14.6.2009 | 15:21
Hver verður næsti bæjarstjóri í Kópavogi?
Eigi úrslit prófkjörs að ráða er einsýnt að Gunnsteinn verði bæjarstjóri en á móti kemur að Ármann hefur verið bæði þingmaður og lengur bæjarfulltrúi en Gunnsteinn. Þetta er ákvörðun sem bæjarfulltrúahópurinn verður væntanlega að taka, en þeirra er að velja forystumann milli kosninga. Svo er auðvitað ekki óhugsandi að fleiri nöfn komi til greina eigi að velja bæjarstjóra úr hópi manna utan bæjarstjórnarflokksins.
Sé ekki full samstaða um nýjan leiðtoga er ekki óeðlilegt að virkja fulltrúaráðið til að kjósa nýjan leiðtoga og láta það taka ákvörðunina. Mikið vandaverk er að velja leiðtoga án prófkjörs. Úrslit prófkjörs hefur þar alltaf mikið að segja eigi ekki að virkja fulltrúaráðið. Mest um vert er að sjálfstæðismenn í Kópavogi velji þann forystumann sem þeir telja sterkastan og vænlegastan í baráttuna framundan.
![]() |
Fundað um eftirmann Gunnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2009 | 22:31
Siðleysi Sigurjóns - loftfimleikar og kúlulán

Fáránleikinn tekur enn á sig nýja mynd þegar 40 milljóna kúlulánið, sem Sigurjón Þ. Árnason veitti sjálfum sér, verður opinbert. Þeir sem véluðu með útrásarvíkingunum og unnu á þeirra vakt voru snillingar í að setja á svið sjónhverfingar og láta ótrúlegustu hluti virka sem tæra snilld í ótrúlega langan tíma. Núna ofbýður þjóðinni sukkið og svínaríið. Hugsa sér að einhverjir hafi borið virðingu fyrir þessum mönnum hér áður fyrr.
Ekki er nóg með að Sigurjón hafi fengið lán hjá sjálfum sér heldur var það langt undir markaðsvöxtum. Þessi absúrd veruleiki sem við lifðum hér á Íslandi verður enn fáránlegri og undarlegri eftir því sem meira af vinnubrögðum þessara manna verða opinbert. Allri þjóðinni ofbýður vinnulagið og krafan er einföld: þetta verði gert upp heiðarlega og rétt. Reikningsskilin verða að eiga sér stað!
Hugsa sér svo að Landsbankinn undir stjórn þessa manns fékk viðurkenningu fyrir bestu ársskýrsluna. Það var í september 2008! Nokkrum vikum fyrir hrunið. Sjáið myndina. Þarna er viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar, viðskiptaráðherrann sem svaf á vaktinni, með bankastjóranum - auðvitað brosir hann eins og einfeldningur.
![]() |
Sigurjón lánaði sjálfum sér fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 17:21
Sigmundur Davíð styrkir pólitíska stöðu sína
Eftir að þing var sett hefur Sigmundur Davíð talað afgerandi og hvasst, ekki verið með tæpitungu og hik. Segja má að nýr Framsóknarflokkur hafi orðið til á vakt hans; æstur, einbeittur og orðhvatur. Við höfum ekki séð Framsóknarflokkinn í öðrum eins ham í þinginu áratugum saman. Ný forysta hefur stokkað hann algjörlega upp. Þingflokkurinn er líka alveg nýr. Aðeins þrír þingmenn höfðu þingreynslu áður, þar af aðeins einn setið í meira en áratug.
Stjórnarflokkarnir eiga líka erfitt með að tækla Framsókn og Sigmund Davíð, sérstaklega Steingrímur J. Honum hlýtur sérstaklega að líða illa, enda virðist Framsókn vera eins og VG var áður en þeir komust í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð hefur tekið sér gamla sess Steingríms J. sem hinn orðhvati og afgerandi stjórnarandstæðingur sem markar sér sess á vígvellinum. Enda greinilegt að það er sótt til vinstri og reynt að ná vinstrafylginu aftur til baka.
Sigmundur Davíð hefur á nokkrum vikum stimplað sig til leiks. Hann átti um skeið erfitt með að marka sér stöðu og svo virtist fyrir kosningar sem hann hefði misst vopn sín. Honum tókst að ná meira fylgi en kannanir gáfu til kynna og bæta við fylgi frá afhroðinu 2007 - sækir nú fram á vinstrivæng og ætlar að ná í fylgi þar. Eflaust mun það takast með þessari taktík.
![]() |
Fjarar undan stjórninni" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 14:15
Andstaðan við Evu Joly
Vissulega var það hentugt fyrir suma að reyna að telja öðrum trú um að hægrimenn væru mest ósáttir við Evu Joly. Staðreyndin er hinsvegar sú að Eva Joly var ráðin til verka af vinstrimönnum og hún notaði tækifærið og úthúðaði þeim opinberlega um daginn því starfsaðstaða hafi ekki verið tryggð fyrir hana og umgjörðin um starfið önnur en hún taldi sæmandi sér. Hún flengdi vinstristjórnina.
Ég hef það á tilfinningunni að Samfylkingin vilji ekkert heildaruppgjör á því sem gerðist í hruninu. Þeir hafa allavega ekki sýnt að þeir vilji að Eva Joly hafi fullt umboð til verka og starfsaðstöðu sem hún sóttist eftir. Grein Sigurðar G. er því viss varnarblokk fyrir augljósa aðila og vekur spurningar um hverjir séu ósáttastir við að hún sé að reyna að grafast fyrir um sannleikann í hruninu.
![]() |
Málflutningur Joly gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 22:09
Fáránleg krafa um brotthvarf Valtýs
Eigi Valtýr að víkja alfarið úr embætti sínu þarf að sýna fram á brot hans í starfi eða alvarleg mistök. Engar forsendur eru fyrir því. Ekki hafa komið fram málefnalegar ástæður fyrir brotthvarfi hans. Eðlilegt er samt að hafa skoðanir á veru hans í embættinu. Ekkert að því að taka þá umræðu.
En þegar við bætist að hann hefur þegar vikið sæti er eðlilegt að undrast á hvaða leið umræðan er.
![]() |
Valtýr vill ráða Evu Joly |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 16:57
Jónmundur nýr framkvæmdastjóri í Valhöll
Framundan er mikil vinna fyrir flokksheildina og það skiptir öllu máli að yfir skrifstofunni í Valhöll sé einstaklingur sem kunni til verka og er tilbúinn í verkefnið.
![]() |
Jónmundur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 15:27
Örvænting í svipbrigðum Jóhönnu og Steingríms
Nú á að biðla til Sjálfstæðisflokksins að bjarga þessari hrörlegu vinstristjórn frá háðuglegu falli. Sjálfstæðisflokkurinn á að greiða atkvæði gegn þessum samningi, enda er ekki samið um þetta á þeirra vakt. Vinstriflokkarnir verða að sitja uppi með þennan samning og taka afleiðingunum.
Ekki er nú mikið eftir af hugsjónastjórnmálamanninum Steingrími J. frá Gunnarsstöðum. Hann getur ekki litið beint upp og framan í myndavélina þegar hann talar um þennan samning. Fáir menn hafa misst meiri trúverðugleika á skemmri tíma en hann.
Er ekki spurt aðallega um sannfæringu þingmanna? Eða hvað? Voru ekki að berast sögur um að Steingrímur J, sem vildi víst forðum daga að hver og einn kysi eftir sannfæringu hafi hellt sér svo harkalega yfir Lilju Mósesdóttur að hún brast í grát?
![]() |
Sjálfstæðismenn til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.6.2009 | 00:49
Brotthvarf Gunnars - hver verður nýr bæjarstjóri?
Ákvörðun Gunnars vekur spurningar um forystumál Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi - eðlilega er spurt hver verði næsti bæjarstjóri og leiði flokkinn í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við blasir að Gunnsteinn Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson eru líklegastir til að taka við embættinu úr bæjarfulltrúahópnum. Gunnsteinn vann Ármann í kosningu um annað sætið á listanum fyrir síðustu kosningar.
Svo er auðvitað ekki óhugsandi að leitað verði út fyrir hópinn. Einn kosturinn er að Framsóknarflokkurinn fái bæjarstjórastólinn. Slík niðurstaða yrði samt nær óhugsandi einkum í ljósi þess að Framsókn galt afhroð í síðustu kosningum og hefur varla umboð til að taka við stjórninni. Eðlilegt sé að sjálfstæðismaður setjist í stólinn og klári kjörtímabilið.
![]() |
Gunnar bauðst til að víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2009 | 22:08
Gunnar Birgisson mun hætta sem bæjarstjóri
Þessi niðurstaða er rökrétt og eðlileg. Mikilvægt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi að horfa fram á veginn og gera upp leiðindamálið í tengslum við viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun. Gunnar varð að hugsa um heill og hag Sjálfstæðisflokksins og Kópavogsbæjar í þeim efnum og jákvætt muni svo fara.
![]() |
Segist hafa stuðning flokksmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2009 | 14:44
Mun Eva Joly drepa íslenska vinstribastarðinn?
Nú kemur í ljós að þeir hafa ekki búið henni þá vinnuaðstöðu sem hún vildi og í raun aldrei viljað að hún tæki til. Hún var einfaldlega stoppuð í kerfisbákninu sem Steingrímur J. og Jóhanna hafa verið týnd í árum saman - enda bæði möppudýr par excellance.
Ég tel að vinstriflokkarnir hafi búist við allt öðru þegar þeir réðu Evu Joly til verksins en að hún myndi sparka svo eftirminnilega í þá og afhjúpa vanhæfi þeirra til að taka á vandanum.
![]() |
Eva Joly er dínamítkassi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2009 | 12:46
Ronaldo fer frá Man Utd
Væntanlega mun ungstirnið Macheda fá meiri tækifæri í liðinu og stólað á aðra menn í stað stóru stjörnunnar. Maðiur kemur alltaf í manns stað. Þó verður mikil eftirsjá fyrir stuðningsmenn Man Utd af Ronaldo.
![]() |
United hefur tekið tilboði frá Real Madrid í Ronaldo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 16:11
Er vinstristjórnin búin að missa Evu Joly?
Af hverju er svona komið eftir öll fögru orðin um mikilvægi þess að Eva Joly stýri rannsókninni og hafi til þess allt sem þurfi? Er staðan kannski sú að Samfylkingin vill ekkert heiðarlega rannsókn eftir allt saman?
![]() |
Eva Joly íhugar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 13:14
Hver verður mótleikur sjálfstæðismanna í Kópavogi?
Staða Gunnars veiktist frekar styrktist í viðtalinu í Kastljósi í gærkvöldi. Þar rakst hvað á annars horn og afskaplega erfitt að trúa því að viðskiptin við Frjálsa miðlun sé siðleg og eðlileg. Þetta mál lítur skelfilega út og er pólitískt óverjandi fyrir hvaða flokk sem er, helst af öllum þann sem viðkomandi maður leiðir.
Hvað gera aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins? Munu þeir allir lýsa yfir stuðningi við Gunnar eða taka til sinna ráða riði meirihlutasamstarfið til falls? Ég á bágt með að trúa því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins, bæði í Kraga og Kópavogi, muni láta einn mann dæma hann til minnihlutavistar í Kópavogi.
Heiðarlegast væri að Gunnar viki til hliðar, enda erfitt að sjá hvernig hann geti staðið málið af sér og setið lengur sem bæjarstjóri. Augljóst er að ekki er lengur meirihluti fyrir setu hans á valdastóli ef Framsókn setur fram afarkostina.
Nú reynir á hvort hægt sé að ljúka þessu máli með sóma eða láta það enda í allsherjar tragedíu fyrir alla sjálfstæðismenn í Kópavogi.
![]() |
Ræða næstu skref í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 09:05
Hví eru tillögurnar ekki kynntar strax sem heild?
Í Fréttablaðinu í morgun er reyndar hulunni svipt af því að aðeins félagsmálaráðuneytið hafi klárað niðurskurðinn meðan hin ráðuneytin sum hver draga lappirnar og tafir eru á verklaginu. Voru annars ekki margir vinstrimenn sem óttuðust einmitt að Árni Páll Árnason yrði niðurskurðarráðherra velferðarmála í stað þess að vera ráðherra velferðarmála? Hann er örugglega ákveðnari til verka en Jóhanna var.
En burtséð frá því er óeðlilegt að þetta sé ekki komið fram, lekið út nokkrum liðum og svo beðið. Þetta er verklagið sem við erum að kynnast hjá þessari vinstristjórn.
![]() |
Lækka á hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 01:03
Bæjarstjóraskipti á Akureyri

Þriðji bæjarstjórinn hefur nú tekið við embætti á Akureyri á kjörtímabilinu. Í hrókeringum dagsins felast tímamót fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri sem hefur nú afsalað sér bæjarstjórastólnum eftir að hafa haft embættið samfellt í heil ellefu ár, allt frá því Kristján Þór Júlíusson var kjörinn bæjarstjóri 9. júní 1998. Í því felast miklar áskoranir fyrir flokkinn á kosningavetri engu að síður.
Ég spáði því í pistli strax og samið var milli flokkanna í júní 2006 um að Samfylkingin fengi síðasta árið að bæjarstjórarnir yrðu þrír og sú spá rættist. Margt hefur hinsvegar breyst hér frá kosningunum 2006 og eðlilega mörgum farið að iða í skinninu að hefja kosningabaráttu, innan flokka og almennt, með haustinu.
Hermann Jón Tómasson er ekki öfundsverður af verkefninu framundan, erfiðar ákvarðanir og niðurskurður blasir við. Þetta síðasta ár fyrir kosningar verður honum mun erfiðara, í ljósi efnahagshrunsins, en hann vonaðist eftir sumarið 2006 þegar hann handsalaði þennan díl við Kristján Þór Júlíusson.
Stærstu tíðindin við bæjarstjóraskiptin eru þó tvenn: Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, tekur ekki aðeins við formennsku í bæjarráði heldur verður líka forseti bæjarstjórnar og Kristján Þór Júlíusson gefur eftir þann stól en vill samt sem áður ekki gefa upp um hvort hann fari fram að vori.
Sigrún Björk treystir enn stöðu sína með því að taka forsetastólinn með formennsku bæjarráðs, þó þess séu fá dæmi að einn einstaklingur gegni tveimur svo krefjandi hlutverkum hjá sveitarfélögum. Þetta getur bæði talist styrkleikamerki fyrir hana en um leið veikleikamerki fyrir flokkinn, að ábyrgð sé ekki dreift nægilega milli bæjarfulltrúa.
Ég sagði í gamni við félaga minn fyrir nokkrum mánuðum að breytingarnar við bæjarstjóraskiptin væru harla litlar; einna helst að tvær manneskjur skiptu á skrifstofum í Ráðhúsi Akureyrarbæjar. Hallast að því. En engu að síður verður áhugavert að sjá hvernig nýjum bæjarstjóra gangi að fóta sig. Hann fær vindinn í fangið svo sannarlega.
Það tók Sigrúnu Björk rúmt ár að festa sig í sessi sem bæjarstjóra - hún náði fyrst alvöru valdastöðu og styrk eftir fjórtán til sextán mánuði í embættinu. Síðan hefur henni gengið vel og í raun fest sig í sessi sem leiðtoga flokksins, sem kemur vel í ljós með því að hún tekur báðar lykilstöður flokksins nú.
Sigrún Björk er annars í merkilegri stöðu. Hún verður að gefa bæjarstjórastól eftir ári fyrir kosningar, í samkomulagi sem annar aðili skrifaði undir, og sækja hann svo aftur í kosningum. Hún mun mæta einbeitt til leiks í vetur í baráttu við Hermann, enda ætlar að næla aftur í lyklana sem hún afhenti í dag.
En kannski verður það einmitt blessun fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri að fara í kosningar án bæjarstjórastólsins - gæti markað nýtt upphaf og sömu strauma og gerðu Sjálfstæðisflokkinn að sigurvegara kosninganna 1998. Sjáum til hvort Sigrún Björk takist að leiða það verkefni úr þessari stöðu.
![]() |
Akureyri komi sem best út úr öldudalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2009 | 16:17
Áfellisdómur yfir Gunnari - afsögn eina leiðin
Greinargerð Deloitte um viðskipti Frjálsar miðlunar við Kópavogsbæ er algjör áfellisdómur yfir Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, og vekur spurningar um lögbrot. Get ekki séð hvernig aðrir geti tekið ábyrgð á þessu verklagi eða varið það. Þessi úrskurður er afgerandi.
Gunnar á nú að víkja til hliðar og hugsa þar um hagsmuni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Kópavogsbæjar. Ekki er valkostur að mínu mati að bjóða fólki upp á ástand af þessu tagi og efasemdir um heiðarleika þeirra sem eru við völd.
![]() |
Hugsanleg brot á lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 14:16
Sjálfskaparvíti Steingríms - hræsni vinstri grænna
Á mettíma er Steingrímur J. Sigfússon orðinn meiri pólitískur vindhani en Össur Skarphéðinsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Afrek það. Hálfgerð tragedía að fylgjast með honum éta upp allt sem hann hefur sagt síðustu mánuði og virða að vettugi pólitíska siðferðið sem hann hefur verið svo ötull talsmaður fyrir. Innistæðan fyrir siðferðinu og gegnsæinu er frekar lítil þegar á reynir.
Steingrímur J. er orðinn annar maður en hann var fyrir nokkrum mánuðum. Halldór rissar þetta flott í Mogganum í dag með Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Ekki fjarri lagi. Hann hljómar orðið eins og gísl sem les upp skrifaðan texta af blaði algjörlega án tilfinninga og er hálf afsakandi við að verja það sem hann gerir og kennir öðrum um. Hálf vandræðalegt. Er þetta breytingin sem kosin var í vor?
Þetta er hálfgerð froða. Er ekki í vafa um að margir eru frekar vonsviknir, einkum þeir sem treystu honum fyrir atkvæðinu í vor. Ein mesta hræsnin er reyndar afhjúpuð með því að leggjast gegn því að Icesave-díll BarnalánsSvavars fari í þjóðaratkvæði. Var þetta ekki flokkurinn sem vildi meira beinna lýðræði og virkja þjóðaratkvæðið?
![]() |
Valtur meirihluti í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2009 | 22:19
Opið hús á Fríkirkjuvegi - hver á Thorshúsið?
Mér finnst nú merkilegast af öllu að opið hús hafi verið á Frírkjuvegi 11 þegar hústökufólkið fór inn í húsið. Er það virkilega svo að eigandi hússins hafi það ólæst svo allir geti farið þangað inn? Hver er með lyklavöld að húsinu? Er það annars innbrot þegar hurðir eru ólæstar? Er enginn að fylgjast með þessu fornfræga og glæsilega húsi?
Önnur áleitin spurning er hver eigi í raun Fríkirkjuveg 11. Björgólfur Thor hefur ekki sést í íslensku þjóðlífi um allnokkuð skeið, ekki síðan hann var í Kompásþættinum sáluga eftir bankahrunið. Hann hefur ekki verið í kastljósinu síðan eða leitast eftir því að leita á sér bera, nema þegar hann var í Cannes.
Ég er ekki einn af þeim sem hef viljað gera Fríkirkjuveg 11 annars að skotspón í deilunum nú. Thor Jensen var einn af mestu brautryðjendum í íslensku atvinnulífi og satt best að segja á minning hans betra skilið en blandast í útrásarkjaftæðið sem tengja má afkomendum hans og tengdu liði í kringum það.
En þetta er annars dagur hinna stóru yfirlýsinga. Þjóðin er skiljanlega búin að fá nóg af Icesave-ruglinu og ætlar ekki að sætta sig við afleitan samning þeirra stjórnmálamanna sem hafa snúist hring í kringum sjálfan sig á mettíma.
![]() |
Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2009 | 19:26
Hreinn viðbjóður
Það er skoðun mín að þessi myndbirting komi umræðu um fjölmiðla á lágan stall og í raun er ekki hægt annað en fordæma þessa myndbirtingu. Það á að vera skylda fjölmiðla að koma fram með heiðarlegum hætti og ekki gera neitt það sem augljóslega misbýður þeim sem eru í sárum eftir sorglegt andlát ættingja eða vinar.
![]() |
Fjölskylda Carradine í uppnámi vegna ljósmynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2009 | 16:11
Óendurgoldin evrópsk ást - Júrósnobb Obama
Hann er sakaður um Júrósnobb í pressunni þar. Margt hefur breyst á skömmum tíma. Síðasta sumar var Obama í miklu uppáhaldi í þessum löndum. Hann fór til Berlínar og flutti ræðu við Sigursúluna. Var hylltur eins og þjóðhetja. Þótti traustur að hafa fetað í fótspor Kennedys, Reagans og Clintons með því að fara til Berlínar og flytja þar sumpart sögulega ræðu. Hann fór líka til Frakklands en vildi ekki flytja ræðu þar eða koma sérstaklega fram, minnugur þess að það var John Kerry skeinuhætt að tala frönsku reiprennandi í baráttunni 2004.
George W. Bush var mjög óvinsæll í Evrópu. Evrópubúar bjuggust því við því að eitthvað myndi breytast með nýjum húsbónda í Hvíta húsinu. Skiljanlega eru Þjóðverjar og Frakkar vonsviknir með að lítið hefur breyst og Júrósnobb einkenni bandaríska forsetann, þann sama og þeir hylltu fyrir ári.
Vandræðalegast af öllu er að Obama tók með sér smakkara á stefnumótið, sem Obama vildi heldur fara á en þiggja kvöldverðarboð í Elysée-höll sem hefur ergt mjög marga. Ef það er eitthvað sem Frakkar þola ekki er það þegar maturinn þeirra er véfengdur.
![]() |
Obama var með smakkara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |