2.2.2009 | 18:19
Ásdísi Höllu í þingframboð
Á þeim fimm árum sem Ásdís Halla Bragadóttir var bæjarstjóri í Garðabæ styrktist sveitarfélagið og náði forystu á mörgum sviðum. Sérstaklega vakti þar athygli stefnan í skóla- og menntamálum. Með verkum sínum í Garðabænum horfði Ásdís Halla til framtíðar fór nýjar og markvissar leiðir og starfaði sérstaklega eftir skoðunum og áherslum sem hafa verið í fararbroddi í starfi SUS.
Ég hef dáðst af Ásdísi Höllu frá því að hún varð formaður SUS, fyrst kvenna, og viljað veg hennar sem mestan í pólitík. Því fagna ég því mjög ef hún fer aftur í pólitísk störf og sækist eftir því að taka taka virkan þátt aftur. Hvet hana eindregið til þess.
![]() |
Ásdís Halla metur stöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 14:11
Lifað í draumaheimi á Bessastöðum
Ólafur Ragnar og Dorrit eru vissulega að reyna að fóta sig aftur í breyttum aðstæðum. Þau voru mest áberandi sendiherrahjón útrásarinnar, allt að því sameiningartákn hennar, og eru komin í aðrar aðstæður og reyna að ná til þjóðarinnar aftur. Eins virðingarvert og þetta telst er hróplega áberandi hvað aðstæður hafa breyst á Bessastöðum. Vel sést á öllum aðstæðum að þetta er síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Hann er að reyna að reyna að verja arfleifð sína með misjöfnum árangri.
Ef hann missir tiltrú þjóðarinnar eftir að hafa veðjað á ranga hesta í útrásinni verður hann ávallt tengdur henni og talinn einn misheppnaðasti boðberi hennar, hvað svo sem annað gott hann hefur mögulega gert. Fjölmiðlamenn hafa tekið viðtöl við forsetann og allir spyrja um útrásina, enda var forsetinn svo framarlega við að tala fyrir henni.
Ekki er bæði sleppt og haldið - ekki er bæði hægt að upphefja eitthvað og tala það svo niður. Þetts sést á forsetanum sem gleymdi rótum sínum og karakter í útrásinni og blindaðist af tímabundinni velgengni, varð einn af þotuliðinu. Væntanlega ræðst það á næstunni hvort forsetans verði frekar minnst sem sameiningartákns útrásarinnar og auðmannanna eða almennings í þessu landi.
![]() |
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 14:07
Erlendur áhugi á pólitísku tómarúmi á Íslandi
Þetta fólk veit meira um íslensk stjórnmál fyrir vikið og greinilega mikið fjallað um okkur í erlendu pressunni. Kannski ekki skrýtið eftir öll okkar vandamál og krísur en smásjá heimsins sé á hinu mikla hruni hér og botnlausum vandræðum. Miklu skiptir að passa upp á næstu skref og því er mikilvægt að vel takist til og réttar ákvarðanir verði teknar og reynt að passa sérstaklega upp á þau úrræði sem höfðu verið tryggð af fráfarandi ríkisstjórn.
Merkilegast af öllu er að aðalfréttin í öllum erlendu fréttamiðlunum er sú að samkynhneigður forsætisráðherra hefur tekið við völdum á Íslandi. Sama hvert ég fór í gær var þetta fyrirsögnin, í rúma tólf tíma var þetta ein aðalfréttin t.d. á BBC og CNN. Þetta er helsta stórfréttin við að hún taki við, að hún sé fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann í heiminum, svo vitað sé. Þetta er í öllum fjölmiðlum og stóra fyrirsögnin um hana.
En það er skrýtið að finna þennan erlenda áhuga og allt í einu sé spurt að utan sérstaklega um vendingar í íslenskri pólitík. Tilefnið mætti þó vera gleðilegra og aðstæðurnar talsvert betri en það sem við horfumst í augu við, svo mikið er víst.
![]() |
Stjórnarskiptin vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 00:33
Léleg byrjun hjá Jóhönnu - eftirmannspælingar
Reyndar finnst mér Samfylkingin staðfesta það mjög vel með því að velja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðherratíð Björns Bjarnasonar sem eftirmann hans í ráðuneytinu. Varla er hægt að segja að ráðuneytið hafi staðið sig illa þegar ný ríkisstjórn byrjar á því að velja einn nánasta samstarfsmann Björns í verkunum í ráðuneytinu til að taka við af honum.
![]() |
Birni þótti lítið leggjast fyrir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2009 | 21:09
Jóhanna tekur við - alheimstákn samkynhneigðra
Vissulega er það sögulegt augnablik þegar Jóhanna Sigurðardóttir tekur við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu fyrst kvenna. Eftir stormasaman stjórnmálaferil er þetta mikill persónulegur sigur fyrir hana og markar mikil tímamót. Um allan heim er Jóhanna orðin alheimstákn samkynhneigðra sem fyrsti gay forsætisráðherrann í heiminum og stærsta frétt dagsins á alþjóðavettvangi snýst um þá staðreynd að hún er samkynhneigð, mun frekar en að hún sé kona að taka við. Það fellur einfaldlega í skuggann.
Ég vil óska Jóhönnu innilega til hamingju með forsætisráðherraembættið. Þó ég hafi oft verið ósammála henni og sumu því sem hún hefur sagt og gert hef ég alla tíð borið mjög mikla virðingu fyrir henni og pólitískri baráttu hennar. Hún hefur mætt miklum mótbyr og leið hennar í Stjórnarráðið hefur verið mörkuð mörgum vegartálmum og flestir hafa þeir verið hjá samherjum hennar í pólitík. Hún hefur verið niðurlægð í kjöri innan þeirra flokka sem hún hefur verið í og ekki bar fólki gæfu til að velja hana yfir Samfylkinguna þegar í upphafi.
Að mörgu leyti er augnablikið þegar hún tekur við álíka merkilegt og þegar dr. Gunnar Thoroddsen tók við forsætisráðherraembættinu um sjötugt árið 1980, þá sem starfsaldursforseti Alþingis og bjargvættur þingræðisins. Hann hafði verið umdeildur innan síns flokks og tapað kosningum og verið niðurlægður í forsetakjöri og leiðtogakosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Hann komst samt til valda og naut þeirra sem hægrimaður í vinstristjórn. Jóhanna fer ekki alveg sömu leið og Gunnar en ekki síður merkilega engu að síður.
Jóhanna minnir mjög mikið á ömmu sína, Jóhönnu Egilsdóttur. Amma mín var mikil verkalýðskona og vinstrikona alla tíð og þótti vænt um Jóhönnu eldri, hún var hetja í hennar augum og sönn sínum málstað. Ömmu þótti Jóhanna Sigurðardóttir mikil kempa og spáði því fyrir rúmum áratug í samtali okkar á milli að hún ætti eftir að verða forsætisráðherra. Ég var ekki mjög trúaður á þetta og sagði við hana, þá á miðjum Davíðstímanum, að hún fengi varla séns á því. Mundu þetta, sagði hún þá. Ég man það enn.
Jóhanna tekur við embætti á erfiðum tímum. Verkefnið er tröllvaxið og það er unnið í kappi við tímann. Kosningar hafa verið tímasettar eftir 80 daga og mikið verk framundan. Væntanlega er þetta pólitískur svanasöngur Jóhönnu, rétt eins og þegar Gunnar tók við völdum á sínum tíma án þess að vera leiðtogi stjórnmálaflokks en var valinn sem fulltrúi þingræðisins.
Stjórn hans er umdeild í sögunni og hefur ekki hlotið góð eftirmæli, þó flestum þyki vænt um Gunnar og meti hann mikils í stjórnmálasögunni. Jóhönnu bíða jafnerfið verk og Gunnars fyrir þrem áratugum.
![]() |
Lyklaskipti í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.2.2009 | 17:00
Fögur en innantóm fyrirheit - Evrópumálin í salt
Ný ríkisstjórn tekur við völdum með fögur fyrirheit til bjargar heimilum landsins og efnahagsmálunum en mjög innantóm samt sem áður. Lítið er um útlistanir á því hvernig gera eigi hlutina og fara í verkin. Þetta er mjög almennt orðað og yfirgripslítið. Hinsvegar ætlar stjórnin sér að breyta stjórnarskránni mjög á innan við 80 dögum og leggja fram miklar breytingar í þeim efnum, sum mjög mikilvæg og löngu tímabær. Greinilegt er að Evrópumálin eru alveg lögð í salt í þessu samstarfi, eins og við var að búast. VG stöðvar greinilega Evrópuumræðuna.
Skipun ríkisstjórnarinnar vekur vissulega athygli, vegna þess að í öllum flokksstólunum átta eru gamalreyndir stjórnmálamenn og í raun aðeins eitt svokallað ferskt andlit, Katrín Jakobsdóttir, verðandi menntamálaráðherra. Hinir hafa setið á þingi í yfir áratug og aldursforsetarnir, Steingrímur J. Sigfússon, verðandi landbúnaðar- sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi forsætisráðherra, hafa setið á þingi í 26 ár og 31 ár - þetta eru starfsaldursforsetar þingsins og ekki beinlínis pólitísk fersk.
Ég er ekki hissa á að Ingibjörg Sólrún sitji ekki í stjórninni. Hún ætlar að stíga til hliðar og láta aðra um óvinsælu verkin og halda opnu að koma síðar. Greinilegt er þó að veikindin hafa gengið mjög nærri henni og í raun alls óvíst hvort hún verði aftur ráðherra. Stóra spurningin nú er hvort hún sækist áfram eftir flokksformennsku og fer á fullt í kosningabaráttuna næstu 80 dagana. Mikla athygli vekur að Ásta Ragnheiður sé valin inn umfram Þórunni í félagsmálin, en Þórunn er látin fara með Björgvini.
Vinstri grænu ráðherrarnir eru ekki ferskir, að Katrínu undanskilinni, og í raun óvíst hvort þeir geti verið táknmynd breytinga og ferskleika þegar þjóðin kallar eftir slíkum þáttaskilum. Utanþingsráðherrarnir eru ekki flokkspólitískt skipaðir. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri og ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðherratíð Björns Bjarnasonar, tekur við af honum og er sett til verka á erfiðum tímum en hún ætti að hafa sterkan trúverðugleika í verkum sínum, enda margreynd eftir störf í ráðuneytinu.
Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, fyrrverandi stjórnarformaður Kauphallar Íslands og lærifaðir hagfræðimenntaðra undanfarin ár, er valinn sem viðskiptaráðherra. Hann fær ekki marga hveitibrauðsdaga í sínum verkum og mun frekar fljótlega reyna á hann. Samt sem áður vekur athygli að maður með hans aðkomu einkum í Samkeppniseftirlitinu sé settur til verka sem ferskt andlit.
Ný ríkisstjórn á mjög erfitt verkefni framundan og miðað við almennt orðað veganestið er óþarfi að búast við kraftaverkum. Þessi pólitíski svanasöngur Jóhönnu verður væntanlega ekki langur, enda verkefnið bundið í 80 daga, en það mun reyna á alla sem fara í verkin með henni. Hveitibrauðsdagarnir verða ekki margir og mun fljótt reyna á hvort hún sé ekta eða feik.
Svo reynir fljótt á hvað Framsókn muni styðja og hvað ekki á næstu dögum. Þeir heita stjórninni vörn fyrir vantrausti en hafa að öðru leyti frítt spil og geta stoppað öll mál hennar í þinginu og valdið henni miklum skaða með því að fylgja ekki vinstriöflunum. Völdin verða í raun hjá Framsókn, sem er eins og korktappi og nær alltaf að rétta sig við.
![]() |
Slá skjaldborg um heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2009 | 16:02
Leitin langa að dómsmálaráðherra - Ragna valin
Ljóst er nú að Ragna Árnadóttir, starfandi ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, tekur við lyklavöldunum í dómsmálaráðuneytinu nú síðdegis. Leitin hefur verið löng hjá vinstriflokkunum að dómsmálaráðherra. Ekki geta þeir valið neinn úr sínum röðum og hafa leitað meðal sérfræðinga og fyrrum þingmanna til að taka embættið en leitin hefur nú borið þá alla leið í ráðuneytið sjálft og valið ráðuneytisstjórann sjálfan til verka. Ég hef oft heyrt sögur um að ráðuneytisstjórar séu valdamiklir en er þetta ekki eina dæmið um ráðuneytisstjóra sem verður ráðherra á einni nóttu?
Velti fyrir mér hvað fór út af sporinu með Björgu Thorarensen, sem hafði verið orðuð við embættið. Á hvaða forsendum afþakkaði hún embættið? Sögusagnir herma að Ragnar Aðalsteinsson hafi verið í umræðunni og vel er þekkt sú staðreynd að Bryndís Hlöðversdóttir gat orðið ráðherra en það þótti ekki henta að velja utanþingsráðherra sem var nýbúin að hætta í pólitík, væntanlega til að losna við pólitískar skyldur og verkefni. Þessi leit hefur því farið út fyrir þingflokkana og endað í ráðuneytinu sjálfu. Fyndin flétta.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Ragna muni standa sig, en ég held að engum hefði órað fyrir því að nefna hana sem valkost fyrirfram.
![]() |
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2009 | 00:43
Glæsilegur árangur hjá Heru Björk
Ég vil óska Heru Björk innilega til hamingju með glæsilegan árangur í dönsku Eurovision. Annað sætið er mjög fínt, þó vissulega hefði verið skemmtilegra ef hún hefði unnið keppnina og við átt tvö íslensk lið í keppninni þetta árið. Hera Björk söng lagið mjög vel og átti flotta sviðsframmistöðu og getur verið stolt af sínu.
Ekki er það á hverjum degi sem íslenskur söngvari kemst næstum því í Eurovision fyrir aðra þjóð en Ísland. Ætli Eiríkur Hauksson sé ekki sá eini sem hefur náð þeim árangri að syngja fyrir Ísland og aðra þjóð til í aðalkeppninni.
Þetta er útrás sem við getum sannarlega verið stolt af.
![]() |
Hera Björk í 2. sæti í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2009 | 23:58
Snörp og ódýr 83 daga kosningabarátta
Ný ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tekur við völdum á morgun, mun aðeins hafa 83 daga til að láta verkin, óvinsæl verk væntanlega í ljósi efnahagsástandsins, tala. Allt tal um velferðarstjórn hljómar hjákátlegt. Í ljósi þess að kjördagur er eftir innan við þrjá mánuði er ljóst að kosningabaráttan verður snörp en væntanlega ekki síður ódýr. Varla verður stemmning fyrir rándýrum glamúr og glansspjöldum af frambjóðendum að þessu sinni, því verður yfirbragðið öðruvísi en í kosningunum fyrir tæpum tveimur árum.
Stemmningin í samfélaginu er líka önnur og baráttan mun styttri. Fróðlegt verður að sjá hvort stutt kosningabarátta komi sér vel eða illa. Síðustu tvo áratugina hið minnsta hefur kosningabaráttan staðið í hálft ár eða meira. Um leið og haustþing tekur til starfa í október hefur baráttan hafist og staðið fram til kjördags í apríl eða maí. Í fyrsta skipti frá árinu 1979 er kosið í pólitískri óvissu og með minnihlutastjórn, með mjög takmarkað umboð, vinstrimanna við völd. Stemmningin mun því verða sennilega svipuð og þá.
Ný framboð fá ekki mikið svigrúm til að koma fram. Mikil vinna fylgir framboði á landsvísu og má ekkert út af bregða í þeim efnum, einkum í ljósi þess að framboð verða að ná 5% atkvæða á landsvísu til að geta hlotið jöfnunarsæti á þingi. Aðeins kjördæmakosning getur ella tryggt þeim þingsæti - slíkt er mikill þröskuldur fyrir nýtt framboð sem hefur takmarkaðan tíma til að undirbúa sig.
Mun betra hefði verið að kjósa í haust. Þá hefðu flokkarnir fengið lengri tíma til að undirbúa sig og ný framboð til að hugleiða sín mál. En það er tómt mál um að tala og verður að halda í verkefnið sem blasir við. Nú verður öll þessi vinna unnin í kapphlaupi við tímann. Nú reynir á hverjir af hinum hefðbundnu fimm þingflokkum, sem hafa verið þar frá árinu 1999, séu lýðræðislegastir í vali sínu.
Auðvitað væri eðlilegast að prófkjör væri um allt land hjá öllum flokkunum svo flokksmenn geti metið þá og þeirra störf. Hjá Sjálfstæðisflokknum stefnir t.d. í prófkjör um allt land og mikilvæga uppstokkun, flokksmenn verða að geta metið þá sem fyrir eru og nýliða sem hafa áhuga á framboði og koma nýjir til verka.
Held að þetta verði áhugaverð kosningabarátta og lífleg, þó styttri verði hún og ódýrari. Kannski mun hún þá betur snúast um hinn sanna kjarna stjórnmála, málefnin, heldur en glys og glamúr.
![]() |
Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 19:38
Bjarna Benediktsson í formannsembættið
Ég hef ákveðið að styðja Bjarna Benediktsson í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Mikilvægt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að stokka vel upp í forystusveit sinni á þeim tímamótum sem verða í stjórnmálum nú. Ég tel eðlilegast að þeir forystumenn sem leiddu flokkinn á undanförnum mánuðum og í aðdraganda og eftirmála bankahrunsins víki og kosin verði ný forysta sem geti litið fram á veginn án þess að vera of tengd fortíðinni.
Í kjölfar brotthvarfs Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, gefst sjálfstæðismönnum gott tækifæri til að velja fulltrúa annarrar kynslóðar og þeirra sem ekki hafa verið í forystusveit á umbrotatímum til forystu í flokknum. Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkuð skeið að Bjarni sé einn af framtíðarforingjum Sjálfstæðisflokksins og hann sé sterkasti fulltrúi hinna nýju tíma í flokknum.
Nú þegar full þörf er á endurnýjun víða, einkum í pólitíkinni, er mikilvægt að fulltrúar nýrra tíma stígi fram og sækist eftir forystunni. Mikilvægt er að nýta það tækifæri sem flokknum gefst núna, ekki aðeins til að endurnýja forystusveit sína í sem flestum kjördæmum landsins heldur og einnig í flokksforystunni.
![]() |
Bjarni staðfestir framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 16:41
Klækjabrögð og lélegt PR hjá Samfylkingunni
Hver átti hugmyndina að því að kynna nýju stjórnina við styttu Jóns Sigurðssonar? Sá hinn sami hlýtur að hafa labbað á hurð eða vegg einhversstaðar. Þvílíkt rugl.
![]() |
Samfylking beitti klækjabrögðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 16:30
Biðin lengist eftir stjórnarmyndun
Án gríns, þessi stjórnarmyndun er hætt að vera fyndin meira að segja fyrir vinstrimenn. Þetta er bara pínlegt.
![]() |
Hlé gert til að ræða málin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 13:15
Erfið fæðing hjá nýrri ríkisstjórn
Eftir heitstrengingar um að stjórnarmyndun ætti ekki að taka langan tíma hefur Samfylkingin boðið þjóðinni upp á heila viku af stjórnleysi í landinu. Þeirra er ábyrgðin á því að heil vika hefur glatast í skynsamlegum aðgerðum á örlagatímum. Sé það rétt að málefnasamningurinn hafi verið almennt orðaður og ekki með neinum marktækum lausnum hlýtur það að vekja spurningar um að þar hafi aðeins verið hugað að fljótvirkum lausnum en ekki raunhæfum. Framsókn hefur því skotið tillögurnar niður.
Mér finnst samt Framsókn gera þetta vel og fagmannlega. Þeir hafa á fundum sínum sérfræðinga sem hafa greinilega hafnað plagginu sem sýndarmennsku og pólitískum sjónhverfingum að hætti vinstrimanna. Enginn getur dregið í efa heilindi Jóns Daníelssonar og Ragnars Árnasonar, síst af öllu vinstriflokkarnir, svo vel sé. Þetta þrátefli er því pínlegt fyrir vinstriflokkana að öllu leyti.
En mikilvægt er að lausn komi svo stjórnleysið í boði vinstriaflanna standi í sem stystan tíma. Þetta er varla boðlegt.
![]() |
Stjórnin mynduð á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 12:34
Magnús hættir - mikil endurnýjun hjá Framsókn
Magnús hefur ekki verið einn af þeim sem tekist hafa harkalegast á um völd í Framsóknarflokknum og því er brotthvarf hans merkilegt á þeim forsendum. Hinsvegar er greinilega kallað eftir nýjum tímum í Framsókn og þeir sem hafa verið á sviðinu á árunum þegar flokkurinn hrundi og missti völdin eiga lítinn sem engan séns. Því er augljóst að við sjáum mikið af nýjum frambjóðendum á vegum flokksins og hann muni ferðast með lítið af byrðum fortíðarinnar í kosningabaráttunni.
![]() |
Magnús Stefánsson hættir í stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 21:20
Vinstriflokkarnir í gíslingu - pínleg niðurlæging
Ég tek ofan fyrir Sigmundi Davíð. Hann er að brillera í sínu fyrsta pólitíska prófi.
![]() |
Telur forsendur fyrir stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 17:45
Engin ríkisstjórn um helgina - hik á Framsókn
Augljóst er að Framsóknarflokkurinn stjórnar algjörlega för í stjórnarmyndunarviðræðum Jóhönnu Sigurðardóttur - vinstriflokkarnir fylgja á eftir í ferlinu. Þeir hafa nú komið í veg fyrir að ný ríkisstjórn muni taka við um helgina og hugleiða næstu skref. Við blasir að mikið hik er komið á framsóknarmenn um vinstristjórnarkostinn og hvort þeir muni verja slíka stjórn falli. Þeir hafa hafnað málefnasamningi vinstriflokkanna og greinilega sent hann heim til föðurhúsanna, telja hann of almennt orðaðan og ómarkvissan.
Í raun má velta því fyrir sér hvort þessir flokkar nái saman um næstu skref. Boltinn er þó algjörlega hjá Framsókn núna. Þeir svældu Samfylkinguna út úr ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum með gylliboðum um að verja vinstristjórn falli, settu þá svo til verka til að ná saman og hafa svo hafnað afrakstri þeirrar vinnu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur í öllu þessu ferli farið mjög varlega en passað vel upp á öll sín spil og er með eintóm tromp á hendi.
Kjaftasagan er að forseti Íslands muni kalla Sigmund til Bessastaða og inna hann eftir því hver staða viðræðnanna sé. Framsóknarformaðurinn hefur nú örlög vinstriviðræðnanna í hendi sér og ræður hvort og þá hvernig stjórn sé mynduð. Líkur á utanþingsstjórn gætu aukist við þetta.
![]() |
Þríeykið þingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 15:39
Framsóknarmenn stöðva stjórnarmyndunina
Greinilegt er að Framsóknarflokkurinn hefur hafnað stjórnarsáttmála vinstriflokkanna og sett myndun nýrrar ríkisstjórnar út af sporinu og tafið ferlið. Nú hefur fundum til að staðfesta samstarfið og velja nýja ráðherra verið frestað og óvissa uppi um næstu skref. Framsókn telur greinilega ekki gengið of langt í aðgerðum til lausnar þjóðarvandanum og sett sína menn í það verk að laga sáttmála vinstriflokkana.
Nú hefur Framsókn tekist líka að koma í veg fyrir ferð Ingibjargar Sólrúnar til Bessastaða og að Jóhanna Sigurðardóttir fái formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum í dag. Þessi fæðing virðist því ganga mjög erfiðlega. Framsókn ætlar greinilega að nota oddastöðu sína í botn. Er ekki hissa á því, það hefur verið augljóst síðustu tvo daga að Framsókn ætlaði ekki að samþykkja hvað sem er frá vinstriflokkunum.
![]() |
Ný ríkisstjórn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 15:22
Ögmundur heldur BSRB með ráðherratigninni
Þetta væri svona eins og formaður LÍÚ væri sjávarútvegsráðherra. Þið getið ímyndað ykkur lætin ef það gerðist að sá maður yrði settur í það ráðuneyti og formaðurinn tæki sér bara launalaust leyfi á meðan og bæði um að allir gleymdu því að hann væri kjörinn formaður LÍÚ.
![]() |
Ögmundur verður ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 13:01
Þingkosningar 25. apríl - áhyggjur Framsóknar
Ekki er annað hægt en grínast svolítið yfir þeim sem töldu greinilega fyrirfram að Sigmundur Davíð, formaður Framsóknar, yrði auðveldur og væri pólitískt óþroskaður. Með minnihlutastjórnarboði sínu hefur Framsókn og honum tekist að ná oddastöðu og þeir munu hafa líf stjórnarinnar í hendi sér og passa upp á öll mál sem fara í gegn. Þeir hafa leyft vinstriflokkunum að semja stjórnarsáttmála en krukka nú í honum eftir á.
Vinnubrögð Framsóknar eru ekkert annað en pólitísk snilld par excellance. Þeir verða við stjórnvölinn í nýju stjórninni án þess þó að vera í henni.
![]() |
Ríkisstjórnin kynnt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 12:23
Gylfi og Björg taka sæti í ríkisstjórn
Vel hefur tekist til með valið. Greinilegt er að það vann gegn Bryndísi Hlöðversdóttur að taka við embætti dómsmálaráðherra sem utanþingsráðherra við þessar aðstæður að hafa lengi setið á þingi og nýlega yfirgefið þann vettvang til að taka að sér önnur verkefni. Ég spáði þessu í gærkvöldi í skrifum hér og er ekki undrandi á því að slík byrði sé ekki talin vænleg fyrir utanþingsráðherra við þessar sögulegu pólitísku aðstæður.
![]() |
Gylfi tók ráðherraboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |