalega í aftursætið. Hún varð ráðherra árið 2007 en samið um að Samfylkingin fengi þingforsetaembættið á miðju tímabili. Þangað ætlaði Ingibjörg Sólrún að senda hana, á sína endastöð.
Oftast nær er fyndið að fylgjast með þeim sem geta ekki hætt í pólitík á réttum tíma. Verði þetta það sem koma skal á morgun er ekki annað hægt en að vorkenna Samfylkingarfólki sem hefur afskrifað Ingibjörgu Sólrúnu í skoðanakönnun með mjög afgerandi hætti og í gengisfellt hana. En þetta verður spennandi, enda PR-dramatíkin greinilega í miðpunkti alls.
Svona forystutvíeyki eru dæmd til að mistakast. Þetta gekk ekki vel hjá Thorbjörn Jagland og Jens Stoltenberg og allir muna fíaskóið og núansana á milli Ingibjargar og Össurar. Mér finnst þessi tilkynning gefa til kynna að Samfó sé að eignast nýtt par í forystunni, annarsvegar prímadonnu og einstakling sem getur ekki hugsað sér að fara af sviðinu.
Og þó; kannski kann Ingibjörg Sólrún bara að hætta eftir allt saman og gefa sviðið eftir hinni nýju prímadonnu flokksins, hlutverk sem hún kannast við frá því forðum daga.
![]() |
Jóhanna og Ingibjörg með fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2009 | 20:31
Ólafur Ragnar á að segja af sér
![]() |
Tæpur þriðjungur ánægður með forsetann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 18:00
Prófkjörsframboð auglýst á stuðningsvef Geirs
Misnotkun á þessum hóp til auglýsinga fyrir prófkjörsframbjóðanda er of langt gengið. Um leið og ég sá þetta sagði ég mig úr þessum félagsskap og ætla ekki að skrá mig á þennan lista aftur. Þarna gengu stuðningsmenn Geirs H. Haarde og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar of langt að mínu mati - þetta er þeim til háborinnar skammar.
27.2.2009 | 14:26
Norski bankastjórinn geymdur á hótelherbergi
Meira að segja þeir sem höfðu talað fjálglega um að auka veg og virðingu Alþingis og minnka ráðherraræðið á þingi stýrðu aðförinni að þingmanninum. Þetta fólk hefur afhjúpað sig sem hræsnara, en kannski var ekki við öðru að búast?
Atburðarásin síðustu dagana fer að verða ansi góð frásögn í farsa, svona inn og út um dyrnar farsi. Ekki þarf miklu að breyta til að það gangi upp. Kannski verður hægt að hlæja að hótelævintýrum norska bankastjórans líka.
Hvernig er það, mátti karlgreyið ekki fara af hótelherberginu og var bundinn þar við hótelbarinn?
![]() |
Bankastjórinn beið átekta á hóteli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 13:15
Norskur stjórnmálamaður settur yfir Seðlabanka
Hvernig fer þetta heim og saman við 20. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands? Þar er kveðið á um að "engan megi skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt." Skrípaleikurinn heldur áfram í boði þessarar veiklulegu ríkisstjórnar.
![]() |
Nýr seðlabankastjóri settur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2009 | 21:19
Steingrímur J. í gestgjafahlutverkinu fyrir IMF
Ja sei sei, ekki var vindhaninn lengi að snúast marga hringi í kringum sjálfan sig og skipta um áttir á einni nóttu, svo geyst að hann vissi ekki lengur hvað sneri í vinstri og hvað í hægri. Ekki þurfti mikið til að hann skipti um skoðun á einni nóttu og færi að lofsyngja IMF og gleyma hinum margtuggða boðskap um ægivald hins illa sem vinstri grænir nefndu IMF og hlutverk þess við breyttar aðstæður þjóðarinnar.
Nei nú skal spila með og gleyma öllu því sem eitt sinn var sagt. Mikið er nú alltaf gaman að sjá vindhanana snúast marga hringi í logninu. Fyndnast af öllu finnst mér að sjá svipinn á þeim sem fóru í mótmælagöngur undir leiðsögn vinstri grænna fyrir nokkrum vikum og töldu að með því væru þeir að berjast gegn Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Þessu fólki hlýtur að líða virkilega illa núna.
![]() |
Góðir fundir með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2009 | 17:27
Davíð og Eiríkur kveðja í Seðlabankanum
Nú á Davíð Oddsson að tala hreint út um atburðarás síðustu tólf til átján mánaða í íslensku samfélagi. Eins og vel kom fram í merkilegu Kastljósviðtali á þriðjudag lumar hann á mörgum upplýsingum, upplýsingum sem þurfa að verða opinberar. Tala þarf hreint út. Jákvæðustu tíðindi dagsins eru þau að Davíð hefur fengið málfrelsið sitt.
Lögin um Seðlabankann hafa afhjúpað það versta hjá þessari máttlausu ríkisstjórn. Hún hefur ekki gert neitt að ráði. Tími hennar hefur farið í pólitískar hreinsanir. Með vinnulaginu var afhjúpuð hræsni þingmanna vinstriflokkanna. Þeir ætluðu að beita Alþingi sem afgreiðslustofnun þar sem samviska og sannfæring þingmanna átti að víkja.
Gott dæmi um þetta er lélegasti ráðherra ríkisstjórnarinnar sem talaði niðrandi um þingmann á facebook-síðu sinni því hann vildi vinna vandað og vel að lagasetningu og láta sannfæringuna ráða. Þetta fólk eru hræsnarar í besta falli orðað. Er þetta ekki sama liðið og blaðraði um að Alþingi þyrfti að hefja til vegs og virðingar?
![]() |
Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2009 | 14:20
Árni M. Mathiesen hættir í stjórnmálum
Árni hefur setið á þingi í 18 ár og var ráðherra samfellt í áratug. Pólitísk þátttaka hans í innra starfi Sjálfstæðisflokksins hefur staðið mjög lengi, en hann var lengi virkur innan SUS áður en hann tók sæti á þingi ungur að árum. Ég hef ekki alltaf verið sammála Árna og stundum mjög ósammála. Samt sem áður hef ég virt pólitískt starf hans mikils og tel að hann hafi gert margt gott í störfum sínum.
En komið er að leiðarlokum, sérstaklega við þessar aðstæður, og ég tel það virðingarvert að Árni víki til hliðar eins og komið er málum.
![]() |
Nú fer ég að líta í kringum mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2009 | 08:35
Erfiðir dagar Steingríms - íslandsmet í klúðri?
Ragnar Reykás, fjármálaráðherra, nei afsakið Steingrímur J. Sigfússon, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Gærdagurinn var ekki góður fyrir hann, þegar Gunnar Örn Kristjánsson hrökklaðist við lítinn orðstír úr bankaráðsformennsku í Kaupþingi eftir 48 klukkustundir. Ráðherrann hafði ekki fyrir því að kynna sér feril Gunnars Arnar eða væntingar hans til starfsins. Til að bjarga andlitinu, eða varla það, var sagt að Gunnar Örn hefði nú ekki vitað hvað fólst í verkinu og að það krefðist nærveru hans. Þvílíkur brandari.
Eins og flestir vita hrökklast Gunnar Örn úr stöðunni fyrst og fremst vegna þess að Gamli Landsbankinn afskrifaði milljarð króna vegna skulda félags sem Gunnar rak ásamt félögum sínum. Gunnar keypti Bræðurna Ormsson ásamt viðskiptafélögum sínum árið 2004 - fengu lán til að fjármagna kaupin hjá Landsbankanum og fór bankinn fram á aukin veð. Félagið varð gjaldþrota og allir geta ímyndað sér framhaldið.
Steingrímur J. sagði í tíufréttum Sjónvarps í gærkvöldi að þúsundir Íslendinga hefðu nú fengið afskrifaðar skuldir undanfarið og fannst þetta með milljarðinn ekkert mál í sjálfu sér. Er þetta ekki örugglega maðurinn sem talaði um siðferði í stjórnmálum og að nýjir tímar myndu hefjast með valdaskiptum fyrir nokkrum vikum. Hann stendur varla í lappirnar lengur, enda búinn að kokgleypa allt fyrir ráðherrastólinn.
Hélt einhver að eitthvað myndir breytast með nýrri ríkisstjórn? Vel við hæfi að þessi ráðherra læsi passíusálm á þessum tragíska niðurlægingardegi sínum. Þessi stjórn er að setja íslandsmet í klúðri og fer sennilega að nálgast heimsmetið brátt.
![]() |
Steingrímur las fyrsta sálminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2009 | 01:08
Morgunblaðinu bjargað frá leppnum Cosser
Nú verður að ráðast hvaða framtíð Morgunblaðið á við breyttar aðstæður. Nýjir eigendur geta vonandi haldið úti rekstri áskriftardagblaðs, vandaðs dagblaðs við þessar aðstæður. Vissulega hafa allar aðstæður á fjölmiðlamarkaði breyst og sérstaklega staða dagblaða í fjölmiðlun. Ekki er ljóst lengur með útgáfa dagblaðanna. Ekki virðist staða Fréttablaðsins mjög traust, eins og sést af nýlegum brottrekstri á nokkrum af bestu blaðamönnum þess.
![]() |
Þórsmörk kaupir Árvakur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 17:46
Vandræðin með bankaráðsformann Kaupþings
Brotthvarf Gunnars Arnar Kristjánssonar sem bankaráðsformanns Kaupþings eftir aðeins tvo daga er enn eitt klúðrið í sarpinn fyrir minnihlutastjórnina, og var varla bætandi á fyrir trúverðugleika hennar. Skýringarnar um að Gunnar Örn hafi ekki áttað sig á umfangi hlutverks formanns bankaráðsins og skyldum hans hljóma vægast sagt ótrúverðugar og vandræðalegar. Eitthvað annað hefur komið upp sem hefur leitt til þess að formaðurinn hrökklast frá.
Er kjaftasagan rétt um að kusk hafi verið á hvítflibba hans?
![]() |
Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 09:06
Aumingjaskapur Steingríms J. og Jóhönnu
Við bætist að hún er stefnulaus og umkomulaus með öllu. Hefur engu komið í verk. Engu er líkara en hún hafi verið mynduð til að ráðast að einum manni og sparka tveimur út í leiðinni, þar af öðrum sem nú er treyst til verka í norska seðlabankanum, jú vegna þekkingar hans og hæfni. Þvílík niðurlæging. Nú bætist þessi aumingjaskapur við. Getur þessi ríkisstjórn orðið daprari en orðið er?
Ætla fjölmiðlamenn ekki að spyrja jarðfræðinginn í fjármálaráðuneytinu hvað varð um yfirlýsingarnar hans digurbarkalegu. Hann hefur varla undan við að éta allt ofan í sig blessaður.
![]() |
Hætt við málssókn gegn Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 01:56
Frábær frammistaða hjá Davíð í Kastljósinu

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, stóð sig vel í Kastljósi í kvöld. Hann talaði einlægt og heiðarlega um stöðuna; varði sig persónulega og fór yfir aðdraganda bankahrunsins og einkum verklag yfirstjórnar Seðlabankans - gerði hreint fyrir sínum dyrum. Mér fannst Davíð vera hreinskiptinn í þessu uppgjöri, hann talaði af yfirsýn um hvernig málið horfir við honum og gerði vel grein fyrir því hver sýn hans var á allar hliðar þess. Sennilega þarf að horfa tvisvar eða þrisvar á viðtalið til þess að skynja alla hluta þess, enda mjög yfirgripsmikið.
Held að þetta verði ekki síður eftirminnilegt viðtal, einkum þegar frá líður og bolludagsviðtalið á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í mars 2003. Davíð er þeirrar náðargáfu gæddur að tala í fyrirsögnum og hafa lag á sjónvarpsmiðlinum betur en flestir aðrir hér á Íslandi. Hann var mjög sannfærandi og einlægur í þessu uppgjöri. Þetta mál hefur allt gengið mjög nærri honum og í raun má segja að Davíð sé að opna uppgjörsboxið á fullum krafti. Hann gefur það altént í skyn.
Davíð fór langleiðina með að gefa upp hversvegna hryðjuverkalögum var beitt á Ísland í október og sagðist hafa tilkynnt efnahagsbrotadeild RLR um stórundarleg hlutabréfakaup sjeiksins. Mjög fróðlegt bæði tvennt. Davíð veit mikið og getur komið með uppljóstranir sem varpar ljósi á stóran hluta atburðarásarinnar. Þessi saga er að flestu leyti ósögð en þarf að koma fram.
Davíð iðar greinilega í skinninu við að fara af fullum krafti í það uppgjör. Það verður að fara fram fyrr en síðar, svo mikið er víst. Davíð er að opna box sem getur orðið mörgum skeinuhætt.
![]() |
Helgi Magnús: Davíð sendi bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 21:57
10 í prófkjör sjálfstæðismanna í Norðaustri
Akureyringurinn Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri FSA og fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu, gefur ekki kost á sér. Ég taldi allt þar til fyrir tæpri viku blasa við að hann færi fram aftur og finnst satt best að segja mikill sjónarsviptir af honum, enda grandvar og vandaður maður sem hefur staðið sig vel í sínum verkum. Ég skil samt ástæður þess að hann dregur sig í hlé og virði þá ákvörðun þó ég hefði viljað hann fram.
Þó finnst mér merkilegt á þessum breytingatímum í pólitísku starfi að fleiri gefi ekki kost á sér. Ég hugleiddi aldrei að gefa kost á mér. Ég hef hætt virkri þátttöku í pólitísku starfi og hef valið mér það hlutskipti sjálfur eftir áralanga þátttöku í innra starfi. Ég hafði klárað minn kvóta og það er ekkert sem kallar á mig að fara í slaginn aftur. Ég hef miklu meira gaman af pólitík úr þessu sæti sem ég er í núna og hef verið í að undanförnu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrsta þingsæti kjördæmisins og mikil tækifæri eru til uppstokkunar með brotthvarfi Ólafar Nordal og Þorvaldar Ingvarssonar úr pólitíska starfinu hér. Því vekur athygli hversu miklu færri fara fram hjá okkur en t.d. hinum flokkunum þremur sem hafa hér rótgróið bakland og trausta stöðu.
En ég fagna því að ný nöfn komi og óska öllum sem taka þátt velfarnaðar og hlakka til að kynnast þeim frambjóðendum sem ég þekki lítið sem ekkert.
![]() |
10 í prófkjör D-lista í Norðausturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 18:09
Davíð í Kastljósi - sprengjur á sprengidegi?
Gott bréf hjá Eiríki. Annað kjaftshögg fyrir þessa völtu ríkisstjórn, á sömu stund og staðfest er að Ingimundur hefur verið fenginn til verka í Noregi, verið treyst þar. Þvílík niðurlæging fyrir þessa ríkisstjórn.
![]() |
Furðar sig á vinnubrögðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 15:43
Brottrekinn seðlabankastjóri nýtur trausts í Noregi
Ekki verður annað séð en Ingimundur hafi víðtæka þekkingu á þeim verkefnum sem sinna þarf í Seðlabanka hvar sem er í heiminum og Norðmenn gefa honum heldur betur uppreisn æru eftir átökin við forsætisráðherrann sem rak hann. Reyndar kvaddi Ingimundur með því að segja sjálfur upp og nennti ekki að standa í ströggli við ríkisstjórn sem rak hann vegna engra saka.
Einhverjir myndu telja kjarnyrt uppsagnarbréf hans blauta vatnstusku framan í forsætisráðherrann sem rak hann af pólitískum ástæðum.
![]() |
Ingimundur í norska seðlabankann? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.2.2009 | 15:42
Eineltisvandamál á Selfossi
Einelti í skólakerfinu á ekki að líða. Fréttir af slæmum eineltismálum á Selfossi eru skelfilegar, sérstaklega ef satt er að ekki hafi verið tekið á þeim af hörku. Ég er ekki hissa á að slíkt einelti hafi skelfilegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir þann sem fyrir því verður heldur og alla fjölskyldu viðkomandi. Fjöldi mála á Selfossi sem koma upp vegna klíkumyndunar og beins ofbeldis sem því fylgir eru þess eðlis að spurt er hvort ekki eigi að taka á því.
Þetta þarf að ræða af fullri hreinskilni, alls staðar í þjóðfélaginu. Glæpsamlegt ofbeldi í skugga eineltis er ekki líðandi, hvar sem það er, sérstaklega þegar það gerist í skólum landsins. Slíkt verður að stöðva. Mikilvægast af öllu er að viðurkenna vandann, gera hann opinberan og tala opinskátt um það.
![]() |
Einelti látið viðgangast á Selfossi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 14:47
Illuga Gunnarsson til forystu í Reykjavík
Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun Illuga Gunnarssonar að sækjast eftir fyrsta sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri í Reykjavík og styð hann heilshugar. Að mínu mati hefur Illugi verið í sérflokki þingmanna Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili og á nú að fara í forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Illugi hefur víðtæka þekkingu á öllum helstu málaflokkum og er sérstaklega mikilvægur fyrir flokkinn í umræðum um efnahags- og umhverfismál.
Því er mikilvægt að hann fái góða kosningu í prófkjörinu. Ég styð Illuga til allra góðra verka!
![]() |
Illugi gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjörinu í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.2.2009 | 01:07
Umdeild sérfræðiaðstoð Guðlaugs Þórs
Spyrja má sig hvort þessar uppljóstranir andstæðinga Guðlaugs Þórs muni skaða stöðu hans innan Sjálfstæðisflokksins. Varla mun það styrkja hann í það minnsta. Ég held að þetta verði honum skeinuhætt en hlýtur um leið að velta á því hvernig pressan tekur á því.