12.3.2009 | 08:24
Íslenskir "auðmenn" hrapa niður Forbes-listann
Þegar listinn var opinberaður fyrir tveimur árum voru Björgólfsfeðgarnir báðir á listanum; Björgólfur Thor í 249. sæti og faðirinn í því 799. Eignir Björgólfs Thors voru þá metnar á 3,5 milljarða dollara eða 235 milljarða króna, en Björgólfs eldri á 1,2 milljarða dollara, um 80 milljarða króna. Í fyrra var Björgólfur Thor í 307. sæti en faðirinn í því 1014. Eignir Björgólfs Thors voru þá metnar líka á 3,5 milljarða dollara, Björgólfs eldri á 1,1 milljarða dollara.
Björgólfur Thor varð fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heimsins. Veldi Björgólfsfeðga er eins og flestir vita upprunnið úr gosdrykkja- og bjórverksmiðjum í Rússlandi. Nú hefur margt farið á verri veg. Straumur og Landsbankinn eru komnir í hendur ríkisins, og sá fyrrnefndi eflaust búinn að vera algjörlega. Þáttaskilin eru algjör og fátt ljóst með Forbes-lista að ári.
En svona er nú heimurinn oft kaldhæðinn.
![]() |
Bill Gates aftur ríkastur - Björgólfur í 701. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 00:16
Sigurjón sigrar Magnús Þór í Norðvestri
Held að þetta sé fyrsta prófkjörið sem Frjálslyndi flokkurinn hefur haldið. Þar hefur hingað til verið raðað upp á lista og almennum flokksmönnum ekki gefið tækifæri til að kjósa á milli frambjóðenda. Þrátt fyrir að Frjálslyndi flokkurinn hafi oft verið betur á sig kominn en nú er við hæfi að hrósa þeim fyrir að hafa áttað sig á prófkjörsfyrirkomulaginu á tíu ára afmælinu.
Sigurjón yfirgaf Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum, þar sem hann var kjörinn á þing árið 2003. Hann leiddi listann hér í Norðausturkjördæmi en náði ekki kjöri. Sigurjón vann ötullega í þeirri baráttu og tókst að rífa flokkinn upp úr miklum öldudal með mikilli vinnu og gerði gott úr erfiðri aðstöðu.
Honum var lofað framkvæmdastjórastöðu flokksins í kjölfarið en svikinn um það þegar á hólminn kom. Forysta flokksins launaði honum öll verkin fyrir þennan flokk með þeim svikum. Þessi sigur hans vekur því mikla athygli og sýnir styrkleika hans innan flokksins.
![]() |
Sigurjón náði 2. sætinu hjá Frjálslyndum í NV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 21:55
Baugur gjaldþrota - endanlegt fall útrásarinnar
Mikið var talað gegn þessum sjónhverfingum í bissness. Þeir sem gagnrýndu hana voru úthrópaðir í samfélaginu. Þeir höfðu allir rétt fyrir sér. Á þá átti að hlusta og taka meira mark á þeim. Þeir standa uppi sem boðberar sannleikans.
En hvað verður um bissness Baugsmanna hér á Íslandi? Á maður að trúa því að ekki verði gengið á Haga. Á viðskiptagjörningur Baugsfeðga varðandi Haga að verða endanleg niðurstaða. Varla getur það gengið upp.
![]() |
Ósk um gjaldþrotaskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 16:35
Virðing og réttlæti í reynd í VR - dræm kjörsókn
En kannski er þetta bara svona. Þegar kosið er um heildarsamninga og leitað eftir rödd hins almenna félagsmanns taka mjög fáir þátt. Víða eru svo stjórnir slíkra verkalýðsfélaga ákveðnar í bakherbergjum og settir upp miklir múrar henni til varnar. Þetta er ekki bara í VR, heldur víða um land. Mjög sjaldgæft er að alvöru átök verði um forystuna og sótt að henni með því að krefjast kosningar, enda þarf mikið afl til að setja saman lista og formannsefni þarf að fara langa leið til að ná settu marki.
Gunnar Páll Pálsson gerði að sumu leyti margt gott, framan af sínum ferli. Hann markaði VR traust markmið og innleiddi margt jákvætt. Honum varð hinsvegar sjálfum stórlega á. Hann kom ekki hreint fram, baðst ekki afsökunar og sýndi alvöru iðrun þegar á reyndi. Hann fær líka þungan skell.
![]() |
Kaupþingsmálið vó þungt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2009 | 14:44
Kristinn formaður VR - Gunnari Páli hafnað
En þetta eru afgerandi úrslit, krafa um breytingar og horft verði fram á veginn í stað þeirrar sukkuðu sýnar sem einkenndi fortíðina, ákvarðanir fortíðar á vakt fráfarandi formanns. Fólki var nóg boðið af þeim vinnubrögðum.
Óska Kristni Erni til hamingju með glæsilegt kjör og óska honum góðs gengis í störfum sínum.
![]() |
Kristinn kosinn formaður VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 12:59
Búið spil hjá Baugi - blekkingarleikur á endastöð
Á síðasta hring blekkingarhringekjunnar átti enn að reyna að ljúga þjóðina uppfulla af því að Davíð Oddsson væri stóri glæponinn í þessari svikamyllu og hann væri vondi kallinn sem væri að ganga frá dýrlingunum og englaveldinu Baugi.
Flestir sjá orðið hvað er satt og logið í þessu blekkingarspili. Tjaldið er fallið og auðjöfrarnir með. Enginn mun hugga þá í kjölfarið.
![]() |
Frekari greiðslustöðvun hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 12:45
Persónudýrkunin í Samfylkingunni
Þrátt fyrir þetta sá ég hreinlega ekki fyrir að persónudýrkunin í Samfylkingunni myndi ná slíkum hæðum að gengin yrði blysför til Jóhönnu í kvöld. Þvílík over-dramatísatíon! Ég veit ekki hvað hefði gerst ef slíkt hefði verið gert innan Sjálfstæðisflokksins. Hugleiðið hvað Samfylkingarmenn hefðu sagt ef gengin hefði verið blysför til einstaklings í Sjálfstæðisflokknum ef hann hefði ekki strax gefið kost á sér. Alla jafna gildir að menn hafi áhuga og metnað á flokksformennsku og vilji taka hana að sér til að marka áhrif á flokkinn sinn í einhver ár, en verði ekki tímabundin lausn.
Í Samfylkingunni ganga menn blysför í stað þess að senda bara skeyti til hvatningar. Ætli menn syngi Fósturlandsins Freyja á leiðinni?
![]() |
Blysför til Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 00:11
Fljótaskrift á stjórnarskrá í kosningabaráttu
Sérstaklega er afleitt að ætla að breyta kosningalögunum þegar kosningarnar eru handan við hornið. ÖSE hefur þegar gert athugasemdir við þetta verklag hér. Enda hefur aldrei gefist vel að breyta stjórnarskrá þegar leikurinn er hafinn. Talað hefur verið um hjá ÖSE að glapræði sé að gera slíkt árið fyrir kosningar, hvað þá örfáum dögum eða vikum fyrir kosningar. Þetta er algjört rugl. Ætla þingmenn virkilega að breyta kosningabaráttunni í hreinan skrípaleik.
Mikilvægt er að breyta stjórnarskrá. Slíkt verður þó að gera af þingmeirihluta með sterkt umboð og afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar. Slík staða er ekki uppi núna þegar umboð þingsins er mjög veikt og það verður kosið á næstu vikum.
![]() |
Umræðu um stjórnarskrárfrumvarp frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 17:23
Stórbruni í Síðumúla
![]() |
Eldur í Síðumúla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 15:27
Mikilvægt að leggja meira í rannsóknina
Fyrirlestur Evu Joly í dag gefur til kynna að hún telur að menn hafi misnotað aðstöðu sína umtalsvert og farið yfir strikið. Ástæða er til að ætla að það sé rétt. Efasemdir hafa aðeins aukist um málið eftir að meira hefur komið í ljós. Þetta virðist vera mikið fen spillingar og óráðsíu. Vanda þarf öll verk í þeirri rannsókn og tryggja að allt sé gert eins fagmannlega og best verður á kosið.
![]() |
Gagnrýnir fámenna rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 14:37
Eva Joly veitir ráðgjöf - skynsamleg ákvörðun
Eva Joly er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar á spillingu og fjármálabrotum víða í Evrópu og hefur verið rannsóknardómari í Frakklandi. Aðkoma hennar er mikilvæg fyrir okkur, enda þurfum við ráðleggingar manneskju sem hefur átt við svona mál áður og kann til verka, með þeim íslensku aðilum sem hafa verið valdir í verkefnið.
![]() |
Eva Joly sérstakur ráðgjafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 13:07
Aumingja Baugur kveinkar sér enn einu sinni
Mikið ósköp og skelfing er orðið leiðinlegt og þreytandi að hlusta á þetta væl í forsvarsmönnum fyrirtækisins Baugs. Alltaf er það öðrum að kenna ef eitthvað aflaga fer og umræða um hreinar staðreyndir er auðvitað aðför vondra manna að fyrirtækinu. Þetta er orðið vægast sagt fyrirsjáanlegt og hundleiðinleg umræða. Held að flestir séu farnir að sjá í gegnum þessa vitleysu, sem hefur staðið alltof lengi. Lengi vel gátu þeir reddað sér með því að kenna vissum mönnum um einhverja herferð gegn sér. Nú er sú spilaborg fallin yfir þá sjálfa.
Steininn tók endanlega úr þegar Jón Ásgeir ætlaði að kenna Davíð Oddssyni um verklag bankanna gegn Baugi, þegar þeir gengu að þeim fyrir nokkrum vikum. Þá var ný ríkisstjórn komin til valda og þá fyrst fóru hinir staðföstu varnarjálkar Baugs að gefa eftir, enda trúði enginn maður að Davíð gæti sagt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir verkum, hvað þá gefið henni ordrur um verk og ákvarðanir. Þessi margfræga vitleysa féll kylliflöt og ekki var búst í að taka hringekjuna enn einn hringinn.
Sama gerist nú. Hver trúir þessu fjandans væli um að allir séu svo vondir við Baug og vilji gera þeim allt hið versta. Menn hafa kallað þetta yfir sig sjálfir. Þeir eiga nú að hætta þessum blekkingarleik og fara að standa fyrir máli sínu eins og menn en ekki væludúkkur.
![]() |
Baugur: Segja fullyrðingar rangar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 11:11
Þingið þarf að starfa í sumar - virðing þingsins
Funda verður í sumar að einhverju leyti á Alþingi. Mikilvægast af öllu er að Alþingi endurheimti virðingu sína og verði falin alvöru verkefni og verkstjórn í málum, í stað þess að ráðherraræðið verði algjört. Minnihlutastjórnin var ekki lengi að svíkja loforð sitt um lýðræðisleg vinnubrögð. Starfsaldursforsetarnir Jóhanna og Steingrímur voru ekki lengi að valta yfir þingræðið með ákvarðanir og vildu ráða hraðanum þar.
Þingræði á að vera staðreynd en ekki orð á blaði. Því þarf nýtt þing að vinna vel, bæði til að vera vandanum vaxinn, sjálfstæð stofnun þar sem verkin eru unnin, en ekki afgreiðslustofnun ráðherranna einvörðungu. Leita þarf að virðingu Alþingis í þeim rústum sem þessi minnihlutastjórn skilur eftir sig.
![]() |
Steinunn Valdís: Vill að þingið starfi í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2009 | 18:25
Mikilvægt að fá ráðleggingar frá Evu Joly
Viðtalið við Evu Joly í Silfri Egils í gær er með þeim betri í íslensku sjónvarpi mjög lengi. Hún hefur mikið fram að færa fyrir íslenska þjóð, við erum á krossgötum og þurfum alþjóðlega aðstoð til að komast úr þessum vanda. Við þurfum ráðleggingar fyrst og fremst.
Íslenskir embættismenn verða að standa undir sér í þeim verkefnum sem framundan eru, en við verðum að leita til fólks sem þekkir vandann og getur greint hann á örskotsstundu - hefur átt við svipuð mál og þekkir allar aðstæður í raun.
Við þurfum að leita til hennar og fá hana til aðstoðar, eða tryggja aðkomu sérfræðinga að málinu, fyrst og fremst til að veita því verkstjórn og fóstra það - fólk sem getur tekið á málinu fumlaust og af ábyrgð með þeim sem leiða málið nú.
![]() |
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2009 kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2009 | 14:14
Skynsamleg ákvörðun hjá Tryggva Þór
Á þessum tímum þegar mikil óvissa og tortryggni ríkir þarf þetta að koma fram. Þetta eykur enn möguleika á því að Tryggvi Þór nái góðum árangri í prófkjörinu á laugardag. Fólk vill heiðarleika og traust vinnubrögð í þessum efnum.
![]() |
Tryggvi Þór: Greinir frá fjárhagslegum tengslum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2009 | 11:00
Ríkið yfirtekur Straum
Yfirtakan á Straumi eru enn ein nöpru þáttaskilin í íslensku efnahagslífi. Á innan við þrem sólarhringum fóru allir þrír stærstu bankarnir, þar af gömlu ríkisbankarnir tveir sem voru einkavæddir árið 2002, undir vald Fjármálaeftirlitsins. Nú, fimm mánuðum síðar, fer Straumur sömu leið, þegar flestir töldu mestu hættuna liðna hjá.
Merkilegustu tíðindin eru þau að Straumur þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra. Segir meira en mörg orð um stöðuna.
Á meðan allt hrynur og breytist í ólgusjó sögulegra þáttaskila um allan heim, þar sem bankar falla og fjármálafyrirtæki hníga gerist ekkert í helstu loforðum íslensku ríkisstjórnarinnar, varðandi heimilin og fyrirtækin.
Spaugstofan lýsir Jóhönnu og Steingrími sem ráðalausum flugstjórum sem að lokum stökkva fyrir borð. Fáir hafa lýst vandræðagangi þeirra betur.
![]() |
Ríkið tekur Straum yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2009 | 00:53
Dagur hopar fyrir Jóhönnu - plottið endurnýjað
Eins og ég benti á fyrr í kvöld er engin samstaða um formennskuna gefi Jóhanna ekki kost á sér, þar sem hún er aldna kempan á forsætisráðherrastóli sem leiðir flokkinn fram að uppgjöri um forystuna á miðju kjörtímabili. Þetta er nýja plottið. Þá muni Jóhanna víkja og nýr formaður taka við forystunni, væntanlega fulltrúi nýrrar kynslóðar, væntanlega Dagur sem varaformaður.
Þannig muni plott Ingibjargar Sólrúnar halda velli - eina breytingin verði sú að Jóhanna taki sess ISG þar til Dagur taki við verði hann varaformaður eða hún láti landsfund eftir að velja formanninn. Væntanlega er plottið eftir sem áður að formennskan verði tekin frá fyrir Dag.
![]() |
Rökrétt að Jóhanna taki við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 21:26
Skorað á Jóhönnu til að koma í veg fyrir átök
Greinilegt var að þessi pólitíska kveðjustund var mjög erfið fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, enda verið í pólitík mjög lengi og kveður við erfiðar aðstæður, enda gengur hún ekki heil til skógar og er ekki lengur óumdeild. Á átta dögum komu veikleikar hennar í ljós á öllum sviðum. Hún naut ekki lengur ótvíræðs stuðnings og hefur auk þess ekki lengur líkamlegan þrótt til að vera í forystusveit fyrir stjórnmálaflokk í kosningabaráttu. Plott hennar um að halda völdum og sjá til, en um leið búa til eftirmann, gekk einfaldlega ekki upp.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur á þessu kjörtímabili öðlast mjög sterkan sess í forystusveit Samfylkingarinnar. Á meðan bæði Ingibjörg og Össur veiktust vegna bankahrunsins styrktist hún. Upphaflega átti að láta hana fara í þingforsetaembættið á þessu ári og klára kjörtímabilið og ferilinn þar. Nú er hún orðin ótvíræður leiðtogi Samfylkingarinnar án þess þó að hafa þann titil að nafninu til. En Jóhanna er að verða 67 ára gömul, orðin greinilega svolítið þreytt og hugsar til pólitískra endaloka.
Annað hvort er henni alvara um að klára verkefnið sem hún hefur, þá til bráðabirgða, eða að búa til eftirspurn eftir sér. Jóhanna hefur sem forsætisráðherra þá stöðu að leiða í raun pólitíska baráttu flokksins síns. En hún er hinsvegar gamalt andlit í pólitískri baráttu - hefur setið á þingi frá vinstrisveiflunni árið 1978, fór á þing með Vilmundi Gylfasyni, arkitekt þeirrar sveiflu, og hefur mikla reynslu að baki. Slíkt er bæði kostur og galli á breytingaári í stjórnmálum.
Dagur bíður greinilega á hliðarlínunni. Hann átti að verða varaformaðurinn hennar Sollu og valinn arftaki - staðgengill hennar og eftirmaður mjög fljótlega sennilega. Brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar markar þá framtíð mikilli óvissu. Hann kemst ekki í borgarprófkjörið nema kjörnefnd skvísi honum inn með valdi að ofan á allra síðustu stundu, sem yrði mjög vandræðalegt, tel ég. Auk þessu eru aðrir á hliðarlínunni, t.d. Lúðvík Geirsson, Árni Páll og Björgvin Sigurðsson.
Svo er það Jón Baldvin. Hann býður greinilega Jóhönnu að fá stólinn og hætti þá við endurkomuna margfrægu, sem er frekar vandræðaleg og pínleg en nokkru sinni tignarleg heimkoma postulans margreynda. Hann er fjarri því vinsæll og virðist á einni nóttu orðinn hataður meðal vissra hópa í flokknum. Glæpur hans var að ráðast að hinum fallandi leiðtoga, sem féll á átta örlagaríkum dögum vegna þess að heilsa hennar og pólitískur styrkleiki var farin.
Þetta stefnir í mikið skuespil, skemmtilegt það. Annað hvort hættir Jóhanna við að hætta eða við fáum skemmtilegan vinstrifarsa um völdin, þar getur margt gerst og ýmis öfl verið leyst úr læðingi - öfl sem Ingibjörg Sólrún gat ekki ráðið við undir lokin. Gleymum því ekki að margir ólíkir hópar eru saman undir merkjum Samfylkingar og ISG var límið sem hélt þeim öllum saman sem hinn sterki leiðtogi.
![]() |
Jón Baldvin skorar á Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2009 | 17:34
Ingibjörg Sólrún hættir í stjórnmálum
Enginn vafi leikur á því að Ingibjörg Sólrún var þar til fyrir nokkrum mánuðum ótvíræður leiðtogi Samfylkingarinnar og hefði engum órað fyrir því fyrir ári að hún myndi þurfa að yfirgefa pólitíska forystu, ekki frekar en Geir H. Haarde. Styrkleiki þeirra beggja hrundi á sama tíma, enda ábyrgð þeirra beggja í aðdraganda bankahrunsins ótvíræð.
Ingibjörg Sólrún reyndi að snúa vörn í sókn með því að halda ótrauð áfram, en hún fékk óblíðar móttökur, enda var uppsetning kosningabaráttunnar sem kynnt var á blaðamannafundi um síðustu helgi klaufaleg og vandræðaleg, sérstaklega að ákveðið væri fyrirfram hverjir yrðu í þremur efstu sætunum í Reykjavík.
Þar sem framboðsfrestur er liðinn er eflaust velt fyrir sér hvað muni gerast innan Samfylkingarinnar. Mikið er talað um Dag B. Eggertsson sem nýjan formann, en hann getur ekki farið í prófkjörið í Reykjavík, en bæði Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa gefið formannsstólinn frá sér.
Væntanlega verður líflegur slagur um formennskuna í Samfylkingunni nú. Jón Baldvin sagðist fara fram til að stöðva Ingibjörgu Sólrúnu. Mun hann halda fast við framboð sitt eða mun unga kynslóðin í flokknum taka forystuna yfir við þessar breyttu aðstæður?
![]() |
Ingibjörg Sólrún hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 15:51
Kolbrúnu hafnað af vinstri grænum í Reykjavík
Ég skynja að Kolbrún er mjög reið. Slíkt má lesa milli línanna í orðum hennar. Eðlilegt svosem. Það gerist ekki á hverjum degi að sitjandi ráðherra fái slíka niðurlægingu. Maður hefði frekar skilið það í Samfylkingunni, þar sem fólki varð á og brást á vaktinni á örlagatímum. Þar eru leiðtogarnir hinsvegar kallaðir upp, meira að segja viðskiptaráðherrann sem steinsvaf á vaktinni í stað þess að standa sig.
Þessi úrslit þýða væntanlega að Kolbrún þarf að víkja til hliðar, væntanlega fyrir Ara Matthíassyni þegar listanum verður raðað upp. Er ekki kynjakvótinn annars í fullu gildi?
![]() |
Keik og stolt í sjötta sætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |